Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
44
-I
ÞINGBRÉF
V. . .
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Starfsmenn Kollafjardarstödvarinnar og hjálparmenn taka lax úr netum i KoUafirði.
Fiskeldisstöðin í Kollafirði:
Erfðafræðirannsóknir og
kynbætur á eldisfiskum
„Alþingi ályktar að fela landbúnaðarráðherra að beita nú þegar
heimild í 62. grein laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, og
standa fyrir myndun félagsskapar ríkisins og þeirra, er fiskeldi
stunda, um rekstur rannsókna- og tilraunastöðvar. Fiskeldisstöðin í
Kollafirði verði rekin af slíkum félagsskap, sem tilraunastöð fyrir
erfðafræðirannsóknir og kynbætur á eldisfiskum, tíl lífeðlisfræði-
rannsókna, svo og tíl rannsókna á fisksjúkdómum, fóðrun fiska og
aðra þýðingarmikla þætti ferskvatns- og sjávareldis.“
Þannig hljóðar stefnumarkandi
tillaga til þingsályktunar um rann-
sókna- og tilraunastöð fiskeldis,
sem Bjöm Dagbjartsson (S.-Ne.)
lagði fram á Alþingi í sl. viku.
Fyrsta fiskeldis-
stöðin 1950
Það, sem hér fer á eftir varðandi
rannsóknir og tilraunir í fískeldi,
er byggt á greinargerð sem fylgdi
þingsályktunartillögu Bjöms Dag-
bjartssonar, sem hér að framan er
tíunduð.
Einn höfuðþáttur upphafs fisk-
eldis hér á landi er framtak Skúla
Pálssonar, sem byggði fískeldisstöð
á Laxalóni upp úr 1950. Hann
stefndi fyrst og fremst að eldi
regnbogasilungs til slátrunar en
sneri sér síðan æ meir að seiðaeldi
og sölu lax- og silungsseiða.
Fiskeldisstöð nkisins hóf starf-
semi 1963, fyrst og fremst sem
rannsóknarstöð, en jafnframt eldis-
stöð fyrir seiði. Síðan hefur nokkuð
á annan tug seiðaeidisstöðva hafíð
starfrækslu, einkum til sleppingar
í ár og vötn. Dæmi um hafbeitarstöð
er í Lárósi á Snæfellsnesi en fáir
hafa enn „orðið feitir á eldi til slátr-
unar“, segir í greinargerð Bjöms.
Fram undir síðasta ár vóru aðeins
þrjár stöðvar sem að kvað í þeim
efnum: ISNO í Kelduhverfí, Eldi
hf. í Grindavík og Sjóeldi í Os-
botnum á Reykjanesi.
Á árinu 1984 hófst vakning á
þessum vettvangi hér á landi, þ.e.
í fískeldi. Almenningur og fjármála-
yfírvöld vöknuðu af værum blundi
til vitundar um möguleika, sem fyrir
hendi eru á þessu sviði, enda fjöl-
miðlar famir að varpa ljósi á um-
Tillaga um sam-
eign ríkisins
ogþeirraer
fiskeldi stunda
fang þessarar atvinnugreinar í
Noregi og þátt hennar í norskum
útflutningi. „Stjómmálamenn tóku
við sér,“ segir Bjöm Dagbjartsson,
„og hrópandinn f eyðimörkinni,
Eyjólfur Konráð Jónsson, var ekki
lengur einn um að flytja þingmál
varðandi fískeldi". Ekki færri en
fímm þingmál, er fjölluðu um físk-
eldi, komu fram á þinginu 1984-
1985.
Rannsóknir og tilraunir
í greinargerð Bjöms Dagbjarts-
sonar leggur hann ríka áherzlu á
nauðsyn tilrauna og rannsókna,
sem hafi hvergi nærri verið nægi-
lega sinnt. Þó hafi sitt hvað áunnizt:
* Lög vóra samþykkt síðastliðið vor
um skipan dýralæknis í fisksjúk-
dómum við yfirdýralæknisembætt-
ið. Hóf hann störf sl. haust og
sinnir m.a. heilbrigðiseftirliti oj
sjúkdómagreiningu, en fyrir va
starfandi fisksjúkdómafræðingu
við tilraunastöð Háskólans að Keld
um.
* Tillaga fjögurra þingmanna A1
þýðuflokks um fiskeldi, sem vísa
var til ríkisstjómarinnar, leiddi t:
stjómskipaðrar nefndar, sem eink
um hefur þingað um lánsfjárútveg
un og fjármagnsfyrirgreiðslu.
drögum að skýrslu frá þessari nefm
er jafnframt lögð mikil áherzla :
rannsóknarþörf í þágu fískeldis.
Orðrétt segir í greinargerð þing
mannsins:
„Á næstu misserum verður vari'
milljónum króna til framkvæmda
fiskeldi, ef þau áform sem nú en
uppi verða að veraleika. Ýmsi
halda að við getum stuðzt vi<
reynslu Norðmanna í einu og öllu
Svo er þó alls ekki. Nægir a<
benda á að flestir hafa í hyggji
karareldi á landi með volgum sj<
eða sjó- og vatnsblöndu, en ekki
sjókvíum eins og Norðmenn. Okka
Iaxastofn er að hluta til annar. Vi<
þurfum að nýta innlent fóður sen
allra mest og við getum búist vii
öðram sjúkdómum en þeir. Alla
þessar frábragðnu aðstæður kre§
ast rannsókna og tilrauna. Hæt
er við þvf að sú tilraunastarfsem
geti orðið dýrkeypt ef hver fiskeldis
stöð á að þreifa sig áfram út a
fyrir sig.
Lögin um lax- og
silungsveiði
Ein miðstöð tilraunastarfseminn
ar er án nokkurs vafa það sen
koma verður. Rétt er í þessu sam
bandi að minna á 62. grein gildand
laga (nr. 76/1970) um lax- og sil
ungsveiði:
„Rétt er ráðherra að koma upj
klak- og eldisstöð, einni eð;
fleiri, þegar fé er veitt á fjárlög
um. Rétt er, að slík stöð sé reis\
og rekin af félagi, er bæði ríkis-
sjóður og aðrir aðilar standa að.
Veiðimálastjóri hefur umsjón
með stöðvum þessum.“
Hér er í senn lagaheimild og
fyrirmæli um rekstrarform, sem um
er fjallað í þingsályktunartillögu
Björns Dagbjartssonar. Slíkt
S: 688220
Takið eftir:
Gamalreyndir
Gúmmíkarlar
með yfir 40 ára
starfsreynslu
haf a opnað nýtt
hiólbarða
verkstæði
í Borgartúni 36.
Opið mán.—fös.
7.30-19.00
lau. 8.00—17.00
Bæiarþiónusta, ef
springur hiá þér
getur þú hringt í
síma 688220 þá
komum við og
aðstoðum.
Útkallsþiónusta
eftir lokun í
síma 688220
D) Gúmmíkarlamir hf.
Borgartúni 36.
Kirkjugarðar
Reykjavíkur:
Athuga-
semd o.fl.
svarað
MIG LANGAR að biðja Morgun-
blaðið að birta eftirfarandi at-
hugasemd við fyrsta tækifæri:
I minningargrein í Morgunblað-
inu 18. þ.m. ritar séra Bemharður
Guðmundsson eftirfarandi: „Sjald-
an hef ég fundið eins illa fyrir þeim
hætti í Fossvogskirkju að kirkju-
gestum er varla gert kleift að
syngja með, því hvorki vora sálma-
númer kynnt né sálmabækur til-
tækar."
Af þessu tilefni langar mig að
upplýsa eftirfarandi: Það heyrir til
algerrar undantekningar að upplag
sálmabóka, sem til er í Fossvogs-
kirkju dugi ekki, en samt gerðist
þetta við útför þá er séra Bem-
harður vitnar til og harma ég það.
Hvað hitt atriðið varðar, að
kynna sálmanúmerin þá er því til
að svara að það er ekki eins auðvelt
í framkvæmd og kann að virðast í
fljótu bragði. Oftast fá starfsmenn