Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986
55
Kveðjuorð:
Magnús B. Péturs-
son umsjónarmaður
Fæddur 21.júní 1920
Dáinn 15. desember 1985
Á Þorláksmessu á nýliðnu ári var
til moldar borinn Magnús Bjöm
Pétursson umsjónarmaður í íþrótta-
husi Háskóla Islands. Magnús kall-
aði sig að vísu lengst af sjómann,
enda verður það skiljanlegt ef litið
er yfír æviskeið hans.
Magnús Bjöm Pétursson fæddist
hinn 21. júní 1920 í Hnífsdal við
ísafjarðardjúp. Hann var jmgsta
bam hjónanna Péturs Péturssonar
skipstjóra og Petrínu Sigrúnar
Skarphéðinsdóttur. Elst er Sigríður,
býr í Reykjavík, og er gift Hjálmari
Kristjánssyni. í miðið var Hallgrím-
ur, sem drukknaði á iínuveiðaranum
Pétursey f apríl 1941. Magnús var
aðeins 2 ára er faðir hans fórst í
fískiróðri. Ekkjan, Petrína Skarp-
héðinsdóttir, gekk síðar að eiga
mág sinn, Magnús Pétursson, og
eignuðust þau sjö böm: Pétur, Evu,
Óskar, Ingvar og Maríu sem eru á
lífí, en Pál og Skúla misstu þau í
bemsku. Annað og þriðja aldursár
sitt ólst Magnús upp hjá Hildi
Magnúsdóttur og manni hennar
Jóni Péturssyni, föðurbróður Magn-
úsar. Eftir það var hann á ný hjá
móður sinni í Hnífsdal, en þegar
hann var sex ára flutti fjölskyldan
að Kleifum í Seyðisfírði við Djúp.
Magnús var ekki nema 10 ára þegar
móðir hans lést. Tveimur árumsíðar
fór hann í fóstur til séra Jóns Ólafs-
sonar í Holti við Önundarfjörð.
15 ára að aldrí tók Magnús að
sækja sjóinn og reri í fyrstunni frá
Flateyri í skiprúmi hjá Jóni Péturs-
syni föðurbróður sínum, sem áður
var minnst á.
Um tvítugt fluttist Magnús til
Reykjavíkur og var næstu 15 árin
á togumm ýmist háseti, matsveinn
eða kyndari. Meðal annars var hann
á skipum sem fluttu fisk til Eng-
aði lengi vel sem eini umsjónarmað-
urinn hjá íþróttahúsinu og sá um
Háskólalóðimar á sumrin. En síðar
tók mágur hans Hjálmar Kristjáns-
son aðra vaktina á móti honum.
Magnús kjmntist flölmörgum í
sambandi við störf sín. Hann átti
auðvelt með að kynnast fólki og
hrífa það með sér í bjartsýni sinni,
dugnaði og kjarki. Ennfremur að
ávinna sér traust manna, sem
enginn sá eftir að hafa veitt honum.
Magnús var trúhneigður maður
og heimspekingur eins og allir sjó-
menn, sem verða það við hin nánu
tengsl sín við náttúruöflin. Auk
skarprar dómgreindar hafði hann
óvenju djarfa lífsskoðun, sem ein-
kenndist af óbilandi trú á allt
mannlegt og bjartsýnu trausti á
hlið góða. Að fá slíka þætti mann-
legs lífs í veganesti úr föðurhúsum
er ómetanlegt hveiju ungmenni.
Það sýnir sig líka á afkomendum
Magnúsar sem brutust af einskærri
þrautseigju og dugnaði til frama
og virðingar með ást á manninum
og þeim sem skapaði hann að leiðar-
ljósi.
Eg kynntist Magnúsi á ungl-
ingsárum mínum um það leyti er
fundum okkar Sigríðar dóttur hans
bar saman. Sú vinátta, sem þá
skapaðist milli okkar Magnúsar
varði til æviloka.
Það sem mér er efst í huga, þegar
ég kveð nú Magnús eftir að hann
hefur lagt inn á nýjar brautir, er
þakklæti. Þakklæti til almættisins
að mega verða Magnúsi samferða
um skeið. Mega öðlast hlutdeild í
rejmslu hans á íjölbrejrttri ævi.
Sárum harmi við ástvinamissi, ofur-
mannlegu erfíði, eins og þegar hann
kjmti katlana á skipunum, sem
fluttu físk til Bretlands á stríðsár-
unum og lífsbaráttu óskólagengins
manns á mestu breytingartímum
fslensku þjóðarinnar. Ég minnist
líka glöðu stundanna. Magnús
gladdist af einlægni, en þá eins og
alltaf, var þakklæti fyrir að lifa og
geta glaðst og tekið þátt í lífi
annarra efst í huga hans.
Ég votta ættingjum og vinum
Magnúsar samúð mína við fráfall
hans. Minningin um sterkan per-
sónuleika mun lifa.
Már Magnússon
„Lóðagæsir“ nefndust unglingar
þeir sem höfðu þann sumarstarfa
að þrífa lóð háskóians. Fuglum
þessum stýrði „Maggi á lóðinni",
Magnús Pétursson, umsjónarmað-
ur.
Magnús er öllum „lóðagæsum"
minnistæður, enda fádæma
skemmtilegur maður. Ekki skorti
hann andlegt atgjörvi og var það
mál manna að Magnús hefði fremur
átt að kenna við háskólann en hirða
lendur hans.
Hvað sem því líður miðlaði
Magnús okkur „lóðagæsum“ ríku-
lega af því sem hann nam í lífsins
skóla.
Systkinin, Aragötu 8.
lands á stríðsárunum.
29. ágúst 1942 kvæntist Magnús
Leopoldínu Bjamadóttur, dóttur
Bjama Bjamasonar og Sigríðar
Guðmundsdóttur, sem bjuggu á Bæ
í Trékyllisvík á Ströndum, en síðar
á Gautshamri í Steingrímsfírði.
Böm þeirra urðu sex. Hið elsta,
Sigrún Elín, lést á fyrsta ári. Síðan
er Sigríður Ella, óperusöngkona,
gift Simon Vaughan. Þau búa í
London og eiga þau 3 böm, Bjami
Pétur, hagfræðingur og atvinnurek-
andi, kvæntur Steingerði Hilmars-
dóttur, þau búa í Reykjavík og eiga
4 böm. Hallgrímur Þorsteinn, lækn-
ir, giftur Sigurlaugu Jónsdóttur,
þau búa á Seltjamamesi og eiga 3
böm. Næstyngstur var Karl Smári,
en hann lést af slysförum fyrir 11
ámm og lét eftir sig eina dóttur.
Sigrún Kristín, tónlistarfræðingur
og hótelsljóri er yngst, hún er gift
Tryggva Felixsyni, þau búa í
Bandaríkjunum og eiga eitt bam.
Fjrrir hjónaband eignaðist Magnús
dóttur, Sigurbjörgu Eiriksdóttur,
framreiðslumann, hún er gift Svav-
ari Siguijónssyni og eiga þau 3
böm.
Árið 1957 réðst Magnús umsjón-
armaður íþróttahúss Háskólans,
eftir að hafa unnið nokkur ár sem
kjötiðnaðarmaður hjá vamarliðinu
á Keflavíkurflugvelli. Magnús starf-
Skreytum
við öll tækifæri
ite
Reykjavikurvegi 60, simi 53848.
ÁlfHeimum 6, simi 33978.
Jóhann Jónsson
Þverfelli—Minning
Laugardaginn 1. febrúar sl. var
ég staddur úti í Stokkhólmi. Nefnd-
arstörfum var lokið og heimferð
ákveðin að morgni sunnudags.
Veður var drungalegt, dimmt í lofti
og gekk á með kafaldséljum. Hug-
urinn Ieitaði heim á leið. Þennan
dag ætlaði sr. Ingiberg J. Hannes-
son, prófastur, að jarðsjmgja vin
okkar beggja, Jóhann Jónsson á
Þverfelli í Saurbæ, sem andaðist
17. janúar sl. Sú hugsun tók mig
föstum tökum, að mér væri skylt
að skrifa niður nokkur kveðjuorð
við fráfall þessa mæta manns.
Jóhann Jónsson var fæddur á
Ljúfustöðum í Kollafírði í Stranda-
sýslu 14. janúar 1912. Foreldrar
hans vom Jón Jóhannsson,
Strandamaður að ætt og uppmna
og kona hans Guðbjörg Jónasdóttir,
ættuð úr Dalasýslu. Jóhann missti
föður sinn aðeins 6 ára gamall og
syrgði hann mjög. Stóð þá móðir
hans uppi með þijú ung böm. Þá
vom engar almannatryggingar og
fá úrræði til bjargar. Systkinum
Hótel Saga Sími 12013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
Jóhanns tveim var komið í fóstur,
en móðir hans réðst í vinnumennsku
að Bæ í Króksfírði. Þar ólst Jóhann
upp til fullorðinsára við algeng
sveitastörf og ilm úr jörðu. Jóhann
var vel gefínn og námgjam, en átti
ekki kost á langri skólagöngu. Þó
komst hann ungur í skóla að Laug-
um í Þingeyjarsýslu. Þar var hann
í tvo vetur og náði góðum árangri
í námi, svo sem vænta mátti. Að
því bjó hann alla ævi.
Ungur að ámm kom Jóhann í
Saurbæinn. Þar kvæntist hann
Maríu Ólafsdóttur í Þurranesi, en
foreldrar hennar vom sæmdarhjón-
in Ólafur Skagflörð, bóndi og vega-
verkstjóri og kona hans Þórey
Guðmundsdóttir. Ungu hjónin
bjuggu fyrst í Þurranesi, síðan á
Staðarhóli og loks á Þverfelli frá
1972. Hjónaband þeirra var farsælt.
Þau eignuðust þijú böm: Margréti
húsfreyja í Reykjvík, sem gift er
Þorgeiri Ólafssjmi, Jón bónda á
Þverfelli, kvæntan Brynju Jóns-
dóttur og Ólaf Þór, skrifstofumann
í Búðardal, en hann er kvæntur
Önnu Hallgrímsdóttur Jónssonar
frá Ljárskógum. í Saurbænum, í
Staðarhólsdalnum, gekk Jóhann
mörg gæfuspor. Hann hafði eigr.ast
góðan og traustan lífsfömnaut.
Mannvænleg böm þeirra hjóna uxu
úr grasi. Sveitungamir kunnu að
meta mannkosti Jóhanns. Dreng-
lund hans, háttvísi og hæfileikar,
gátu ekki farið leynt, þrátt fyrir
meðfædda hógværð og kurteisi,
sem aldrei brást. Honum vom falin
fleiri og fleiri trúnaðarstörf í þágu
samfélagsins, sem of langt yrði upp
að telja. Öll þau störf rækti hann
af hoilustu og samvizkusemi meðan
kraftar entust. En allt er í heiminum
hverfult. Fyrir mörgum áram
Minning:
GísliJ. Hannesson
og Geir Halldórsson
Gtsli Jón Hannesson
Fæddur 9. maí 1968
Dáinn 14. febrúar 1986
Geir HaUdórsson
Fæddur 11. desember 1967
Dáinn 14. febrúar 1986
Drottinn gaf og drottinn tók.
Að kvöldi dags þann 14. febrúar
1986 barst okkur sú harmafregn
að fyrrum bekkjarfélagi okkar, Gísli
Jón Hannesson, hefði látist af slys-
fömm. Á þeirri stundu komu upp
í hugum okkar minningar um allar
þær góðu samvemstundir sem við
áttum með honum. Við minnumst
Gísla Jóns sem hægláts og virkilega
góðs drengs sem aldrei lét styggð-
aiyrði falla um nokkum mann.
Hann var mjmdardrengur í blóma
lífsins, síbrosandi og ávallt léttur í
lund og okkur þykir ótrúlegt til
þess að hugsa að hann sé ekki
lengur hér á meðal okkar.
Við sjrrgjum Gísla af heilum hug
kenndi Jóhann þess sjúkdóms, sem
smám saman, en jafnt og þétt dró
úr starfsorku hans, unz hann varð
alveg óvinnufær. Engin ráð fundust
til að veita viðnám. Orlögum sínum
mætti Jóhann af æðraleysi og ró-
semi hugans. Ástúð og umhyggja
eiginkonu hans var honum ómetan-
legur styrkur í langri og strangri
lífsbaráttu, er ævidagur leið að
kveldi.
Á heimili þeirra var jafnan gott
að koma. Maður fór ríkari af þeim
fundi. En hvað er gæfa eða gengi-
leysi? Margir eltast við hamingjuna,
kalla hana eða heimta á sinn fund,
en ná aldrei að höndla hana. En
stundum kemur hún óboðin og
elskuleg og sezt að hjá þeim, sem
eitt sinn töldu, að hún væri horfín
fyrir fullt og allt.
Að leiðarlokum sendum við hjón-
in innilegar samúðarkveðjur til
Maríu eiginkonu hins látna, ætt-
ingja og vina. Á kveðjustund koma
mér í hug orð, sem endur fyrir löngu
vom sögð um góðan mann genginn
á þessum sömu slóðum: „Láti Guð
honum nú raun lofí betri.“
Friðjón Þórðarson
og vottum aðstandendum og vinum
og þó sérstaklega foreldmm sem
hafa rejmst bekknum svo vel, okkar
innilegustu samúð.
Hví var þessi beður búinn,
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af hinuium heyrir trúin
hljóða gegnum dauðans nótt
(SB. 1886-B.H.)
Bekkjarf élagar, Hveragerði.
Að morgni dags þess 15. febrúar
barst okkur sú harmafregn, að
frændi okkar og vinur Gísli Jón
Hannesson hefði látist í bifhjóla-
slysi. Við sátum þögul og harmi
lostin og spurðum okkur hvers
vegna svo ungur og jmdislegur
drengur væri hrifínn burtu í blóma
lífsins.
Við kjmntumst Gísla eftir að
hann flutti með foreldmm sínum
og systkinum í Hveragerði. Þá tókst
með okkur góð vinátta, og alltaf
hlýnaði okkur um hjartarætur þeg-
ar Qölskyldan kom í heimsókn.
Gísli var ávallt hæglátur og prúð-
ur, og hafði fallega framkomu.
Gott var að vera í návist hans.
Kjmni okkar af Gfsla vom stutt, já
allt of stutt, en minningin um góðan
dreng gejimist vel.
Megi Guð blessa foreldra, bræður
og fjölskyldu hans, og færa þeim
styrk í þeirra miklu sorg.
Við kveðjum vin okkar með þess-
um línum úr kvæði eftir Jónas
Hallgrímsson.
„Dáinn, horfinn!" - Harmafregn!
Hvilíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
Lilja Guðmundsdóttir,
Björn Jóhannesson.
Kallið er komið,
kominernústundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimirkveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
V. Briem
Ávallt er sárt að missa góðan
vin. En þegar hann er aðeins átján
ára, fullur lífsgleði og allt virðist
bjart framundan, er söknuðurinn
nánast óbærilegur.
Nú þegar Geiri okkar er farinn
myndast stórt skarð í hóp okkar
bekkjarsystkinanna, sem aldrei
verður fyllt. Flest okkar hafa verið
bekkjarfélagar hans allt frá sex ára
aldri.
í svona litlu samfélagi mjmdast
sterk vinakeðja og hjá okkur var
það Geiri sem var traustasti hlekk-
urinn. Hann var þeim eiginleikum
gæddur að sjá alltaf björtu hliðam-
ar í lífínu.
Við munum ávallt minnast Geira
með hlýhug og með þessum fáu
orðum kveðjum við góðan vin.
Við sendum aðstandendum hans
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og megi Drottinn styrkja þá í sorg
sinni.
Bekkjarsystkinin, Hveragerði
*