Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986
61
/
. /
/
Anatoli og Avital Shcharansky á f lugvellinum í Tol Aviv Shcharansky kemur yfir Glienickebrúna f Berlfn ásamt
sendiherra Bandaríkjanna, Richard Burt.
Avital þogar hún barðlst fyrir því að fá mann slnn Isystan
úrhaldl.
forðaði sér til ísraels meðan tæki-
færi gæfist.
„Okkur leið eins og við hefðum
unnið stóra vinninginn í happdrætt-
inu,“ sagði hún síðar. „Við vorum
svo spennt."
„Margir gestir voru í brúðkaup-
inu,“ sagði hún, „og KGB var
auðvitað fyrir utan. Við héldum
veizlu, sem stóð langt fram á nótt.“
„Þetta var góður fagnaður,"
sagði hún. „Einn gestanna hélt
ræðu og sagði að gyðingum tækist
alltaf að tóra og lifa af og að krafta-
verk gætu gerzt, ef menn vildu
kraftaverk á annað borð og tryðu
áþau.“
Kl.6 um morguninn fór Avital til
ísraels að ráði eiginmanns síns, rétt
áður en vegabréfsáritunin, sem hún
hafði haft svo mikið fyrir að verða
sér út um, rann út. Þau voru von-
góð um að honum yrði leyft að fara
til hennar eftir nokkra mánuði og
töldu þau sig hafa loforð KGB fyrir
því. En mánuðimir urðu að árum.
Anatoli og Avital fengu ekki að
vera saman nema í 12 klukkustund-
ir eftir að þau giftu sig í Moskvu
og þar til þau hittust aftur í ísrael
fyrir nokkrum dögum. Hetjuleg
ástarsaga þeirra hefur orðið að
tákni á Vesturlöndum um baráttu
fyrir mannréttindum í heiminum.
í þijú ár skrifuðust þau á og
töluðu stundum saman í síma.
Anatoli helgaði sig baráttunni fyrir
mannréttindum og varð einn af
leiðtogum Helsinki-nefndarinnar.
Hann varð auk þess talsmaður hópa
gyðinga í Moskvu, sem efndu til
mótmæla skammt frá Kremlarmúr-
um, og túlkur dr. Andrei Sakharovs.
fyrir rétt
Barátta Gyðinga fyrir því að fá
að flytjast úr landi harðnaði. KGB
tók harðar á andófsmönnum en
áður. Leynilögreglumönnum var illa
við umfjöllun erlendra fjölmiðla um
starfsemi andófshópa og gripu til
róttækra ráða.
Shcharansky lagði sig í líma við
að fræða vestræna fréttamenn sem
nánast um starf andófshópa og
gang mála. Hann var sífellt á þön-
um 0g KGB fylgdist nákvæmlega
með ferðum hans í Möskvu.
KGB notaði náið samband
Shcharanskys við vestrænu frétta-
mennina í Moskvu til að búa til
gegn honum lygaákæru um land-
ráð. í ársbyijun 1977 birti Izvest-
ia opið bréf frá Sanya Lipavsky,
yfírmanni læknisskoðunar í Öku-
skírteinaskrifstofu Moskvuborgar
og félaga í samtökum gyðinga, sem
vildu flytjast úr landi.
Lipavsky hélt því fram í bréfinu
að hann hefði starfað fyrir CIA og
fengið hjálp frá Shcharansky við
öflun upplýsinga um hvemig Rúss-
ar notuðu vestræna tækni í aðgerð-
um á sviði gagnnjósna.
Shcharansky var tekinn höndum
15. marz 1977 og hafður í einangr-
un í 16 mánuði í Lefortovo-fangelsi
KGB í Moskvu. Jimmy Carter for-
seti bar á móti því að Shcharansky
hefði unnið fyrir CIA og töluvert
fjaðrafok varð út af þessu á al-
þjóðavettvangi.
Þrátt fyrir allt þetta upnám var
Shcharansky leiddur fyrir rétt og
dæmdur i 13 ára fangelsi í júlí
1978 fyrir njósnir, landráð, níð um
Sovétríkin, áróðursstarfsemi o.fl.
Enginn annar kunnur baráttumað-
ur gyðinga í Sovétríkjunum hefur
verið dæmdur fyrir njósnir og rétt-
arhöldin voru mikilvægur liður í
baráttu KGB fyrir útrýmingu
mannréttindahópa.
Shcharansky notaði síðasta laga-
lega rétt sinn á sakamannabekk til
að ávarpa konu sína í ísrael og
gyðinga.
„Þjóð mín hefur verið tvístruð í
meira en 2000 ár. Hvert sem gyð-
ingar fóru endurtóku þeir ár hvert:
Hittumst að ári í ísrael!. Núna er
ég eins langt í burtu frá þjóð minni
og Avital og jafnan áður. Við þjóð
mína og Avital mína vil ég aðeins
segja þetta: Hittumst að ári í ísrael!
Og ég beini máli mínu til ykkar,
dómarar, sem þurftuð að staðfesta
fyrirfram ákveðinn dóm gegn mér.
Við ykkur hef ég ekkert að segja!"
Shcharansky hefur verið í haldi
í vinnubúðum skammt frá Perm í
UraHjöllum. Hann var lokaður inni
í rúmlega tveggja fermetra fanga-
klefa og fékk hvorki vott né þurrt
nema annan hvom dag. Stundum
var hann hafður í einangrunarklefa,
greinilega til að hegna honum fyrir
að mótmæla að póstur hans væri
gerður upptækur og fjölskyldan
fengi ekki að heimsækja hann.
Hann sætti andlegum og líkam-
legum misþyrmingum, en bugaðist
aldrei oggekk aldrei að kostaboðum
um náðun ef hann skrifaði undir
Játningu".
ÖTUL BARÁTTA
Avital hóf ötula baráttu fyrir
málstað manns síns jafnvel áður en
hann mætti fyrir rétti og helgaði
sig nær eingöngu þeirri hugsjón að
fá hann lausan. Hún varð þekkt víða
um heim fyrir óþreytandi baráttu
sína. Hún hélt ræður á mörgum
útifundum, tók þátt í mótmælaað-
gerðum, var á stöðugum ferðalög-
um á Vesturlöndum og ræddi við
stjómmálaleiðtoga og þjóðhöfð-
ingja, utanríkisráðherra og venju-
lega borgara.
Hún talaði við Ronald Reagan
forseta og Jimmy Carter þegar
hann var forseti. Hún hitti að máli
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra, Francois Mitterrand forseta
og „þijá eða fjóra þjóðhöfðingja
Ítalíu", eins og hún orð'aði það.
Hún varð aldrei beisk og missti
aldrei vonina. „Ég er í engum vafa
um að hann kemur,“ sagði hún tíu
ámm eftir að aðskilnaður þeirra
hófst. Hún kallaði það tímabil „ára-
tug sársauka, biðar, tryggðar og
fómar." En hún kvaðst full bjart-
sýni og þakkaði það manni sínum.
„Anatoli er svo bjartsýnn að hann
fær alla til að halda að hann verði
látinn laus,“ sagði hún.
„KGB reyndi að gera út af við
hann tilfmningalega," sagði hún.
„Þeir (starfsmennimir) reyna að
bijóta hann niður andlega og gera
hann einn af þeim. Þeir sögðu
Anatoli að ef hann skrifaði Æðsta
ráðinu og segðist vera veikur og
bæði um náðun mundu þeir láta
hann lausan, þegar hann hefði
afplánað helminginn af dómnum.
En hann vildi það ekki. Ef menn
biðja um náðun viðurkenna þeir að
nokkru leyti að þeir séu sekir og
em hafðir að leiksoppi.“
Sovézk yfirvöld lögðu fast að
Shcharansky að bendla hreyfingu
gyðinga við bandarísku leyniþjón-
ustuna, eins og hann benti á í bréfi
til konu sinnar. í öðm bréfí skrifaði
hann henni um andlegt átak, sem
þyrfti til að lifa af yfírheyrslur.
Hann kvaðst hafa neyðzt til að
rifja upp og kalla fram “myndir úr
fortíðinni og hugleiðingar um sögu
og erfikenningar; hebreska tungu
og bækur, sem ég hef lesið; allt,
sem ég mundi af því sem ég hafði
fengizt við í stærðfræði og skák,
meira að segja leikhúsferðir; og
auðvitað reyndi ég að kalla fram
hæfíleika minn til að hlæja — ekki
að bröndumm eða snjöllum orða-
leikjum, heldur sem hlutlaus áhorf-
andi, sem virðir fyrir sér heiminn,
án þess að vera of hástemmdur og
uppgötvar margt forvitnilegt, bæði
fyndið og fáránlegt."
Fangelsisdómur Shcharanskys
var lengdur um þijú ár 1981, þar
sem hann „heldur áfram að telja
sig saklausan“. Þegar móðir hans
heimsótti hann 1984 brá henni í
brún. Hann var óeðlilega horaður
og þróttlítill og þjáðist af miklum
sársauka, sem stafaði af hjartveiki.
Haustið 1982 var hann í hungur-
verkfalli í 110 daga. Hann var
nyddur til að nærast.
Fyrir nokkmm vikum kvað allt
í einu við annan tón í bréfum frá
honum til fjölskyldunnar. Hann
skrifaði að meðferðin hefði breytzt
og væri nú miklu betri, hann fengi