Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 A.llt lagt í sölurnar fyrir frelsi handa Yelenu sem átti að sýna fyrstu dagana í júní 1985. Auk þess sást einn lækna hans, Nataiya Yevdokimova, lýsa því yfir, að Sakharov hefði verið lagður inn vegna heilsuleysis. Vegið væri að læknaheiðri hennar með vestrænum getsögnum um að illa væri farið með hann, sagði hún. Nú segir fjölskyldan, eftir að hafa rannsakað filmuna nákvæm- lega, að hún hafi að geyma samsafn mynda, sem teknar hafi verið á meira en ári með falinni kvikmynda- vél. Síðan hafí bútamir verið klippt- ir saman til að láta líta svo út, sem Sakharov hafí notið góðrar umönn- unar í júní 1985. Þegar myndimar vom sýndar fyrst, vissi íjölskyldan alls ekki, hveiju hún átti að trúa, hvort hann væri í hungurverkfalli, veikur eða jafnvel dáinn. Bréfín, sem nú hefur verið smygl- að frá Gorkí, sýna okkur, að í byijun júní 1985 var Sakharov enn í hungurverkfalli. Því Iauk, eins og hann staðfestir í bréfí til ljölskyldu sinnar, ll.júlí. Þann dag ritaði hann undir yfír- lýsingu þess efnis, að hann sam- þykki að matast. Hann segist hafa gert þetta vegna þess, að hann þoldi ekki lengur að vera fjarri Yelenu og vita ekki hvemig henni liði. Honum var sleppt sama dag. Hann er þeirrar skoðunar, að stjórn- málaráðinu undir forystu Gorba- chevs hafí þótt miklu skipta, að hann væri ekki í sjúkrahúsinu þegar 10 ára afmælisfundur Helsinki- samþykktarinnaryrði haldinn. „Lyusya (Yelena) og ég vorum saman í tvær vikur,“ skrifar hann og bætir við: „Þetta voru ánægju- stundir og veittu okkur kraft til að þola enn eitt hungurverkfallið." Hann vissi ekki, að kvikmyndatöku- menn KGB notuðu þennan stutta tíma til að sýna fólki á Vesturlönd- um, að Sakharov-hjónin hefðu það bara bærilegt. Mynd af því, þegar Sakharov var sleppt af sjúkrahúsinu og ekið heim til sín og af þeim hjónum á gangi í Gorkí, þegar þau fara í kvik- myndahús og hringja í fjölskyldu sína í Boston, var tekin með leynd. Henni var síðan dreift eftir venju- legum leiðum með aðstoð Moskvu- blaðamannsins Victor Louis. Mynd- Anatoly Alexandrov, forseti sov- ésku Vísindaakademíunnar. Hann svaraði aldrei bréfinu frá Sakharov. in var afhent vestrænum fjölmiðlum 29. júlí 1985, daginn áður en Hels- inki-fundurinn hófst. KGB-foringi í spítalaheimsókn Á þeim degi var Sakharov kom- inn aftur í sjúkrahúsið. Þótt ótrú- legt sé, hóf hann hungurverkfall að nýju hinn 25. júlí. Hið fjórða síðan 1981. Tveimur dögum síðar var hann lagður inn í sjúkrahúsið: „Ég léttist jafnt og þétt, þótt næringu væri neytt ofan í mig. Eðlileg þyngd mín er 77—80 kíló. Þegar mér var sleppt, 11. júlí, var ég 65,85 kíló. Léttastur var ég 13. ágúst, 62,8 kíló." Nýjum aðferðum var beitt í sjúkrahúsinu. Hann skrifar: „Þenn- an fyrsta dag sprautuðu þeir mig undir húð (í bæði læri) og auk þess létu þeir mig fá glúkósa og prótín í æð — 15 sprautur og 10 sinnum í æð. Þetta var gífurlegt vökva- magn í æð. Fótleggimir bólgnuðu og urðu eins og koddar og mig verkjaði í þá.“ 31. maí hafði háttsettur foringi í KGB, S.I. Sokolov, heimsótt Sak- harov í sjúkrahúsinu. I bréfínu til fjölskyldu sinnar lýsir hann hve „harkalega" Sokolov hafí sagt sér, að Yelena fengi aldrei að fara úr Iandi. Böm hennar fengju heldur aldrei að koma til Sovétríkjanna. Hann fór einnig fram á það, að Sakharov drægi ýmsar fyrri opin- berar yfírlýsingar sínar til baka, einkum bréfíð um kjarnorkuvopn og yfírlýsingu frá 1977 um að sprenging í neðanjarðarlestinni í Moskvu kynni að hafa verið af völdum KGB. 5. september kom Sokolov aftur í sjúkrahúsið og var þá mildari í skapi. Stjómmálaráðið stóð frammi fyrir þíðu í samskiptum austurs og vesturs. Enginn gat efast um ótrú- legt þolgæði Sakharovs. Líklegt var talið, að Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, myndi flytja reiðilestur um mannréttindamál á leiðtoga- fundinum í Genf. Þegar á allt þetta var litið, voru kostir stjómmálaráðs- ins ekki glæsilegir, og þar vom menn farnir að hugsa um það, sem þótti óhugsandi, að breyta í annað sinn ákvörðun KGB um örlög Sak- harovs, honum í hag. Sokolov sagði Sakharov, að bréf hans frá 29. júní til sovéska leið- togans hafí verið sýnt Gorbachev. Hópi háttsettra embættismanna hefði verið falið að undirbúa svar. Fjölskyldan heldur, að stjóm- málaráðið hafí þegar verið búið að taka ákvörðun um það á þessari stundu að leyfa Yelenu að ferðast til útlanda. Solokov hafi verið send- ur á vettvang af KGB til að fá Sakharov til að gefa eitthvað eftir á einhverju sviði, svo að KGB fengi þó eitthvað fýrir sinn snúð. Þetta telur hún ástæðuna fyrir því, að Solokov lagði til við Sakharov, að hann samþykkti rétt sovéskra stjómvalda til að banna honum að ferðast til útlanda. Samin var yfír- lýsing um þetta. Sakharov ritaði undir hana í viðurvist KGB-foringja þennan sama dag. I bréfínu til fjölskyldunnar segir Sakharov þó einnig: „Þetta orðaval og setningarnar, sem ég notaði í bréfí mínu til Gorbachevs, þýða ekki, að ég samþykki ákvörðunina um að flytja mig nauðugan til Gorkí og einangra mig. Þetta tel ég enn ranglátt og ólögmætt." Solokov krafðist þess einnig af mér, „að ég beindi þeirri ósk til konu minnar, að hún ritaði undir skuldbindingu þess efnis, að hún hitti hvorki fulltrúa Qölmiðla, á meðan hún dveldist erlendis, né tæki þátt í blaðamannafundum." íbúðin 1 Gorkí. 1. KGB fylgist með svefnherberginu úr næsta húsi sem er i 20 m fjarlægð. 2. KGB-menn í hjólhýsi eða húsbíl fylgjast með gangstéttinni og gluggunum fjórum, sem snúa út að henni. 3. Truflunargeisli er notaður til að koma í veg fyrir, að þau geti hlust- að á útvarp eða horft á sjónvarp. 4. Lögregla er í ganginum 24 tíma á sólarhring og rekur gesti á brott. Hann samþykkti að láta þessi boð berast til hennar. “Síðan var mér leyft að vera þijá tíma með Lyusya og við fórum að óskum Sokolovs." Yelena lofaði þessu og vill standa við orð sín. Ekki hefur því verið unnt að styðjast við frásögn hennar við þessa samantekt. Ferðaheimild fæst Sakharov segist minnast 48 langra daga og nátta í þreytandi bið eftir síðari fundinn með Sokolov. Hinn 21. október 1985 náðist loks hið langþráða takmark, sem hann hafði barist fyrir með jafn þjáninga- fullum hætti og raun ber vitni í 18 mánuði. Yelena var kölluð til vega- bréfsskrifstofunnar. Henni var gef- ið til kynna, að hún fengi vegabréf. Tveimur dögum síðar kom Sak- harov heim í Gagarín-stræti. Þau voru saman i rúma tvo mánuði og undirbjuggu ferðalag Yelenu til Bandaríkjanna. 10. nóvember 1985 gat Yelena talað við fjölskyldu sína í Boston í síma í fyrsta sinn síðan í apríl 1984. Gleðitíðindin bárust um heim allan — aðeins viku áður en þeir Reagan og Gorbachev hittust í Genf. 27. nóvember flaug Yelena til Moskvu og 2. desember til Rómar. Um miðjan mánuðinn var hún í faðmi fjölskyldu sinnar í Bandaríkjunum. Yelena er. nú að ná sér eftir sexfalda kransæðaaðgerð og eftir- köst hennar, sem voru bijósthimnu- bólga og gollurhúsbólga í hennar tilviki. Hún þarf að gangast undir frekari augnaðgerð og kannski þarf að skera í fæturna á henni til að lækna æðaþrengsli. Hún þarfnast mikilla tannlækninga. Eftir að hafa gengist undir allt þetta, getur hún ákveðið heimferðardag til eigin- manns síns í Gorkí. Hún ætlar að snúa aftur, svo framarlega sem KGB leyfír henni það. Einsemd Sakharovs Andrei Sakharov býr á meðan einn í íbúðinni, sem KGB úthlutaði honum og skipaði að búa í á fyrri hluta árs 1980. Engir nema KGB-menn þora að heimsækja hann þangað eða tala við hann. Um það bil tvisvar í mánuði fær hann boð um það í pósti, að kona hans muni hringja í almennings- síma í næsta pósthúsi. Næsta dag gengur hann til pósthússins að hinum tiltekna tíma og á eina samtalið, serrl honum er leyfílegt. Stundum heyrist vel á línunni, en oftast eru truflanir á henni. Hann fer sjálfur í búðir, eldar ofan í sig og annast húsverkin. Honum fínnst best að fá te með eplasneiðum út í. Hann bragðar ekki áfengi. Framtíð Sakharovs eftir Yeferem Yankelvich, tengdason hans í APRÍL 1984 batt Yelena Bonner í skyndi enda á eina af reglulegum ferðum sínum til Moskvu og sneri aftur til Gorkí. Hún átti að koma aftur til Moskvu i byrjun maí og ætlaði að bíða eftir símhringingu frá okkur í íbúð vinar 4. maí. Ekki var svarað í sima þessa vinar okkar þann dag eða siðar. Okkur tókst ekki heldur að ná sambandi við nokkra aðra vini okkar i Moskvu. Næstu 18 mánuði höfðum við aðeins óljósar og óstaðfestar frétt- ir af líðan Sakharov-hjónanna og dvalarstað þeirra. Fréttimar stönguðust oft á og við urðum að geta okkur til um það, sem var í raun að gerast, til dæmis með því að lesa á milli línanna ( opin- berum skeytum TASS-fréttastof- unnar sovésku. Stundum gátum við okkur rétt til um staðreyndir. Um tíma fengum við póstkort af og til, síðar kom í ljós, að sum þeirra voru fölsuð. Síðla sumars 1985 urðu kvikmyndir KGB, sem teknar voru með falinni myndavél í Gorkí og dreift til vestrænna fjölmiðla, hið eina sem fréttist af þeim Yelenu og Andrei. Þessar myndir fluttu iygafréttir, eins og við vitum núna. Frásögn Sakharovs af því, sem gerðist þessa mánuði, svarar mörgum spumingum, er bmnnu á vörum okkar. Hún svarar þeim ekki öllum. Til dæmis er ekki neitt að fínna í bréfum hans um það, sem gekk fjöllunum hærra sumarið 1984, að hann væri í meðhöndlun hjá prófessor Rozhnov, sálfræðingi í Moskvu. Var sagt, að þar væri hann beittur dáleiðslu og fengi lyf, er breyta skapgerðinni. í Yelena Bonner með sym sínum Alexey (t.v.) og tengdasyni Yeferem á flugvellinum í Mílanó 2. desember sl., en þar hafði hún viðdvðl á leið sinni frá Moskvu til Rómar. Sakharov-skjölunum kemur ekk- ert fram um þetta, sem kann þó að hafa gerst. Enn er ósagður mikilvægur hluti sögunnar, það er þáttur Yelenu Bonner. Vegna þess lof- orðs, sem hún gaf KGB um að ræða ekki við vestræna fjölmiðla, er hann enn óbirtur. Hér skal því ekki lýst í smáat- riðum, hvemig KGB reyndi að blekkja almenning á Vesturlönd- um með lygafréttum frá Gorkí. Sjaldan eða aldrei hafa sovéskir ráðamenn staðið fyrir annarri eins herferð af þessu tagi, hún ætti að verða sovétfræðingum rann- sóknaéfni og þeim, sem fást við rannsóknir á útbreiðslu lyga- frétta. Ástæða er til að vekja á því einu athygli hér, að KGB fór með Sakharov-málið í þeirri trú, að enginn fengi nokkru sinni að vita um það, hvaða tökum Sak- harov-hjónin voru tekin. í því efni óðu þeir villu og reyk. Hvaða áhrif heftir þetta á fram- tíð Sakharov-hjónanna? Ég hef meiri áhyggjur af því en fortíðinni. Verða þau sveipuð þagnarhulu að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.