Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 8
8 B
MORGUNBLAjDIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRpAR 1986
Fréttir hafa hermt að Marcos sé slæmur til heilsunnar. Hér reynir hann að sanna að hann hafi ekki verið
skorinn við hjarta- og nýrnasjúkdómi.
osar í öldungadeildinni, sem hafði
aflað sér vinsælda með því að af-
hjúpa meintar misgerðir forsetans.
Þessi maður var Benigno S. Acjuino,
sem þá var 39 ára gamall. Arásir
Aquinos höfðu lengi gert Marcosi
gramt í geði og hann hafði sagt
mörgum vikum áður en hann lýsti
yfir herlögum: „Við munum sjá um
hann.“
Marcos leysti upp þingið og
endursamdi stjórnarskrána til að
geta verið eins lengi við völd og
hann kærði sig um. Pólitískir and-
stæðingar hans voru ýmist í fang-
elsi, í felum á landsbyggðinni eða
fijálsir en áhrifalausir og enginn
gat ógnað völdum hans. Seinna
viðurkenndi hann að allt að 70.000
hefðu verið handteknir fyrstu fímm
ár herlaganna, en aðeins einn, kín-
verskur heróínsali, tekinn af lífí.
Óánægðir Múhameðstrúarmenn
á Suður-Mindanao létu aftur til sín
heyra og urðu fyrstir til að veita
andspymu. Einum mánuði eftir
setningu herlaganna lögðu múham-
eðskir unglingar undir sig ríkis-
háskóla og þar með hófst hörð
uppreisn aðskilnaðarsinna, sem átti
eftir að kosta um 60.000 mannslíf.
Víðast hvar í landinu urðu her-
lögin til þess að rólegt varð á götun-
um, en efnahagsástandið lagaðist
lítið nema á yfírborðinu. Rúmlega
60% þjóðarinnar lifðu í fátækt sem
fyrr og verkamenn höfðu ekki verk-
Gorazon Aquino: tók upp merki
eiginmannsins.
fallsrétt. í stað víðtækra umbóta
kom smíði lúxushótela.
Auk þess sem fjöldi pólitískra
andófsmanna var handtekinn bár-
ust fréttir um pyntingar og morð.
Uppreisn kommúnista breiddist út
vegna fátæktar smábænda. Nú eru
20.000 menn í her skæruliða og
þeir eru virkir í 56 héruðum af 74.
Marcos aflétti herlögum í janúar
1981, en afsalaði sér ekki völdum
til að gefa út tilskipanir og fyrir-
skipa handtökur. Skömmu síðar var
hann endurkjörinn forseti til sex
ára þegar hann sigraði lítt kunnan
mótframbjóðanda í kosningum, sem
aðalandstaeðingar hans hundsuðu.
Marcos virtist traustur í sessi og
upplausn virtist ríkja í liði mótheija
hans. En tveimur árum síðar urðu
straumhvörf, þegar Benigno Aqu-
ino, sem hafði verið látinn Iaus
1980 og fengið að fara til Banda-
ríkjanna, kom aftur til Filippseyja,
og féll fyrir morðingja hendi á flug-
vellinum.
Um tvær milljónir manna þustu
út á götur Manila til að fylgjast
með útförinni. Þar með hófst það
pólitíska og efnahagslega neyðar-
ástand, sem leiddi til kosninganna
á dögunum og uggs margra um
hættu á borgarastríði, óvissu um
framtíð bandarísku herstöðvanna
og hugsanlega röskun á valdajafn-
væginu í Asíu og heiminum.
GH tók saman.
Lík Benignos Aquino borið burtu eftir morðið 1983.
Bókhald - Fjármálaráðgjöf
Tökum að okkur bókhald, launaútreikn-
inga, skattskil og áætlanagerð fyrir ein-
staklinga með rekstur og fyrirtæki.
Aðstoðum við að koma skipulagi á bók-
haldið og fjármálin.
Leitið nánari upplýsinga um þá þjón-
ustu, sem Reikniver sf. býður, í síma
686663 eða komið til okkar í Bæjarleiða-
húsið, Langholtsvegi 115.
(1 ^Qj'kraiVisr
Langholtsvegi 115, 104 Reykjavík. Sími 686663.
Stórút-
sala
Dömudeild Herradeild
Kjólaefni Buxur 1400.-
Metravara Ullarfóðraðir jakkarfrá
verð frá kr. 75 m kr. 1500.-
Handklæði 90.- Skyrtur 400,-
Sokkar 75.- parið
Undirföt frá 150.-
Allt selt fyrir ótrúlega lágt verð
Egill 3acubsen
Austurstræti 9
• SUNNUDAGSKVÖLD
Heiðursgestur Guðmundur Þórðarson,
bryti.
Skemmtidagskrá í sérflokki: Anna Sigríð-
ur Helgadóttir syngur.
Dixielandband Björns R. Einarssonar,
Hljómsveit Jónasar Þóris og Dúó Nausts-
ins sem sér um að láta matargestum líða
vel.
Síðast var uppselt, pantið því tímanlega.
Rifjum upp Ijúfar endurminningar.
Hittumst á Gullfosskvöldi Naustsins.
RESTAURANT
S í M I 1 7 7 5 9