Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
OGNARSTJORN
Guatemala
sýnist vera
glatað land
Berfættar konur með stráhatta
á höfði fóru fyrir skemmstu
um götur Guatemalaborgar með
hvítan borða sem á var letrað stór-
um rauðum stöfum: „Hvað hafíð
þið gert við þúsundir Guate-
malabúa?"
Þetta voru blásnauðar sveitakon-
ur frá flallahéruðum í norðurhluta
landsins. Flestar voru þær afkom-
endur hinna foma maya-indíána og
höfðu farið langa leið til að varpa
fram fyrirspum til ráðamanna þjóð-
arinnar sem fóm um stræti höfuð-
borgarinnar í glæsivögnum til að
vera viðstaddir embættistöku for-
seta þessa stríðshijáða Iands.
Spuming kvennanna var sárs-
aukahróp og ef til vill hefur hún
komið illa við ríkisstjóm Vinicio
Cerenzo sem nýlega er tekinn við
völdum. Hann er annar forseti
landsins sem kjörinn er til valda
frá árinu 1954, en þá stóð leyniþjón-
usta Bandaríkjanna (CIA) að baki
herforingjabyltingu í landinu.
Menn velta því nú einkum fyrir
sér hvort forsetinn sem nú tekur
við völdum hafi mátt til þess að
sækja þá menn til saka sem ábyrgir
em fyrir drápi á að gizka 60 þúsund
borgara sem og hvarfí þúsunda
annarra á síðustu fimm árum.
Fyrir framan þjóðleikhúsið í
Guatemalaborg stóð stór hópur
karla og kvenna sem bám myndir
og spjöld með nöfnum horfínna
ættingja og vina. Þeir sem þar vom
samankomnir em aðilar að einu
MAYA-INDÍÁNI — sextíu þúsund
borgarar hafa verið myrtir,
milljón flosnað upp.
samtökunum í landinu sem þora
ennþá að hreyfa mótmælum. Þessi
samtök héldu fyrsta fund sinn á
heimili erkibiskups 5. júní 1984, en
það ár vom að jafnaði 100 manns
vegnir á mánuði og um 40 hurfu.
„Það verður að koma lögum yfír
morðingjana," hrópaði leiðtogi
samtakanna, GAM. Það er ung
kona, Nineth Garcia að nafni og
kennari að mennt. Maður hennar
var numinn á brott árið 1984. Henni
fylgja sjálfboðaliðar frá Alþjóðlegu
friðarsveitinni, en hana skipar ungt
fólk frá Evrópu og Norður-Amer-
íku, sem telur að útlendingar geti
boðið Guatemalaher byrginn. Sjö
af þessum sjálfboðaliðum vom
reknir úr landi á síðasta ári.
í innsetningarræðu sinni minntist
Cerenzo forseti á „hræðilega hring-
iðu bræðravíga" í landinu, en hann
nefndi engin nöfn og talaði ekki
um að réttarhöld væm á næsta
leiti. Mejia hershöfðingi klappaði
honum kurteislega lof í lófa meðan
hann flutti ræðuna. Hershöfðinginn
var alsettur heiðursmerkjum og
gullsnúmm. Hann mun hafa sitt-
hvað á samviskunni. Á síðasta ári
sagði hann að GAM væm niðurrifs-
samtök og gaf í skyn að þeim væri
stjómað af flokki umhverfisvemd-
armanna í Vestur-Þýskalandi!
Þann 15. marz í fyrra spurði
fréttamaður Mejia hershöfðingja
hvemig hann ætlaði að bregðast
við GAM. „Við skulum sjá til,“ var
svarið. Tveim vikum síðar fannst
einn af leiðtogum samtakanna
myrtur. Það vantaði í hann allar
tennur og tungan hafði verið skorin
úr honum.
Fulltrúar GAM segja, að verði
Mejia hershöfðingi áfram yfírmaður
hersins, verði lýðræðið í landinu
aðeins sýndarleikur. Þeir segja að
herinn annist ennþá „friðun sveit-
anna“ á hálendinu í landinu norðan-
verðu. Þar hefur sprengjum verið
varpað á íbúana og þorp þeirra
brennd til ösku. Fyrir vikið hefur
ein milljón manna flúið heimkynni
sín og 150 þúsund manns til við-
bótar hafa leitað yfír landamærin
til Mexíkó.
„Þessar kosningar áttu ekkert
skylt við lýðræði. Þetta var ekkert
annað en gríma sem dregin var
yfír ásýnd eins þeirra ríkja sem
Ronald Reagan stjómar," sagði ung
þjónustustúlka sem fylgdist með
athöfninni framan við leikhúsið
þegar nýi forsetinn sór embættis-
eiðinn. „Mundi ég drepa þig ef þú
værir mér ósammála? Þannig fara
valdhafamir að í Guatemala."
Þó að Cerezo forseti vonist til
að geta beitt sér fyrir sáttum og
umbótum í landinu virðist sá
draumur næsta fjarlægur.
- IANWALKER.
HITAMÁL
FRÁ VOLGUBÖKKUM — Hún á að vaxa á kostnað annarra fljóta.
Togstreitan
um fljótin
Sovéskir menntamenn beijast
nú örvætningarfullri baráttu
gegn því að vatni veitt úr rússnesku
stórfljótunum og það notað til
áveitu í suðurhluta Sovétríkjanna.
Fremstir í þessum flokki fara sjö
rithöfundar og fræðimenn og hafa
þeir skorað á stjórnvöld að hætt við
að veita norðu-rússnesku ánum að
hluta til í Volgu.
Sjömenningamir em allir í náð-
inni hjá ráðamönnum í Kreml. Ejnn
þeirra, Yri Bondarev, er eftirlætis-
rithöfundur flokksins og flestir eru
þeir frá Norður-Rússlandi eða
Síberíu, þeim hémðum, sem verða
mest fyrir barðinu á breytingunni.
Áætlanimar um að veita í suður
vatni úr stórfljótunum, sem renna
í norður, hafa í nokkur ár verið
undirrót mikilla og heiftarlegra
deilna enda er í þessu máli komið
við sjálfa kviku rússneskrar þjóðar-
vitundar. Upphaflega var ætlast til,
að umræðan yrði á fræðilegu plani
en hún snerist fljótlega upp í hat-
rammar árásir á áætlunina.
Sumir halda því fram, að þótt
Atlantshafsbandalagið Iéti alla sína
hermenn strá salti yfir Sovétríkin,
myndi þeim ekki takast að vinna
jafn mikinn skaða og nú sé yfírvof-
andi vegna vatnsflutninganna, og
aðrir segja, að landstjómin sjálf
ætli að vinna þjóðinni meira ógagn
með þessu móti en CIA, bandarísku
leyniþjónustunni, hafí nokkm sinni
tekist.
Stuðningsmenn vatnsflutning-
anna em alveg jafn ákafír, en í
fyrstunni er áætlað að veita vatni
úr norðu-rússnesku ánum í Volgu
og „breyta þannig skrælnaðri eyði-
mörk í gjöfula komakra“ svo vitnað
sé í orð eins vísindamannsins. Síðar
er áætlað að veita ánum í Norður-
Síberíu suður á sléttumar í Mið-
Asíu þar sem það yrði notað til að
auka afrakstur Iandsins á 4,5 millj-
ónum hektara.
Sjömenningamir fyrmefndu,
sem birtu eftir sig opið bréf í blað-
inu „Sovétrússland“, halda því
fram, að áætlunin um vatnsflutn-
ingana styðjist ekki við vísindaleg
rök. Segja þeir, að hún verði allt
of kostnaðarsöm — „hvergi í heimi
finnast dæmi um viðlíka fram-
kværnd" — og þeir óttast, að hún
kunni að hafa alvarleg áhrif á
veðurfarið um allan heim. Vegna
framkvæmdanna myndu auk þess
„milljónir hektara" af rússnesku
skóglendi, beitilandi og ræktarlandi
fara undir vatn.
Sjömenningamir segja, að ekki
sé gert ráð fyrir að bjarga frá tor-
tímingu sögulegum og menningar-
legum minjum á þeim svæðum, sem
fara munu undir vatn, og þar er
líklega komið að Ig'ama málsins.
Rússneskar menningarminjar hafa
varðveist best í Norður-Rússlandi
og rússneskir menntamenn hafa
gífurlegan áhuga á að standa vörð
um það, sem byltingin, stríðið og
skeytingarlaus iðnvæðing eru ekki
búin að koma fyrir kattamef.
í áskorun sjömenninganna segir
m.a.: „Það er ekki hægt að bjarga
einum hluta lífrænnar heildar með
því að. drepa annan. Við eigum
aðeins eitt land, munum aldrei eiga
annað, og þess vegna verðum við
að fara vel með það og auðlegð
þess.“
—MARKFRANKLAND
höfuðborgina átti að sýna mönnum að þau væru hvergi bangin.
HAITI
Feðgarnir voru
fangar í
M
128 ár tókst Duvalier-Ijölskyld-
unni að halda völdum á Haiti
með því að ýta undir ótta sjö
bandarískra forseta, frá Eisen-
hower til Reagans, við að þetta
fátækasta land í allri Rómönsku
Ameríku yrði að annarri Kúbu. í
allan þennan tíma lét hún greipar
sópa um fjármuni þjóðarinnar og
þegar Jean-Claude Duvalier flýði
á dögunum mun fjölskyldan hafa
verið búin að koma undan hálfum
milljarði dollara.
Þeir Duvalier-feðgamir bárast
ekki sérstaklega mikið á eftir
því sem gerist með einræðisherra.
Francois „Papa Doc“ Duvalier var
alltaf svartklæddur og fór aldrei
út úr höfuðborginni í þau 14 ár
sem hann stýrði ógnarstjóminni.
Fór hann raunar sjaldan út úr
forsetahöllinni, sem bandarískir
sjóliðar byggðu á sínum tíma.
Duvalier gamli lét hins vegar
óátalið þótt dætur hans þijár,
eiginkona hans og stuðningsmenn
kæmu sér upp húseignum í París,
á Frönsku rivieranni eða í Banda-
ríkjunum og þótt famar væru
rándýrar innkaupaferðir til
Frakklands. Þeir feðgamir vora
hins vegar um kyrrt heima þar
sem „Baby Doc“ tók mótorhjólin
sín fram yfír lúxusvilluna og
skemmtisnekkjuna.
Jean-Claude Duvalier, „Baby
Doc“, þorði því ekki fremur en
gamli maðurinn að yfirgefa landið
og áður en hann flýði hafði hann
aðeins einu sinni komið til annars
lands. Það var árið 1973 þegar
hann hitti forseta Dóminikanska
lýðveldisins, grannríkis Haitis, og
rak tána rétt aðeins yfír landa-
mærin.
„Baby Doc“ var einmana mað-
ur, sem lét aðra stjóma sér, fangi
fortíðarinnar, sem neyddi hann í
raun til að taka við völdum þegar
hann var aðeins 19 ára gamall.
Stjómin fórst honum illa úr hendi.
Þrátt fyrir mikla erlenda aðstoð
jókst stöðugt fátæktin á Haiti og
var þar ekki síst um að kenna
gífurlegri spillingu, flótta mennt-
aðs fólks úr landi, skipulagsleysi,
óheftu skógarhöggi og uppblæstri
og slæmum viðskiptakjöram á
heimsmarkaði.
Jafnvel hundrað bandarískra
iðnfyrirtækja, sem komið var upp
á Haiti þar sem launin vora lág
og engin hætta á verkfollum,
hrökkluðust smám saman burt
vegna aumingjaskapar stjóm-
valdanna.
ríki sínu
„Papa Doc“ hreykti sér jafnan
af því að hafa brotið á bak aftur
veldi múlattanna á Haiti enda var
margt fólk af þessu bergi brotið
meðal þeirra þúsunda, sem hann
lét drepa. Hann leyfði þeim þó
að hafa áfram undirtökin í efna-
hagslífinu og veikleikar sonar
hans gerðu þeim aftur kleift að
ná fyrri stöðu. Táknrænt fyrir það
var eiginkona Jean-Claude, Mic-
helle, en hún er múlatti.
Gamla valdastéttin, múlattar
og fólk af arabískum upprana,
fyrirleit hina óblönduðu svertingja
og það er ein skýringin á því hvers
vegna Duvalier-fjölskyldan naut í
raun stuðnings meðal bænda lengi
vel þrátt fyrir spillinguna og kúg-
unina.
Að þessu undanskildu og stuðn-
ingi Bandaríkjastjómar getur
Duvalier-fjölskyldan þakkað það
hinum svokölluðu „Tonton Maco-
uter“ að hún skyldi halda völdum.
Það var ekki aðeins að þessar
hötuðu lögreglusveitir héldu fólk-
inu í skefjum, heldur einnig her-
aflanum, byltingargjömum her-
foringjum, sem vora teknir af lífí
þegar minnsti granur vaknaði um
óheilindi við einræðisherrann.
Þegar Duvalier komst til valda
á Haiti árið 1957 var Castro enn
að beijast í Sierra Maestra-Qöll-
um, de Gaulle beið þess að forlög-
in og Frakkland kölluðu á hann,
Franco átti enn 20 ár ólifuð og
John Kennedy var lítt þekktur,
bandarískur öldungadeildarþing-
maður.
Tímamir breyttust og mennim-
ir með, að undanskilinni Duvali-
er-fjölskyldunni. Smám saman
jukust þó kröfumar um breyting-
ar í frjálsræðisátt, kröfur frá
kaupsýslumönnum, frjálslyndum
guðfræðingum, stómvöldum í
Bandaríkjunum og frá útlögum
og smátt og smátt grófu þessar
kröfur undan veldi Duvalier-
ættarinnar.
Ástandið á Haiti gæti skánað
mikið ef útlagamir, um milljón
talsins, snera aftur heim. Flestir
era þeir nú f Bandaríkjunum þar
sem þeir hafa öðlast menntun og
starfsreynslu bandarísks þjóðfé-
Iags.
Vegna þess hve Haiti hefur
lengi verið háð Bandaríkjunum
og einangrað frá öðram ríkjum í
Karabíska hafínu er mjög líklegt,
að Bandaríkjastjóm geti komið
þar á laggimar hverri þeirri
stjóm, sem henni hentar.
- GREG CHAMBERLAIN