Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
Dæmig«rður kaþólskur skóli á
Filippseyjum, St. Domingo
Ekki sjálfum sér nógir
með hrísgrjón
Filippseyingar neyta mjög mikils
af hrísgrjónum, ávöxtum og fiski
og er því flestir fremur grann-
vaxnir, ég sá varla kartöflur á
borðum þama. Hrísgijónin á
Filippseyjum eru betri en þau sem
maður fær hér á landi, oftast borðar
fólk þau afhýdd eða póleruð. Þrátt
fyrir þessa miklu hrisgijónaupp-
skeru eru Filippseyingar ekki sjálf-
um sér nógir með hrísgijón. í fyrsta
lagi borða þeir svo mikið og í öðru
lagi fóru þeir út í að rækta sykur-
reyr. Verð á sykri hefur verið lágt
á heimsmarkaði og þess vegna
hefur þessi ákvörðun, að rækta í
auknum mæli sykurreyr í stað hrís-
gijóna, haft mjög slæm áhrif á
efnahagsástand landsins.
Glysinn í borgunum glepur
Fólk á Filippseyjum giftist frem-
ur seint en á mörg böm enda em
þama allflestir kaþólskir. Múham-
eðstrú er á sumum eyjanna og eitt-
hvað er um mótmælendur. Það er
geysilegur munur á því fólki sem
maður hittir fyrir í sveit og því sem
býr í borgum. Þó fátæktin sé mikil
í sveitinni þá er fólkið glatt og
Útgerð á Filippseyjum. Verið að
landa túnfiski.
bömin gefa sér tíma frá leikjum til
að koma og forvitnast ef þau sjá
útlendinga. Útlendingar em fáir og
skera sig mjög úr hópi innfæddra.
Sú hefur orðið þróunin að fólk
flykkist til borganna, vill komast í
glysinn og heldur að þar sé betra
að vera, en kemst fljótt að raun
um að lífið þar er ekki dans á rósum.
Það sest að í gömlum og yfirgefnum
húsum eða kemur sér upp hreysum
úr kassafjölum á eyðisvæðum.
Þetta fólk er kallað „squatters" sem
þýðir nánast, fólk sem situr á
hækjum sér. Þetta viðumefni lýsir
vel hvemig hag þessa fólks er hátt-
að. Hjá þessu fólki sér maður ör-
birgðina, þar er vonleysið. I sveit-
inni er a’ftur alltaf meiri von um
lífsviðurværi. Það virðist hins vegar
vera svo að ef fólk er einu sinni
komið í borgina þá getur það ekki
svo glatt snúið til baka, það er víst
mikil niðurlæging að snúa aftur til
heimabyggðar sinnar. Þetta er
heilmikið félags- og heilbrigðislegt
vandamál.
Lyf seld án lyfseðils
Fátæklingar lifa við mjög bág-
borið heilbirgðisástand og geta illa
nýtt sér læknisþjónustu fyrir fá-
tæktar sakir. Miðstéttin er hins
vegar í einhvers konar sjúkrasam-
lagi. Hinir ríkustu eru tiltölulega
fámennur hópur. Til að aðstoða hina
fátæku að leita sér hjálpar liðkaði
heilbrigðistáðherra, Jesús Azurin
fyrir sölu lyfja beint, án lyfseðils.
T.d. er hægt að fá fúkkalyf þannig
en ekki sterk deyfilyf og þess hátt-
ar. Hann hefur lika reynt að halda
lyflakostnaði niðri með samningum
við lyfjafyrirtæki. LyfQabúðir em
því víða og ég kynntist fólki sem
vann í slíkum búðum og ég sá að
það hafði að sumu leyti tekið að
sér læknishlutverk og kunni orðið
mikið fyrir sér í að ráðleggja fólki.
Ailtof mikið af menntafólki
Miðstéttimar á Filippseyjum em
láglaunastéttir á okkar mælikvarða,
hins vegar reyna allir að koma
bömum sínum til mennta því þannig
Gunnlaugur Geirsson í boði hjá filippseyskri fjölskyldu.
Langar aftur til
FILIPPSEYJA
Rætt vid Gunnlaug Geirsson lækni sem dvaldi
um tveggja mánaða skeið á Filippseyjum í fyrra.
Filippseyjar hafa
verið mikið í
sviðsljósinu und-
anfarið vegna
kosninganna og
baráttu Marc-
osar og Aquino
um völdin þar.
Þetta erflókið
mál sem hreint
ekki er séð fyrir
endann á ennþá.
Isumar sem leið dvaldi
Gunnlaugur Geirsson
læknir um tveggja mán-
aða skeið á Filippseyjum
á vegum WHO, heilbrigð-
isstofnunar Sameinuðu
þjóðanna. í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins sagði Gunnlaugur
að hann hefði farið utan í lok júní
og tilgangur ferðarinnar hefði verið
sá að vinna með fólki á Filippseyj-
um, sem annaðist greiningu
krabbameins. Gunnlaugur dvaldi á
Filippseyjum í júlí og ágúst. Hann
kvað hvers konar smitsjúkdóma enn
vera stærsta heilbrigðisvandamálið
á eyjunum og væru berklar þar
ofarlega á blaði. Það væri líka
vaxandi áhyggjuefni þeim sem með
heilbrigðismál hefðu að gera á
Filippseyjum hversu lungnakrabba-
mein væri að aukast með vaxandi
reykingum. Eitt af því sem Gunn-
laugur hafði með höndum var að
kenna Filippseyingum að nota ein-
faldar aðferðir til að greina á milli
berkla og lungnakrabbameins.
Hann kenndi eyjarskeggjum að
gera frumurannsóknir en slíkar
rannsóknir hafa varla verið til á
Filippseyjum. Hann kenndi þeim
einnig forvamir og ýmsar auðveldar
greiningaraðferðir sjúkdóma. Hann
kvaðst hafa séð þama alls kyns
tegundir af krabbameini og m.a.
væm bijóstkrabbamein og legháls-
krabbamein algeng á Filippseyjum.
Glatt fólk og gott
Gunnlaugur sýndi blaðamanni
myndir frá Filippseyjum og ekki var
annað hægt en láta sér lítast vel á
innfædda, ljósbrúnt hörundið, kol-
svart hárið og breið brosin, allt
þetta vitnaði um fallegt og glaðlegt
fólk. „Filippseyingar em yndislegt
fólk“ sagði Gunnlaugur. „Það er
blíðlynt, þægilegt í viðmóti og ótrú-
lega vel upplýst, a.m.k. það fólk sem
starfaði með mér. Allur þorri fólks
á Filippseyjum er í okkar skilningi
fátækur, en það er gífurlegur
munur á fátækt í sveitum og borg-
um. í sveitunum er mikil gróska,
þar svigna tré undan þroskuðum
ávöxtunum eins og Mango, Papaya,
Santol o.fl.,og hvers kyns önnur
náttúmgæði em þar mikil. Fiskur
er í sjó og vötnum.
Fimm uppskerur á
tveimur árum
Hrísgijónarækt er þama mikil.
Hrisgijónaekmmar em stöllóttar
og þar em notaðar áveitur því hrís-
gijónin em ræktuð í vatni. Byijað
er á að plægja og síðan er farið
yfir jarðveginn með herfi sem safn-
ar rótum úr eðjunni og hreinsar
hana. Svo sá bændumir annað
hvort eða setja niður ungar plöntur.
Þama standa þeir allan daginn hálf-
bognir með vatnið í mjóalegg, þetta
er iðjusamt fólk. Einnig setja þeir
oft fiskseiði í vatnið og þar elst upp
nytjafiskur, hvítfiskur, sem þeir svo
veiða í net áður en hrísgijónin em
fullsprottin. Gróskan er svo mikil
að þeir fá jafnvel fímm uppskemr
af hrisrgjónum á tveimur áram.
Börn að leik úti í sveit.
Hrísgrjónaakrar.