Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 31

Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 B 31 Angelica Huston eygir bjartari framtíð ANGELICA Huston hefur alla tíð staðið í skugga tveggja manna, föður síns og smabýlismanns og þeir eru auðvitað John Huston og Jack Nicholson. En nú eru líkur á að breyting verði þar á, því Angelica hefur verið útnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn f „Heiðri Prizz- is“, myndinni sem karlinn faðir hennar gerði á síðasta ári með Jack, Kathleen Turner og Angelicu sjálfri. Hlutverk Angelicu í myndinni var raunar lítið, en þeim mun meiri athygli vekur frammistaða hennar. Hún er útnefnd til Óskarsins ásamt fjórum öðrum, en mikið mega þær vera magnaðar ef þær ætla að slá Angelicu við. „Heiður Prizzis" varð ekkert gríðarlega vinsæl í henni Ameríku, myndin er ein af þessum sem maður annaðhvort dáist að eða hreinlega þolir ekki. Greinilegt er að hún fellur í kramið hjá íslend- ingum, Bíóhöllin hefur sýnt hana sleitulaust síðan í haust. Sú var tíðin að Angelica Huston var óhamingjusamasta kona á jörðu. Hún fæddist inn í fjölskyldu sem hafði ekki tíma til að annast börnin sín. Faðir hennar lét eins og hann teldi sig ímynd einhvers himinborins anda, eyddi öllum stundum við kvikmyndagerð vítt og breytt um heiminn. „Ég kynntist föður mínum þegar ég komst á þrítugsaldurinn," segir Angelica. John Huston sagði skilið við Ricki konu sína þegar Angelica var enn í bleyju. Hún hefur aldrei spurt föður sinn hvers vegna þau skildu, hún hefur heldur aldrei vitað hvaða maður var með Ricki þegar hún fórst í bílslysi í Frakklandi er Ang- elica var sautján ára. Hún segist vera hrædd við svörin. Angelica var aldrei meira en neðanmálsgrein í lífi föður síns. Hann minnist á hana aðeins sex sinnum í 400 blaðsíðna langri sjálfsævisögu sinni. Angelica fæddist meðan John var að filma „The African Queen" inní svört- ustu Afríku, (1950) Eftir skilnaðinn bjó Ricki með dóttur sinni í Lundúnum, síðar París. Dag einn hringdi síminn og einhver tilkynnti Angelicu aö móðir hennar væri dáin. Mamma var hrædd við pabba, segir Angelica, þess vegna bannaði hún honum ekki að nota mig í myndinni „Walk with Life and Death". Lífið varð bærilegra eftir að hún kynntist Jack Nicholson snemma á áttunda áratugnum, engu að síð- ur leið henni eins og rekaldi á reiðum sjó, því hún erfði metnað- argirni föður síns. Hún bjó með Jack, átti þá heitustu ósk að fá hlutverk í kvikmyndum en mátti þola ár eftir ár að horfa á handrita- staflann sem barst inn á borð til Jacks. Angelica Huston og Jack Nicholaon leika saman í „Heiðri Prizzis". Angelica hefur staðist hina bráðsmitandi freistingu að ganga í hjónaband, enda segir hún að samband þeirra Jacks hafi bjargast fyrir horn gegnum árin vegna sveigjanleikans í sambúö þeirra. Hún vill ekki að fari fyrir sér eins og móður sinni, þ.e.a.s. að verða eiginmanni háð og síðan að bráð. Hún segir að Jack og John séu andlega skyldir, sami belgingurinn sé í þeim báðum, enda hefur sá fyrrnefndi sýnt takta í drykkju og skaplyndi sem John hefði viljað geta leikið eftir. Þau búa í sitt hvorri íbúðinni, enda er Angelica löngu orðin leið á sífelldum hring- ingum umboðsmanna og annarra áhrifamikilla í kvikmyndaborginni til Jacks. Átta mánuðir eru liðnir síðan „Heiður Prizzis" var frumsýnd. Jack Nicholson hefur þegar leikið í annarri mynd, Heartbum, með Meryl Streep. John Huston hefur hug á að gera mynd áður en hann kemst á níræðisaidurinn. Angelica Huston var fengin til að leika í stuttri Disney-mynd sem Coppola gerir, en ekkert hefur heyrst hvort viðameiri verkefni bíði hennar. HJÓ Varúlfurinn brýst i gegnum stofuvegginn hjá Gary Busey. Busey miðar á ófreskjuna; úr kvikmyndinni Silf urkúlan. ■\ Bíóhöllin: Silfurkúla Stephens King Sjötta myndin sem de Laurentiis framleiðir eftir sögum Kings Kvikmyndaframleiðandinn Dino de Laurentiis og rithöfund- urinn Stephen King hafa átt gott samstarf allt frá árinu 1983. Þá framleiddi de Laurentiis þrjár myndir eftir bókum Kings, The Dead Zone, Christine og Cujo. Árið eftir framleiddi Laurentiis enn eina mynd eftir bók Kings, Firestarter, og á sfðasta ári þá fimmtu og sjÖttu, Cat’s Eye og Silver Bullet. Sú sfðastnefnda var frumsýnd úti f Bandarfkjunum fyrir skömmu og núna á næstunni mun Bfóhöllin taka hana til sýn- inga. Silver Bullet er um varúlf, sem ógnar lífi og heilsu manna í dæmi- gerðum amerískum smábæ. Tark- er Wills heitir bærinn og þar fæðist fólk og deyr í sama húsinu en þess á milli l?etur það sig varða velferð nóungans og kirkjusamkomur eru þeirra partý. Kyrrðin í bænum rofn- ar allt í einu þegar einhver eða eitthvað tekur uppá því að drepa fólk á grimmilegan máta. I fyrstunni veit enginn hvað það er úti í náttmyrkrinu, sem ógnar lífi og heilsu manna, þar til 13 ára fatlaður strákur, sem bundinn er við hjólastól, tekur til sinna ráða og gerir það sem aðrir í smábæn- um ekki geta: flettir ofan af gát- unni, léttir á dauðahræðslu fólks- ins og verður hetja dagsins. „Ekki veit ég hvaðan hugmyndir mínar korna," segir Stephen King í viðtali. „Ég veit í rauninni alls ekki hvernig ég fer að því að upphugsa þessa hluti. Eini munur- inn á mér og öðrum held ég að sé sá að ég skrifa niður þá hluti, sem mér dettur í hug." Hugdettur hans hafa gert hann að einhverjum vinsælasta og víölesnasta spennu- sagnahöfundi allra tíma. Það hafa komið út eftir hann 12 þykkar bækur á undanförnum 11 árum og að auki smásögu- og ritgerða- söfn. „Ég vinn í um tvær stundir á morgnana og svo afturtvær stund- ir á kvöldin. ÞeSs á milli les ég mikið. Þegar ég hef skrifað handrit að sögu set ég það í skrifborðs- skúffuna mína og geymi það' í allt frá mánuði upp í þrjú ár. Ég þarf að hafa ákveðna fjarlægð á milli mín og verksins til að geta litið það réttu auga. Svo reyni ég að stunda svolitla líkamsrækt á milli þess sem ég skrifa. Ég geng fimm eða sex kílómetra á degi hverjum svo bjórvömbin fari ekki úr skorðum. Ég hlusta á tónlist og svara bréf- um. Sjáðu til, ég er ósköp venjuleg- ur maður. Það vill bara þannig til að ég fæst við óvenjulega hluti: ég hef gaman af að hræða fólk." King skrifar sjálfur handritið að myndinni um varúlfinn en með aðalhlutverkin í henni fara Gary Busey, Everett MeGill og Corey Haim, sem leikur unga strákinn. Leikstjóri er Daniel Attias en Silver Bullit er fyrsta myndin sem hann leikstýrir. — ai. <■ r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.