Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ1913 58. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR12. MARZ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins SÁ STÆRSTI Gabriel E. Monjane, sem mun vera stærsti maður heims, er nú í heimsókn í Japan við gerð sjónvarpsþátta. Myndin var tekin við komu Monjane til Tókýó og honum tíl hægri handar er flugfreyja japanska flugfélagsins JAL. Blaðaljósmyndari, sem er lengst til hægri, taldi sig ekki ná góðri mynd af risanum frá Mozambique nema standa uppi á tröppum. Morðingi Palme í felum í sendiráði? Stokkhólmi, 11. marz. AP. SÆNSKA lögreglan kannar nú þann möguleika að morðingi Olofs Palme leynist í sendiráði útlends ríkis í Stokkhólmi. Hans Holmer lögreglustjóri segir að rannsókninni á morðinu miði hægt, „en mál skýrast samt með degi hveijum“. Lögreglan nýtur aðstoðar utan- ríkisráðuneytisins í rannsókninni og staðfesti Holmer að verið væri að reyna að fá úr því skorið hvort morðinginn leyndist í erlendu sendi- ráði. Á sunnudag hafði Sydsvenska Dagbladet í Malmö eftir heimildum úr leyniþjónustunni að hugsanlega' hefði Palme verið myrtur vegna „hemaðarlegra hagsmuna". í fréttinni sagði að evrópskir og sovézkir morðingjar notuðu venju- lega sjálfvirkar skammbyssur, eins og þá, sem Palme var myrtur með. Holmer var ófáanlegur til að fjalla nánar um þessa kenningu og gaf ekkert til kynna sem bent gæti tii að lögreglan teldi sig vita eitthvað um þjóðemi banamanns Palme. Búist er við að á morgun, mið- vikudag, kjósi sænska þingið Ingvar Carlsson sem forsætisráðherra, en hann var settur í það starf eftir fráfall Palme. Fyrirskipa handtöku ráðherra Marcosar Razah Raad Myndin, sem sögð er af Uki Michel Seurat og öfgasamtök shíta hafa sent frá sér. Manila, H. marz. AP. JUAN Ponce Enrile, varnar- málaráðherra, gaf í dag út handtökutilskipun á hendur tveimur ráðherrum í síðustu stjórn Marcosar, fyrrum for- seta, fyrir meinta aðild þeirra að morðum á stuðningsmönn- um Corazon Aquino. Búist er við frekari handtökum í kjöl- farið. V estur-Þýskaland: Kanslarinn milli steins og sleggju Bonn, 11. mars. AP. SAKSÓKNARI í Bonn lýati yfir því í dag að hefja ætti rannsókn á framburði Helmuts Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, í máli, sem snýst um fjárgjafir til stjórnmálaflokka. Saksóknari sambandslandsins Rheinland- Pfalz hefur þegar hafið rann- sókn á því hvort Kohl hafi sagt ósatt fyrir þingnefnd í Flick- málinu. Talið er að þessar rannsóknir eigi eftir að draga dilk á eftir sér fyrir samsteypustjómina í Bonn. Kosningar verða í janúar á næsta ári og Jóhannes Rau, kanslarafram- bjóðandi Sósíaldemókrataflokksins, er þegar farinn að skerpa klæmar í kosningabaráttunni. Johannes Wilhelm, talsmaður saksóknara í Bonn, sagði að rann- sóknin myndi skera úr um það hvort Kohl hefði borið ljúgvitni fýrir þing- nefnd, sem skipuð var til að kanna fjárframlög fyrirtækja til stjóm- málaflokka. Báðar rannsóknirnar fara fram vegna ásakana Otto Schily, eins leiðtoga stjórnarandstöðuflokks Græningja. Orlando Dulay og Arturo Paci- | fícador, sem Enrile vill handtekna, hafa farið huldu höfði frá því I Marcos flúði land fyrir tveimur vikum. Pacifícador er sagður bera ábyrgð á morði Evelio Javier hér- aðsstjóra í Antique 11. febrúar sl. Javier var ötull stuðningsmaður Aquino. Pacifícador er einnig eft- irlýstur vegna morðs á sjö stuðn- ingsmönnum Javiers meðan á kosningabaráttu vegna þingkosn- inga 1984 stóð, en þá kepptu Pacificador og Javis um sama þingsætið. Dulay er einnig gefíð að sök að hafa fyrirskipað morð á stuðningsmönnum Áquinos í Quirino-héraði norður af Manila. Corazon Aquino hefur boðað stjóm sína til fundar þar sem tekin verður ákvörðun um hvort lýsa skuli myndun byltingastjómar. Deildar meiningar eru um nauð- syn þess innan stjómarinnar og að sögn fílippíska sjónvarpsins kann vel svo að fara að hætt verði við áformin. Nefnd bandarískra embættis- manna kom í dag til Manila til að meta nauðsyn efnahags- og hemaðarlegrar aðstoðar til Filippseyja. Áætlað er að nefndin dveljist í landinu vikulangt og eigi fundi með Aquino, ráðheirum og embættismönnum. Að því búnu mun nefndin leggja tillögur sínar fyrir Ronald Reagan, Bandaríkja- forseta. Kosið um aðild að NATO Madríd, ll.marz. AP. SPÁNVERJAR ganga að kjörborðinu á miðvikudag og greiða atkvæði um það hvort þeir vilji vera áfram í Atlants- hafsbandalaginu (NATO) eður ei. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti kjósenda sé andvígur aðild. Hafni Spánveijar aðild yrði það meiriháttar áfall fyrir Felipe Gonzalez, forsætisráðherra, sem hvatt hefur kjósendur til að velja áframhaldandi aðild. Gonzalez hefur notið mikils þingmeirihluta, en gangi kjós- endur gegn vilja hans í þjóðarat- kvæðinu yrði það túlkað sem álitshnekkir fyrir hann og gæti haft áhrif á möguleika hans í þingkosningunum í október nk. Flokkur hans er sá eini sem tekið hefur afstöðu með áfram- haldandi NATO-aðild. Raad daglangt í ræningjabæli Beirút, 11. inarz. AF. FRANSKI læknirinn Razah Raad I Öfgafullir shítar í Jihad-samtök- I aðeins ræða við Raad, sem er fór til leynilegs felustaðar ræn- unum rændu sjónvarpsmönnun- fæddur í Líbanon, en hann er í ingja fjögurra franskra sjóvarps- um og hafa einnig í haldi fjóra framboð fyrir Gaullista í þing- manna til að freista þess að fá Fransara aðra, sem Raad reynir kosningunum i Frakklandi nk. fjórmenningana lausa úr haldi. | að fá lausa. Ræningjarnir vilja | sunnudag. Raad freistar þess á eigin spýtur að tryggja frelsi Frakka, sem eru í haldi öfgamanna í Líbanon, og fer ekki í umboði ftönsku stjómarinnar, sem sent hefur fjölmenna sveit sendimanna til Miðausturlanda sömu erinda. Ræningjamir hafa birt ljósmynd af því sem þeir segja vera lík Frakkans Michel Seurat, sem Jihad-samtökin rændu í fyrra. Frönsk sijómvöld telja um blekk- ingar að ræða. Reiði ríkir í Frakkl- andi vegna málsins og þeirrar ák- vörðunar frönsku stjómarinnar að framselja tvo íraka til Bagdað fyrir mánuði, en Jihad segir Seurat hafa verið líflátinn vegna framsalsins. Engar fréttir fóra af tilraunum Raads í kvöld, en hann var meðal ræningjanna í allan dag. Verði ár- angur af milligöngu hans yrði það álitshnekkir fyrir stjóm Mitterrands og líklega til að styrkja stjómarand- stöðuflokkana í komandi kosning- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.