Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ 1986
Hugmyndir um lengingu AV-flugbrautar flugvallarins:
Göng undir flugbraut-
ina eða Einarsnesið
tengt Ægisíðunni
1. Bygging undirganga undir flugbrautina
2. Vegur fyrir framlenginguna sem tengir Einarsnes vifi
Ægissíðu
ÓHAPPIÐ á Reykjavíkurflug-
velli í fyrradag, þegar Fokker-
vél Flugleiða rann út af AV-
flugbraut vallarins og staðnæm-
dist á Suðurgötunni, hefur vakið
upp margar spurningar varðandi
umferðaröryggi á þessum stað.
Víða erlendis þekkist að um-
ferðarljós stjórni umferð á ak-
vegum þar sem hætta gæti stafað
af flugumferð. Óskar Ólason
yfiriögregluþjónn umferðar-
deildar lögreglunnar, segist ekki
vita til þess að fyrirhugað sé að
koma slikum ljósum upp við
Suðurgötuna, en bendir á að nú
sé tími til kominn að hefjast
handa við framkvæmdir. Um-
ræða um þessi mál hefur staðið
árum saman, og í deiliskipulagi
flugvallarsvæðisins, sem borgin
samþykkti fyrir sitt leyti í janúar
síðastliðnum, er gert ráð fyrir
lengingu AV-brautarinnar í vest-
ur um 310 metra. Brautin er nú
1.490 metra löng. Aðalbraut
flugvallarins iiggur í NS og er
l. 825 metra löng. Um hana fer
um 55% af flugumferð vallarins,
en AV-brautin tekur um milli
35% og 40% umferðarinnar.
Ólafur Pálsson verkfræðingur
hefur skrifað ítarlega greinar-
gerð, sem fylgir deiliskipulaginu,
þar sem hann leggur meðal
annars fram hugmyndir um með
hvað hætti hægt sé að leysa
samgöngumál Skeijafjarðar-
byggðarinnar við bæinn. Hér á
eftir fer kafli úr þessari greinar-
gerð Ólafs.
Lenging AV-brautar
Vegna nálægðar Öskjuhlíðarinn-
ar fyrir austurenda brautarinnar
kemur lenging hennar í þá átt ekki
til greina, svo ekki eru um annað
að ræða en að athuga þær leiðir
sem fyrir hendi eru til að lengja í
vesturátt.
Vesturendi núverandi brautar
nær fast að Suðurgötunni, en hún
er eina samgönguleið Skeijafjarð-
arbyggðarinnar við bæinn. Verði
brautin lengd vestur er nauðsynlegt
að sjá byggðinni fyrir greiðri sam-
gönguleið í bæinn og hún má ekki
verateljandi lakari en nú er.
Hér er um tvær leiðir að ræða.
Önnur er sú að láta Suðurgötuna
halda sér á þeim stað þar sem hún
er nú og gera göng undir brautina.
Slík göng verða mikið og dýrt
mannvirki, t.d. þarf lengd þeirra
að vera a.m.k. 150 m og lofthæð
4—5 m svo búast má við að lækka
þurfi götuhæðina í þeim allt að 4
metrum frá því sem nú er, en þá
er botninn kominn um 2 m niður
fyrir stórstraumsflóðhæð. Skapar
það ýmis vandamál t.d. þarf að sja
fyrir lofthreinsun úr göngunum, þá
þarf dælukerfi til að dæla burt sjó
eða vatni úr göngunum, lækkun
götunnar verður að ná alllangt út
fyrir göngin og þá verður mikil
hætta á að snjór setjist í lægðina
beggja megin gangnanna, loftið í
göngunum þarf að geta borið mik-
inn flugvélaþunga og þarf því að
vera mjög sterkt.
Hin leiðin, sem til greina kemur
er þessi: Gerð verður fylling út frá
endanum og alla leið út á sjó utan
við Lambhaga. Með því móti verður
hægt að lengja brautina um 310
m. Suðurgötunni verður lokað en í
staðinn verður Einarsnesið, gatan
meðfram flugbrautinni lengd fyrir
endann á brautinni og hún síðan
tengd Ægisíðunni andspænis Lyng-
haganum, en þaðan er greið leið í
miðbæinn, annaðhvort eftir Suður-
götunni eða Dunhaganum.
Veginum er haldið hæfilega langt
frá sjávarkanti flugbrautarfylling-
arinnar svo ekki eiga að vera telj-
andi óþægindi á veginum af sjávar-
roki. Þar sem hann liggur meðfram
hinum nýja brautarkafla er hann í
25 m fjarlægð, en þar sem hann
beygir fyrir endann er hann 50 rri
frá kantinum, vegna þess að þar
má búast við meiri öldu. Meginhluti
fyllingarinnar verður gerður úr
þjöppuðu hraungrýti en utan á
kantinum verður hlaðið gijóti til
vamar sjávargangi.
Breidd núverandi malbiks á enda
er 92 m eins og áður getur, en
breidd malbiks nýju lengingarinnar
verður 45 m en lengd 310 m. Við
endann verður 60 m snúningssvæði
eins og teikningin sýnir. Beggja
megin við brautina verða öryggis-
svæði, allt að 75 m út frá miðlínu.
Heildarbreidd fyllingarinnar verður
170-200 m.
Lengd nýja vegkaflans fyrir
endann verður 700 m en breidd 7
m, sú sama og breidd Suðurgötunn-
ar, gert er ráð fyrir 2 m breiðri
gangstétt alla leiðina. Hæð vegarins
verður I svipaðri hæð og sjálfur
brautarendinn, en fjarlægð hans
frá malbiksendanum er 30 m.
Við þessa breytingu verður sam-
ræmi milli brautarlengda flugvall-
arins mun eðlilegra en nú er. Aðflug
að NS og SV-NA-brautunum verður
að sjálfsögðu það sama og áður en
hvað viðvíkur AV-brautinni verða
aðstæðumartil aðflugs þessar:
Fyrir flugtak til vesturs reiknast
brautarlengdin 1420+310 = 1730
m, en fyrir lendingu úr austri
1310+310 = 1620 m og fyrir flug-
taktil austurs 1200+310 = 1510 m.
Eins og áður getur er áætlað að
Teiknistofan hf. hefur með höndum útfærslu hugmynda um framtíð-
arskipulagningu flugvallarsvæðisins. Morgunblaðið sýnir hér þær
tvær leiðir sem Ólafur Pálsson verkfræðingur telur koma til greina
til að leysa samgönguvandræði Skerjafjarðarbyggðarinnar við bæinn
vegna lengingar flugbrautarinnar.
55% af flugumferðinni fari eftir
NS-brautinni og 35—40% eftir
AV-brautinni. Við lengingu braut-
arinnar vex notkun hennar en
umferð á NS-brautinni minnkar að
sama skapi. Breytingin verður þó
ekki mikil því norðan og sunnan
vindáttir eru ríkjandi og þar við
bætist að í þeim tilfellum þegar ís-
ing er á brautum og eins þegar
vatn liggur á þeim verða bremsu-
skilyrði léleg, vilja flugmenn nota
lengstu og öruggustu brautina. Er
því ekki að vænta að umferð á henni
fari niður fyrir 50% við eðlilegar
aðstæður. Hins vegar má með
stjómunaraðgerðum létta á umferð
um NS-brautina, breyta þessum
nýtingartölum t.d. ef ákveðið yrði
að AV-brautina ætti að nota í þeim
tilfellum þegar vindur stæði rétt á
hana og þar að auki þegar hliðar-
vindur á hana yrði undir ákveðnu
hámarki.
Svefnpokar
frá
TEGUND
TROLLHETTA
ER’N
HEIA
,CHT
TIRICH MIR
NOTKUN
m
m
GRAÐA
I
- 8°C*
i
■+ i2=e*
i
18°C*
28°C*
a
•+ 25°C*
ÞYNGD
1.8kg.
1.9 kg.
2.1 kg
2.6 kg
2.2 kg
FYLLING
1075 gr.
Thermoguard
Hulfiber
1225 gr.
®
Thermoguard
Hulfiber
1375 gr.
Thermoguard
Hulfiber
1575 gr.
Thermoguard
Hulfiber
300 gr. @
Thermoguard
Hulfiber
é
800 gr.
VERÐ
3.600
kr.
4.500
kr.
5.400
6.900
12.600
unuFm^
Glæsibæ, sími 82922. -^
Póstsendum