Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1986
15
Gunnlaugur Stefán Gfslason
Hæg geðbrigði
SKYNJUN
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Fyrir nokkrum árum ánetjaðist
Gunnlaugur Stefán Gíslason
ákveðinni raunsæisstefnu í nú-
tímalist er hann hefur haldið
tryggð við til þessa.
Sú stefna byggðist á því að ná
sem mestri stemmningu úr litlu
eða mjög takmörkuðu myndefni;
magna upp áhrif með hreinum og
skýrum pensildráttum. Lausum
við allt tildur og flottheit í meðferð
pentskúfsins en magna upp seið
í kringum hversdagslegustu hluti
er fæstir taka eftir og margur
aldrei.
Þetta er mikið hlutverk og
vandasamt og einkum er erfitt
að feta hér í fótspor meistara og
nafntogaðasta fulltrúa þessarar
tækni, Andrew Wyeth.
Tæknin krefst gífurlegrar ná-
kvæmi og mjög þjálfaðrar sjónar
og hér verða menn að geta ræktað
sinn garð til fullnustu ef að mikill
árangur á að nást.
Engu má skeika í hámákvæm-
um vinnubrögðum ef markinu
skal náð, sem er að grípa áhorf-
andann sterkum tökum í upphafi
og áhrifin mega ekki rýma við
nánari viðkynningu — heldur
magnast og eflast við hveija nýja
skoðun.
Hér er enginn uppreisnarandi
á ferð né þorsti í öflug geðbrigði
heldur þróun hægra en djúpra
geðbrigða ásamt ríkri samkennd
með umhverfmu og töfrum
hvunndagsins.
Á sýningu Gunnlaugs Stefáns
í Gallerí Borg eru 23 vatnslita-
myndir, sem allar em málaðar á
árunum 1985—86.
Heillegustu myndir sýningar-
innar tel ég myndina „Skíma"
(7), sem er ekki einasta vel máluð
hedur túlkar hún hlýja og frjóa
kennd fýrir viðfangsefninu. Aðrar
myndir er einkum vöktu athygli
mína vom „í slipp“ (2), „Frjáls
eins og fuglinn" (3), „Skarðs-
heiði" (13) og „Té“ (19). Allar
túlka þær bestu hliðar gerandans,
sem hefur naumast gert betur
áður, ogjafnframt gefa þær tilefni
til að ætla að hann geti enn betur.
En í mörgum öðmm myndum er
eins og það vanti herslumuninn,
þær virka of hráar eða mjmd-
byggingunni er eitthvað ábóta-
vant.
Við því er ekkert að gera en
að halda á brattann. _
Bragi Ásgersson.
Opnaður hefur verið nýr sýn-
ingarsalur á Amtmannsstíg 1,
þar sem áður var til húsa hið
nafnkennda Gallerí Langbrók.
Það er mikið gleðiefni að til
skuli ungt, framsækið og bjart-
sýnt fólk, sem hefur þor til að
axla þann vanda er riðlaði að-
standendum Langbrókar. En það
fær einnig allt upp í hendumar
sem var verk hinna smekkvisu
valkyija; notalega innréttað hús-
næði og fágað, sérstætt andrúm.
Þó er andrúmið svolítið annað,
sem stafar af annars konar mynd-
verkum að nokkm leyti og textíl-
um í lágmarki.
Þessi sýningarsalur er prýði-
Það em rétt tvö ár síðan Vil-
hjálmur G. Vilhjálmsson kynnti
fyrst viðleitni sína á myndlistar-
vettvangi í húsakynnum Lista-
skála alþýðu.
Nú er hann aftur á ferðinni
með myndverk gerð með rissblýi,
vatnslitum og í pastellitum og
velur sér sömu húsakjmnin.
Vilhjálmur velur sér mjög hóf-
samar stærðir í myndum sínum
og hann er í einu og öllu mjög
hófsamur listamaður, með af-
brigðum heiðarlegur og vandvirk-
ur og færist aldrei mikið í fang,
— er frábitinn því að leggja út í
vafasöm átök og reisa sér hurðar-
ás um öxl. Að vissu marki er þetta
kostur en að öðru lejrti fer betur
á því að ungir menn séu fullir
eldmóðs, leiti sér viða fanga um
efnivið og tæknibrögð og skirrist
ekki við að taka á sig ýmsar
áhættur. Af mistökunum læra
menn mest, hafi þeir á annað
borð hæfileika til að færa sér þau
í nyt og endurtaki þau ekki í sí-
bylju.
I heild er þessi sýning mjög
snotur en þá einnig einum of slétt
og felld, meira lík lygnum sjó en
brimi er svarrar á skeijum. Ég
vil hér koma fram með sláandi
líkingu á umbrotamikilli skapandi
list, sem hver og einn ungur lista-
maður ætti að gaumgæfa vel því
að hér er falinn mikill sannleikur:
„Þó að stormar og straumar reisi
stórsjóa á hinu mikla úthafi, þá
er í djúpunum friður og ró — svo
skal í sál listamannsins og í innsta
eðli verka hans.“
Það fylgir einnig skjmjuninni
lega fallinn fyrir smásýningar
hvers konar og sem kjmningar-
og sölugallerí en öllu síður fyrir
samsýningar líkt og þá sem nú
er í gangi. Til þess kemur hver
og einn listamaður ekki nægilega
til skila vegna þess að skiljanlega
verða allir að gæta að takmörkun-
um húsakjmnanna er þeir velja
verk sín. Þó réttlætir það fýllilega
framtakið, að þetta er fýrsta sýn-
ingin og kjmnir nýja eigendur,
sem eru 10 talsins og hafa verið
svo vel kynntir í dagblöðum borg-
arinnar að nafnaruna er hér al-
deilis óþörf.
Meðalaldur hins glaðbeitta
æskufólks er 36 ár eða þar um
fýrir mjmdefninu að hafa hugfast
það sem Delacroix sagði eitt sinn:
„Allt er efniviður. Efnið ert þú
sjálfur, kenndir þínar frammi fýrir
náttúrunni, — líttu fyrst inn í sjálf-
an þig og síðan allt um kring.
Ekkert er meiri hindrun en að
vera kaldur og sljór gagnvart
viðfangsefnunum. Menn eiga að
æsa sig upp líkt og slanga er æst
upp af hendi töframannsins."
Hér er ég að vísa til þess að
róleg yfirvegun og vandvirkni séu
helstu eðliskostir Vilhjálms G.
Vilhjálmssonar, — en einnig
hindnm vilji hann þrengja sér inn
í dýpri lífæðar mjmdflatarins. Það
verður ekki gert nema með því
að taka áhættu og virkja fleiri
tæknibrögð, — einnig blóðið, tárin
og svitann.
— Nokkrar teikningar eru með
því athyglisverðasta á sýningunni
svo sem: „Bátur (11), „Bátur 111“
(14) og „í slippnum" (15). Hér
eru strikin hrein og ákveðin en í
ýmsum öðrum myndum hættir
þeim til að verða loðin og kraft-
laus. Þá er pastelmjmdin „Vest-
ursól" (16) einföld oghrein, ásamt
því að form sem litræn skjmjun
kemur einna gleggst fram í litlu
pastelmjmdunum „Til Mosfells-
sveitar" (34) og „Horft til Blá-
ijalla 11“ (35).
Eitt er mikilvægt fyrir Vilhjálm
varðandi áframhaldandi vinnu og
það er að hann glejrmi auglýsinga-
tækninni og noti minna af hjálpar-
tækjum hennar. Treysti meira á
sjálfan sig og gangi að verki með
lífíð í lúkunum.
bil svo ekki er það alungt í strang-
asta skilningi, en telst á besta
þroskaskeiði mjmdlistarmanna; í
þeirri listgrein þykja allir ungir,
sem eru undir fimmtugu.
Ekki er ástæða til að telja hér
upp framlag einstakra listamanna
eða gera upp á milli verkanna en
það er rík ástæða til að minna á
tilvist þessa nýja sýningarsalar
og hvetja sem flesta til heimsókn-
ar á staðinn og kjmna sér starf-
semina — vera með og innvígður
frá bjrijun.
Mjmdlistarfólkinu óska ég allra
heilla, framkvæmdinni velfamað-
ar og sýningarsalnum langlífis.
GALLERÍ GANGSKÖR
Dúkrista eftir Helga Þorgils.
Ekki er
allt súr-
realismi
Bókmenntlr
Jóhann Hjálmarsson
TENINGUR
Vettvangur fyrir listir og bók-
menntir.
l.h. des. 1985.
Ritstjórn: Eggert Pétursson,
Guðmundur Andri Thorsson,
Gunnar Harðarson, Hallgrimur
Helgason, Páll Valsson og Stein-
grímur Eyfjörð Kristmundsson.
Teningur er til marks um að nú
viðrar vel fýrir tímarit um bók-
menntir og listir, að minnsta kosti
eru menn fullir áhuga að senda frá
sér slík rit. Þessi áhugi lofar vitan-
lega góðu.
Töluvert er um nýjan skáldskap
í Teningi. Ung skáld birta í honum
mikið af ljóðum, en magn ekki sama
og gæði. Athygli vekja prósaskissur
eftir Steinar Siguijónsson. Þær eru
í gamalkunnum stíl Steinars,
hnyttilegar í mannlegu innsæi sínu,
en líka ruglingslegar á köflum.
Birt eru viðtöl við Helga Þorgils
Friðjónsson myndlistarmann og rit-
höfund og Einar Kárason rithöfund.
Þó nokkuð er að græða á þessum
viðtölum, enda fara þeir Helgi og
Einar ekki í felur með skoðanir sín-
ar. Helgi Þorgils segir m.a.:
„Reyndar held ég að öll sagan
sé inni í manni. Mér finnst það oft
galli í mjmdlist og bókmenntum,
þessar tilvitnanir hjá fólki. Það þarf
að grípa í eitthvað og halda fast
utan um það eins og til að sanna
sína getu. Einu sinni var í tísku að
nota þjóðsögumar. Það voru oft
hlægilegar einfaldanir á einhveijum
skemmtilegum atriðum úrþeim.“
í viðtalinu við Helga Þorgils er
drepið á það sem nú er orðið mjög
áberandi hjá fólki og jafnvel gagn-
lýnendnum líka, að kalla allt súr-
realisma „sem er eitthvað skrýtið".
Öm Ólafsson er mikið í upprifj-
unum og birtir grein sem hann
nefnir _ Menningartímarit milli
stríða. í þessari grein finnur Öm
að því réttilega að gömlu tímaritin
skyldu ekki kynna erlendar bók-
menntanýjungar og auglýsir eftir
slíku riti nú. Öm skrifar.
Ævisaga J.S. Bachs
Johann Nikolaus Forkel:
Ævisaga Johanns Sebastíans Bach
Þýðandi: Arni Kristjánsson
Mikið hefur verið ritað f aldanna
rás um höfuðsnillinginn Johann
Sebastian Bach. Aðrar bækur í því
safni eru þykkari en sú sem hér
um ræðir, en fæstar merkari, enda
er vandfundin sú ritsmíð um meist-
arann þar sem ekki er vitnað til
þessa litla rits. Þetta er sú ritgerð
sem Johann Nikolaus Forkel tók
saman um Johan Sebastian Bach
og birtist fýrst árið 1802.
Forkel (1749—1818) var mikil-
virkur rithöfundur um tónlistarefni
og raunar brautryðjandi í Þýska-
landi um rannsóknir í tónlistarsögu.
Hann hóf fýrstur manna ritun
almennrar tónlistarsögu á þýsku,
en entist ekki aldur til að ljúka
nema tveimur bindum hennar. Þó
að þetta séu stórar bækur og þykk-
ar nær þó sagan ekki nema fram
á miðja sextándu öld, og má af
því marka að ítarlega er hún rakin.
Ritgerðin um Bach hefur stund-
um verið talin besta verk Forkels.
Það gefur henni sérstakt gildi að
hún gejrmir margan fróðleik sem
hafður er eftir sonum meistarans,
Carli Philipp Emanuel og Wilhelm
Friedemann Bach, og ekki er varð-
veittur annars staðar. Af saman-
burði við bréf til Forkels frá hinum
fyrmefnda má sjá að hann hefur
notað slíkar heimildir mjög sam-
viskusamlega. Þá er og hér fyrst
reynt að meta verk meistarans að
verðleikum og er sú tilraun merki-
leg þótt sumar niðurstöður Forkels
kunni að orka tvímælis.
Bach hafði legið í gröf sinni
meira en hálfa öld þegar þessi
fyrsta tilraun til ævisögu hans leit
dagsins ljós. Nærri því jafnlengi —
hálfan Qórða áratug — hefur íslensk
þýðing Áma Kristjánssonar beðið
þess að komast á prent. Átti hún
upphaflega að birtast árið 1950, á
200. ártíð meistarans, og mun þá
hafa verið flutt í útvarp, en úr út-
gáfunni varð ekki fyrr en á ári tón-
listarinnar 1985, þegar þijár aldir
vora liðnar frá fæðingu hans. Þýð-
ingin er snilldarvel gerð, og hafa
Tónskóli þjóðkirkjunnar og söng-
málastjóri, Haukur Guðlaugsson,
unnið þarft verk með útgáfu þessar-
ar fallegu, litlu bókar.
„Hér er aragrúi tímarita, flest
era mjög sérhæfð: um stangveiði,
hárfegurð, kiwanisstarfsemi og ég
veit ekki hvað. Trúir því nokkur að
ekki gæti borið sig tímarit sem
m.a. sinnti nýsköpun í bókmenntum
og listum? Stór og myndarlegur
vettvangur skáldskapar yrði ein-
hver mesti happafengur íslensku
menningarlífi sem hægt er að hugsa
sér.“
Undir þetta má taka með Emi
um leið og Teningi er fagnað. Hann
verður vonandi Qölbreyttur vett-
vangur bókmennta og lista, inn-
lendra og erlendra. Að mínu viti
er þörfin mest að sinna áð marki
því sem verið er að fást við hér á
landi.