Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 16

Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986 Fríverslunarsamn- ingur við Bandaríkin eftir Gunnar G. Schram Hinir nýju kjarasamningar milli aðila vinnumarkaðarins hafa með réttu verið nefndir tímamótasamn- ingar. Ekki er einungis með þeim gerð snarpari atiaga gegn verð- bólgunni en nokkru sinni hefur áður þekkst á íslandi heldur fela þeir í sér verulega kaupmáttaraukningu það sem eftir er ársins eða 4,5%. Loksins er horfíð frá þeirri stefnu að gera árlega verðbólgusamninga, sem ekki hafa haft annað í för með sér en tryggja láglaunastefnuna enn fastar í sessi, og farið út á þá braut lífskjarabóta sem lengi hefur tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það vekur vonir um að þessi einstæða tilraun í kjaramálum þjóð- arinnar muni takast að enginn flokkur á Alþingi greiddi atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjómarinnar um ráðstafanir vegna kjarasamn- inganna. Svo brá hinsvegar við að stærsti flokkur stjómarandstöðunn- ar greiddi frumvarpinu atkvæði sitt, auk Alþýðuflokksins, en smáflokk- amirtveir sátu hjá. Auk þess að bein niðurfærsla verðlags á árinu mun nema tæpum 4% í framfærsluvísitölunni, ber sér- staklega að fagna því að ríkisstjóm- in mun beita sér fyrir því að til viðbótar við þær 200 milljónir, sem áður var ákveðið að verja til þeirra sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna húsbygginga, verða nú lagð- ar fram 300 millj. kr. Þar við bætist að vextir af lánum hafa þegar verið lækkaðir um þriðjung og munu enn lækkaðir á næstunni. Með þessu er tekið á raunhæfari hátt en áður á hinum mikla vanda þeirra mörgu húsbyggjenda, sem harðast hafa orðið úti vegna mis- gengis lánskjara og kaupgjaldsvísi- tölunnar á undanfömum ámm, þótt meira þurfí þar til að koma. Jafnframt þessu mun íjármagn húsnæðislánasjóðanna stóraukið, bæði til nýbygginga og kaupa á eldra húsnæði í samráði við lífeyris- sjóðina. Hefur ríkisstjómin lýst sig reiðubúna til þess að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum og reglum um húsnæðismál í sam- ræmi við það. Veraleg lækkun beinna og óbeinna skatta. Með hinum nýju lögum er tekju- skattur einstaklinga lækkaður um 150 millj. króna og útsvör lækka um 300 millj. króna. S.amtals munu því beinir skattar lækka um 450 millj. króna. Með þessari lagasetningu hefur verið ákveðið að halda áfram þeirri stefnu að lækka beina skatta og afnema tekjuskatt á almennum launatekjum í áföngum. Það var eitt af þeim atriðum, sem var að fínna í stjómarsáttmála rík- isstjómarinnar, og fyrsti áfangi lækkunar tekjuskattsins, 600 millj. kr., kom til framkvæmda á síðasta ári. Við gerð fjárlaga nú í haust var gert ráð fyrir að haldið yrði áfram á sömu braut. Þrengingar í efnahagsmálum og vandkvæði á að draga saman ríkisútgjöld leiddu hinsvegar til þess að íjárlögin voru afgreidd án þess að gert væri ráð fyrir lækkun tekjuskattsins. Því máli var ákveðið að fresta til næsta árs. I kjarasamningum var hinsvegar lögð á það áhersla af hálfu beggja aðila að áfram yrði haldið á skatta- lækkunarbrautinni og var á það fallist af ríkisstjómarinnar hálfu. Það sýnir svo ekki verður um villst hve mikið hagsmunamál samtök launþega í landinu telja að lækkun beinna skatta sé fyrir allan almenn- ing. Þess vegna er full ástæða til þess að fagna því að haldið verður áfram á þessari braut. Sú skattalækkun, sem nú hefur verið ákveðin, er hinsvegar ekki nema spor í rétta árr. Við gerð Gunnar G. Schram „Sú skattalækkun, sem nú hefur verið ákveðin, er hinsveg’ar ekki nema spor í rétta átt. Við gerð næstu fjárlaga, fyrir árið 1987, er að því komið að fram- kvæmd verði sú yf irlýs- ing ríkisstjórnarinnar að afnema með öllu tekjuskatt á almennum launatekjum á þriggja ára tímabili.“ næstu §árlaga, fyrir árið 1987, er að því komið að framkvæmd verði sú yfirlýsing ríkisstjómarinnar að afnema með öllu tekjuskatt á al- mennum launatekjum á þriggja ára tímabili. Um það þarf ekki að deila hver kjarabót það yrði öllum laun- þegum landsins. Jafnframt sýnir reynslan frá þessum samningum að slík aðgjörð hlýtur að verða mikilvægur þáttur í gerð næstu kjarasamninga aðila vinnumarkað- arins. Tollar lækka um 580 millj. kr. Fyrir utan lækkun beinna skatta er um verulega lækkun tolla að ræða sem lækka mun vísitölu fram- færslukosnaðar um 2,15%. Hér er um að ræða annað atriði í stjómar- sáttmálanum, sem áhersla var lögð á í kjarasamningnum að næði fram að ganga. Þar vegur þyngst lækkun tolla á bifreiðum (400 millj. kr.) en einnig er um að ræða verulega tollalækkanir á matvælum og heim- ilistækum sem hingað til hafa verið hátollavara. Þessar breytingar munu fela í sér tollalækkanir sem nema 700 millj. króna á heilu ári, eða um 580 millj. króna það sem eftir er árinu. Samkvæmt hinum nýju lögum mun almenn tollalækkun verða á öllum innfluttum matvælum sem borið hafa hærri toll en 40%. Hefur tollur á ýmsum matvælum til þess verið allt að 80%. Hér er því um verulegar tollalækkanir að ræða á mörgum matvælum. Sem dæmi má taka að tollar á grænmeti munu almennt lækka úr 70% í 40%, ferskir og niðurlagðir ávextir úr 70%, krydd úr 80% og ýmsar unnar matvörur úr allt að 80% tolli í 40% toll. Gert er ráð fyrir að þessar tollalækkanir geti leitt til allt að 25—30% verðlækkun- ar á þessum matvörum. Ótaldar eru þá tollalækkanir á ýmsum heimilistækjum. Þau hafa hingað til verið hátollavara á ís- landi, þótt langt sé síðan hætt var að líta á þau sem sérstaka lúxus- eign. Nú hafa tollar á sjónvarpstækj- um, myndbandstækjum og útvarps- tækjum verið lækkaðir úr 75% í 40% og í ísskápum, frystikistum, upp- þvottavélum, þurrkurum og fleiri heimilistækjum úr 40% í 15%, auk þess sem tollar á ýmsum öðrum heimilistækjum hafa verið lækkaðir í 40%. Eins og sjá má af þessum lista er hér um verulegar tollalækkanir að ræða á mörgum þeim hlutum, sem í dag teljast til nauðsynja á hverju heimili. Þær lækkanir munu ekki síst koma sér vel hjá þeim sem eru að stofna heimili og standa í íbúðarkaupum. Þess vegna munu þeir vera margir sem fagna þessum tollalækknum, ekki síður en lækkun beinu skattanna. Hvort tveggja þýðir þetta verulega hagsbót í raun fyrir heimilin í landinu. Tekst þessi tilraun? Þessar ráðstafanir allar eru merkilegt nýmæli og athyglisverð tilraun í íslenskum efnahagsmálum. Þær minna á stefnuna á viðreisnar- árunum, sem enn er til vitnað. En það hefur verið rækilega undirstrik- að af samningsaðilum og formönn- um stjómarflokkanna að hér er um tilraun að ræða, sem enn er ekki vitað hvemig takast muni. Það ræðst ekki síst af því hvem þátt fyrirtækin í landinu munu eiga í því að halda verðlagi í skefjum miðað við óbreytt gengi á næstunni. Þar skiptir einnig sköpum hve vel ríkisstjóminni tekst að hafa hemil á verðlagi opinberrar þjónustu. Þar hefur verðið nú þegar í heild verið lækkað um 7% og vegur þar einna þyngst 20% lækkun á raforkuverði og lækkun á verði olíu og bensíns. Mestu máli skiptir þó það breytta hugarfar, sem að baki þessum samningum liggur og það rækifæri sem ríkisstjómin hefur fengið til þess að framkvæma þá stefnu, sem hún í upphafí markaði. Það er tækifæri sem vart mun bjóðast öðru sinni. Höfundur er einn af aJþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjaneskjördæmi. Um landbúnað eftir Kalman Stefánsson Að undanfömu hefur verið venju fremur mikið rætt um málefni land- búnaðarins. Valda því einkum sögu- erfiðleikar á afurðum hans, sem brugðist hefur verið við með skipt- ingu milli bænda á rétti til að fram- leiða mjólk og sláturafurðir. Fer þá sem verða vill, að ýmsir una þeim höftum sem á framleiðslu þeirra em sett illa og reyna að knýja fram aukinn framleiðslurétt sértil handa. Þetta hefur tekist í þeim mæli, að þeir sem treystu því að með því að skerða framleiðslu sína, eftir því sem óskað var eftir, væru þeir öruggir með að halda rétti til þeirrar minnkuðu framleiðslu, verða nú að horfast í augu við enn frekari fram- leiðsluskerðingu. Hætt er við, að mörgum smábóndanum reynist erfítt að komast af með enn minnk- andi framleiðslu og verði þeir því að gefast upp á búskapnum að öllu óbreyttu og ganga frá eigum sínum fyrir lítið verð. Nú er það að sjálfsögðu spuming um stefriu í stjómmálum hvort leit- „Nú er það að sjálf- sögðu spurning um stefnu í stjórnmálum hvort leitast eigi við að halda núverandi byggð í landinu eða ekki.“ ast á við að halda núverandi byggð i landinu eða ekki. Það hefur verið yfírlýst stefna allra ríkisstjóma hér á landi, en getur að sjálfsögðu verið umdeilanlegt markmið. Aðferðin sem notuð hefur verið til að leitast við að halda sveitum landsins í byggð hefur verið að ákveða með lögum að meðalbóndinn skyldi hafa verkamannslaun. Vegna núverandi söluerfíðleika er rétt að gera sér grein fyrir því, að þetta lagaákvæði er framleiðsluhvetjandi, þar sem það hefur leitt til þess að bændur hafa verið í stöðugu kapphlaupi hver við annan um að framleiða sem mest. Meðan þjóðfélagið óskaði eftir því að framleiðsla á afurðum landbúnaðarins ykist, voru rök fyrir þessari stefnu, þó hún hefði þá alvarlegu vankanta, að hið tilbúna verð sem þjóðin greiddi fyrir þessa vöru, rann að stærstum hluta til þeirra sem síst þurftu þess, þ.e.a.s. greitt er mest til þeirra sem mest framleiða og stærst hafa búin. Þessi stefna hefur því aldrei verið smá- bændum til bjargar, en gert margan stórbóndann vel efnaðan. Nú er að vísu ekki ástæða til að amast við því, að menn komist vel af, en spyija má, hvort rétt sé, að byrðar sem þjóðfélagið tekur á sig, til að tryggja að bændur hafí sem heild til jafnaðar meðallaun verkamanna og iðnaðarmanna, skuli ekki jafn- framt verða til tekjujöfnunar meðal þeirra innbyrðis. Sú stefna sem fylgt hefur verið, hefur eins og áður er getið verið framleiðsluhvetjandi, þegar markmiðið er orðið það að draga úr framleiðslu, er enn frekari ástæða til að skoða þessa stefnu Kalman Stefánsson upp á nýtt og athuga hvort ekki þurfí að breyta henni. í lýðræðisþjóðfélagi er sú leið til að stjóma heppileg, að láta það sem borgar sig fyrir þjóðfélagið einnig borga sig fyrir þegnana. Að því gefnu, að þjóðfélagið vilji enn að landið sé í byggð og rétt sé, að bændur hafí til jafnaðar verkamannslaunum mætti hugsa sér að framkvæmd slíkrar stefnu yrði með þeim hætti að horfíð yrði frá því að ákveða bændum sem heild það verð fyrir afurðir sínar sem duga skal til þess að meðal- bóndinn hafi þessi laun út úr sölu á afurðum stéttarinnar, en heldur yrði verðið ákveðið mun lægra og mismunurinn jafnaður með beinum greiðslum úr ríkissjóði, sem yrðu formaðar sem láglaunabætur. Þetta kann að virðast nokkuð róttæk hugmynd en líklegt er að með henni næðist það markmið að verulega drægi úr framleiðslu landbúnaðar- ins og jafnframt yrðu kjör stéttar- innar jöfnuð mjög verulega, sem verður að telja mikla þjóðfélagslega nauðsyn. Að jafnaði er rétt að menn hafí þann arð af eigum sínum, sem þeir geta löglega fengið. Hins vegar er ekki rétt að sú aðstoð sem þjóð- félagið leggur til að jafna kjör bænda miðað við aðrar stéttir, renni mest til þeirra sem mest hafa fyrir. Og þegar skipulag framleiðslumála landbúnaðarins er orðið þann veg, að menn eiga lifibrauð sitt algerlega undir einhveijum nefndum misrétt- látum eins og gengur, er kominn tími til að leita nýrra leiða, sem bæði gætu tryggt neytendum veru- lega ódýrari mjólkur- og kjötvörur og einnig stuðla að því að halda sveitum landsins í byggð. Höfundur er bóndi íKalmans- tungu í Borgarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.