Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR12. MARZ1986
Börn og eitur
í heimahúsum
eftirAtla
Dagbjartsson
Á undanförnum vikum hefír verið
fjallað nokkuð um slys í heimahús-
um á síðum dagblaða og í útvarpi.
Komið hefir fram að í það minnsta
þriðjungur smábarna á aldrinum
1-4 ára þarf árlega á að halda
læknismeðferð eða ráðgjöf vegna
einhverskonar slysa eða meiðsla.
Flest þessara atvika verða á heimil-
um barnanna. Algengast er að um
sé að ræða fall eða árekstur, en
því næst koma ýmiskonar eitranir.
Það er ótrúlegt en engu að síður
staðreynd, að á nútíma heimili úir
og grúir af eiturefnum, sem eru svo
hættuleg smábömum, að ef bömin
neyta of mikils magns af efnunum,
þá deyja þau.
Á síðustu vikum hefir Slysa-
vamafélag Íslands látið bera inn á
hvert heimili í landinu bækling um
eiturefni heimilisins, til þess að
reyna að vekja okkur til umhugsun-
ar um þær hættur sem hlaðist hafa
upp á heimilunum án þess að við
höfum gefíð þeim gaum. í þessum
gagnlega bæklingi er að finna
upplýsingar um mörg hættuleg efni,
og ennfremur lyf, sem stundum
liggja á glámbekk á heimilum,
freistandi eins og sælgæti og geta
á svipstundu breyst í eitur í litlum
bamslíkama.
Lítum nú nánar á það hvemig
þessi efni skaða líffæri bamanna.
Það gerist einkum á þrennan máta.
1) Skemmdir við inntöku.
í fýrsta lagi geta efni skemmt
líffæri, sem þau komast í snertingu
við, þegar þau em tekin inn, til
dæmis sýra eða lútur, sem brenna
slímhúðir munnhols og vélinda. Ef
bamið hefir rennt niður slíku efni
á að sjálfsögðu ekki að láta bamið
æla efninu upp aftur, sem gæti jú
valdið enn meiri skaða. Ýmsar loft-
tegundir geta valdið skemmdum á
slímhúð öndunarveganna t.d. klór
og skyldar lofttegundir. Afleiðingin
verður bjúgur í loftvegunum og
andnauð. Mörg dæmi em um að
eitraðar lofttegundir frásogist úr
lungum inn í blóðið, berist síðan til
viðkvæmra líffæra og valdi þar
skaða. „Sniff", sem veldur lifrar-
og heilafmmuskemmdum, er dæmi
um þetta. Olíur valda miklum skaða
ef þær komast niður í lungu. Þær
frásogast ekki eða mjög seint úr
lungunum og geta þakið lungna-
blöðmmar að innan þannig að loft-
skipti geta ekki farið fram á milli
loftsins í lungnablöðmnum og
blóðsins í lungnaháræðunum. Þegar
frá líður verður síðan heiftarleg
lungnabólga vegna olíunnar. Það á
því ekki að láta böm kasta upp olíu
t.d. lampaolíu, bónolíu, smurolíu,
eða efnum, sem leyst em upp í olíu,
sérlega ef þau em orðin sljó eða
em í andnauð, því að við það er
ætíð hætta á að meiri olía hrökkvi.
ofan í þau.
2) Skemmdir eftir frásog.
Þegar efnin hafa frásogast inn í
blóðið úr lungum eða meltingarvegi,
berast þau til líffæranna og geta
Atli Dagbjartsson
„í áðurnefndum bækl-
ingi Slysavarnafélags-
ins er að finna upplýs-
ingar um það hvernig
bregðast á við í hverju
einstöku tilviki, ef börn
hafa slysast til að taka
inn eiturefni.“
þar valdið frumudauða. Heili, blóð-
mergur, hjarta lifur og ným hafa
mjög sérhæfðar fmmur, sem em
viðkvæmar fyrir eiturefnum. Þessi
sömu líffæri em einnig mjög næm
fyrir súrefnisskorti. Fmmur þeirra
deyja, ef þær fá ekki nægilegt súr-
efni til þess að viðhalda bmna til
orkumyndunar. Það er m.a. á þenn-
an máta, sem geðlyfín og svefnlyfin
valda skaða, miðtaugakerfíð sljóvg-
ast svo að viðkomandi hættir að
anda nægilega vel, blóðið verður
undirmettað af súrefni, sem berst
þá í of litiu magni til líffæranna.
3) Skemmdir við niðurbrot og
útskilnað.
í þeim líffæmm sem efni em
brotin niður í smærri eindir og út-
skilin úr líkamanum verður þéttni
þeirra mikil. Ným og lifur em líf-
færin sem sjá um niðurbrot og út-
skilnað flestra eiturefna. Við flestar
meiriháttar eitranir er því tiltölu-
lega algengt að fá fram einkenni
um lifrar- eða nýmaskemmdir
nokkmm dögum eða jafnvel vikum
eftir inntöku eitursins. Þetta verður
oft til þess að sjúkrahúsvistin verð-
ur lengri en frískleiki bamsins gefur
tilefni til.
í áðumefndum bæklingi Slysa-
vamafélagsins er að finna upplýs-
ingar um það hvemig bregðast á
við í hveiju einstöku tilviki, ef böm
hafa slysast til að taka inn eitur-
efni. Það er hinsvegar alltaf ömgg-
ara að byrgja bmnninn áður en
bamið dettur ofan í hann. Látum
þess vegna af því verða að koma
mögulegum eiturefnum og lyfjum
heimilisins á ömggan stað, þar sem
þau geta ekki orðið á vegi bam-
anna.
Höfundur er aérfræðingur í
barnaiækningum og formaður
Félags íslenskra bamaiækna.
Helgi Óskarsson í annarri dvöl sinni á sjúkrahúsi prófessors Iliazarovs í Kúrgan i A-Síberíu, er
lærleggir hans voru lengdir um 12 sm. EF myndin prentast vel sést greinilega sá útbúnaður sem
notaður er við lenginguna.
Lenging beina í útlimum:
Eftirmeðferðin
skiptir meginmáli
0
- segir Oskar Emarsson
ÞAÐ VAR í april 1982 að þrett-
án ára piltur, Helgi Óskarsson,
hélt utan til Kurgan i Siberíu
til meðferðar hjá sérfræðing-
um sem lengja fólk, í þeirra
orða bókstaflegu merkingu.
Þessi fyrsta Síberuvist Helga
stóð í ellefu stranga mánuði og
fól í sér lífsreynslu sem enginn
Norðurlanda- né Norður-
Evrópubúi hafði gengið i gegn-
um áður. Leggir beggja fóta
voru lengdir um nálægt 18 sm.
Síðan hélt Helgi heim og dvaldi
hérlendis um eins árs skeið í eftir-
meðferð og sérstakri þjálfun hjá
heilsuræktarstöðinni Orkubót. í
febrúar 1984 heldur Helgi í annað
sinn í hendur prófessors Uiazarov
í Kurgan. Og nú er hafist handa
um að lengja lærleggi piltsins.
Þeir em lengdir um nálægt 12
sm. Jafnframt er réttur neðsti
hluti mjóhryggjar, sem þýðir
tveggja sm lengingu til viðbótar.
Helgi Óskarsson sem var 114 sm
á hæð er hann hélt í fyrra sinnið
utan, hefur nú náð 149 sm hæð.
Það er árangur sem fór fram úr
bestu draumum hans. En hann
kostaði líka langa meðferð og
stranga, sársaukafulla þjálfun
dag hvem, sem jafngilti ftillum
vinnudegi að tímalengd.
Það er Óskar Einarsson, faðir
Helga, sem fór með honum í
austurveg, er segir frá. Hann fór
enn með Helga hina þriðju ferðina
í október sl. Áður hafði Helgi
verið í aðgerð á mjöðm hjá Gunn-
ari Þór Jónssyni, lækni á Borg-
Óskar Einarsson, faðir Helga,
aðstoðar við þjálfun lítillar
stúlku sem gengið hefur í
gegnum lengingu fótleggja.
arspítala, og fjögurra mánaða
æfingum á Grensásdeild. Að
þessu sinni gekk vistin ytra í
stöðugar æfingar, stranga þjálfun
sem stóð frá því klukkan níu ár-
degis til fímm síðdegis, með hléum
til næringar. Þegar Helgi fór utan
í þriðja sinnið gekk hann við tvo
stafí. Hann hefur nú lagt þá til
hliðar. Þjálfunin gekk út á það
að byggja upp vöðva á leggjum
og lærum.
Næsta aðgerð og þrekraun sem
Helgi Óskarsson gengur í gegnum
er lenging á beinum upphand-
leggja, sem ráðgerð er 10 sm.
Ekki þótti ráðlegt að leggja í þá
aðgerð nú eftir þá ströngu þjálfun
sem nýafstaðin er. Sú tækni sem
prófessor Iliazarov viðhefur við
lengingu beina í útlimum, er í
senn nýtt landnám í læknisfræði
og nánast „kraftaverk" í augum
þeirra er njóta, segjf- Óskar Ein-
arsson, en eftirmeðferðin, sú
stranga þjálfun er fylgir skiptir
meginmáli um endanlegan árang-
ur. Þar reynir fyrst og síðast á
þann sem í gegnum þjálfunina
gengur, þrek hans, þor og sálar-
styrk. í því efni hefur Helgi
Óskarsson sýnt hetjulund.
Helgi er nú hér heima og á að
hvflast, jafnhliða því að halda við
tilteknum æfíngum, meðal annars
daglegu stundi í laug Grensás-
deildar. Eftir hæfílega hvíld, eitt
til eitt og hálft ár, fer hann enn
utan, ef allt gengur eftir áætlun
og nú í lengingu beina í upp-
handleggjum. Það er síðasti
áfanginn á erfíðri vegferð sem
vonandi breytir lífi viðkomandi til
hins betra á marga vegu.
Óskar Einarsson, faðir Helga,
sagði blaðamanni frá fleiri að-
gerðum í sjúkrahúsi prófessors
Uiazarovs í Kurgan í Síberíu. í
þá frásögn vafði hann eigin hug-
myndum um líkur og möguleika
á hliðstæðri læknisþjónustu hér
heima. Sú frásögn birtist hér í
blaðinu innan skamms.
Frá búnaðarþingi:
Varað við breytingum á grundval lar skipulagi
BÚNAÐARÞING varaði við fljót-
fæmislegri breytingu á gmnd-
vallarskipulagi landbúnaðarins
og taldi að slíkar breytingar
þyrfti að undirbyggja vel og
tryggja að þær verði til bóta.
Benti þingið á nokkur atriði sem
meðal annars þyrfti að hafa i
huga við nánari umfjöllun þess-
ara mála og fól milliþinganefnd
um félagskerfi landbúnaðarins
sem starfað hefur frá síðasta
búnaðarþingi að starfa áfram og
skila áliti til næsta búnaðarþings.
Búnaðarþing benti á eftirfarandi
atriði í þessu sambandi: 1) Huga
þarf að náinni samvinnu þeirra
stofnana, sem vinna að einstökum
málaflokkum sem landbúnaðinn
varða, svo sem framleiðslumálum,
lánamálum, leiðbeiningum og rann-
sóknum. 2) Efla þarf hagnýta til-
raunastarfsemi og, að niðurstöður
nái sem best til bænda. 3) Skil-
greina þarf betur stöðu búgreinafé-
laga og með hvaða hætti þau falli
best inn í félagskerfíð. Benda má
á, að með nýjum samþykktum
Stéttarsambands bænda var sér-
greinafélögunum gefin bein aðild
að sambandinu. 4) Efla fræðslu á
sviði nýrra búgreina og leita sam-
vinnu við bændaskólana þar um.
I ályktun búnaðarþings kemur
fram að nokkuð skiptar skoðanir
eru um það hverra og hve mikilla
breytinga sé þörf til að mæta nýjum
aðstæðum í framleiðslumálum og
aukinni verkaskiptingu innan
bændastéttarinnar. Fyrir þingið var
lagt álit milliþinganefndar um fé-
lagskerfí landbúnaðarins og kom
skoðanaágreiningurinn þar skýrt
fram. Annars vegar eru sjónarmið
búgreinafélaganna sem vilja veru-
legar breytingar á skipulaginu,
meðal annars að leiðbeiningaþjón-
ustan verði á vegum sérgreinafélag-
anna til að tryggja eðliiegt og
nauðsynlegt samstarf á milli leið-
beinandans og þeirra sem hann á
að starfa fyrir.
Fram kemur að búnaðarsam-
böndin telja leiðbeiningaþjónustuna
víða í allgóðu lagi, sérstaklega hvað
búfjárræktina varðar og núverandi
fyrirkomulag og félagsform hindri
ekki þá þróun sem verða þurfí á
þessu sviði.
í áliti milliþinganefndarinnar
kemur fram að nefndin telur að
leiðbeiningaþjónustan eigi að vera
með svipuðu sniði og verið hefur
og að hún verði áfram undir yfír-
stjóm Búnaðarfélags íslands. Þá
verði yfirstjóm rannsókna- og til-
raunastarfseminnar áfram í hönd-
um stjómar RALA. Þá kemur
nefndin fram með hugmyndir um
aukið samstarf eða tengsl þeirra
stofnana sem vinna að einstökum
málaflokkum er varða landbúnað-
inn. Ekki eru þar þó viðraðar beinar
tillögur um sameiningu stofnana
eða sameiginlega yfírstjóm stofn-
ana landbúnaðarins.