Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.03.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986 Hrikaleiki Horabjargs lætur engan ósnortinn. í ferð með varðskipinu Ægi tækin. Siglingarhraði og tímalengd á milli staða er ekki gefið upp þegar varðskip á í hlut, en eftir fárra tíma ísafirði, 26. febrúar. Dagskipun fréttastjóra var að fara með varðskipi til Hora- bjargsvita og Galtarvita og vera tilbúinn þegar gæslan léti vita. Skilaboðin komu svo um að varð- skip lægi út á Prestabugtinni tilbúið að létta. Örfáum minútum síðar var ég lagður af stað með gúmmíbát skipsins, sem hlaðinn var varaingi fyrir vitafólkið. fs- hrafl var í Sundunum, en stjóra- andi bátsins mjakaði bátnum með gætni I gegn og innan stundar vorum við komnir að hlið varð- skipsins Ægis, sem var að létta akkerum. í brúnni stóðu skipherra Ólafur Valur Sigurðsson og 1. stýrimaður Friðgeir Olgeirsson, skipið jók ferð- ina, þegar út úr Skutulsfírðinum kom var stefnan tekin á Rit, skip- herra gaf fyrirmæli um siglingu að næsta áfanga og hvarf síðan af vettvangi, en 1. stýrimaður tók við. En bátsmaður stóð vörð við stjóm- siglingu var siglt inn á leguna í Látravík þar sem Hombjargsviti er og þar varpað akkemm. Fréttarit- Brottför undirbúin {náttmyrkri í fjörunni við Galtarvita. Blessaður gaman að sjá þig aftur. Ragnar vitavörður og Friðgeir 1. stýrimaður takast í hendur. Mæðgunum á Horabjargsvita þótti ósköp gott að fá konu í heimsókn. Þær höfðu um nóg að ræða þá stuttu stund sem við stóðum við. Hjónin á Galtarvita Jóna Benediktsdóttir og Henry Bæringsson ásamt dætrunum Kristínu Þóru og Guðnýju Hörpu. arinn og bryti skipsins, sem í þess- ari ferð var ung stúlka úr Reykja- vík, Þóra Davíðsdóttir, fengu far með fyrstu ferðinni í land, en upp- gangurinn úr flömnni og upp á bakkann þar sem vitinn stendur var tepptur vegna klakabanda og varð að bíða eftir ísöxi og jöklabúnaði frá borði, sem einn hásetinn, félagi í hjálparsveit skáta, notaði til að höggva þrep í klakavegginn. Skipveijar og vitavörðurinn á Hombjargsvita, Ragnar J. Halld- órsson, gengu í að koma vömnum upp úr fjörunni og bera hann til bæjar. Á meðan spjölluðum við við hina íbúa vitans, Álfhildi Benedikts- dóttur, aðstoðarvitavörð og hús- freyju og böm þeirra hjóna, Halldór, Bjama Rafn og Guðrúnu Hildi. En eins og alþjóð veit eftir þáttinn „Á iiðandi stundu" þá sóttu þau hjónin „Það var hér sem Ingólfur steig á land“ — segja stj’órnarmeðlimir félagsins „í grófinni“ STOFNAÐ hefur verið félagið „í Grófinni". Félagssvæðið nær yfir Aðalstræti, hluta af Vest- urgötu, Tryggvagötu og Hafn- arstræti. Aðilar að félaginu geta allir orðið sem stunda atvinnurekstur eða aðra starf- semi á svæðinu, en meðal markmiða félagsins er að vekja athygli á sögu, menningar- og athafnalífi svæðisins, efla mannlif og stuðla að fögru umhverfi i samráði við Borgar- skipulag. - • Félagiðvar stofnað-20. febrúar •csl.' af-20 verslunum, fyrirtækjum og eigendufh fasteigna, að fmm- kvæði 'Einars Egilssonar. Fimm manna stjóm hefur verið kosin og eiga sæti í henni Haraldur Theodórsson frá versluninni Geysi, en hann er jafnframt for- maður, Gerður Hjórleifsdóttir frá íslenskum heimilisiðnaði, Kolbrún Björgólfsdóttir frá Koggu, Wemer Rasmusson frá Ingólfs Apóteki og Þórður Þórisson frá SS matar- deild. Á fundi með stjórn félagsins kom fram áhugi á að vekja þetta svæði aftur til vegs og virðingar, en það mun hafa verið í Grófínni sem Ingólfur Amarson steig á land með íöraneyti'sfnu. Segja má að raíðpunktur Reykjavíkur sé þar sem gamla' GrÖfín var og svaeðiðraái yfírkjama kaupstaðar- ins 1786. Þarér að fínna elstu verslunarlóð Reykjavíkur " og svæðið hefur að 'geyma tveggja alda sögu þjóðlífs og atvinnumála Reykjavíkurkaupstaðar. Stjóm félagsins í Gróflnni. Frá vinstri Weraer Rasmusson frá Ingólfs Apóteki, Gerður HjÖrleifs- dóttir frá íslenskum heimilisiðnaði, Haraldur Theodórsson frá Versl. Geysi, Þórður Þórisson frá SS matardeild, Kolbrún Björgólfsdóttir frá Koggu og Einar Egilsson framkvæmdastjóri félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.