Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ 1986
25
AfvSImamynd.
Duvalier í ótlegð
Jean Claude Duvalier, fyrrum forseti Haiti, ásamt konu sinni og einu barna þeirra á verönd hins
nýja útlegðarheimilis þeirra í hæðunum nærri þorpinu Grasse á frönsku Rivierunni.
Ray Milland látinn
Kalif orníu, 11. mars. AP.
Kvikmyndaleikarinn Ray Mil-
land er látinn. Hann lést í dag,
mánudag, úr krabbameini, 78 ára
að aldri. Hann lék í um 150 kvik-
myndum og hlaut Óskarsverð-
launin fyrir leik sinn í myndinni
„The Lost Weekend", árið 1945,
þar sem hann lék drykkfelldan
rithöfund.
Milland fæddist 3. janúar 1908
í Wales, sonur eftirlitsmanns í stál-
vinnslu. Ray Milland var sviðsnafn
hans, en réttu nafni hét hann
Reginald Truscott-Jones. Hann
eignaðist eina dóttur bama og lifír
kona hans hann.
Milland lék allt fram á síðustu
ár. Meðal þekktra mynda hans má
nefna Hitchcock myndina, „Dial M
for Murder" og „Love Story“ og
framhald þeirra myndar, ep þar lék
hann föður aðalsöguhetjunnar. Þá
leikstýrði hann einnig nokkrum
myndum.
Of saveður í
þremur fylkium
New York, 11. mars. AP.
HVIRFILBYLJIR og vindar fóru
með allt að 145 km. vindhraða
yfir fylkin Indiana, Kentucky og
Ohio í Bandarikjunum á mánu-
dag með þeim afleiðingum að
a.m.k. fimm manns fórust og
sjötíu slösuðust.
Bandaríska veðurstofan sagði að
21 hvirfilbylur hefði geysað og
a.m.k. fimmtán haft viðkomu í
Indiana.
Mörg þúsund manns sátu uppi
rafmagnslausar vegna veðurofsans
og tugir flugvéla á flugvellinum í
Cinncinnati í Ohio eyðilögðust.
Bóndi nokkur í Kentucky ætlaði
að halda þaki hlöðu sinnar niðri
með keðju og lést þegar þakið fauk
af. Feyktist maðurinn 24 metra í
keðjunni.
Bretland:
Bæj ar slj ór nar mönnum
bannað að gegna opin-
beru starf i næstu 5 ár
London, 11. mars. AP.
DÓMSTÓLL í London bannaði á
fimmtudag áttatíu og einum
bæjarstjórnarmanni, sem allir
eru í breska Verkamannaflokkn-
um, að sitja í opinberu embætti
næstu fimm ár. Þessi dómur var
felldur vegna þess að hlutaðeig-
andi aðiljar neituðu að setja á
eignarskatt.
Dómaramir þrír, sem dæmdu í
málinu, höfnuðu einnig áfrýjun um
að fellt yrði niður aukagjald að
andvirði 230 þúsund sterlings-
punda, sem endurskoðendur sögðu
að bæjarstjómarmennimir ættu að
greiða úr eigin vasa til að standa
straum af kostnaði vegna tafar á
álagningu eignaskattsins.
Umræddir menn sitja í bæjar-
stjóm Lambeth hverfis í London og
bæjarstjóm Liverpool. Þeir neituðu
að hlýða fyrirskipunum ríkisstjóm-
ar Margrétar Thatcher um að lækka
eignaskatt niður fyrir mörk, sem
sett vom með nýrri löggjöf.
Bæjar- og sveitastjómir á Bret-
landi afla rekstrarfjár með inn-
heimtu eignaskatts og fá einnig
fjárframlög frá stjóminni. Lögum
samkvæmt eiga þær að setja eigna-
skatt árlega.
Ríkisstjómin hélt því fram að
eignaskattur væri of hár víða um
Bretland og væri húseigendum og
umsýslumönnum of þung byrði.
Uppreisnarmennimir vom ekki
sammála og til að sýna andstöðu
sína ákváðu þeir að setja ekki á
eignaskatt. Þeir vonuðust til að
geta þvingað stjómina til að koma
til fjárhagslegrar hjálpar ef bæjar-
stjómimar yrðu gjaldþrota. Áður
en svo fór felldu aðrir bæjarstjóm-
armenn uppreisnarmennina með
atkvæðum sínum og að lokum var
settur á eignaskattur í Lambeth og
Liverpool.
Dómaramir sögðu að hinir
ákærðu hefðu gerst sekir um „vís-
vitandi óstjóm" er þeir vanræktu
að setja á eignaskatt 1. apríl á síð-
asta ári.
Mennimir áttatíu og einn hafa
tuttugu og átta daga til að áfrýja
dóminum, sem einnig kvað á um
að þeir ættu að greiða fjögur hundr-
uð þúsund sterlingspund í máls-
kostnað ofan á viðbótarsektina.
Einn þeirra, sem vom dæmdir,
er Derek Hatton, varaformaður
bæjarstjómarinnar í Liverpool.
Hann á á hættu að verða rekinn úr
Verkamannaflokknum fyrir að vera
í fygjum við harðlínuhóp vinstri
manna, sem nefnir sig „Militant
Tendency". Hann sagði eftir að
dómurinn var kveðinn upp að upp-
reisnarmennimir hefðu verið sekir
fundnir „fyrir að skapa fólki at-
vinnu, reisa hús og halda niðri
leigu".
JacobK.
Javits
látinn
Washington, 11. marz.
JACOB K. Javits fyrrum þing-
maður frá New York er látinn,
á 82. aldursári.
Javits lézt á sjúkrahúsi á Vest-
ur-Pálmaströnd á Flórídaskaga
eftir erfíða sjúkdómslegu. Hann
þjáðist af svokallaðri Lou
Gehrigs-veiki.
Javits var þingmaður í fulltrúa-
deildinni frá 1947 til 1955 og
öldungadeildarmaður frá 1957 til
1981. Hann var saksóknari New
York ríkis 1955 til 1957.
Javits var mikill áhrifamaður á
sviði utanríkismála, en einnig lét
hann félagsmál mikið til sín taka.
Jacob K. Javits
Hann átti við alvarleg veikindi að
stríða um árabil; var bundinn við
hjólastól og varð að styðjast við
öndunarvél.
Artemis
FERMINGAR-
NÁTTKJÓLAR
léttir og nýtískulegir náttkjólar.
Margir litir - mikið úrval.
k Náttfatnaður fyrir allan aldur.
uœsmewian
Glæsibæ Z/
Álfheimum 74 s: 33355
COMBI CAMP hefur góöa lokun á
öllum samskeytum vagns og tjalds
er eykur enn á notagildi við erfið
skilyrði.
COMBI CAMP er rúmur og þægilegur
fjölskylduvagn er hentar vel til ferða-
laga hvar sem er.
COMBI CAMP er á hagstæðu verði
og kjörum. Hafið samband. Sjón er
sögu rikari.
COMBI CAMP er lausnin aö vel-
heppnuöu sumarleyfi, veiðiferð eða
heimsókn til fjarstaddra vina og
vandamanna.
COMBI CAMP er ein fljótlegasta
lausnin á tjöldun er býðst. Aðeins 15
COMBI CAMP hefur trógólf í svefn-
og íverurými er dregur úr jarðkulda
og raka.
Benco hf
Bolholti 4. Simi: 91-21945.