Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR12. MARZ1986 Hver mun stjóma Frakklaudi eftir þingkosningarnar 16. mars? eftir Torfa H. Tulinius Hér í Frakklandi efast nú fáir um að stjómarandstaðan nái meirihluta atkvæða i kosningun- um á sunnudaginn kemur. Laug- ardaginn 8. mars komu út síðustu skoðanakannanir sem birta má fyrir kjördag, en þær benda eindregið til þess að stjóraarand- stöðuflokkarnir þrír, RPR, flokkur Gaullista undir stjórn Jacques Chirac, UDF, flokkur Giscard D’Estaing fyrrverandi forseta, og Front National, hægri öfgaflokkur, hljóti samanlagt um 54% atkvæða. Þó svo að vinstri flokkarnir hafi heldur bætt stöðu sina á undanföraum vikum, eink- um Sósíalistaflokkurinn sem nú situr einn að völdum, er fátt sem bendir til þess að samanlagður atkvæðafiöldi þeirra verði meiri en 44%. I rauninni er þetta sú útkoma sem flestir hafa búist við síðan kosningabaráttan hófst, nema ef vera skyldi að fylgi sós- ialista hefur talsvert aukist á undanförnum vikum og þeir munu þess vegna hafa áfram stærsta þingflokkinn. Tvískipt f ramkvæmdavald Eina sem gæti breytt útkomunni sem skoðanakannanimar gefa til kynna er frammistaða núverandi stjómar í máli frönsku gíslanna i Beirút, en ómögulegt er að segja fyrir um áhrifin sem þau kunna að hafa. Á hinn bóginn er ýmislegt annað spennandi við þessar kosning- ar. í því sambandi ber fyrst og fremst að nefna að sigri stjómarand- staðan verður hið tvískipta fram- kvæmdavald sem gert er ráð fyrir í stjómarskrá franska lýðveldisins í fyrsta skipti ekki í höndum eins skoðanahóps í stjómmálum. Forsæt- isráðherra sem fer með fram- kvæmdavald í umboði þingsins og ætti samkvæmt því að veljast úr röðum hægri manna eftir kosningar, mun þurfa að starfa með vinstrisinn- uðum forseta sem fer með hluta framkvæmdavaldsins. Forsetinn er þjóðkjörinn og kjörtímabil hans rennur út eftir tvö ár. Þetta er hin fræga „sambúð" hægri og vinstri á vaidastólunum sem hefur verið á allra vöram á síðustu mánuðum og sem hefur valdið frönskum stjóm- málamönnum heilabrotum og hugar- angri. Stjómarskrá fímmta lýðveld- isins, sem var sniðin að þörfum de Gaulle á sínum tíma, er afar óljós hvað varðar verkaskiptingu forseta og forsætisráðherra. Forsetinn velur forsætisráðherrann en sá sem verður fyrir valinu þarf að njóta stuðnings meirihluta þingmanna til að geta stjómað. Fram að þessu hefur aldrei reynt á þennan veikleika í stjómarskránni því forsetinn hefur alltaf verið leið- togi þingmeirihluta og ekki þurft að hafa áhyggjur af að þingið hafnaði þeim forsætisráðherra sem hann tilnefndi. Hægri og vinstri í „sambúð" Raunar hefur Jacques Chirac, núverandi borgarstjóri Parísar og leiðtogi Gaullista, gert tilkall til starfsins. Jafnframt því hefur hann lýst yfir því að hann ætli sér að framfylgja stefnu sinni hvað svo sem forsetanum kunni að fínnast. Þar með ætlast hann til af Mitterrand að hann takmarki umsvif sín til muna. Hinn síðamefndi hefur hins vegar lýst yfir því að hann vilji vemda það sem hefur áunnist í stjómartíð flokks hans, einkum á sviði utanríkis- og félagsmála. Þar sem forsetinn getur gert ríkisstjóm- inni erfitt fyrir með því að neita að undirrita lögin er óneitanlega tals- verð hætta á stjómarkreppu. Mitterrand er annálaður bragða- refur í stjómmálum og margir telja að hann muni reyna að vemda vald- svið sitt með öðram hætti. Komið hefur til tals að hann velji til forsæt- isráðherraembættisins einhvem minni spámann úr röðum hægri manna. Sá myndi fallast á að eftir- láta forsetanum ákveðin völd, t.d. i utanríkismálum, gegn þvf að hreppa stólinn. Þingmenn tilvonandi meiri- hlutans myndu tæpast geta hafnað manni úr eigin hóp, þó svo það væri ekki leiðtogi stærsta fiokksins, og sérstaklega ef hann værí einnig virtur stjómmálamaður með reynslu af því að fara með völdin. Einkum hafa tveir verið nefndir f þessu sambandi, Valery Giscard D’Esta- ing, fyrrverandi forseti og Jacques Chaban Delmas sem var forsætis- ráðherra Georges Pompidou á sfnum tíma. Ólíklegt er talið að þeir hafni ef Mitterrand byður þeim embættið. Á Mitterrand að víkja? Ýmsir hafa hvatt Mitterrand til að segja af sér tapi vinstrimenn í kosningunum. Þar ber mest á Raym- ond Barre fyrrverandi forsætisráð- herra sem nýtur mikillar hylli um þessar mundir sem væntanlegur forsetaframbjóðandi. Hann er á þeirri skoðun að yfirvofandi sigur stjómarandstöðunnar sé dómur Francois Mitterrand þjóðarinnar yfir stjómarstefnu Mit- terrands og því eigi hann að víkja, sérstaklega þar sem hann hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttu sósíalista. Á móti segja forsetinn.og stuðningsmenn hans að enginn ástæða sé fyrir því að maður úr stærsta stjómmálaflokknum verði ekki áfram forseti. Nýleg skoðanakönnun gefur til kynna að meirihluti þjóðarinnar æskir þess að Mitterrand sitji áfram í forsetastólnum og velji sér forsæt- isráðherra. Flestir telja eðlilegast að hann tilnefni leiðtoga stærsta stjóm- arandstöðuflokksins, það er að segja Chirac, en viðurkenna þó að hann hafi fullan rétt á að velja einhvem annan. Jacques Chirac virðist gera sér grein fyrir því að málin geti þróast á þennan hátt og hefur forðast að vera of harðorður í garð Mitterrand. T.d. hefur hann netiað að gera mál frönsku gíslanna í Beirút að kosn- ingamáli. Einnig hefur hann þver- tekið fyrir það að um nokkurt sam- starf geti orðið milli hans og hægri öfgaflokksins Front National og leið- toga hans Jean-Marie le Pen. Þannig hefur hann komið í veg fyrir að hægt væri að væna hann um að hafa samúð með hægri öfgastefnu. Á þennan hátt hefur hann þokast nær miðju í hugum kjósenda og sýnt þeim að sambúð þeirra Mitterrands er ekki eins fráleit og hún gat virst fyrir rúmu ári sfðan. Hægriöfgar Vaxandi fylgi Front National er eitt athyglisverðasta nýmælið í frönskum stjómmálum á sfðustu áram. í kosningunum til Evrópu- þingsins 1984 hlaut flokkur le Pen um 11% atkvæða. Nú virðist fylgi hans hafa staðnæmst í kringum 8%. Þó það sé minna en áður nægir það Jaques Chirac til þess að koma í veg fyrir að núver- andi stjómarandstöðuflokkar fyrir utan kommúnista geti myndað þing- meirihluta án stuðnings hans. Ef kosningasigur þeirra er ekki eins mikill og búist er við verða þeir að velja á milli samstarfs við le Pen eða vera liprari í sambúðinni við Mitter- rand. Ný kosningalög Margir hafa álasað Mitterrand og sósialistum hans fyrir að gera Front National kleift að komast á þing með því að breyta kosningalögunum. Fram að þessu hefur landinu verið skipt niður í einmenningskjördæmi og ef enginn frambjóðenda hefur náð hreinum meirihluta í fyrstu umferð hefur verið kosið um tvo efstu menn í annarri umferð. Alls kyns samningar hafa þá átt sér stað milli hinna ýmsu flokka um hver eigi að styðja hvem í ananrri um- ferð. Heildarútkoman hefuryfirleitt verið á kostnað minni flokkana. Þannig hafa sósíalistar haft hreinan meirihluta á fráfarandi þingi að þeir fengu ekki nema um 40% atkvæða í síðustu þingkosningum. Nýja kosn- ingafyrirkomulagið gerir ráð fyrir listakosningum á grundvelli sýslu- skiptingarínnar. Fjjöldi þingmanna eins flokks frá einni sýslu er miðaður við hlutfall kjósenda hans. Markmið þessara breytingar á kosningalögunum var að þingið endurspeglaði betur en áður vægi hinna ýmsu skoðanahópa f landinu. Hins vegar hefur hún þann ókost að hleypa ýmsum öfgahópum inn á þing og gera hefðbundnu flokkunum erfiðara að mynda starfhæfan meiri- hluta. Hver verður forsætisráðherra? Það er út af þessu síðasta atríði sem ekki er alveg hægt að útiloka að næsti forsætisráðherra Frakk- lands verði aftur valinn úr hópi sósíalista. Ef sigur stjómarandstöð- unnar er ekki eins afgerandi og búast má við, getur henni reynst erfitt að mynda starfhæfa ríkis- stjóm. Til að forða landinu frá stjómleysi, gætu hægri flokkamir séð sig neydda til að samþykkja að minnihlutíistjóm sósíalista sitji að völdum fram að forsetakosningun- um sem eiga að fara fram innan tveggja ára. Biðstaða eða nýtt skeið? Hvað sem verður er ljóst að sunnudaginn 16. mars kemur upp eirskonar biðstaða í frönskum stjómmálum. Forsetakosnmgamar era ofarlega í hugum margra og öllum væntanlegum frambjóðendum er kappsmál að bregðast ekki kjós- endum í þeim. Næsti forseti, hvort sem hann verður hægri eða vinstri maður, mun sennilega leysa upp þingið sem nú er verið að kjósa og efna til nýrra kosninga til að tryggja stjóm sinni starfsfrið. Þá verður þessu tímabili „sambúðar" væntan- lega lokið f bili. Að lokum má bæta þvf við að ekki era allir óánægðir með að vinstri og hægri flokkamir neyðist til að starfa á einhvem hátt san.an á næstu misseram. Það hefur lengi verið einkenni á frönskum stjóm- málum að miðjuflokkar, sem oft gegna lykilhlutverki í öðram löndum, era varla til hér. Þjóðinni hefur verið skipt í tvær næstum jafnar fylking- ar. Hægri og vinstri. Það hefur lengi verið draumur margra (t.d. Giscard og Mitterrand) að sameina þá úr hvoram hóp fyrir sig sem era í reynd sammála um grundvallaratriði í stjómmálum. í þeim hóp væri yfir- gnæfandi meirihluti kjósenda. Ef til vill er þessi draumur að einhveiju leyti að rætast nú þegar forseti úr hópi vinstri manna og forsætisráð- herra af hægri kantinum neyðast til að starfa saman. Ekki sakar að hagstefnan sem sósfalistar hafa rekið undanfarín þijú ár er ekki svo ýlq'a frábragðin þeirri stefnu sem hægri flokkamir ætla sér að fram- fylgja. samkvæmt þeim sem dreymir um að frönsk stjómmál verði ekki lengur svona klofin milli vinstri og hægri, munu þingkosningamar á sunnu- daginn ekki aðeins vera byijunin á skammvinnu millibilsástandi, heldur upphafið að nýju skeiði í frönskum stjómmálum, þar sem hægri og vinstri miðjumenn munu skiptast á að fara með völdin. Höfundur er fréttaritari Morg- unblaðsins íParís. Fermingartilboð Vegna hagstæðra innkaupa og lækkunar á innkaupsverði hráefnis hefur MatborðiA sf ákveðið að láta viðskiptavini sína njóta góðs af. Þess vegna gefum við 5% afslátt Vinnudeila TWA og flugþjónustufólks: Nýliðar ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli New York, U.mars. AP. BANDARÍSKA flugfélagið Trans World Airlines tilkynnti fargjaldalækkun á sunnudag og bætti við nokkrum ferðum í stað þeirra, sem felldar höfðu verið niður. Flugþjónustufólk, sem er f verkfalli, kvað flugvélstjóra virða verkfallið, og mundi það flýta fyrir nýjum viðræðum til lausnar deilunni, sem nú hefur staðið f fimm daga. í gær fór fram yfírheyrsla fyrir alríkisdómstóli f Kansas um þá kröfu flugfélagsins, að bráða- birgðaúrskurður verði kveðinn upp til að neyða um 10.000 félaga í samtökum vélstjóra til að hverfa afturtil vinnu. Á föstudag hafhaði héraðsdómur þessari kröfu flugfélagsins. TWA hefur gripið til þess ráðs að láta um 1.500 nýliða og jafn- marga ófélagsbundna starfsmenn ganga tímabundið inn í störf þeirra, sem eru í verkfalli. TWA vill skera niður laun og fríðindi flugþjónustufólksins um 22% og lengja vinnutíma þess um tvær klukkustundir á viku. Stéttar- félag þess kveðst geta fallist á 15% lækkun vegna flárhagsþrenginga flugfélagsins af völdum aukinnar samkeppni, en hafnar kröfunni um vinnutímalengingu. Tékkóslóvakía: Flóttinn kostaði mannslíf Prag, Tékkóslóvakfu, 2. mars. AP. TVEIR ungir menn reyndu fyrir nokkru að flýja frá Tékkóslóvakíu í vélknúnum flugdreka, en flóttanum lauk með þvi að drekinn hrapaði. Lést annar maðurinn og hinn náðist. Tékkneska blaðið Svoboda skýrði frá þessum atburði en ekki hvenær eða hvar hann hefði gerst. Var sagt, að mennimir, sem báðir voru um þrítugt, hefðu ætlað að komast á vélknúnum flugdrekan- um inn í Austurríki nærri Bmo, en hann hrapaði þegar vír flæktist í hreyfílspöðunum. Slasaðist ann- ar mannanna svo mikið, að hann lést af sárum sfnum í sjúkrahúsi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.