Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ 1986 37 Þorvaldur Axelsson ásamt Hös kuldi Einarssyni og Þóri Gunnarssyni. Stykkishólmur: Berserkjum gefin ný leitarbifreið Gagnlegt öryggismálanámskeið fyrir sjómenn Stykkishólmi, 2. mars. BJORGUNARSVEITIN Berserk- ir hefir um þessar mundir starf- að í 11 ár og starf hennar verið mikið. Margir hafa orðið til að leggja þessari góðu starfsemi lið. Bæði klúbbar og svo hefir hreppsnefnd Stykkishólms stutt starfsemina verulega og kunnað að meta þessa starfsemi. Um áramótin fékk félagið verulega góða bifreið tíl starfseminnar, er þetta Mercedes Bens bifreið árgerð 1973, en alveg ný upp- gerð og í góðu ástandi, tekur 16 manns og er útbúin með drifi á ölhim hjólum, svonefnd fjallabif- reið og er ekki vafi á að hún mun koma að góðum notum og auka um leið starfsgrundvöll sveitarinnar. Nú hefír björgunarsveitin gengist fyrir öryggismálanámskeiði fyrir sjómenn og til þess fengið Slysa- vamafélag íslands í lið með sér og sendi það kunnáttumann Þorvald Axelsson, en hann er erindreki þeirra. Stóð þetta námskeið í 3 daga og var mjög viðamikið og vandað námskeið. Farið var yfír allskonar björgunarstarfsemi, með björgunarbátum og þyrlum og hjálp í viðlögum. Hafði Þorvaldur með sér ýmis hin nýjustu tæki til að sýna skyggnur og svo kvikmyndir. Var sýning og starfsemi björgunarbáta sýnd í höfninni. Aðsókn að þessari ágætu sýningu og björgunar- og öryggismálanámskeiði var mjög sæmileg, en hefði mátt vera betri. Ég fylgdist með þessu námskeiði og var mjög hrifínn af því. Sérstak- lega hversu vel var tekið í gegn hinir minnstu smámunir sem þó geta haft síðan örlagaríkustu áhrif. Hversu þróun björgunarmála er ör og ný og ný tæki bætast og reynsla liðinna ára hefír kennt þeim sem að þessum málum vinna margt. T.d. var mjög rækilega farið yfír leit í misjöftiu veðri og við misjafnar aðstæður, farið yfír notkun blysa og ljósa, talstöðva og neyðarsenda. Farið yfir fyrstu viðbrögð losun björgunarbáta og sýnt hvemig rekakkeri virka og eins mönnum kennt á auðveldan hátt að komast um borð. Ég gat ekki séð annað en þetta námskeið hefði hver einasti sjómaður þurft að sækja. Þá voru í fylgd með Þorvaldi tveir menn, þeir Höskuldur Einars- son úr slökkviliði Reykjavíkur og Þórir Gunnarsson úr slökkviliði Keflavíkurflugvallar. Þeir sýndu ýmsan slökkvibúnað og hvemig ætti að bregðast við eldsvoða og slökkva eld. Sýndu ný tæki og aðferðir enda mikil þróun þessara mála. Kveiktur var eldur og slökkt- ur og einnig var sýnd reykköfun og hvemig best væri að standa að henni. Slökkviliðið í Stykkishólmi var mætt og ræddu komumenn við það og sýndu myndir og leiðbeindu og svöruðu spumingum. Námskeiðið var einnig bóklegt og flutt erindi og fyrirspumir leyfð- ar, rifjuð upp ýmis atvik, ræddir skipsskaðar undanfarinna ár aog sérstaklega rætt um hvemig hefði Sýndur var ýmis slökkvibúnaður mátt afstýra hinum ýmsu slysum. Erindi þessi vom fróðleg og vom björgunarsveitarmenn og þeir sem á þessu námskeiði vom sammála um að námskeiðið hefði komið að miklum notum og svo einnig má geta þess að svona námskeið hafa líka örvandi áhrif á starfíð og hleypa nýju blóði í þá sem að þess- um málum starfa. Það fer ekki á milli mála sagði einn af forystu- mönnum Berserkja mér að nám- skeið sem þessi gera mikið gagn og við stefnum að því að koma líku námskeiði hér á í haust og vonumst þá til að þátttaka verði almenn, því við teljum að þessi fræðsla megi ekki fara framhjá neinum, því maður veit ekkert hvað fram- undan er né hver þarf næst á aðstoð að halda. Hólmarar þakka þessum góðu gestum komuna og vita að gott eitt mun af ferð þeirra leiða. -Árni ORYGGIÐ í fyrirrúmi! Kynningardagur á Selfossi fimmtudaginn 13. marz Skóbúð Selfoss Kl. 14—18 Einstaklingar — Fyrirtæki Komið og kynnið ykkur öryggisvörur okkar díyM J mmi i Skeifan 3h - Sími 82670 Beckers SÆNSKA GCDAMALNINGIN GLÆSILEGT LITAÚRVAL í MÁLNINGU OG LÖKKUM Vörumarkaðurinn hl. ARMULA 1a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.