Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 38
- - • - «»vvi>'»''C<ýw»#^i»)iiw» * - J •- . ^^..-^./•■|V). Jf>^»j^ra-;ri----Ti °i rihnr~~r" tii'ihife^li
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986
Hæstiréttur
eftir Gísla
. Jónsson
Þann 16. desember sl. var í
Hæstarétti kveðinn upp dómur í
málinu Gísli Jónsson (þ.e. greinar-
1 höfundur) gegn Rafveitu Hafnar-
flarðar. Málið fjallaði um rétt hins
almenna raforkunotenda gagnvart
einokunarvaldi rafveitna. Dóminn
sátu 5 hæstaréttardómarar og
mynduðu 4 þeirra meirihluta, sem
staðfesti áfrýjaðan fógetaúrskurð
en sá fimmti, Magnús Thoroddsen,
var með sérálit um að hrinda hinum
áfrýjaða úrskurði. Magnús rök-
studdi sérálit sitt mjög skilmerki-
lega með tilvísun í ótvíræð laga-
ákvæði í orkulögum. Rök meirihlut-
ans voru hins vegar nánast engin
og án nokkurra lagatilvitnanna.
Umræddur dómur Hæstaréttar
hefur vakið mikla athygli einkum
af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi
vegna þess að hann leiðir af sér,
að reglugerð um söluskatt og lög
um verðjöfnunargjald hafa ekki
sama gildi alls staðar á landinu. I
öðru lagi vegna þess, að hann er
algjört reiðarslag fyrir orkukaup-
endur, þar sem dómurinn styður, án
lagalegs rökstuðnings, yfirgang
opinbers einokunarvalds gegn hin-
um almenna notanda, sem á íslandi
hefur afar bágboma réttarstöðu og
mikiu bágbornari en víðast hvar
annars staðar í nágrannalöndum
okkar. Með vísun til framanritaðs
þykir rétt að skýra frá dóminum
með nokkrum hugleiðingum um
áhrif hans.
Málsatvik
Málið fjallaði um rétt raforkunot-
anda til að kaupa raforku skv. hús-
hitunartaxta til að nota á blásara
í lofthitunarkerfi, sem notar tvenns
konar orku, þ.e. heitt vatn og raf-
orku, en með slíku húshitunarkerfi
er heitu lofti blásið út í herbergin.
Raforka til húshitunar er undan-
þegin söluskatti skv. reglugerð og
verðjöfnunargjaldi skv. lögum. Eftir
tveggja ára árangurslausa baráttu
Rafveitu Hafnarfjarðar gegn því
að selja raforku skv. hitunartaxta
á blsaramótor minn setti rafveitan
í gjaldskrá sína skilgreiningu á því,
hvað væri húshitun og skilgreindi
þar með gildissvið laga um verðjöfn-
unargjald og reglugerðar um sölu-
skatt.
Á grundvelli framangreindrar
skilgreiningar höfðaði Rafveita
Hafnarfjarðar lögtaksmál fyrir fóg-
etarétti Hafnaríjarðar og vann
málið. Úrskurði fógetaréttarins
áfrýjaði ég til Hæstaréttar. Þar sem
krafan náði ekki 7 þúsund krónum,
þurfti áfrýjunarleyfi, sem dóms-
málaráðuneytið veitti að fengnum
meðmælum Hæstaréttar. Þess skal
getið, að aðeins einn þeirra þriggja
hæstaréttardómara, sem mæltu
með að veita áfrýjunarleyfið, sat
dóminn, þegar málið var tekið til
flutnings.
Dómur Hæstaréttar
Rökstuðningur meirihluta
Hæstaréttar, sem skipaður var
hæstaréttardómurunum Bimi
Sveinbjörnssyni, Guðmundi Jóns-
syni, Magnúsi Þ. Torfasyni, sem
var dómforseti og Þór Vilhjálms-
syni, var eftirfarandi:
„íelja verður að heimilt hafi verið
að afmarka í gjaldskrá stefndu
hvaða raforkunotkun teldist raf-
orka til húshitunar.
Með þessari athugasemd og að
öðru leyti með vísan til forsendna
hins áfrýjaða úrskurðar ber að
staðfesta hann um annað en máls-
*} kostnað.
Eftir atvikum verður málskostn-
aður í héraði og fyrir Hæstarétti
látinn falla niður.“
í upphafi sérákvæðis Magnúsar
Thoroddsen segin
„Samkvæmt 23. gr. orkulaga nr.
58, 29. apríl 1967, er héraðsraf-
magnsveitu, sem hlotið hefur einka-
rétt skv. 18. gr. laganna, skylt að
selja raforku öllum, sem þess óska,
innan takmarka orkuveitusvæðis
hennar með þeim skilyrðum, sem
nánar eru ákveðin í lögum og í
reglugerðum, sem settar verði
samkvæmt þeim. í 24. grein laga
segir að setja skuli reglugerð um
slíkar rafmagnsveitur, er stjóm
veitunnar semji og ráðherra stað-
festi. í reglugerðir þessar „skal“
m.a. setja ákvæði um ... „skilmála
fyrir raforkusölunni“.“
Síðar í sérákvæðinu segir:
„Skilgreining þessi er í I. kafla,
lið D, staflið g) undir yfirskriftinni:
„Skilyrði fyrir raforkusölu til hitun-
ar em“.
í staflið g) segir m.a., að undir
lið D í gjaldskránni falli ekki...
„varmadælur eða tæki til varma-
flutnings í loftræstikerfum eða loft-
hitakerfum". Með þessu er verið
að setja skilyrði fyrir raforkusölunni
í gjaldskrá. Samkvæmt 23. gr.
orkulaganna verður slíkum skilyrð-
um ekki skipað með gjaldskrá,
heldur reglugerð. Skilyrði þessi
hafa því ekki lagastoð og ber því
að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr
gildi og synja um framgang lög-
taksins."
Eiga ekki sömu lög að
gilda um land allt?
Umræddur dómur vekur mann
til umhugsunar um eftirfarandi
atriði:
Hæstiréttur staðfestir að lægra
sett stjómvöld, þ.e. í þessu tilviki
bæjarstjóm Hafnarfjarðar, geti
ákvarðað gildissvið reglugerðar um
söluskatt, sem fjármálaráðherra
hefur sett og gildissvið laga um
verðjöfnunargjald, sem Alþingi
hefur sett. Þessi niðurstaða Hæsta-
réttar er andstæð íslenskum réttar-
reglum og fær ekki staðist ein-
faldlega vegna þess, að allir eiga
að vera jafnir gagnvart landslögum.
Til þess að rökstyðja þessa fullyrð-
ingu skal skýrt hver áhrif umrædds
dóms eru.
Hefði notandi á orkuveitusvæði
Rafveitu Hafnarfjarðar hitað hús
sitt upp með varmadælu á sl. ári
hefði hann orðið að greiða bæði
söluskatt og verðjöfnunargjald af
raforkunotkuninni til varmadæl-
unnar, skv. skilgreiningu Rafveitu
Hafnarfjarðar, sem Hæstiréttur
hefur staðfest. Hefði notandinn hins
vegar verið t.d. á orkuveitusvæði
Rafmansveitu Reykjavíkur væri
raforkunotkunin undanþegin bæði
söluskatti og verðjöfnunargjaldi.
Það byggist á því að Qármálaráðu-
neytið úrskurðaði þann 21. septem-
ber 1983 „að rafmagn til rekstrar
varmadælna, sem einungis eru nýtt-
ar til húshitunar, sé söluskatts-
fijáls" og iðnaðarráðuneytið úr-
skurðaði þann 22. nóvember 1983,
„að verðjöfnunargjald skuli ekki
greiða af rafmagni til varma-
dælna". Þannig hefur umræddur
dómur Hæstaréttar það í för með
sér, að lög um verðjöfnunargjald,
þ.e. landslög, gilda öðruvísi í
Reykjavík en í Hafnarfirði. Það
þarf ekki löglærðan mann til að
sjá, að slíkt fær ekki staðist.
Þar eð Hæstiréttur telur, að
Rafveitu Hafnarfjarðar hafi verið
heimilt að skilgreina, og það í gjald-
skrá, hvaða notkun falli undir hús-
hitunartaxta, hlýtur sérhverri ann-
arri rafveitu að vera fullheimilt, að
setja í gjaldskrá sína þá skilgrein-
ingu, sem henni þóknast, t.d. að
raforka á neysluvatnsgeyma falli
ekki undir húshitunartaxta heldur
einungis raforka á tæki til hitunar
húsrýmis. Skilgreiningar fleiri raf-
veitna gætu því auðveldlega leitt
til þess, að gildissvið laga um verð-
jöfnunargjald og reglugerðar um
söluskatt verði jafnmargvísleg og
rafveitur landsins eru margar. Það
yrði að sjálfsögðu eðlileg afleiðing
þess, að heimila rafveitum landsins
að skilgreina gildissvið laga og
reglugerðar, sem æðra sett stjórn-
völd hafa sett.
áviUigötum
Gísli Jónsson
sölu á raforku á neysluvatnskútinn
samkvæmt hitataxta og tilkjmnt,
að raforkunotkunin verði flutt yfir
á almennan heimilistaxta. Rafveit-
an krefst því bæði söluskatts og
verðjöfnunargjalds af notkuninni
enda þótt í reglugerð um söluskatt
standi skýrum stöfum, að undan-
þegið söluskatti sé „rafmagn til
hitunar húsa og laugarvatns" og í
lögum um verðjöfnunargjald:
„Verðjöfnunargjald skal lagt á
sama gjaldstofn og söluskattur...“
Hvað getur nú þessi vamarlausi
notandi gert? Hann hefur engan
aðila til að snúa sér til nema dóm-
stólana og er þar lítils stuðnings
að vænta, þar sem ætla verður að
Hæstiréttur verði sjálfum sér sam-
kvæmur og telji Rafveitu Vest-
mannaeyja heimilt að afmarka
„hvaða raforkunotkun teldist ra-
forka til húshitunar", svo notuð séu
orð Hæstaréttar.
„Umræddur dómur
Hæstaréttar er algjört
rothögg á raforkunot-
endur þessa lands þar
sem hann styrkir raf-
veitur landsins i vald-
níðslu þeirra gagnvart
varnarlausum notend-
um.“
Rafveita Vestmanna-
eyja ætlar að brjóta
landslög með vísun til
Hæstaréttardómsins
Þegar hefur ein rafveita, Raf-
veita Vestmannaeyja, komið með
sína útgáfu á skilgreiningu á raf-
hitun, þótt hún hafi ekki enn birst
á prenti. Rafveitustjórinn hefur
rökstutt skilgreiningu sína með vís-
un til umrædds Hæstaréttardóms.
Notandi nokkur í Vestmannaeyjum,
sem hitar hús sitt upp með lofthitun,
hefur notað heitt vatn frá varma-
veitu staðarins til hitunar loftsins
en til neysluvatnshitunar hefur
hann notað rafmagnskút. Nú hefur
Rafveita Vestmannaeyja sagt upp
Orkunotendur varnar-
lausir vegna skorts
á neytendalöggjöf
Eins og að framan er getið er
réttarstaða hins íslenska orkunot-
anda afar bágborin. íslendingar eru
aftarlega á merinni hvað varðar
neytendalöggjöf. Það hafa verið
gerðar nokkrar tilraunir til að koma
á aukinni neytendavemd en við-
leitni þeirra ágætu manna, sem það
hafa reynt, hefur ekki borið árang-
ur. Svo er að sjá sem stjómmála-
menn hafi lítinn áhuga á að styrkja
neytendur í viðskiptum sínum við
opinber einokunarfyrirtæki, sem
öllum er stjómað af pólitískt kjöm-
um mönnum. I umræddu máli kom
skýrt fram, að hin umdeilda skil-
greining, sem Rafveita Hafnar-
fjarðar vann mál sitt á, var sett
gagngert til þess að ná undirtökun-
um í baráttu rafveitunnar gagnvart
einstökum notanda, sem ekki átti
síðan í neitt hús að venda nema til
dómstólanna. Það kom skýrt fram
í bréfi iðnaðarráðuneytisins til
Neytendasamtakanna fyrir alln-
okkrum árum, að það væri ekki
hlutverk ráðuneytisins, sem veitir
orkufyrirtækjum einkarétt, að gæta
réttar viðskiptavina fyrirtækjanna.
Ekki er að vænta vemdar bæjar-
stjóma, sem em eigendur rafveitna
og handhafar einokunarvaldsins.
Umræddur dómur Hæstaréttar er
algjört rothögg á raforkunotendur
þessa lands þar sem hann styrkir
mjög rafveitur landsins í valdníðslu
þeirra gagnvart varnarlausum not-
endum.
Þó er orðið tímabært að Alþingi
setji lög um skipan eftirlitsnefndar
til að gæta réttar viðskiptavina
einkaréttarfyrirtækja. Mætti hafa
til fyrirmyndar m.a. „Monopoltil-
synet“ í Danmörku, sem gegnir
umræddu hlutverki.
Lokaorð
Það er harla erfítt fyrir hinn
almenna þegn þessa lands að skilja,
hvemig dómara Hæstaréttar, sem
enginn efast um að em hinir hæf-
ustu menn, getur greint á um jafn
skýr lagaákvæði og þau, sem
Magnús Thoroddsen byggir sérálit
sitt á og það án nokkurs lagalegs
rökstuðnings. Slíkt er ekki til þess
fallið að styrkja álit hins almenna
borgara á Hæstarétti.
Auðvitað er alltaf sárt að tapa
máli og ekki síst fyrir Hæstarétti
og víst er um það, að margir dómar
Hæstaréttar ttafa stangast á við
réttarvitund hins almenna borgara.
I flestum tilvikum hefur dómurinn
þá vitnað í einhveijar langsóttar
lagagreinar. Þegar hins vegar kveð-
inn er upp dómur, sem jafnt leik-
maður sem lærður telur rangan og
enginn rökstuðningur færður annar
en tilvitnun í rökstuðning héraðs-
dómara, sem einn hæfasti lögmaður
þessa lands taldi vart standast,
verður maður alveg agndofa. Getur
það hugsast að Hæstarétti, æðsta
dómstóli þessa lands, sé ekki treyst-
andi? Þótt undirritaður vilji alls
ekki trúa öðm en því, að Hæstirétt-
ur sé algjörlega hlutlaus dómstóll,
þá verður ekki hjá því komist að
viðurkenna, að umræddur dómur
hefur stórlega lýrt álit mitt á þessu
æðsta dómsvaldi landsins.
Að lokum skal þess getið, að í
gegnum allan málareksturinn hefur
því margoft verið haldið fram við
mig, að það væri vonlaust fyrir
ólöglærðan mann að vinna mál og
flytja það sjálfur. Á þetta hefí ég
aldrei viljað leggja trúnað og vil
ekki enn. Það verður hins vegar að
viðurkennast, að umræddur dómur
Hæstaréttar fær ekki staðist og
hefur ekki né verður rökstuddur
með lagatilvitnunum. Það er erfitt
að vera íslendingur og þurfa aftur
og aftur að betjast við að hrinda
frá sér þeirri hugsun, hvort það
geti virkilega verið rétt, að Hæsti-
réttur íslands sé ekki hlutlaús.
Höfundur er prófessor íraforku-
verkfræði.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands:
Samþykkt aðild að Upp-
lýsingamiðstöð í Reykjavík
AÐALFUNDUR Ferðamálasam-
taka Vesturlands var haldinn í
Borgarnesi fyrir nokkru og var
hann fjölsóttur. Á fundinn kom
fram mikill áhugi á fyrirhugaðri
Uppiýsingamiðstöð í Reykjavík
sem fyrirhugað er að öll ferða-
málasamtökin, Reykjavíkurborg
og Ferðamálaráð standi að.
Hér á eftir fer hluti úr fréttatil-
kynningu frá samtökunum: í
skýrslu formanns, Sigurðar Skúla
Bárðarsonar og ferðamálafulltrúa,
Óla Jóns Ólasonar, kom fram að
þróttmikið starf hefur verið hjá
samtökunum á árinu. Mikil aukning
var í ferðamannastraumi um Vest-
urland og má m.a. þakka það
margháttuðum sameiginlegum
kynningum samtakanna á fegurð
og margvíslegum ferðaþjónustu-
möguleikum Vesturlands. Víða var
unnið að umhverfísmálum og mörg-
um góðum tjaldsvæðum komið upp.
Flestum með snyrtiútbúnaði sem
Kaupfél. Hvammsíjarðar í Búðardal
hefur hafið framleiðslu á eftir verð-
launateikningum frá samkeppni
Ferðamálaráðs um búnað á tjald-
svæðum.
En aðalvinna samtakanna var þó
Uppbyggingaráætlun ferðaþjón-
ustu á Vesturlandi, sem Óli Jón
Ólason ferðamálafulltrúi vann og
var á fundinum lögð firam áfanga-
skýrsla hans.
Mikill áhugi kom fram á fundin-
um á fyrirhugaðri Upplýsingamið-
stöð í Reykjavík, sem öll ferðamála-
samtökin, Reykjavíkurborg og
Ferðamálaráð, standi að. Fundurinn
telur þetta eitt stærsta framfara-
spor í ferðamálum, ef hægt er að
sameina á einn stað, hlutlausa
upplýsingamiðlun fyrir alla ferða-
þjónustu í landinu. Upplýsingamiðl-
un þar sem bæði innlendir sem
erlendir ferðamenn geta á einum
stað fengið upplýsingar um alla
möguleika sem bjóðast í ferðaþjón-
ustunni. T.d. hvort sem hann óskar
að ferðast í skipulögðum ferðum
ferðaskrifstofanna eða ferðafélaga
eða fara á eigin vegum, þá geti
hann fengið á einum stað upplýs-
ingar um hvað í boði er. Gistimögu-
leika, veitingastaði, ferðamögu-
leika, afþreyingu o.s.frv. Þessi
Upplýsingamiðstöð á ekki að búa
til ferðir eða ferðapakka sjálf heldur
kynna það sem er í boði á hveijum
tíma. Þama getur fólk af Reykja-
víkursvæðinu kynnt sér hvað í boði
er út um land og landsbyggðarfólk
fengið sams konar upplýsingar um
Reykjavíkursvæðið. I framtíðinni
koma svo slíkar miðstöðvar út um
land eftir því sem þurfa þykir.
Á fundinum var samþykkt aðild
Ferðamálasamtaka Vesturlands að
slíkri upplýsingamiðstöð og stjóm-
inni falið að fylgja því eftir. í stjórn
samtakanna sitja nú Sigurður Skúli
Bárðarason formaður, Oskar Bald-
ursson, Friðrik Jónsson, Guðjón
Ingvi Stefánsson, Jóhannes Ellerts-
son, Kristleifur Þorsteinsson og
Halldór Brynjúlfsson.
Að loknum aðalfundarstörfum
var rætt um uppbyggingu og fram-
kvæmd heilbrigðiseftirlits á Vest-
urlandi. Á næstunni verður aðal-
áherslan í starfi féalgsins lögð á
framhaldsvinnu vegna uppbygging-
ar ferðamálaáætlunarinnar. Mun
ferðamálafulltrúinn ferðast um
Vesturland á næstunni og halda
fundi með heimamönnum um fram-
hald áætlunarinnar.