Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 40

Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 40
40 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986 Á franskri kynningu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason NÚ ERU tveir dagar eftir af kynningu á frönskum kvik- myndum í B-sal Regnbogans. Þar hefur mönnum staðið til boða að Uta á gott úrval franskra mynda eftir leikstjóra eins og Jean Renoir, René Cla- ir, Costas Gavras, Claude Saut- et og C. Autant-Lara svo ein- hveijir séu nefndir. Sýndar eru tvær myndir eftir Renoir, báðar frá árinu.1936. Það eru Glæpur hr. Lange (Le crime de Monsieru Lange) og Undir- heimar (Les bas-fonds). Á þeim tíma sem Renoir gerði myndimar voru þjóðfélagslegar ádeilur hans helstu viðfangsefni. Glæp hr. Lange gerði hann f samvinnu við leikhópinn Groupe Octobre, sem var hópur róttækra vinstri manna, en I myndinni hvatti Renoir til stofnunar sameignarfélaga og samstöðu verkafólks gegn hinum illa kapftalisma. í Glæp hr. Lange setur hann á fót e.k. alþýðudómstól á sveita- krá, sem Lange flýr á með elsk- unni sinni, Valentine, eftir að hafa framið morð. Kráargestimir verða að ákveða hvort þeir eigi að framselja Lange til lögreglunn- ar en fyrst hlusta þeir á söguna um glæp hans. Lange er ungur maður, sem hefur gaman af að skrifa sögur úr villta vestrinu. Hann vinnur hjá gerspilltum prentsmiðjueig- anda sem er skuldum vafinn, undirforull svikahrappur og kvennabósi. Eigandinn neyðist til að flýja lánardrottna sfna og skil- ur prentsmiðjuna eftir í höndum verkamannanna. Þeir stofna sameignarfélag um rekstur henn- ar og gengur allt í haginn, Sögur Lange seljast eins og heitar lumm- ur og hann verður ástfanginn af Valentine. En þá dregur ský fyrir sólu. Eigandinn illi snýr aftur og ætlar að taka prentsmiðjuna af verkafólkinu. Lange getur ekki hugsað sér að láta það gerast og skýtur hann. Verkamennimir á kránni eru ekki lengi að kveða upp úrskurð sinn og Lange og Valentine halda áfram ferð sinni. í myndinni Undirheimar er þjófurinn Pepel aðalsöguhetjan. Árðræninginn illi er gamall og forljótur karlfauskur sem hýsir þjófa og kemur þýfi þeirra í verð. Stúlkan hans Pepels heitir Natac- ha og besti vinur hans er gjald- þrota barón sem Pepel kynntist þegar hann ætlaði að ræna hann. Baróninn var orðinn dauðleiður á heldrimannalífinu og kann vel við sig á meðal öreiganna. En Pepel er leiður á þjófnaði og einn daginn þegar gamli karlfauskurinn er að lumbra á Natacha, tryllist Pepei úr bræði og drepur hann. Og þegar hann hefur afplánað sinn dóm byija þau Natacha nýtt líf. Renoir byggði þessa mynd sína á leikriti eftir rússneseka skáldið Maxim Gorki, sem sagði sjálfur um leikrit sitt: „Ekkert gerist_ þetta er allt andrúmsloft ... ekkert nema andrúmsloft." Löggusaga (Flic Story) er frá 1975 en leikstjóri hennar er Jacq- ues Deray. Með aðalhlutverkin í henni fara Alan Delon og Jean- Louis Trintignant. Löggusaga segir frá leit lögreglunnar að geðsjúkum morðingja. Hún er á margan hátt lík gömlu amerísku gangstermyndunum: bílaeltinga- leikir um nótt, ískur í hjólbörðum, síðir frakkar og gæjalegir hattar, bófagengi og forhertar píur. Sögusviðið er París um miðjan sjötta áratuginn. Bomiche (Delon) er besta löggan í bænum. Blöðin kalla hann súperlöggu enda hefur hann leyst mörg af erfiðustu málum lögreglunnar. Hann keðju- reykir, er öruggur með sig, hroka- Renoir fyrir dauða hennar. En syninum góða tekst að sigrast á öllum sfn- um vandamálum og hefla nýtt líf. Hann sættist við föður sinn, stúlk- an hans fer í meðferð og hann fær gott starf. Allt er gott sem endar vel. Clair de femme heitir mjmd Costas Gavras (Missing) á frönsku kynningunni. Hún er frá 1979 en með aðalhlutverkin f henni fara Yves Montand og Romy Schneider. Myndin er um tvær einmana og sorgmæddar sálir í leit að ást og vináttu. Hann er Michel Forlain. Hún er Lydia Towarski. Þau hafa ekkert að lifa fyrir lengur, hún missti dóttur Sam Neil og Jodie Foster í hlutverkum sínum i myndinni Blóð annarra. Blóð annarra Delon Scneider fullur og fyndinn er innst inni er hann ljúftnenni hið mesta. Það sama verður ekki sagt um helsta keppinaut hans, Buisson. Hann hefur sloppið úr fangelsi og Bomiche er auðvitað falið að ná honum aftur. Buisson er sam- viskulaus morðingi, sem drepur meira af ánægju en nauðsyn. Hann er ekki lengi að hóa saman í bófaflokk og fer um rænandi og myrðandi en um síðir er hann þó króaður af og súperlöggan ber sigur úr býtum. Löggusaga er ekkert þræl- spennandi mynd en hún er engu að síður mjög skemmtileg, létt og hröð og kómísk og Alan Delon og Trintignant eru eins og fæddir í hlutverk sín. Vondur sonur (Un mauvais files) eftir Claude Sautet er frá 1980 og segir frá ungum manni, sem snýr aftur til Frakklands eftir að hafa afplánað dóm fyrir eitur- lyflasölu í Bandaríkjunum. Hann er staðráðinn í því að hætta fyrra lífemi sínu og byija upp á nýtt. Myndin gæti allt eins heitið Góði sonurinn því ekki er til í honum nokkur vonska, þvert á móti er hann hvers manns hug- ljúfi. Móðir hans dó á meðan hann var í burtu og faðir hans kennir lífemi sonarins og brottför um dauða hennar. Leiðir skilja með þeim feðgum. Sonurinn verður ástfanginn af Catherine, sem vinnur með honum í bókabúð en hún er eiturlyfjaneytandi og á erfitt með að hætta í dópinu. Útlit- ið er því býsna svart og ekki batnar það þegar hann kemst að því að faðir hans hélt lengi fram hjá konu sinni og að það hafí flýtt Montand sína í árekstri, hann hjálpaði hel- sjúkri konu sinni að deyja. Lífið er þeim tilgangslaust, auðn og tóm þar til þau hittast af tilviljun á götu í París Myndin er ekki eins dapurleg og hún virðist. Hún er oft fyndin og er það sérstaklega Montand að þakka, sem fer á kostum f hlutverki hins lífsleiða Folains. í dag verða þessar myndir sýndan Vondur sonur kl. 15.00, Clair de femmé kl. 17.15, Glæpur hr. Lange kl. 19.00, Herbergi í bænum eftir Jacques Demy kl. 21.00 og L’écume des jours eftir J. Belmont kl. 23.00. A morgun verða þessar myndir sýndar: Flic Story kl. 15.00, Herbergi í bænum kl. 17.00 (var sýnd á kvikmynda- hátíð 1983), Þögnin er gull eftir René Clair kl. 19.00, Glæpur hr. Lange kl. 21.00 og Clair de femme kl. 23.00. Til eru nokkur dæmi þess að sjónvarpsmyndaflokkur eða „mínísería“ hafi verið stytt í bíómynd. Slíkar styttingar eru sjaldan til nokkurrar ánægju. The Blood of Others (Blóð annarra), sem sýnd er í Nýja bíói, er engin undantekning frá því. Upphaflega var myndin sex tímar að lengd en hún hefur verið stytt í tvo tíma til dreifing- ar í kvikmyndahús. Hún er samt langdregin, viðburðasnauð og sérlega sundurlaus. Blóð annarra er byggð á sögu eftir franska rithöfundinn Simone de Beauvoir, en það er Claude Chabrol sem leikstýrir. Ef marka má myndina að ein- hveiju ráði er sagan um fólk sem er ekki skotið hvert í öðru. Helen Bertrand (Jodie Foster) vinnur í kjólaverslun og Paul er skotinn í henni. En hún er ekki skotin í Paul heldur Jean Blomart (Michael Onikean) en Blomart er ekki skotinn í henni og þegar stríðið skellur á kynn- ist Bertrant Þjóðveija, Deiter Bergman (Sam Neil) að nafrii, sem verður skotinn í henni, en hún verður alls ekki skotin í honum. Nú er svolítið erfitt að fjalla um þetta án þess að hafa séð allan myndaflokkinn því þeir tveir klukkutímar sem í mynd- ina fara nægja engan veginn til að skýra ýmsar sálarkvalir persónanna. Persónusköpun er engin, farið er úr einu í annað skýringarlaust og fólk kemur og fer úr myndinni eins og af baÚL Sem dæmi má neftia að í einu atriði tekur Bertrant í höndina á virðulegum frönskum herfor- ingja eins og hún sé að hitta hann að máli (maður verður að geta sér þess til) en svo gerist ekkert meira. í næsta atriði er Bertrant komin heim í stofu til sín. Hvað herforinginn var að gera í myndinni er ennþá ráð- gáta. Á öðrum stað er sýnt langt og strangt ferðalag stúlk- unnar yfir Frakkland endilangt. Hún er að fara að hitta ástina sína (Blomart) sem liggur á hersjúkrahúsi við vígvöllinn þvf hann er að beijast við Þjóðveija. Ferðlagið tekur dijúgan tíma af myndinni en svo þegar Bertr- ant kemur á áfangastað er henni sagt að elskan sé ekki lengur á spítalanum. í næsta atriði er Bertrant í baði heima hjá sér. Hver er tilgangurinn með þessu ferðalagi? Jodie Foster er hræðilega misráðin í hlutverk frönsku stúlkunnar, einfaldlega vegna þess að hún er amerískari en hamborgari og getur ekki sann- fært mann um að hún sé frönsk. Ástralski leikarinn Sam Neil kemst nokkuð vel frá sínu og líka Onikean. En menn ættu ekki að vera að klippa niður „míníseríur" nema þeir viti hvað þeir eru að gera. Stjörnugjöf */* Ofbeldi svarað með ofbeldi Enn stikar Bronson um götur með byssuhólkana innanklæða og utan og bíður færís á að skjóta niður ofbeldismenn. Aldrei hafa þeir verið verri viðureignar, meiri illfygli, samviskulausari og of- beldisfyllri. Aldrei hefur verið meiri þörf á Bronson. Hans verk- efni er að losa samfélagið við glæpalýðinn og nú leggur hann heilt borgarhverfi f rúst í leit sinni að réttlæti. Enn stikar Bronson um götur. Enn bfður réttlætið sigur. Death Wish 3 (Auga fyrir auga), sem sýnd er í Háskólabfói, hefur litlu við hinar tvær myndim- ar að bæta. Nema hvað aldrei hefur söguþráðurinn verið fiar- stæðukenndari, ofbeldið meira, atriðin blóðugri og vopnin kröft- ugri enda þeir Golan og Globus teknir við stjóminni. I þessari þriðju mynd Michaels Winner um Paul Kersey (Bronson) í heftidar- hug, flytur söguhetjan í heldur skuggalegt hverfi þar sem öflugt glæpagengi ræður lögum og lof- um. Gengið hefur heíst yndi af að nauðga og myrða, og ræna gamalmenni. Hér eru því næg verkefni fyrir Bronson. Skjóttu fyrst og spurðu svo er hans ein- Charles Bronson í hlutverki Paul Kerseys í Auga fyrir auga. falda heimspeki. Tólf ár eru liðin frá því Winner gerði fyrstu myndina, Death Wish, í þessari myndaröð. Sú vakti talsverða athygli vestur í Bandaríkjunum og umræður um ofbeldi og rétt borgarans til að svara fyrir sig með ofbeldi ef hann er misrétti beittur. Mynd Winners var raunsæ ádeila á rétt- arkerfið í Amerfku, sem honum þótti vinna meira fyrir glæpalýð- inn en fómarlömbin. Kersey var svar hans við óréttlætinu: ofbeldi skal borga með ofbeldi. Síðan hefur margt breyst. Ailt raunsæi er löngu horfið. í stað þess að læðast um nætur með litla skammbyssu f hendinni flengist Bronson nú um með hríðskota- byssu úr seinni heimsstyijöldinni og dritar á óþokkana. Og Bronson er tekinn að reskj- ast. Hann nær ekki lengur bófun- um á hlaupum, hann er orðinn vinalegri með aldrinum og það er ekki laust við að leikurinn sé farinn að skána. En hann getur samt lítið gert til að lappa upp á þessa Golan/Globus-framleiðslu, sem á lítið sameiginlegt með uppmnalegu myndinni. Stjörnugjöf: ★

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.