Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 44

Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 44
* 44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ1986 t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, GUÐMUNDUR INGVARSSON, Kirkjuvegi 28, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. mars. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Klara Lambertsen, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Jóhann GuAmundsson, Guðbjörg Petersen, Steinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiglnmaður minn, JÓHANN FRIÐRIKSSON v. frá Efri-Hólum, Laugaráevegi 13, Reykjavik, lést í Landakotsspítala laugardaginn 8. mars. Útförin verður auglýst síðar. Gunnlaug Eggertsdóttir. t Okkar kæra vinkona, MITTE ÞORSTEINSSON, Melhaga 1S, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 5. mars sl. Útförin fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi föstudaginn 14. mars nk. kl. 10.30. Eva og Gertrud Jónasson. t GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Hátúni 4, Reykjavfk, verður jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. mars kl. 13.30. Þórarinn H. Hallvarðsson, Erla Long, Kristfn Hallvarðsdóttir Engel, Agnes Hallvarðsdóttfr, Karl Aspeiund, Ragna Hallvarðsdóttir, Benedikt Blöndal, Arnfríður Hallvarðsdóttir, Þór Þórbergsson, Ámý Þ. Hallvarðsdóttír, Logí Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓRUNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Patreksfirði, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Sérstakar þakkirtil starfsfólks Sólvangs, Hafnarfirði. Þór Oddgeirsson, Ásdfs Finnbogadóttir, Geir Oddgeirsson, Guðrún Oddgeirsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Freyr Oddgeirsson, Öm Oddgeirsson, Auður Þórisdóttir og barnabörn. t Öllum þeim sem á einhvern hátt hafa heiðrað minningu móður okkar, BJÖRNLAUGAR MÖRTU ALBERTSDÓTTUR, sendum viö alúðarþakkir. Gunnar S. Sigurðsson, Björg S. Sigurðardóttir, Helena S. Sigurðardóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÖNNU S. M. EINARSSON. Einar Magnússon, Karen Magnúsdóttir, Vfðir Finnbogason, Kristinn Magnússon, Edda Larsen, Elfn Magnúsdóttir, Ingólfur Kristmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. . 2" . * - „ • j._ ' t Vlnnilega-þakka ég samúö og virrarhug viðandlát mannsins míns, ’ MAGNÚSAR B. MAGNÚSSONAR 2? •>„ . * “ ’ ' Sigrfðúr Guðný Hólmfreðsdóttir. StefánJ. Valdimarsson frá Hrísey - Minning Fæddur 9. febrúar 1898 Dáinn 14. febrúar 1986 Laugardaginn 22. febrúar sl. fór fram kveðjuathöfn um Stefán Jón Valdimarsson frá Hrísey, í Akur- eyrarkirkju, og var hann jarðsettur og kvaddur sama dag í Hrísey. Jón fæddist að Litla-Árskógi á Árskógsströnd, Eyjafírði, 9. febrúar 1898 og var hann því nýlega 88 ára gamall er hann lést, í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, hinn 14. febrúar sl. Foreldrar Jóns voru hjónin Þórdís Hallgrímsdóttir og Valdimar Guðmundsson. Jón ólst upp í foreldrahúsum og flutti með foreldrum sínum um fermingarald- ur til Ólafsflarðar. Þegar þangað kom hóf hann að stunda sjóróðra, eins og þá var títt um unga menn. Hann var fyrst í stað háseti á bát- um, en fór á vélstjóranámskeið og að því loknu gerðist hann vélstjóri á bátum, en sökum dugnaðar og stjómsemi tók hann við formennsku á bátum f Ólafsfírði og var fengsæll og happasæll í starfí. í Ólafsfírði kynntist Jón ungri stúlku úr Húnavatnssýslu, Guðrúnu Maríu Ámadóttur, sem hann gekk að eiga þann 26. október 1926. Þessi gifting var beggja gæfuspor, sen entist í tæp 60 ár eða þar tií Jón andaðist. Skömmu eftir að þau gengu í hjónaband fluttu þau til Hríseyjar og réðust þegar í stað að reisa sér framtíðarheimili. Þau fengu lóð og hófu þegar í stað að byggja sér myndarlegt hús. Jón, sem var handlaginn og smiður góð- ur, vann öllum stundum við húsa- smíðina og stundaði jaftiframt sjó- inn. Hús þeirra var reist á fogrum stað utan við þorpið, við fagran, lítinn læk og nefndu þau það Lambhaga. Hann keypti sér nú dekkbát í félagi við bróður sinn, og var formaður á þeim báti. Hann byggði sér biyggju í samvinnu við mág sinn, svo og verbúð, eða físk- verkunarhús. Jón varð að sjálfsögðu að fá sér aðstoðarfólk við útgerðina, bæði til lands og sjávar. Hann stundaði sjóinn af kappi en María kona hans sá um að annast allt heimilishald. í Lambhaga var oft þröng á þingi, ekki síst eftir að bömin fóm að fæðast. Þau eignuð- ust fímm böm og tóku eitt í fóstur. Þau hjón höfðu því nóg að gera. Allt aðstoðarfólk við útgerðina var í fæði og hafði húsnæði í Lamb- haga. Jón hafði og í mörgu að snú- ast. Hann ræktaði tún í kringum húsið og fékk sér skepnur til að létta undir heimiliskostnaðinn. Jón var kjörinn í hreppsnefnd og safn- aðarstjóm og starfaði sem hringjari í Hríseyjarkirkju. Til þess var tekið og mjög í minnum haft hve fagur- lega hann lét kirkjuklukkumar samhljóma er hann hringdi þeim, hvort heldur var til messugerðar eða jarðarfarar. Árin liðu og brátt kom þar að Jón hætti útgerðinni. Hann fór nú að stunda smíðar í félagi við þrjá aðra smiði í eyjunni. Þann starfa hafði hann í nokkur ár. Þegar Jn hætti smíðinum, hóf hann störf við Kaupfélag Eyfírð- inga í Hrísey. Þar seldi hann og afgreiddi vömr til útgerðar. Hann fékk starf við aflestur á rafmagns- mælum fyrir Rafveituna og vann það í hjáverkum í nokkur ár. Eftir að bömin vom öll farin að heiman, fluttu þau Jón og María til Akur- eyrar og keyptu sér íbúð við Gils- bakkaveginn. Þar undu þau hag sínum vel og þangað komu margir vinir þeirra í heimsókn, enda vom þau gestrisin og gott til þeirra að koma, skrafa og riQa upp endur- minningar yfír kaffíbolla. Þegar við hjónin heimsóttum þau á Gilsbakka- veginn, var okkur ávallt vel fagnað og ekki vantaði kökur og sætabrauð með kaffínu. Þau Jón og María vom falleg, samstíg og samhent hjón, sem nutu nærvem og sam- vemstundanna út í ystu æsar. Á undanfömum ámm ferðuðust þau mikið innanlands, tóku þátt í skemmtunum gamla fólksins á Akureyri og bám ávallt birtu og yl með sér hvar sem þau vom eða hvert sem þau fóm. Þau gáfu á þann veg gleði og fögnuð í sjóð minninga þeirra sem þeim kynnt- ust. Jón fann sér ávallt eitthvað til að starfa. Á síðustu ámm ævi sinnar sat hann löngum og saumaði út, af miklum hagleik, gamall maðurinn. Hann sýndi mér oft það sem hann var að vinna að og bám verk hans vitni um mikinn hagleiks- mann. Jón var trúaður maður og bar mikið traust og virðingu fyrir Guði. Nú hefur Jón lokið gæfuríkri för hér í heimi, en María saknar nú ástríks vinar og lífsfömnauts. Böm- um þeirra Jóns sendum við hjónin samúðarkveðjur, og þig frænka mín, biðjum við þann sem öllu ræður að styrkja og blessa. Arni Garðar Kveðjuorð: Sr. Jón Thorarensen Fæddur 31. október 1902 Dáinn 23. febrúar 1986 Nú er vinur minn, séra Jón Thorarensen, látinn, 83 ára gamall. Skyndilega koma æskuár mín fram í huga mér. Þá átti ég heima á Reynimelnum 9 ára gömul. Foreldrar mínir vom mjög kirkjurækin þó engin væri kirkjan í vesturbænum en messað var í Háskólakapellunni, og vandist ég því fljótt að fara með þeim þangað. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja, og fannst mér að þar hlyti guð að ráða öllu. Það sem gagntók mig þá sem bam, var hin bjarta og fagra söng- rödd sem presturinn, séra Jón, hafði þegar hann tónaði og mótaði það veralega áhuga minn fyrir söng eftir það. Árin liðu og séra Jón fermdi mig og má segja að aldrei sleppti hann t Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför dóttur okkar, INGU ÞÓRS INGVADÓTTUR. Valgerður Valgeirsdóttir, Ingvi Þór Einarsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR, Höfn, Borgarfirði eystra. Þórdís Jónsdóttir, Magnús Þorsteinsson. hendi af mér og fermingarbömum sínum, heilsaði mér alltaf og spjall- aði við mig á fömum vegi. Seinna gifti hann mig og skírði son minn og fermdi. Ég söng oft f kór Neskirkju, stundum einsöng. Var hann óþreyt- andi í að hvetja mig til dáða á þeirri braut. Ég hlaut að kynnast frú Ingibjörgu , konu hans, þar sem móðir mín og hún störfuðu saman í kvenfélagi Neskirkju og myndaðist einlæg vinátta, sem alltaf hélst. Þessi sæmdarhjón og dætur þeirra hafa verið í mörg ár og góðar minningar em gulli betri. Séra Jón gegndi prestsembætti sínu af mikilli reisn og hlýju. Rit- höfundur var hann af guðs náð og starfaði að þvf allt til dauðadags. Ég kveð séra Jón með þakklæti og virðingu og frú Ingibjörgu og ijölskyldu sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför GRETUINGVARSDÓTTUR, Yrsufelli 13. Ingvar Ótafsson, Asa Clausen, Kristrén Otga Clausen, Axel Clausen, Oscar Clausen, Dagbjartur Geir Guðmundsson og barnabörn. Anna Mjöll Árnadóttlr, Aðalsteinn Bragason, Ernesto Preatoni, „Farþúífriði friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa að fóstuijarðar minnar strönd og hlíðum. Ó heilsið öllum heima rómi blíðum umhæðogsundí drottins ást og friði, kyssiðþið bárur bát-á fiskimiði blásið þið vindar hlýtt á kinnum friðum." (Jónas Hallgrimsson.) Svala Nielsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.