Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 12.03.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1986 45 Sigurður Hólm Guðmundsson Fæddur 4. október 1905 Dáinn 26. febrúar 1986 Okkur sem enn teljumst ungir að árum finnst stundum öryggi í því fólgið að hafa einhverja fasta punkta í tilverunni að miða okkur við. Þegar við korr.umst af tvítugs- aldrinum höfum við öðlast þá reynslu að sjá böm verða að ungl- ingum og óðfluga vaxa þeir úr grasi og eru orðnir þátttakendur í dag- legu amstri áður en nokkurn varir. Þeir, sem er 30—40 árum eldri en við, hafa fastan sess í hugum okkar. Sumir þeirra virðast okkur svo óum- breytanlegir að við blekkjum okkur sjálf með því að halda að tilveran standi í stað. í dag er borinn til moldar einn af þessum mönnum, sem mér þóttu setja svip á tilveruna, sem traustir og óhagganlegir homsteinar. Sig- urður Hólm Guðmundsson fæddist 4. október árið 1905, sonur Guð- mundar Ólafssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, sem bjuggu lengst af á tveimur smábýlum austur í Sandvíkurhreppi, Móakoti og Valdastöðum. Sigurður flutti til Reykjavíkur í upphafi heimskrepp- unnar miklu, sem skall á íslandi með sínum mikla ofurþunga í þann mund sem hafin var sú tækni- og menningarbylting, sem skolaði ís- lendingum inn í nútímasamfélag með undraverðum hraða, svo að eftir stóð þjóðin sem rótarslitin í leit að fortíð sinni. Sigurður stund- aði ýmis störf sem til féllu, vann á eyrinni og til sjós, en árið 1933 fór hann að vinna hjá Þóroddi Jónssyni, heildsala og starfaði þar tæpa 4 áratugi eða á meðan heilsan leyfði. Árið 1938 kvæntist hann Karo- línu Lárusdóttur og settu þau saman bú á Sólvaliagötu 2, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Þau eignuðust einn son, Lárus. Ekki er ætlunin að rita æviþátt Sigurðar í þessu greinarkomi, enda munu aðrir til þess færari. Sigurði kynntist ég árið 1969 en þá hafði tekist kunningsskapur milli mín og Lárusar Sigurðssonar, og auðvitað var sjálfsagt að ungviðið sem fylgdi Lárusi, kæmi stundum í heimsókn á Sólvallagötuna. Fyrst í stað minnist ég þess að við svein- amir vomm feimnir, enda fannst okkur að á þessu virðulega heimili hlyti að ríkja formfesta, sem við réðum tæpast við, og þar að auki báram við mikla virðingu fyrir hús- ráðendum. En ljúf og aðlaðandi framkoma þeirra Karolínu og Sig- urðar hristi fljótt af okkur feimnina og við tókum að hegða okkur eins og heima hjá okkur, enda lagði húsfreyja gjaman fyrir okkur þá gildra, sem fáir standast til lengdar, en það vora forkunnar góðar ijóma- tertur. Var þá oft glatt á hjalla við borðið og flutu ýmsir unggæðins- legir brandarar, svo að við supum jafnvel hveljur af skelfíngu og þótti sem við hefðum gengið heldur langt. En Sigurður hló að öllu saman svo að maður reyndi að komast hjá því að taka eftir að roði hafði hlaupið í kinnar manns af skömm yfír sjálfum sér. Reyndar fór stundum svo þegar galsinn var sem mestur að Sigurður spurði hvemig við héldum að við yrðum orðnir um áttrætt, úr því að við væram famir að þjást af karla- groþbi á unga aldri. Árið 1973 urðu þau tíðindi í Vestmannaeyjum sem mörkuðu þáttaskil í lífí margra Eyjamanna. Þá fundum við að vinum var að mæta þar sem Sigurður og fjöl- skylda hans vora. Þá mynduðust þau tengsl, sem verða vart rofín. Þegar fjölskyldur flytjast á milli landshluta með jafn óvæntum hætti og varð í gosinu slitna ýmis tengsl og annað brotnar til granna. Sig- urður átti sinn þátt f að láta okkur fínna að við væram farin að skjóta rótum f nýju umhverfi. Hann tók upp þann góða sið að heimsækja okkur mæðgin á sunnudagsmorgn- um og fannst okkur það minna á gamla daga, en áður fyrr höfðu okkur þótt Reykvíkingar frá- bragðnir okkur dreifbýlingunum í því að þeir heimsóttu ekki hver annan á jafn óformlegan hátt og við voram vön, enda Reykjavík miklu stærra og fyölbýlla svæði en Vestmannaeyjar. Sigurður var hæglátur maður og lét lítið yfír sér. Hann var óvenju heilsteyptur og sterkur maður og bifaðist ekki fremur en bjarg, þótt brotsjóir samfélagsins skyliu á honum á efri áram. Sigurður varð þeirrar gæfu að- njótandi að sjá son sinn, Láras, giftast Valdísi Atladóttur og stofna heimili í sambýli við þau Karolínu á Sólvallagötu 2. Þá fékk hann aðra Karolínu með sonardóttur sinni. Ég hringdi einstöku sinnum til Sigurðar og spurði þá eftir þroska telpunnar. Mér var sem ég heyrði hvemig hann yngdist og bros breiddist um andlit hans allt þegar bamabamið bar á góma. Það kom mér ekki á óvart því að ég vissi fyrir löngu að Sigurður átti ekki erfítt með að brúa kynslóðabil- ið og hafði reyndar fært sönnur á að kenningin um þetta bil er ekki óhrekjanleg. Sigurður lést 26. febrúar sl. eftir skamma legu. Ættingjar hans vissu að hann hafði ekki gengið heill til skógar um nokkra hrfð, en því, sem í hönd fór, tók hann með því æðra- leysi, sem einkenndi alla framkomu hans. Eftir lifír minningin um góðan dreng sem brást aldrei þegar mest reið á. Amþór Helgason í dag, miðvikudag 12. mars, verður gerð útför Sigurðar Hólm Guðmundssonar frá Dómkirkjunni í Reykjavík, sem andaðist í Landa- kotsspítala 26. febrúar sl. Þó maður hafí vitað að hveiju stefndi um nokkum tíma bregður manni alltaf við andlátsfregn góðs vinar. Minningabrot frá liðnum áram þjóta gegnum húgann, þær eru margar góðar minningar sem ég á úr bemsku og tengdar era fjölskyld- unni á Sólvallagötunni. Ég ætla ekki í þessum línum að rekja æviatriði Sigurðar eða ættir, heldur að minnast með örfáum orðum manns sem ég mat ávallt mikils og var gott að eiga að vini. Sigurður eða Holli eins og hann var alltaf kallaður innan fjölskyidunnar giftist föðursystur minni Karólínu Lárasdóttur 1938. Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hefur verið mikil samgangur milli fjölskyldna okkar og var ég ekki hár í loftinu þegar ég fór í heimsóknir til Dæju og Holla og fékk að gista. Þau hjón vora mjög samhent og höfðu komið sér upp sælureit austur við Þingvallavatn, sem er Ijald- brekka, en það kölluðu þau sumar- hús sitt þar. Þær era ófáar minningamar sem ég á þaðan. Það var spennandi að fá að fara með þeim fullorðnu út á vatn og renna fyrir silung. En það var eitt af áhugamálum Sigurðar, veiðiskapurinn, og lýsir vel hans innra manni að taka krakkann með og leggja mikla alúð í að segja til hvemig bera átti sig að við veiði- skapinn. Enda era þessar minning- ar sterkar og það era atvik sem þessi sem tengja menn vináttubönd- um. Eftir að ég stofnaði heimili héldust þessi vináttubönd og þau vora ófá skiptin sem við sátum saman og ræddum landsins gagn og nauðsynjar yfír kaffibolla, kannski á sunnudagsmorgni. Sig- urður var ekki að flíka tilfínningum sínum við alla og var ef til vill ekki allra, en því sterkar tengdist hann þeim sem urðu vinir hans. Sigurður og Dæja eignuðust eitt bam, Láras 1949. Hann er giftur Valdísi Atladóttur og eiga þau eina dóttur, Karólínu, sem er rúmlega árs gömui. Karólína litla varð strax augasteinninn hans afa síns. Við fráfall Sigurðar stækkar enn skarðið f okkar litlu fjölskyldu. Dæja mín, ég og fjölskylda mín sendum þér, Lárasi og Valdísi okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur I. Jónsson Minning: Tómas Ólafsson Fæddur 24. nóv. 1949 Dáinn 19. janúar 1986 Þegar okkur barst sú harma- fregn að höggvið hefði verið skarð í okkar samheldna nemendahóp setti að okkur trega og við spyijum, því svona fljótt? Það er fátt um svör, en við vitum að vegir Guðs era órannsakanlegir og hann einn ræður. Við kynntumst Tómasi Borghólm Ólafssyni er við hófum nám við Héraðsskólann að Skógum haustið 1962. Hann var yngstur okkar bekkjarsystkina, tæplega 13 ára, ljós yfirlitum með glaðlegan bamssvip. Þrátt fyrir góða náms- hæfileika Tómasar beindist hugur hans eftir gagnfræðapróf frekar að skóla lífsins en öðru lengra skóla- námi. Sjávarútvegur, siglingar ásamt félagsstörfum í þágu sjó- mannastéttarinnar voru ríkir þættir í starfí hans allt til dauðadags. Við bekkjarsystkini Tómasar höfum eftir bestu getu reynt að halda hóp- inn og hittast öðra hveiju. Þegar við síðastliðið vor glöddumst á tutt- ugu ára útskriftarafmæli okkar lét hann sig ekki vanta, enda félags- lyndur, trúr og traustur. Þar naut kfmnigáfa hans sfn hið besta, við upprifjun margra góðra minninga, enda gnægð af þeim eftir þriggja vetra dvöl á heimavistarskóla. Bros hans var breitt og brúnimar lyftust í anda minninganna og enn brá fyrir glaðlegum svip bemskuár- anna. Mannlífslýsing Tómasar verður ekki rakin nánar hér, enda hefur henni verið gerð góð skil af þeim er vel til þekktu í lífi hans og starfi. Við sendum bömum hans, foreldram, systkinum og öðram aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Með þessum orð- um viljum við þakka Tómasi ánægjulega samfylgd og biðja góð- an Guð að blessa minningu hans. Næst er við hittumst verður Tómas- ar saknað. Bekkjarsystkinin frá Skógaskóla. SERTILBOÐ Á HEIMILISTÆKJUM í MARS VIÐTÖKUMÁMEÐ ÞORSTEIIMI OG LÆKKUM VÖRUVERÐ LAIMGT UM- FRAM TOLLALÆKKANIR Gaggenau tilboð Ofnar: Áður Nú EB 795- -100 kr. 53.390 Kr. 44.900 EB 795- -110 kr. 53.390 kr. 44.900 EB 795- -120 kr. 53.390 kr. 44.900 EE 798- -104 kr. 55.150 kr. 45.900 EE 798- -114 kr. 55.150 kr. 45.900 EE 798- -124 kr. 55.150 kr. 45.900 Sambyggður ofn og 4ra hellu eldavél: Aður Nú EC 693- -104 kr. 58.460 kr. 49.900 EC 693- -124 kr. 58.460 kr. 49.900 Vlftur: 15% afsláttur Electrolux tilboð Eldavélar: Áður Nú CF 6423 60 cm kr. 27.900 kr. 23.250 CF 5533 55 cm kr. 19.640 kr. 16.900 CF 6484 60 cm kr. 31.310 kr. 25.990 Ryksugur: Áður Nú D-720 1100W kr. 11.900 kr. 9.400 D-730 Electrónik kr. 16.330 kr. 12.720 ísskápar: Sértilboð á afsláttarskápum Rowenta tilboð Gufustraujárn: Áður Nú DA-15 kr. 4.100 kr. 3.330 DA-47 kr. 3.380 kr. 2.680 Kaffivélar: Áður Nú FK-16,0 kr. 2.800 kr. 2.470 FK-60,0 kr. 3.940 kr. 3.090 Brauðristar: Áður Nú TO-19 kr. 2.460 kr. 2.050 TO-18 kr. 2.350 kr. 1.850 Vöfflujárn: Áður Nú WA 01,0 kr. 4.900 kr. 3.280 Ryk-og vatnssuga Áður Nú RU 11,1 kr. 8.300 kr. 7.290 Oster tilboð Hrærivélar: Áður Nú kr. 16.990 kr. 12.900 Svo gefum við 15% afslátt af allri málningu í mars mánuði Vdrumarkaðurinn hf. I Ármúla 1a s.686117 ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.