Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 56

Morgunblaðið - 12.03.1986, Side 56
 Banaslys um borð í Krossa- nesi SU BANASLYS varð um borð i skut- togaranum Krossanesi SU 4 f gærmorgun. Sautján ára gamall piltur, Ágúst Sigurðsson, til heimilis að Álfabrekku 2, Fá- skrúðsfirði, lenti í spili skipsins og beið bana. Slysið átti sér stað þegar Krossa- nes var að veiðum skammt út af Stöðvarfirði. Ágúst heitinn var við vinnu sína við spil aftur á skipinu er hann festist f þvf með fyrrgreind- um afleiðingum. Skipinu var þegar snúið til Stöðvarfjarðar og kom þangað um klukkan 11.30. Þyrla Landhelgisgæslunnar, með lækni, kom þangað um svipað ieyti, en piiturinn var þá látinn. Tveir menn í gæslu vegna sölu á hassi TVEIR ungir menn hafa verið úrskurðaðir f gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og sölu á hassi. Annar maðurinn var hand- tekinn á veitingahúsi í Reykjavík um síðustu helgi. Hann var úr- skurðaður í 14 daga gæsluvarð- hald vegna rannsóknar málsins. Kunningi hans var síðan hand- tekinn á mánudag og var hann í gær úrskurðaður í 5 daga gæsluvarðhald. Fíkniefnadeild lögreglunnar vinnur enn að rannsókn í máli bræðranna tveggja, sem úr- skurðaðir voru í gæsluvarðhald hinn 27. febrúar síðastliðinn, vegna sölu og dreifingar á am- fetamíni. Eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á sínum tíma voru bræðumir, sem eru rúmlega þrítugir, úrskurðaðir í 30 daga gæsluvarðhald. Rann- sókn málsins hefur leitt í ljós, að amfetamínið var flutt inn í batteríum. Glæfraleg brimsigling Gffurlegt brim varð við suðurströnd landsins f gær um það leyti er bátar komu að. Guðfinnur Bergsson, fréttaritari Morgun- blaðsins í Grindavik, tók þessa mynd af Verði ÞH4 í innsigling- unni til Grindavíkur f gær. Þótt sjórinn hafi gengið yfir skipið komst Vörður klakklaust inn f höfnina, svo og aðrir bátar, sem komu um svipað leyti. V erðfall á lýsi vegiia framboðs á jurtaolíu VERÐ á loðnulýsi hefur að undanförnu lækkað um allt að 80—90 dollara tonnið frá því sem það var hæst. Orsök verðlækkunarinnar er mikið framboð á ódýrri jurtaolíu frá Malaysíu. Að sögn Jóns Reynis Magnús- sonar forstjóra Síldarverksmiðja ríkisins fengust um 300 dollarar fyrir hvert tonn af loðnulýsi í byijun loðnuvertíðar og í desember fór verðið upp í 350 dollara. Það féil svo snögglega eftir áramótin og fór niður undir 260 dollara. Verðlækkunin er um 25% ef miðað er við hæsta verð en nálægt 13% ef gengið er út frá því verði sem fékkst við upphaf síðustu loðnuver- tíðar. „Orsökin er lágt verð á jurtaolíu Þingmannafrumvarp á Alþingi: Þjóðin greiði at- kvæði um bjórinn FRUMVARP um bruggun og innflutning áfengs öls var lagt fram í efri deild Afþingis í gær. Flutningsmenn eru Stefán Benediktsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, og Björn Dagbjartsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að heimilt verði að flytja inn og brugga hér á landi bjór á styrkleika- bilinu 4—5%. Bjórinn verði ein- göngu seldur á vegum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, í marg- nota umbúðum, og skulu áletranir á umbúðum vera á íslensku. Verði frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi koma ’.ögin þó ekki til fram- kvæmda „nema þau hafi áður hlotið samþykki með meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fari eigi síðar en 31. desember 1986.“ í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því, að 1% af skatttekjum ríkis- sjóðs vegna framleiðslu og sölu áfengs öls verði varið til fræðslu um skaðsemi áfengis. Frumvarpið er orðrétt eins og frumvarp, sem flutt var á síðasta þingi, að því viðbættu að nú er skilyrt samþykki í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ágreiningur um þjóðarat- kvæðagreiðslu var ein meginorsök þess að frumvarpið náði ekki fram að ganga á síðasta þingi. Sjá nánar á þingsiðu bls. 32. og þá einkum pálmaolíu frá Mala- ysíu, sem er notuð til smjörlíkis- gerðar eins og loðnulýsið," sagði Jón Reynir. Lýsið er hreinsað, hert og afsýrt og notað í smjörlíki og bökunarfeiti. „Páimaolían hefur jafnan verið dýrari en lýsið; kostaði til dæmis um 400 dollara tonnið þegar lýsistonnið stóð í rúmum 300 dollurum. Það hlóðust upp miklar birgðir af olíunni og henni hefur verið ausið út á markaðinn á mjög lágu verði, allt niður í 225 dollara tonnið. Orsökin er sem sé ekki sú, að framboð á lýsi sé of mikið," sagði Jón Reynir. Helsti markaður íslendinga fyrir loðnulýsi hefur verið Bretland. Um 90% af lýsisútflutningi íslendinga hafa farið þangað, að sögn Jóns Reynis. Afgangurinn hefur svo farið til meginlands Evrópu. Þegar best lét var lýsisútflutn- ingur íslendinga um 100 tonn á ári af þeim 6—700 tonnum sem seljast á heimsmarkaði. „Japanir selja stærstan hluta þess lýsis sem selt er í heiminum, um þriðjung, og Bandaríkjamenn næstmest. Mest fer þetta til Evrópu. Markað- urinn er því mjög þröngur og við- kvæmur," sagði Jón Reynir. Aðspurður sagði hann, að vissu- lega hefði verðfallið á loðnulýsi áhrif á afkomu loðnubræðslunnar, mismikil þó eftir verksmiðjum. „Mesta áhyggjuefnið er þó hversu lengi verðið muni verða svona lágt og hef ég þá næstu vertíð í huga. Lýsið frá síðustu vertíð var ekki allt selt á þessu lága verði þó einhveijar verksmiðjur eigi eitt- hvað óselt. Þær verða auðvitað fyrir einhveijum skakkaföllum." Jón Reynir Magnússon kvaðst ekki vita hve miklar birgðir af loðnulýsi væru nú til hérlendis. Bogdan endurráðinn Bogdan Kowalczyk var seint í gærkvöidi endurráðinn þjálfari íslenska handknatt- leikslandsliðsins fram yfir Ólympíuleikana í Seoul í Kóreu 1986. Samningurinn er háður þeim fyrirvara að Bogdan fái tilskilin leyfi pólskra yfirvalda til áfram- haldandi starfs hérlendis. Bogdan hélt utan snemma í morgun. Sjá íþróttir bls. 53.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.