Morgunblaðið - 27.04.1986, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður
Við Fjölbrautaskólann á Akranesi eru lausar
kennarastöður í rafeindavirkjun, stærðfræði
og tölvufræði.
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík
kennarastöður í bókfærslu og viðskipta-
greinum, ensku, stærðfræði og tölvufræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 23. maí.
Menntamálaráðuneytið.
Atvinnurekendur
Ég er 33 ára fjölskyldumaður sem óska eftir
líflegu og krefjandi starfi. Er vanur verslunar-
og bankastörfum, á mjög gott með að
umgangast fólk, er hugmyndaríkur og er
vanur að starfa sjálfstætt.
Ef einhver atvinnurekandi hefur þörf fyrir
starfskrafta mína, þá sendið tilboð til augl-
deild Mbl. fyrirö. maí merkt: „Hugmyndaríkur
- 5705“.
Sjúkraþjálfari
óskast til starfa í Bolungarvík. Uppl. um ágæt
kjör veitir Pétur Pétursson héraðslæknir í
síma 94-7287 og 94-7387.
Húsavík
Kennara vantar að Barnaskóla Húsavíkur
næsta vetur.
Upplýsingar gefur skólastjóri í símum
96-41660 og 96-41123.
Umsóknir sendist tii formanns skólanefndar
Katrínar Eymundsdóttur, Ketilsbraut 20,
Húsavík.
Skólanefnd.
Laus staða
Laus er til umsóknar hlutastaða dósents í
kvensjúkdómafræði og fæðingarhjálp við
læknadeild Háskóla íslands, sbr. 10. grein
laga nr. 77/1979 um Háskóla íslands.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík-
isins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vís-
indastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og
námsferil og störf skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu fyrir 25. maí 1986.
Menntamálaráðuneytið 22. apríl 1986.
Garðabær
Fóstruróskasttil starfa á leikskóla.
Upplýsingar gefa forstöðumenn í símum
40970 og 641320.
Félagsmálaráð Garðabæjar.
JL-húsið auglýsir eftir starfsstúlku í
kjötafgreiðslu
Umsóknareyðublöð hjá deildarstióra
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
Hjúkrunarfræðingar
sjúkraliðar
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vantar
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa og
til sumarafleysinga. Góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
97-7403
Munið hina margrómuðu sumarblíðu á Aust-
fjörðum.
Laus staða
Fulbrightstofnunin, Garðastræti 16, vill ráða
fulltrúa til starfa á skrifstofu sína í hálfa stöðu
(e.h.). Starfið felst aðallega í ráðgjöf varðandi
framhaldsnám í Bandaríkjunum. Þekking á
og einhver reynsla af íslenska og bandaríska
skólakerfinu er nauðsynleg. Góð íslensku-
og enskukunnátta skilyrði.
Nánari upplýsingar í síma 20830.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf berist Fulbrightstofnuninni fyrir
3. maí nk. í pósthólf 752,121 Reykjavík.
Barnfóstra
2 V2 árs hnátu í Háaleitishverfinu vantar góða
barnfóstru (ekki yngri en 15 ára) heim til sín
frá miðjum maí eða fyrr og til ágústloka
(hugsanlega með fríi í júlí). Vinnutími td.
9.30-18.00 en aðrar hugmyndir má ræða.
Þeir sem hafa áhuga á að sinna þessu sendi
nafn og heimilisfang og síma á augld. Mbl.
merkt: „Barnfóstra — 0665“.
Fóstrur
Fóstur óskast til starfa á Sólbrekku við
Suðurströnd Seltjarnarnesi frá 1. maí eða
eftir samkomulagi. Einnig kemur til greina
fólk með reynslu af uppeldisstörfum.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
29961 eða félagsmálastjóri í síma 29088.
Tannsmiður
Tannsmiður með góða þekkingu og reynslu
í gull- og postulínstækni óskast á tannlækn-
ingastofu 1. júlí nk. Góð vinnuaðstaða fyrir
hendi. Umsóknir óskast sendar augldeild
Mbl. merktar: „T — 3379"
Skóladagheimilið
Völvukot
vantar starfsfólk í hlutastarf og í afleysingar.
Upplýsingar í síma 77270.
Sjúkraþjálfar
Sjúkraþjálfun Suðurlands, Hveragerði, óskar
að ráða sjúkraþjálfara hið fyrsta eða eftir
nánara samkomulagi. Húsnæði á staðnum.
Nánari uppl. veitir Anna í síma 99-4780.
Sjúkraþjálfun Suðurlands
Laugaskarði (Sundlaug) 810 Hverageröi 99-4780
Kona óskast til
starfa ísumar
Starfið felst í innkaupum á matvörum, um-
sjón með matarbirgðum o.fl. Nokkur helgar-
vinna. Aðeins samviskusöm og þrifin kona
kemurtil greina.
Umsóknir sendist augld. Mbl. merkt:
„G—054“ fyrir 5. maí.
Byggingatækni-
fræðingur
Ungur byggingatæknifræðingur með 3-4 ára
starfsreynslu óskar eftir atvinnu. Hef sveins-
próf í húsasmíði.
Upplýsingar eru veittar í síma 12511 á kvöld-
in og um helgar.
Atvinnurekendur
óska eftir góðu framtíðarstarfi helst við
tækniteiknun. Er tækniteiknari að mennt.
Hef kennt við grunnskóla. Er vön skrifstofu-
störfum. Upplýsingar sendist auglýsingad.
Mb. merktar: „T — 059".
Símavarsla
Óskum að ráða starfskraft við símavörslu.
Vinnutími frá 13.00-18.00.
Upplýsingar gefur Aðalsteinn Pétursson á
vinnutíma.
Skittibofö Verslun Verkstæði Soludeild
38600 39230 39760 31236
Bif reióar & Landbúnaóarvélar hf
Suðurlandsbraut 14
Byggingatækni-
fræðingur
Byggingatæknifræðingur sem stundar fram-
haldsnám í verkfræði óskar eftir sumarvinnu.
Vanur mælingum. Get hafið störf 9. júní.
Þeir sem hafa áhuga hringið í síma 83704.
Fiskeldi
Laxeldisstöð í örum vexti á Suðvesturlandi
óskar að ráða starfsfólk til eldis- og annara
starfa. Ýtarlegar upplýsingar er tilgreini ald-
ur, menntun, reynslu og fyrri störf skulu
sendar augld. Mbl. merktar: „S -- 0667" fyrir
5. maí.
Líffræðingar B.S.
Rannsóknamann vantar á rannsóknastofu
í Stofnerfða- og þróunarfræði við Líffræði-
stofnun Háskólans.
Nánari upplýsingar veitir Einar Árnason á
Líffræðistofnun.
Atvinna
Fjórir til sex smiðir óskast í uppsetningu á
Reykjavíkursvæðinu. Mikil vinna. Upplýsing-
ar í síma 99-4200 og 99-4517 á kvöldin.
Pípulagnir/Danfoss
Húsfélagið Álftamýri 38-44 óskar eftir til-
boðum í uppsetningu á Danfoss krönum.
Efni og vinna.
Upplýsingar gefur Hermann í síma 33295
eftirkl. 18.00.