Morgunblaðið - 27.04.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1986
47
| raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Auglýsing um aðalskoð-
un bifreiða í Keflavík,
Njarðvík, Grindavík og
Gullbringusýslu 1986
Skráð ökutæki skulu færð til almennrar
skoðunar 1986 sem hér segir:
1. Eftirtalin ökutæki, sem skráð eru 1985
eða fyrr:
a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutn-
inga.
b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða
fleiri.
c. Leigubifreiðir til mannflutninga.
d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í
atvinnuskyni án ökumanns.
e. Kennslubifreiðir.
f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreið-
ir.
g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira
en 1500 kg að leyfðri heildarþyngd.
2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem
skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1983
eða fyrr.
Skoðun fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík,
milli kl. 8.00-12.00 og 13.00-16.00 alla virka
daga nema laugardaga.
2. maí Ökutæki Nr. Ö-5101
5. maí Okutæki
6. maí Ökutæki
7. maí Ökutæki
9. maí Ökutæki
12. maíökutæki
13. maíÖkutæki
14. maíÖkutæki
15. maí Ökutæki
16. maíÖkutæki
23. maí Ökutæki
26. maí Ökutæki
27. mai Ökutæki
28. mai Ökutæki
29. maí Ökutæki
30. maí Ökutæki
Nr. 0-5251
Nr. Ö-5401
Nr. Ö-5551
Nr. Ö-5701
Nr. Ö-5851
Nr. Ö-6001
Nr. Ö-6151
Nr. Ö-6301
Nr. Ö-6451
Nr. Ö-6601
Nr. Ö-6751
Nr. Ö-6901
Nr. Ö-7051
Nr. Ö-7201
Nr. Ö-7351
Nr. 0-5250
Nr. Ö-5400
Nr. Ö 5550
Nr. Ö-5700
Nr. Ö-5850
Nr. Ö-6000
Nr. Ö-6150
Nr. Ö-6300
Nr. Ö-6450
Nr. 0-6600
Nr. Ö-6750
Nr. Ö-6900
Nr. Ö-7050
Nr. Ö-7200
Nr. Ö-7350
Nr. Ö-7500
Aðalskoðun bifreiða í Grindavík fer fram
dagana 20.-22. maí nk. kl. 08.30-12.00 og
13.00-16.00 við lögreglustöðina að Víkur-
braut 42, Grindavík, og fellur aðalskoðun
niður í Keflavík þessa sömu daga.
Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun
annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bif-
hjóla og á auglýsing þessi einnig við um
umráðamenn þeirra.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja
fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og
kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og vottorði
fyrir gildri ábyrgðartryggingu.
í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal
vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið
stillt eftir 31. júlí 1985.
Vanræki einhver að færa bifreið sína til
skoðunar á auglýstum tíma, verður hann
látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin
tekin úr umferð hvar sem til hennar næst.
Lögreglustjórinn íKeflavík, Njarðvík,
Grindavík og Gullbringusýslu,
Jón Eysteinsson.
Framboðsfrestur
til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 31.
maí 1986 rennur út þriðjudaginn 6. maí nk.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum
þann dag kl. 15.00 til 16.00 og kl. 23.00 til
24.00 í fundarsal Borgarstjórnar Reykjavíkur
að Skúlatúni 2, 5. hæð.
25. apríl 1986.
Yfirkjörstjórn Reykjavikur,
Guðmundur Vignir Jósefsson.
Helgi V. Jónsson.
Guðríður Þorsteinsdóttir.
Auglýsing frá
Úreldingarsjóði
í nýsamþykktum lögum á Alþingi um skipta-
verðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarút-
vegsins er ákveðið að starfsemi Úreldingar-
sjóðs fiskiskipa Ijúki 14. maí 1986. Stjórn
sjóðsins hefur því ákveðið að auglýsa eftir
umsóknum úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er
til 8. maí 1986. Stjórn sjóðsins mun fyrir 14.
maí 1986 taka ákvörðun um styrkveitingar á
grundvelli þeirra reglna sem nú gilda um
sjóðinn og þeirra umsókna sem berast til
stjórnar sjóðsins fyrir 8. maí 1986. Það skip
sem hlýtur styrk til úreldingar, skal fyrir 20.
júlí 1986, tekið varanlega úr rekstri sam-
kvæmt reglum sjóðsins.
Með umsókn skal fylgja veðbókarvottorð,
ársreikningur seinasta árs og yfirlit yfir
skuldastöðu.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum skal senda
Samábyrgð íslands á fiskiskipum, Lágmúla
9,108 Reykjavík.
Úreldingarsjóður fiskiskipa.
Lyfjatækniskóli íslands
Auglýsing um inntöku nema
Lyfjatækninám er þriggja ára nám. Umsækj-
andi um skólavist skal hafa lokið tveggja ára
námi íframhaldsskóla (fjölbrautaskóla).
Umsækjendur, sem lokið hafa prófi tveggja
ára heilsugæslubrautar framhaldsskóla eða
hliðstæðu eða frekara námi að mati skóla-
stjórnar, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um
skólavist. Skólastjórn er heimilt að meta
starfsreynslu umsækjanda og er einnig heim-
ilt að takmarka fjölda þeirra nema, sem
teknir eru í skólann hverju sinni. Vísað er til
Reglugerðar um Lyfjatæknaskóla íslands, nr.
196/1983, um námsgreinar og námsskipan.
Einnig eru allar upplýsingar veittar í skólan-
um f. h. alla virka daga.
Umsóknarfrestur er til 8. júní. Eyðublöð fást
á skrifstofu skólans.
Umsókn skal fylgja eftirfarandi:
1. Staðfest afrit af prófskírteini.
2. Heilbrigðisvottorð á eyðublaði sem skól-
inn lætur í té.
3. Sakavottorð.
4. Meðmæli skóla og/eða vinnuveitenda.
Umsóknir skal senda til:
Lyfjatækniskóla íslands,
Suðurlandsbraut 6,
108 Reykjavík.
Skólastjóri.
Orðsending
til íbúa Selás- og Árbæjarhverfis
frá framfarafélagi hverfanna (FSÁ)
Laugardaginn 10. maí nk. gengst Framfara-
félag Seláss- og Árbæjarhverfis fyrir hinum
árlega almenna hreinsunardegi í hverfunum
í samvinnu við Hreinsunardeild Reykjavíkur-
borgar. Þá er minnt á sameiginlegt fegrunar-
átak allra borgarbúa vikuna 9.-15. júní nk.
Nánar auglýst síðar.
Stjórnin.
Auglýsing um verð
á grásleppuhrognum
Skv. framreiknuðum grunni á verði upp úr
sjó 1985 er verð grásleppuhrogna á þessari
vertíð upp úr sjó kr. 93,10 pr. kg. I þessu
verði er kostnaðarhlutdeild og stofnfjársjóðs
tillag innifalið.
Samtök grásleppuhrogna-
framleiðenda.
Áskorun til greiðenda
fasteignagjalda í
Hafnarfirði
Hér með er skorað á þá sem eigi hafa lokið
greiðslu 1. og 2. hluta fasteignagjalda ársins
1986 sem féllu í gjalddaga 15. janúar og 15.
mars sl., að gera full skil nú þegar. Vakin
er á því athygli að vangreiðsla á einum hluta
gjaldanna veldur því að gjöldin falla þá öll í
gjalddaga.
Oskað verður nauðungaruppboðs á fasteign-
um þeirra sem eigi hafa lokið greiðslu gjald-
anna innan 30 daga frá birtingu áskorunnar
þessarar, skv. heimild í lögum nr. 49/1951
um sölu lögveða án undangengis lögtaks.
Hafnarfirði 25. apríl.
Gjaldheimtan í Hafnarfirði.
Aðalf undur félags
Snæfellinga og
Hnappdæla
verður haldinn sunnudaginn 4. maí nk. kl.
17.30 í Sóknarsalnum Skipholti 50A.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Bifreiðastjórafélagið
Slipnir
heldurfélagsfund þriðjudaginn 29. apríl 1986
kl. 20.00.
Fundarstaður: Hótel Esja.
Fundarefni: Staða í samningum.
Daníel Óskarsson formaður.
Fyrirlestrar um fiskeldi
og kynbætur
Sunnudaginn 27. apríl kl. 16.00 verða fluttir
fyrirlestrar um fiskeldi og kynbótamál í sal A
á 2. hæð í nýju álmu Bændahallarinnar.
1. Dr. Harald Gröntvedt, prófessor frá Ási
í Noregi, fjallar um notkun á erfðatækni í
kynbótum búfjár og eldisfiska.
2. Sivert Gröntvedt, formaður sölusamtaka
norskra fiskeldisfyrirtækja, og dr. Harald
Skjervold greina frá þróun fiskeldis í
Noregi með tilliti til líffræðilegra þátta og
markaðsmála.
Fundurinn er öllum opin.
Búnaðarfélag íslands,
Veiðimálastofnun og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins.
BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS
Frá Blóðgjafafélagi
íslands
Fimmtándi fræðslufundur félagsins verður
haldinn mánudaginn 28. apríl kl. 21.00 í
kennslusal Rauða kross íslands að Nóatúni
21, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Rannsóknir á alnæmismótefnum ís-
lenskra blóðgjafa, Björg Rafnar læknir
flyturstutterindi.
2. Um rannsóknaráætlun Blóðbankans,
Ólafur Jensson læknir, Alfreð Árnason
erfðafræðingur og Ástríður Pálsdóttir
lífefnafræðingurflytja stutt erindi.
3. Önnurmál.
Fundurinn er öllum opinn.
Stjórnin.