Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 55
^pi^GyHBLAPIÐ, SUNtjUPAGUE 27.,APRlh,ig86 Kolbrún var komin af stórum og sterkum frændgarði þar sem ættar- tengslin slitnuðu aldrei. Hún hafði gott og traust samband við alla, ekki síst þá yngstu sem oft voru í ferðum með henni og fór það ekki framhjá neinum hve gott og fagurt samband var þar á milli. Hún var mjög hrifnæm þegar hún ferðaðist um Iandið. Hún virti fyrir sér blóm- in, fjallalækina og háfjöllin, allt með þeirri undrun og hrifningu sem einkennir sönn náttúruböm. Allir sem ferðum unna hafa misst traust- an og góðan ferðafélaga, en munum það að halda minningu hennar á loft með því að standa traustan vörð um félag okkar. Henni þótti svo innilega vænt um það. Við kveðjum hana með ósk um góða heimkomu. F.h. Útivistarfélaga Þorleifur Guðmundsson Þegar vinimir hverfa lætur maður ósjálfrátt hugann reika aftur í tímann. Ég læt hann reika til löngu liðinna daga. Ég er sex vetra gömul og fæ að fara til Blönduóss með föður mínum og systur. Við komum að rauðu húsi í grænu túni og það er veizla í húsinu. Þar bjó Jón Pálm- arsson og kona hans, María Eyjólfs- dóttir. Dætur þeirra vom Kolbrún og Hrefna. Þær vom á líkum aldri og við systumar og lengi á eftir töluðum við um þessar skemmtilegu systur og skirðum brúðumar okkar í höfuðið á þeim. Tíminn leið og ég varð viðskila við þetta fóik um langt skeið. En fyrir nokkmm ámm rifjaðist kunn- ingsskapurínn upp á ný. Við Kol- brún urðum samferða til Grænlands í ferð, sem Norræna félagið efndi til í tilefni þess að þúsund ár vom liðin frá landnámi Eiríks rauða á Grænlandi. Ég held, að öllum sem tóku þátt í þessarí ferð, verði hún ógleymanleg. Það var einhver sér- stakur blær yfir þessum dögum og Grænland er engu öðm lfkt. Við dvöldum þaraa í 15 daga og ferðuð- umst á bátum eða gangandi um fjöll og fimindi. Kolbrún var mikil ferðakona, göngugarpur og létt á sér eins og fuglinn fljúgandi. Það er gott að ganga á Grænlandi. Manni skrikar næstum aldrei fótur, jarðvegurinn er svo fastur fyrir. Hápunktur ferðarinnar held ég hafi verið ferðin út í Hvalseyjarkirkju. Þar talaði Kristján Eldjám og lýsti fyrir okkur brúðkaupinu, sem þar fór fram 1408. Eftir það fréttist ekkert af hinum fomu Grænlend- ingum og enginn veit um afdrif þeirra. Seinna um daginn messaði svo Jónathan Motzfeldt yfir ferðafólk- inu og lagði út af 90. sálmi Davíðs, 4. versi: „Því þúsund ár em í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og nætur- vaka.“ Við stóðum öll höggdofa í þessarí sex hundmð ára gömlu kirkju með himininn yfir fyrir þak. Hvað varð um fólkið sem hér hafði búið og skilið eftir þessar minjar og þessi fallegu nöfn: Hvalsey, Brattahlíð, Sólarfyöll? Því verður aldrei svarað. Seinna fómm við Kolbrún svo í fleiri ferðir saman, einu sinni til Norðurlanda. Alltaf var hún sami, góði, trausti ferðafélaginn. Það vakti athygli mína hvað hana tók alltaf sárt til íslands. Ef hún sá flaggað með Norðurlandafánanum og þann íslenzka vantaði varð hún gröm og kvartaði við þau hótel eða staði sem þannig höguðu sér. Ég man að þegar hún kom úr þessari ferð gisti hún bara eina nótt í Reykjvík, en lagði svo af stað í öræfaferð sem stóð ímarga daga. Kolbrún rak um árabil verzlun við Laugaveginn. Einnig var hún ágætur ljósmyndari og hafa birst eftir hana myndir í ýmsum tímarit- um. Það er undarlegt að eiga aldrei eftir að hitta hana og heyra hana segja frá síðustu Qallaferðinni eða ráðgera þá næstu. Eg kveð þessa vinkonu mfna með söknuði og þakka henni fyrir tryggðina og vináttuna. Að endingu ætla ég að biðja Jónas Hallgrímsson eins og áður að lána mér kveðjuorð- in og segi með honum: „Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.“ Þorbjörg Björnsdóttir Helga E. Andersen Minning Fædd23.júlí 1894 Dáin 18. april 1986 „Hún amma þín var að kveðja." Hvað þessi eina setning getur verið sár. Þó fyllist hugurinn þakklæti, þakklæti fyrir svo ótalmargt. Helga amma var ung, þegar hún missti manninn sinn, Bjama Magn- ússon, frá íj'órum ungum bömum þeirra. Eflaust hefur lífið oft verið erfitt fyrir ömmu, samt var hún alltaf hress og kát. Amma bjó lengst af í Aðalstræti 16, þar sem fjölskyldan hittist all oft. Þar vom þægindin ekki í fyrir- rúmi. íbúðin var t.d. hituð með einum kolaofni og stór og mikill eldhúsvaskur kom í staðinn fyrir bað. Þessu fann maður ekki fýrir, það var alltaf svo gott að koma til ömmu. Frístundir sínar notaði amma til að sauma. Hún saumaði mikið, allt frá litlum myndum og upp í fína stóla. Þessa fallegu hluti gaf hún bömum sínum, bamabömum og bamabamabömum. Amma las líka mikið og hún spilaði mikið við okkur bamabömin og síðar við bama- bamabömin. Amma var alltaf veitandinn. Þegar hún kom hingað austur, eða hún vissi af einhverjum á austurleið, var alltaf eitthvað tfnt í poka handa okkur. Einnig ef við vomm á ferð- inni. Hún hafði alltaf eitthvað til- búið handa okkur, þegar við vomm að kveðja. Amma flutti til foreldra minna fyrir 15 ámm. Oft fann maður hversu þakklát hún var fyrir að fá að vera hjá þeim og hún talaði mikið um hversu góð þau vom. Ég er hrædd um, að langömmu- bömunum finnist vanta eitthvað, að geta ekki hlaupið upp til Helgu ömmu, þegar þau koma til ömmu og afa í Nökkvavoginum. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti ömmu og að henni líður vel núna Við hér á Reyðarfirði þökkum ömmu allar samvemstundimar og biðjum Guð að blessa hana. Helga. Líf í 92 ár. Það hlýtur að vera ákaflega margt sem á daga þess drífúr, sem lifir í níutiu og tvö ár. Móður-amma mín lifði í 92 ár og er ætlun mín að kveíja hana hér í örfáum orðum, ekki vegna þess að hún hafi óskað þess, heldur vegna þess að þegar íslendingur hefur þjónað landi sínu í hartnær heila öld þá verða landar hans að fá að vita af því. Það hjálpar okkur að halda tengslum við uppmnann. Annars sagði Helga-amma við mig fyrir nokkmm dögum, það var f bamaafmæli eins af afkomendum hennar, þetta er nú orðið nokkuð gott, það er kominn tími til að ég fari að fara. Eftir að hafa yljað umhverfið í 92 ár er hún nú farin og kemur ekki aftur. Helga Enea Andersen, eða Helga-amma eins og hún var kölluð síðustu ljörutíu árin, fæddist í Reykjavík 23. júlí 1894, ein af fimmtán bömum Helgu Jónsdóttur, prests Jakobssonar og Hans And- ersen fæddum í Sjöbo á Skáni í Svíþjóð. Hans hafði komið til íslands árið 1879 þá 22 ára gamall til að læra skraddaraiðn (klæðskeraiðn) hjá F.A. Löve. Tveimur ámm eftir komuna hingað kvæntist hann Helgu Jónsdóttur og átta ámm síð- ar stofnaði hann eigið klæðskera- verkstæði. Þegar Helga-amma fæddist var H. Andersen orðinn einn af stóm atvinnurekendunum í Reykjavík með þijátíu manns í vinnu. Það hefur sjálfsagt verið §ömgt borðhaldið í Aðalstræti sextán, því að fyrir utan bamaskarann þá snæddu skraddarasveinar einnig hjá meistaranum. Síðar fékk fyrirtækið nafnið H. Andersen og Sons þar sem bræður Helgu-ömmu gengu inn í fyrirtækið með föðumum. Á unglingsárum sfnum var Helga send, ásamt Bengtu systur sinni, til Kaupmannahafnar í húsmæðra- skóla. Á þessum tíma hét þetta að vera sigldur og var hin mesta „for- frömun" enda kynntust flestir af- komendur Helgu-ömmu útlöndum fyrst í gegnum danskar gamansög- ur og vísur sem vom listilega kveðn- ar upp á dönsku. Eftir þessa Danmerkurför hófst alvara lífsins hjá Helgu. Hún hóf störf á saumaverkstæði í Reykjavík og kynntist skömmu síðar manns- efni sfnu, Bjama Þorgeiri Magnús- syni, sem þá var herbergisfélagi Þórbergs Þórðarsonar er þeir bjuggu uppi á lofti í Bergshúsi. Eftir að hafa verið í festum, að þeirra tíma sið, nógu lengi giftust þau árið 1918 og hófu búskap í Aðalstræti 16. Fjórir íslendingar litu á þessum ámm dagsins ljós í Aðalstræti 16. Þeir vom: Ellen, Agnar, Hallfríður og Jakob, §órir tilvonandi máttar- stólpar þjóðfélagsins, sem nutu umhyggju og leiðbeininga ástríkra foreldra. En skjótt skipast veður í lofti, þegar yngsta bamið var fimm ára var Helga orðin ekkja. Ekkja með §ögur böm. Það fæm ekki margir í sporin hennar Helgu-ömmu í dag. Að koma til manns fjóram bömum þegar samhjálp var engin, §öl- skyldufyrirtækið var að engu orðið LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð viö andlát og útför móður okkar, fósturmóöur, tengdamóður, systur og ömmu. VALGERÐAR ERLENDSDÓTTUR, Hafnarfirðl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á annari hæð sjúkradeildar Hrafnistu í Hafnarfirði fyrirfrábæra umönnun. Ingibjörg Jóelsdóttir, Ástráður Sigursteindórsson, Geir Jóelsson, Lóa A. Bjarnadóttir, Friðrik Jóelsson, Valdfs Guðjónsdóttir, Gróa Jóelsdóttir, Jón P. Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Bjarni Þórðarson, Erlendur Guðmundsson, Kristfn Gunnlaugsdóttir, Sigríður Erlendsdóttir og barnabörn. og Aðalstræti 16 horfíð í kreppuna frægu. Aldrei var kvartað eða kveinað á því heimili, enda kom hún upp fjór- um bömum sínum og em afkom- endur nú 32 talsins, hið mann- vænlegasta fólk, enda arfleifðin hin besta. Árið 1969 sendi Guðbrandur Magnússon, mágur Helgu, henni afmæliskveðju sem lýsir vel tilfínn- ingum manns gagnvart afreki eins og hennar. Guðbrandur skrifar m.a. á þessa leið: Frú Helga Andersen, mín kæra mágkona. „Ég var við aldur, þegar það stóð fyrir mér að maðurinn væri ekki æðsta skepna jarðarinnar — heldur konan. Og þetta þá vegna þess að á konunni hefir hvílt og hvílir stærra og mikilsverðara hlutskiptið en okkar karlmannanna. Þið hafið ekki aðeins borið okkur manneskj- umar undir brjóstum, heldur hafið þið alið okkur og fóstrað, umvafið og frætt á þeim bylgjulengdum, sem mannlífinu hefír komið og mjakað því og þokað til þess þroska, þar sem nú er komið. Við karlmenn höfum hinsvegar lengst af hlotið að sinna öllu hinu kaldsamara og grófgerðara þótt hitt beri að viðurkenna að í okkar hlut, og þá vaxandi í seinni tíð, í55; hafí einnig komið að vísa til vegar í ýmsu því er til æðri vísinda horfir, en þetta er þá vitni um ykkar batn- andi uppeldi enda nú viðurkennt að allt sem best var unnið og til afreka teldist, var unnið fyrir konu- ást... Helga-amma bjó í 70 ár í Aðal- stræti 16, í hjarta borgarinnar. Þaðan eigum við bamabömin margar okkar bestu minningar. Það ber ekki hinn minnsta skugga á þann stað. Ávallt velkominn. Það yljar að láta hugann reika þangað. Þar er fyrir konan sem kenndi okkur að lifa lífínu ánægð. Segja má að hún hafi uppskorið vel, því síðustu árin naut hún ágætrar umhyggju baraa sinna. Sérstaklega elstu dóttur sinnar, Ellenar, og manns hennar, Guð- mundar Siguijónssonar, en hjá þeim bjó hún síðustu árin. Ég kveð ömmu mína með kæm þakklæti fyrir allt sem hún hefur skilið eftir hjá mér og mun hjálpa mér að lifa ánægjulegu og góðu lífi hveijar svo sem aðstæðumar em. Þorgeir Logi Áraason Þar kom að því að hún elsku amma mín fékk hina langþráðu hvíld. Ég veit að henni líður vel núna, því það var svo dásamleg ró yfir henni þegar hún fór yfir móð- una miklu. Við minnumst allra okkar stunda saman. Þegar hún kom í heimsókn og þurfti að hvfla sig á hvetjum stigapalli til að komast alla leið upp. Baaði var það, að mjöðmin var henni til mikils ama að ég tali nú ekki um bilað hjarta og veik lungu og ným. Eða eins og læknirinn sagði: „Þessi kona á ekki að geta staðið uppi, hún geng- ur á viljanum." Og sjónin, hún þekkti okkur á röddinni eins og hún sagði sjálf. En furðulegt samt hvað hún gat spilað á spil við okkur lengi. Ég held hún hafi verið svona minnug þvf hún spurði hvaða spil, þetta og hitt væri og þá gat hún spilað allvel. Bjama afa missti hún þegar hún var 38 ára frá 4 bömum, öllum innan við fermingu. Hún stóð sig eins og hetja þrátt fyrir erfið tíma- bil og ól öll sín böm upp í Aðal- stræti 16, þar sem hún sjálf fæddist og átti síðan heima þar í 70 ár. Hún var mikil handavinnukona og em margir sem eiga fallegar út- saumaðar hannyrðir eftir hana. Hún missti mikið þegar hún hætti að geta saumað út. Elsku, elsku ömmu minnar mun ég sakna mikið og megi Guð vera með henni. Rannveig t Móðir okkar, MARGRÉT FRIÐBJARNARDÓTTIR, Suðurgötu 15, Keflavfk, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 24. aprfl. Börnin. t Útför sambýlismanns míns, föður okkar og afa, SIGURBJÖRNS ÁRNASONAR frá Landakoti, Sandgerði, ferfram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. apríl kl. 15.00. Kornelfa Jóhannsdóttir, Arndfs Sigurbjörnsdóttir, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Valdimar Sigurbjörnsson og barnabörn. t Eiginkona min, móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR, Krókahrauni 4, Hafnarfirði, verður jarðsungin fró Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.30. Sigurður Alexandersson, Hilmar Harðarson, Kristfn Pétursdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.