Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986
59
Isafjörður;
Afkoma Orkubús Vest-
fjarða góð í fyrra
ísafirði.
ORKUBÚ Vestfjarða hélt 9.
aðalfund sinn á ísafirði á
fimmtudag og föstudag. Afkoma
félagsins er nú góð, þriðja árið
í röð, með tekjuafgang að jafnaði
hálft prósent af heildartekjum á
ári þessi þijú ár. Tekjuafgangur
fyrir afskriftir og fjármagns-
gjöld nam 162 milljónum króna,
en með þeim gjöldum var tap sem
nam rúmlega einni milljón króna.
Helstu áföllin í rekstrinum á síð-
astliðnu ári voru skemmdir á línu-
kerfí í Austur-Barðastrandarsýslu
í maí og skemmdir vegna vatnsflóða
við Mjólkárvirkjun í október. Þá
lækkaði verðjöftiunargjald á árinu
um 3% og orsakaði það 14 milljóna
króna tap fyrir Orkubúið. Helstu
framkvæmdir á árinu voru við lagn-
ingu fjarvarmaveitu á Flateyri, en
fyrstu húsin voru tengd um síðustu
áramót. Þá var tengd ný lína á
milli Mjólkárvirkjunar og Tálkna-
fjarðar. Á árinu jókst orkusala um
4,8% og nam 184 GWh en 61% af
orkuöfluninni kom frá RARIK og
Landsvirkjun, 35% frá eigin vatns-
aflsvirkjunum og 4% frá díselstöðv-
um og svartolíubrerinurum.
Miklar umræður fóru fram á
fundinum um verðjöfnun á orku og
tilkynnti Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra að samstaða væri
um það í ríkisstjóminni að þeim
orkuveitum sem verst verða úti
vegna breytinganna verði bættur
skaðinn með framlögum úr ríkis-
sjóði. Þá kom það fram hjá for-
manni OV, Ólafí Kristjánssyni Bol-
ungarvík, að vegna dráttar á lagn-
ingu Vesturlínu á sínum tíma sem
um var samið þegar Orkubúið var
stofnað, hefði aukakostnaður fyrir-
tækisins numið 316 milijónum
króna á núvirði. Sagði hann eðlilegt
að ríkissjóður, sem bar ábyrgð á
seinkuninni, greiddi þann kostnað.
Orkubúið rekur nú fjarvarma-
veitur á fjórum stöðum á Vestfjörð-
um: ísafírði, Bolungarvík, Patreks-
firði og Flateyri og sýnir reynslan
að sá rekstur er mjög hagkvæmur,
einkanlega vegna kaupa á ótryggðri
orku frá Landsvirkjun.
Næstu sjö ár er talið að afkoma
Orkubúsins verði mjög slæm vegna
þess að þá er komið að greiðslum
þeirra lána sem tekin hafa verið á
undanfömum árum til uppbygging-
ar á raforkukerfi Qórðungsins.
Verður greiðslubyrðin hæst árið
1990, 55% af nettóorkusölu.
Það kom fram í skýrslu stjómar-
formanns að óeðlilegt væri að
greiða upp virkjanakostnað á 7
ámm og yrði leitað leiða til að
Morgunblaðið/Úlfar
Að loknum aðalfundi Orkubús Vestfjarða hélt nýkjörin stjóm sinn
fyrsta fund. Þar var Ólafur Kristjánsson kjörinn formaður, Björgvin
Sigurbjörnsson varaformaður og Kristján Jónasson ritari, en fulltrú-
ar ríkisins Ólafur Helgi Kjartansson og Engilbert Ingvarsson með-
stjómendur. Það mun vera í fyrsta sinn sem fuUtrúi ríkisins er
ekki varaf ormaður.
dreifa greiðslubyrðinni, svo ekki
þyrfti að koma til hækkunar gjald-
skráa af þeim sökum.
Það vekur athygli þegar borin
eru saman orkuverð hinna ýmsu
orkusölufyrirtækja í landinu að
hitaorka er 120% dýrari á Vest-
fjörðum en í Reykjavík og 220%
dýrari á Akureyri en í Reykjavík.
Rafmagn til heimilisnotkunar er 3%
ódýrara á Akureyri en í Reykjavík,
en 30% dýrara á Vestfjörðum en í
Reykjavík. Þessar upplýsingar
komu fram í skýrslu orkubússtjóra,
Kristjáns Haraldssonar.
I stjóm Orkubúsins voru endur-
kjömir af hálfu Vestfírðinga Ólafur
Kristjánsson Bolungarvík, Björgvin
Sigurbjömsson Tálknafírði og
Kristján Jónasson ísafirði. Engil-
bert Ingvarsson Tyrðilsmýri situr
áfram tilnefndur af fjármálaráð-
herra, en Ólafur Helgi Kjartansson
ísafirði var tilneftidur af iðnaðar-
ráðherra í stað Kristins J. Jónssonar
ísafírði sem þar hefur setið undan-
farin ár.
Aðalfundurinn fór mjög vel fram.
Þó virtist að einhveijir undirstraum-
ar bærðust um breytingar á stjóm-
armönnum umfram það sem gerðist
hjá iðnaðarráðherra en eftir því sem
fréttaritari Morgunblaðsins komst
næst þá var eftirfarandi vísa Gests
Kristinssonar alþýðubandalags-
manns frá Suðureyri sú gára sem
næst komst yfírborðinu:
Engilbert mér kenndi króa,/kát
er íhaldspólitík./Ab það vill ekki
lóga/aðila úr Bolungarvfk.
Einkenni em fum og fát,/flokkar
tal’af krafti./Sýni nú allir eðla
gát,/eða haldi kjafti.
Guðmundur Ingi Kristjánsson
skáld og bóndi á Kirkjubóli í Bjam-
ardal var heiðursgestur aðalfundar-
ins. Kastaði hann fram ýmsum vís-
um um framgang mála og helstu
dægurmálin. Hér á eftir fer umsögn
hans um ferð Matthíasar Bjama-
sonar samgönguráðherra og fyrsta
þingmanns VestQarða í ferð með
Amarflugi til Hamborgar nýlega:
Nýsköpunarstjóm til starfa/
stofnuð úti í Hamborg var./Matt-
hías studdi sterka og djarfa/stjóm-
armjmdun Össurar.
- Úlfar.
Á myndinni má sjá líkan af tjöminni í Reykjavík sem sólskinsdeild
bamaheimiiisins Garðaborgar hefur unnið að undanfarið. Frá vinstri
á myndinni eru: Atli 4 ára, Linda Björg 6 ára, Sigríður Vala 6 ára
og Gunnar 4 ára. Mánadeildin á Garðaborg bjó til líkan af hverfi
einu í Þingholtunum sem börnin þekktu vel til og stjörnudeildin
gerði líkan af Listasafni Einars Jónssonar. Sameiginlega gerðu
deildirnar á Garðaborg síðan likan af Hlemmtorgi.
Dagvistarheimili Reykjavíkurborgar;
Halda kynningardaga
28. apríl til 2. maí
Dagvistarheimili Reykjavíkurborgar bjóða borgarbúum að
kynna sér starfsemi heimilanna vikuna 28. apríl til 2. maí í tilefni
af 200 ára afmæli Reykjavikurborgar.
Heimilin verða opin á venjulegum
starfstíma, kl. 8.00 til 17.00, en
vegna matar- og hvíldartíma bam-
anna verður ekki tekið á móti gest-
um milli kl. 11.00 og 13.00.
Kynningardagar þessir ganga
undir nafninu „Borgin okkar“ og
hafa bömin unnið að ýmsum verk-
efnum að undanfömu. Farið var
með þau í skoðunar- og kynnisferðir
og verður afrakstur þeirra ferða
kynntur gestum í máli og myndum.
Þá hefur Fóstrufélag Islands lát-
ið gefa út fems konar veggmyndir
í tilefni kynningardaganna og em
þær til sölu. Á myndimar em áletr-
aðir textar úr uppeldisáætlun sem
menntamálaráðuneytið gaf út sl.
haust.
Skrifstofa dagvistarheimila
Reykjavíkurborgar hefur verið flutt
í Haftiarhúsið við Tryggvagötu, 3.
hæð, frá Njálsgötu 9 og Fomhaga
8.
Morgunblaðió/Bjami
Safna fyrir hljómflutningstækjum
ÞESSIR hressu krakkar lögðu
leið sína á ritstjórn Morgunblaðs-
ins í vikunni, en þeir eru i 7.
bekk í grunnskólanum í Þorláks-
höfn. Krakkamir eru að safna
fyrir hljómflutningstækjum sem
kosta 150 þúsund, en i fyrra
söfnuðu þau fyrir myndbands-
tæki fyrir skólann og þar sem
söfnunin gekk vel hjá þeim gaf
Kiwanisfélagið þeim sjónvarps-
tæki. Krakkamir vildu þakka
þeim sem höfðu lagt þeim lið,
en það eru Másbakari, Bóka- og
Gjafabúðin, Meitillinn, Gletting-
ur, Auðbjörg hf., Hafnarnes hf.,
Bjarg hf., Rafvör sf., verslunin
Hildur, Kaupfélag Ámesinga,
útibúið í Þorlákshöfn, verslunin
Irdna, Ölfushreppur, Eimur sf..
Stoð sf, Skálinn, Útgerðarfélagið
Elliði, Mát hf., Foreldrafélagið,
Júlíus Á/R 111. Eyrún Á/R 66
og Óskasteinn Á/R. Þessi fyrir-
tæki hafa öll liðsinnt þeim i söfn-
uninni fyrir myndbandinu og
hljómflutningstækjunum og For-
eldrafélagið átti sérstakar þakk-
ir skildar fyrir góðar undirtektir.
Þórscafé:
Omar Ragnars-
son skemmtir í maí
ÞÓRSCAFÉ á 40 ára afmæli um
þessar mundir og er afmælisins
minnst á margvíslegan hátt.
Meðal annars hefur verið sett
upp nýtt diskótek á fyrstu hæð-
inni eins og áður er komið fram
og standa fleiri breytingar fyrir
dyrum í sumar.
Þórscafé býður upp á skemmti-
dagskrá allar helgar og mun Ómar
Ragnarsson skemmta matargestum
út maímánuð. Þá kemur Pálmi
Gunnarsson aftur til starfa eftir að
hafa tekið þátt í Evrópusöngva-
keppninni, en hann hefur undan-
farið skemmt gestum á nýju „mið-
nætursviði" staðarins sem komið
hefur verið upp á 2. hæð hússins.
Líklegt er að tríóið Icy skemmti í
Þórscafé eftir keppnina.
Þeir Magnús og Jóhann munu
skemmta þar á meðan Pálmi bregð-
ur sér til Noregs. Danshljómsveit
hússins er Pónik og Einar. Þórscafé
er opið frá kl. 20.00 fyrir matar-
gesti en auk þess er diskótekið opið
á fímmtudagskvöldum.
Pálmi Gunnarsson á miðnætursviði i nýju diskóteki Þórscafés. Þar
er nú opið á fimmtudagskvöldum. Morgunbiaðið/RAX