Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986
eins og til dæmis á vissum skemmti-
stöðum í Stokkhólmi þar sem Svíun-
um og Finnunum er hleypt inn en
hinum ekki. Eðlilega hefur þetta
ekki einungis áhrif á þá sem fyrir
utan bíða, heldur líka sænsku vinina
sem eru á þennan hátt gerðir rétt-
hærri af löndum sínum.
A meðan við vorum að gera þessa
mynd fann ég að stráknum, sem
var farinn að kynnast okkur býsna
náið í gegnum samvinnuna, lá eitt-
hvað mikið á hjarta og þegar hann
loks létti á sér varð það tilefni þriðju
myndarinnar. Hann stóð á tímamót-
um í sínu lífí, var orðinn mjög
sænskur í hugsun og ástfanginn
af sænskri stúlku. Fjölskylda hans
hafði hins vegar haldið fast í tyrk-
neskar hefðir og setti honum stólinn
fyrir dyrnar. Sínum tyrkneska
uppruna skyldi hann ekki gleyma,
allra síst með því að kvænast út úr
tyrkneska samfélaginu. Foreldrar
hans fóru með hann í ferð til Tyrk-
lands og þar kvæntist hann ungri
tyrkneskri stúlku. Þessi mynd endar
um það leyti sem hún er að koma
til Svíþjóðar og hann er að gera
upp við sig í hvors lands siði hann
eigi að halda sem eiginmaður og
heimilisfaðir. Hann ákvað á endan-
um að halda í tyrkneska mátann.“
Hvað verður um
tyrkneskar konur
í Svíþjóð
Þegar Stina Helmersson ræðir
um þessar þtjár myndir er sjáanlegt
að þarna er á ferðinni eitt þeirra
vel stæðar og menntaðar tyrknesk-
ar konur voru á einu máli á móti
mér um að svona væri málum alls
ekki háttað og það væri ekki hægt
að draga upp svona mynd af kyn-
systrum sínum af sama þjóðerni.
En þessi fundur sannfærði mig um
það eitt að ástandið væri ekki bara
slæmt hjá fátækum tyrkneskum
konum í Svíþjóð, heldur byggju
þessar konur sem þarna mótmæltu
ekki mikið betur, slíkur var æsing-
urinn í málflutningnum.
En sögunni um NizgUl svipar til
margra annarra. Hún fluttist með
fátækum foreldrum sínum til Sví-
þjóðar sem barn. Olst upp í sænska
skólakerfínu, með sænskum vin-
konum og var orðin mjög vestræn
í hugsunarhætti sem unglingur,
þegar foreldrum hennar fannst nóg
komið og fóru með hana 13 ára
gamla til Tyrklands. Giftu hana 17
ára gömlum tyrkneskum manni,
sem flutti svo til Svíþjóðar. Hún
átti erfitt með að sætta sig við
hlutskipti tyrkneskrar eiginkonu í
Svíþjóð og hann átti erfitt með að
átta sig á stöðu sænskra kvenna
og sænsku þjóðfélagi yfirleitt. Hann
treysti henni ekki og vildi helst
ekki vita af henni úti á meðal
sænskra, elti hana jafnvel. Þegar
hún var 16 ára eignuðust þau dótt-
ur. Svo kom tímabil þar sem þau
voru að reyna að koma undir sig
fótunum og unnu mikið og hann
ákvað að senda telpuna til foreldra
sinna í Tyrklandi á meðan. Það sem
svo kom síðar í ljós var að hann
ætlaði sér ekki að fá barnið aftur
Morgunblaðið/Mats Araström
Nezgiil, tyrkneska 22 ára gamla konan sem sagði sögu sína í mynd
Helmersson, Gjald ástarinnar.
mála sem hún hefur mikinn áhuga
á, reyndar talsvert meiri en dugði
í þessar þijár myndir. Hún heldur
áfram: „Eftir þetta fór ég að velta
því fyrir mér hvað yrði um þessa
ungu stúlku og aðrar, sem ekki
einungis giftast inn í ókunna fjöl-
skyldu heldur ókunnuga menningu
í framandi landi. Eg hitti hana sjálfa
ekki, en ég hitti margar aðrar.
Tyrkneskar konur sem höfðu gifst
til Svíþjóðar eða þá komið þangað
sem börn, alist upp með sænskum
vinkonum sínum og meðtekið þeirra
viðhorf að mörgu leyti. Eg vildi
gera mynd um það sem verður um
þessar konur, en að því var ekki
hlaupið. Þær töluðu við mig, sögðu
mér hreinskilnislega frá hlutskipti
sínu, sem er svo allt annað en
^ænskar konur búa við, þær leyfðu
mér að lesa dagbækurnar sínar —
en, enginn þorði að taka þátt í gerð
heimildamyndar. Allar voru þær
sammála um að slík mynd væri
þörf, en engin þorði. Þegar mér
varð það ljóst að ég myndi ekki
geta gert svona mynd nema leikna,
yarpaði ég hugmyndinni frá mér
því að heimildamynd með raun-
'Verulegum persónum var það sem
ég vildi gera. En svo leið tíminn
og einn góðan veðurdag hafði
NezgÚl samband við mig, sagðist
hafa frétt um áhuga minn á að
segja sögu tyrkneskrar konu í mynd
og kvaðst tilbúin að vera sú kona.
Sagan um hana var sýnd í sænska
sjónvarpinu núna um síðustu páska
og það er víst verið að þræta um
hana enn, að minnsta kosti sat ég
kappræðufund nokkrum dögum
aður en ég kom hingað þar sem
til Svíþjóðar, sagðist vilja að dóttir
sín fengi gott tyrkneskt uppeldi.
Það varð endanlega til þess að
NizgÚI tók þá ákvörðun að skilja,
sem er litið hornauga í tyrkneska
samfélaginu, en hefur þó áukist til
muna á undanförnum árum. Hún
fór til Tyrklands og rændi barninu
sínu. Kom með stúlkuna til Svíþjóð-
ar þar sem þær mæðgur búa í dag,“
segir Helmersson.
Um viðbrögð gagnvart NizgÚl
sjálfri í kjölfar sýningar myndarinn-
ar segir hún, „auðvitað kveið hún
talsvert sýningu myndarinnar, það
þarf kjark til að bera líf sitt á borð
fyrir aðra. En þrátt fyrir gagn-
rýnina sem ég talaði um áðan þá
hefur hún ekki beinst svo mikið að
þessari konu. Hún segist fremur
hafa mætt stolti hjá öðrum tyrk-
neskum konum fyrir að einhver
skyldi vera reiðubúin að taka þátt
í að varpa ljósi á þessa togstreitu
sem myndast þegar þær hefðir sem
ríkja innan veggja heimilisins eru
allt aðrar en gerast í samfélaginu
fyrir utan,“ segir Helmersson.
En henni er ekki til setunnar
boðið, leiðin liggur frá Reykjavík
til Skagafjarðar þar sem hún ætlar
að komast á hestbak áður en haldið
verður aftur til Svíþjóðar. „Það
væri gaman ef hægt væri að sýna
„Gjald ástarinnar", eins og myndin
um NizgÚl heitir, í íslenska sjón-
varpinu við tækifæri," segir hún
að lokum. Brosir svo í kampinn og
bætir við, „en mest hlakka ég til
að sýna ykkur íslenska hestinn, eins
og ég sé hann.“
Viðtal/Vilborg Einarsdóttir.
Utsýnar
Ungfrú og Herra ÚTSÝN valin og
krýnd á gala-vorfagnaði í
miðvikudaginn 7. maí
(kvöldið fyrir uppstigningardag)
Fjöldi skemmtiatriða, happdrættisvinningur, stórt
ferðabingó, hár- og snyrtisýning, glæsileg dans-
og tízkusýning.
Kl. 22.00 verður fríður og föngulegur hópur 12
stúlkna og pilta kynntur og síðan valin Ungfrú og
Herra Útsýn á miðnætti.
Danstil kl. 03.00.
Missið ekki af glæsilegri skemmtun.
Fagnið sumri með Útsýn!
Aðgöngumiðar
og borðapantanir
í Broadway, sími 77500.
Ferðaskrifstofan
UTSÝN
Gómsætur'
hátíðakvöld-
verður hefst
kl. 20.45.
Matseðill:
Púrtvínslöguð alifugla-
súpa m/villikrydduðu
andakjöti
Lambahnetusteik
m/rjómasoðnum, ferskum
sveppum.
Piparmintuís m/vínlegnum
perum og rjóma.
Verð aðeins
kr. 1.100.-
/CriNGASIODIN
ENGIHJALLA 8 * ^46900
______i
Líkamsrækt íjtít alla!
Aerobic
Hörku leikfimi, eykur þol og
styrk með dúndur músík.
Kennt 2-3 viku. 4ra vikna
byrjenda- og framhalds-
flokkar og opnir tímar.
Frjáls mæting i tækjasal
innifalin. Aerobic hentar
öllum.
Kvennaleik-
fimi
Styrkjandi, vaxtamótandi
og frískandi leikfimi 2x í
viku. 4ra vikna námskeið.
Vigtun, mæling. Byrjendur
ogpúl.
Líkamsrækt í tækjasal
Ný tæki. Frábær aðstaða til líkamsræktar. Styrkj-
andi, grennaridi og hressandi æfingar í vel búnum
tækjasal. Ótal möguleikar. Komdu og fáðu æfinga-
kerfi við þitt hæfi. Frjáls mæting. Mánaðarkort fyrir
karla og konur á öllum aldri.
'M
Nudd
Nudd er nauðsyn. Parta-
og heilnudd. Pantið tíma.
Nuddari:
Shamin.
Samir A.
Slökun
Þægilegir Ijósalampar,
vatnsgufa, nuddpottar. Þú
slakar vel á hjá okkur eftir
erfiðið.
Byrjaðu strax
Komdu þér í form fyrir
sumarið!
Hópafsláttur
— Fjölskylduafsláttur.
Innritun í öll námskeiðin í sím-
um 46900 — 46901 — 46902
eftirkl. 14.00.
ÆFINGASTOÐIN
ENGIHJALLA 8 • ® 46900
I