Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 6

Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 HOROWITZ HYLLTURI SOVÉTRÍKJUNUM Hljómleikarnir í Moskvu voru haldnir í tónlistar- höllinni þar, sem tekur 1.800 manns í sæti. En fyrir tónleikana tókst hóp manna að ryðjast inn í höllina og upp á efstu svalir og er áætlað að tvö þúsund manns hafí verið í höllinni til að hlýða á snillinginn. Horowitz lék á eigin Steinway-flygil, sem hann tók með sér frá Bandaríkjun- um, í tvær klukkustundir. Aheyrendur heilluðust þegar hann lék verk eftir Scarlatti, Chopin og Liszt. En þegar Horowitz svo lék valda kafla úr verkum rússnesku tónskáldanna Alexander Scrabins og Sergeis Rachmaninoffs ætlaði allt um koll að keyra, svo mikil voru fagnaðarlætin. Sjálfur kynnt- ist Horowitz báðum þessum tón- skáldum persónulega og hann og Rachmaninoff voru vinir um margra ára skeið þar til sá síðar- nefndi lézt árið 1943. Scrabin kynntist Horowitz lítil- lega árið 1914, en þá var Horowitz aðeins tíu ára. Leiðir þeirra lágu saman í Kiev, eða Kænugarði, fæðingarborg Horowitz. Segir Horowitz frá þessum fundi með Scrabin í ævisögu sinni „Horowitz“ eftir Glenn Plaskin, sem út kom árið 1983. Foreldrar Horowitz höfðu beðið Scrabin að hlusta á hann leika á píanó og féllst tónskáldið á það. Lék Horowitz tvær etýður eftir Scrabin, en að sögn Horowitz sat tónskáldið og hlustaði „mjög óró- legur og honum hefur sennilega verið meinilla við mig. Pabbi og mamma voru að neyða hann til að hlusta á undrabamið sitt og hann hlýtur að hafa hugsað sem svo: „Drottinn minn dýri, hvemig get ég losnað við hann.““ Ekki mun þó Scrabin hafa orðið fyrir vonbrigðum því hann sagði foreldrunum að Horowitz hefði mikla hæfíleika, og ráðlagði þeim að sjá til þess að hann fengi góða almenna menntun. En þessi kynni stóðu stutt, því ári- síðar lézt Scrabin. Við komuna til Moskvu nú eftir 61 árs fjarveru heimsótti Horowitz Yelenu Scrabin, dóttur tónskálds- ins, sem nú er 86 ára. Hittust þau í húsinu þar sem faðir hennar bjó fyrrum, en það er nú safn. Hefur húsinu verið haldið mjög vel við og þar er eins um að litast eins og var áður en tónskáldið féll frá fyrir rúmum 70 ámm. I heimsókninni lék Horowitz sömu tvær etýðumar fyrir dótturina og hann hafði leikið fyrir föðurinn fyrmm og lét hún óspart hrifningu sína í ljós að leik loknum. Hljómleikunum í Moskvu var sjónvarpað beint til Bandaríkjanna og nokkurra Evrópulanda auk þess sem þeir vom teknir upp á mynd- band sem sýnt verður síðar um öll Sovétríkin. Að tónleikunum lokn- um, eftir að Horowitz hafði leikið þrjú aukalög og áhorfendur risið úr sætum og hyllt hann þannig í átta mínútur, vom umsagnir allar á einn veg. „Hann er óumdeilanlega skær- asta stjama hefðbundins rússnesks tónlistarflutnings. Ég held að hver einasti áheyrandi í tónlistarhöllinni hafi farið þaðan sæll og glaður í Horowitz í Spaso House, bústað bandaríska sendiherrans í Moskvu. Horowitz við Steinway-flygilinn. „ Glataði sonurinn “ sneri heim eftir rúmlega 60 ára fjarveru Píanósnillingurinn Vladlmir Horowitz heimsótti Sovótríkin í fyrra mánuói, elns og skýrt var frá í fróttum, en fram tll þess tíma hafði hann ekki stiglð fæti á ættjörðina í 61 ár. Horowltz hólt hljómlelka í Moskvu 20. april og í Leningrad viku síðar. Á báAum stöAum var hann ákaft hylltur meA fagnaAarhrópum og dynjandí lófataki, sem ætlaAi aldrel að llnna. ÞaA var þvf óþarfi fyrir Horowitz að hafa áhyggjur af því hvernlg soyézkir áheyrendur tækju honum. En í boði hjá bandaríska sendiherranum í Moskvu fyrir tónleikana sagðl Horowitz: „Ég á rætur að rekja tii erfðavenja nítjándu aldarinnar. Ef tll vill líkar fólkinu hér ekki við tónllstartúlkun mína Ef tfl vill er 6g of rómantískur." Svo bætti hann við: „En óg verð að lelka eins og óg geri—óg get ekkl lelklA ÖAruvísi." lund," skrifaði tónlistargagmýn- andinn Dmitri Bashkirov í blaðið Sovietskaya Rossiya. „Það hafa aðeins tveir menn getað leikið eins og hann gerir — Horowitz og Rach- maninoff og Rachmaninoff er lát- inn,“ sagði píanóleikarinn Vladimir Feldsman. „Ég vil aðeins þakka honum fyrir að koma og leika fyrir okkur.“ Sjálfur var Horowitz ánægður með viðtökumar, sem hann sagði hafa verði „mjög góðar". Bætti hann því við að hann hefði alls staðar mætt hlýju í heimsókninni. A fundi með blaðamönnum í Moskvu fyrir hljómleikana var Horowitz spurður hvers vegna hann kæmi nú fyrst til ættjarðarinnar eftir 61 árs fjarveru. „Fyrst var það vegna þess að hér ríkti styrjaldar- ástand í 30 ár,“ sagði hann,“ „og svo lék ég ekkert í tíu ár. Og tíminn hefur liðið svo fljótt." Hann sagði að meginástæða þess að hann sneri nú aftur til Sovétríkjanna í stutta heimsókn væri það samkomulag, sem Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti og Mikhail Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna hefðu undirritað í fyrrahaust varðandi samskipti ríkj- anna á sviði menningarmála. Á blaðamannafundinum rifjaði hann upp endurminningar frá bemskuárunum í Kiev og heim- sóknir til Moskvu. „Ég sá Lenin í Moskvu,“ sagði hann. „Og þegar ég var níu ára sá ég Nikulás II. keisara í Kiev." Hann sagði að heimsóknin nú yljaði sér um hjartarætumar. „Ég hef aldrei gleymt mínu gamla Rússlandi," sagði Horowitz. „Og ég var ákveðinn í að heimsækja Rúss- land áður en ég félli frá.“ „Það mikilvægasta er að hitta fólk og tala við það, en að leika á píanó — nú að leika á píanó er alls staðar eins, hvort það er í Moskvu eða New York. Én ég á hvergi ættingja nema hér.“ Horowitz er eins og áður segir fæddur í Kiev. Einhver vafi er á því hvenær, en skráður fæðingar- dagur hans er 1. október 1904. Hann var því aðeins tíu ára þegar fyrri heimsstyijöldin hófst og 13 ára þegar keisaranum var steypt af stóli og kommúnistar komust til valda. Foreldrar hans vom Sophie og Sasmuel Gorovitz, bæði af gyð- ingaættum. Faðirinn var verkfræð- ingur og vel menntaður, talaði til dæmis reiprennandi frönsku og þýzku. Móðirin var tónlistrunnandi og góður píanóleikari og tónlistin var í hávegum höfð á heimilinu. Tónlistarhæfileikar Vladimirs Horowitz komu snemma í ljós og hóf hann nám við tónlistarskólann í Kiev strax á barnsárunum. Á unga aldri var hann farinn að koma fram á tónleikum og þegar hagur fjöl- skyldunnar fór versnandi eftir kommúnistabyltinguna komu tekj- ur sonarins af tónleikahaldi fjöl- skyldunni í góðar þarfir. Árið 1925 var Horowitz orðinn vel þekktur og í miklum metum í Sovétríkjunum þótt hann væri aðeins tvítugur. Hafði hann þá þegar heillað áheyr- endur í Leningrad og Moskvu með leik sínum, en lífið í Sovétríkjunum var erfítt. Þótt foreldramir væru ekki á því að gefast upp og yfirgefa Sovét- ríkin veittu þau syninum blessun sína þegar hann fékk leyfí yfírvalda til að fara til sex mánaða fram- haldsnáms til Þýzkalands árið 1925. Þeim var þó, eins og honum sjálfum, ljóst að hann ætlaði að setjast að á Vesturlöndum. Fjöl- skyldan hafði kbmizt yfir nokkur hundruð bandaríska dollara, sem Vladimir Gorovitz, eins og hann ritaði nafn sitt þá, faldi í skóm sín- um er hann fór yfír landamærin. Kveðast hann hafa verið hræddur um að landamæraverðimir kæmust að því að hann hefði gjaldeyri meðferðis, hann yrði handtekinn fyrir gjaldeyrissmygl, fangelsaður og síðan skotinn. En verðirnir þekktu listamanninn og greiddu götu hans. Þeir óskuðu honum góðrar ferðar og einn þeirra sagði: „Nú ferð þú og leikur fyrir ríka fólkið þama fyrir handan og fyllir vasa þína af peningum. En komdu svo aftur og leiktu fyrir okkur þegar vasar þínir em fullir. Gleymdu ekki ættlandinu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.