Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
Saxast á limína
hans Bjöms míns
Eftir Bjarna Sig-urðsson
frá Mosfelli
Bænadagiirinn er í dag, 5. sunnudag
eftir páska. Þess vegna langar mig
til að rifja upp fyndna sögu.
Margir kannast við gamlan húsgang, sem
hljóðar svo:
Innan sleiki ég askinn minn,
ekki er fullur maginn.
Kannast ég við kreistinginn
kóngs á bænadaginn.
Árið 1686 barst til landsins með vorskip-
um frá frómum arfakóng okkar, Kristjáni
V., tilskipun um, að upp skyldi tekinn sér-
stakur bænadagur, eins og í öðrum löndum
konungs. Bænadagur þessi, sem haldinn
skyldi árlega 4. föstudag eftir páska, gekk
um helgihald næst stórhátíðum. Klukkan
18 daginn áður átti að loka sölubúðum og
veitingastöðum, sem reyndar skipti Islend-
inga engu máli. Bænadaginn sjálfan átti
að fasta til miðaftans. Öll vinna var óheimil
þennan dag, önnur en sú, sem brýnust
var, einnig leikir og ferðalög. Þó mátti
pósturinn sinna störfum, og vitaskuld áttu
allir að fara til kirkju, sem vettlingi gátu
valdið.
Líkast til hafa Íslendingar aldrei verið
neitt sérstaklega hrifnir af þessum hátíðis-
degi, einkum vegna föstunnar, eins og vísan
bendir til. Auk þess studdist hann ekki við
sérstakan atburð kirkjuársins. Töldu menn
þetta uppátæki kóngsins, svo að alþýða
manna skildi fyrirmælin á þá lund, að
þennan dag ætti sérstaklega að biðja fyrir
honum, sem raunar var skylt hvem helgi-
dag ársins. Því var dagurinn nefndur
kóngsbænadagur hér á landi fljótlega eftir
að hann var upp tekinn. Landsmönnum
ýmsum fannst þeir sitja uppi með hann af
illri nauðsyn.
Kóngsbænadagurinn á sem sagt 300 ára
afmæli nú í vor og bar upp á föstudaginn
25. apríl sl.
Svo var það árið 1893, er kóngsbæna-
dagurinn hafði verið haldinn hátíðlegur á
3. öld, að þeir alþingismennirnir Björn
Bjamarson þingm. Borgfirðinga, oftast
kenndur við Grafarholt, sem þá var í
Mosfellssveit, og Jón Jónsson þingm. Ey-
firðinga báru fram frv. um afnám 5 helgi-
daga. Þeir vom 2. í páskum og hvítasunnu,
skírdagur, uppstigningardagur og kóngs-
bænadagur.
Bjöm í Grafarholti, sem kunnur var að
gáfum og stjómsemi, var helzt í fyrirsvari
þeirra, sem vildu fækka helgidögum. Segir
hann, að komið hafí fram á þingmálafund-
um áhugi á þvílíkri fækkun, að hjá fyrir-
myndarþjóðum séu þessir dagar ekki haldn-
ir helgir, og vitnar þar einkum til Skota,
og þessa helgidaga beri líka upp á þann
tíma árs, sem hér sé æmum störfum að
gegna, og megum við alls ekki við því að
verða af þeirri vinnu og taka á okkur þá
afurðarýmun, sem fylgi þessu helgihaldi.
Hann reiknar út af sinni alkunnu ná-
kvæmni, hve þjóðin bíði mikið tjón við þetta
helgihald. „Ef 5 af helgidögunum eru
numdir úr lögum og gert ráð fyrir, að 'h
af landsbúum sé vinnandi menn, er vinna
sér inn að jafnaði eina krónu á dag, gætu
þeir á þessum 5 dögum unnið sér inn
116,670 krónur. Taki maður tillit til, að
ekk: er leyft að róa til fiskjar á þessum
dögum, verður um miklu meiri fjárhagslegt
tjón að ræða, þegar vel fiskast, og mun
þá óhætt að fullyrða, að sú viðbót geti
skipt tugum þúsunda króna.“
Rök komu vitaskuld gegn því í umræðun-
um að fella þessa helgidaga niður. Mundi
í fyrsta lagi ekki vera sá áhugi á að fækka
helgidögunum, sem flutningsmenn teldu
að væri fyrir hendi. í annan stað væru
helgidagar notaðir til margra þarflegra
iðkana, svo sem að kynna sér bókmenntir.
Þá hefði í þriðja lagi nýlega verið steypt
saman prestaköllum, svo að nú hefðu sumir
prestar orðið að þjóna mörgum kirkjum.
Yrði þá sú raunin á, að í sumum þeirra
yrði ekki messað nema 5—6 sinnum á ári,
ef helgidögum ætti nú að fækka. Þá mundi
þessi fækkun helgidaga særa trúarvitund
fólksins. Loks sé út í hött að fækka hvíld-
ar- og helgidögum, þegar aðrar þjóðir séu
að fjölga hvíldardögum og hvíldarstundum.
Málið var nú rætt í þingnefnd. Nefndin
klofnaði. Urðu þó allir sammála um að
afnema kóngsbændadaginn. Ennfremur
var nefndin sammála um að afnema hvorki
skírdag né uppstigningardag. Aftur á móti
vildi meiri hluti nefndarinnar fella niður
helgi bæði annan í páskum og hvítasunnu.
Breytingartillaga kom fram á frum-
varpinu á þá lund, að kóngsbænadagur
aðeins skyldi úr lögum numinn sem helgi-
dagur. Sagði þá Bjöm í Grafarholti m.a. í
ræðu, að hér ættu við orð kerlingar, að
farið væri „að saxast á limina hans Björns
rníns". Önnur breytingartillaga kom fram
frá Ólafí Briem þingmanni Eyfirðinga,
föður Valdimars Briems sálmaskálds og
vígslubiskups á Stóra-Núpi, um annað
orðalag að hinn almenni bænadagur
skyldi úr lögum numinn, eins og hann héti
að réttu lagi. Þeirri tillögu var ekki sinnt,
heldur héldu alþingismenn sér við nafn
kóngsbænadagsins, og þannig var frv.
endanlega samþykkt: „Kóngsbænadagur
er úr lögum numinn sem helgidagur,"
samþykkt einróma í báðum deildum. Síðan
hefír hátíðisdögum kirkjunnar ekki verið
breytt, þó að um það hafí komið fram tillög-
ur.
Um afnám kóngsbænadags sem helgi-
dags var þetta kveðið:
Hann Bjöm var á þingi og barðist svo vel,
því búmanna fylgdi honum kraftur,
að kóngsbænadeginum kom hann í hel,
svo kveðinn hann varð ei upp aftur.
Það er svo ánægjulegt tímanna tákn,
að þjóðkirkjan tók að eigin frumkvæði upp
'almennan bænadag nú eftir miðja öldina,
og var heiti hans tekið í almanak Þjóðvina-
félagsins 1970.
Bænadagurinn er svo sem fyrr sagði 5.
sunnudag eftir páska, að þessu sinni 4.
maí, eða aðeins 9 dögum seinna en kóngs-
bænadagurinn umdeildi var hátíðlegur
haldinn fyrrum.
En heiti kóngsbænadagsins stendur vita-
skuld óhaggað í almanaki sem minnisvarði
um hnýsilegan, en fymdan arf. Og Kristján
kóngur V. gæti, ef hann fylgdist með sínu
vesala, gamla þegnlandi, tekið sér í munn
spakmælið, að sá hlær bezt, sem síðast
hlær.
Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli.
GUNNEBO gæða saumur!
Þaksaumur með þéttingu,
galv., litaður og ryðfrír
Þaksaumur snúinn
Tvíhöfðasaumur, koparsaumur
Kambsaumur f/byggingavinkla
KamPsaumur fyrir plötur
ryðfrír og galv.
Smásaumur galv. og ryðfrír
Pappasaumur og loftbyssur
fyrir hann
Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum landsins
Heildsölubirgðir Æ'Wk. __ / ,
JUkBLAFELL
Hverfisgötu 105 - Sími 621640
Sálfræðileg ráðgjöf
til foreldra
varðandi börn og uppeldi. Hef opnað sálfræðiþjón-
ustu að Laugavegi 59 (Kjörgarði).
Dr. Garðar G. Vilborg, viðtalsbeiðnir í heimasíma
6816481.
^/\wtdœrsd
Dvalarflokkar í sumar
Fyrir drengi 7—12 ára:
31. maí-12. júní 12 dagar
12. júní-26. júní 14 dagar
3. júlí-17. júlí 14 dagar
17. júlí-31. júlí 14dagar
Fyrir stúlkur 7-12 ára:
31. júlí-9. ágúst 9 dagar
9. ágúst-19. ágúst 10 dagar
19. ágúst-26. ágúst 7 dagar
Innritun og nánari upplýsingar eru veittar eftir 1.
maí á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum
kl. 17—19 aö Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði, sími
53362.