Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 10
í MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 íeranjiefT <n» mncmm t. sawrí u» Eishts, ee orut WisiB, iMlioa, tnA th* Brltlsh ButnSeftS fceyand Uw Ssm, Kin«, Enpmw of Infti*. Oo ktrtts’ í«cl»r* ltf ímvactibU ftettrninitloa to r*nomc* th* ’mrona íor H/txlt mt roi* Ifir ductnftnnts, anl V deslra thot *rf*ct OKwlet t* íivsa to thls InstraMot of BOfUcatlon imotUUly. in tokm n»»í i fcava toraaits m fty \mt tiiis t«th day cC SíOMixr, r4n*t**a fciffldrtd Mri thirty 8ix, ta 1h« js'íssnc* of th* wltatme vtxm sisn»tar«s «f« «&Mrih*i Hertogafrúin af Windsor, áður frú Simpson, sem lézt nýlega 89 ára að aldri varð ein frægasta og sumir segja ein alræmdasta kona þessarar aldar þegar hún giftist Játvarði VIII Englandskonungi, sem afsalaði sér völdum vegna hennar. Samband konungsins við þessa fráskildu, bandarísku konu, sem var enn gift öðrum manni, olli pólitískri kreppu, stofnaði sjálfri stjórnskipun Breta í hættu og hefði jafnvel getað leitt til stofnunar lýðveldis, ef verr hefði verið haldið á málum. Konungurinn var „verndari trúarinnar og æðsti maður ensku kirkj- unnar og kirkjan ' var andvíg hjónaskilnuðum, sem voru hneykslunarefni á þessum tímum. Lengst af vissu aðeins örfáir vinir um samband þeirra. Brezk blöð þögðu um málið lengst af og Bretar fengu mestalla vitneskju sína um það í bandarískum og frönskum blöðum. Þótt fáar konur hafi sett nokkra konungsstjóm í eins mikinn vanda og frú Simpson lét hún aldrei mikið á sér bera og umgekkst fáa. Þegar konungurinn kunngerði valdaafsal sitt var hún í felum á Rivieraströnd- inni. Jafnvel þegar deilumar um samband þeirra stóðu sem hæst í desember 1936 hrósuðu margir henni fyrir aðlaðandi framkomu og stillingu, sögðu að hún hefði að mörgu leyti góð áhrif á konunginn og viðurkenndu að hún mundi sóma sér vel sem drottning, ef hún hefði ekki þann alvarlega galla að vera fráskilin. Auk þess var hún ekki af tignum ættum. Sjálfstæð Hertogafrúin af Windsor var skírð Bessie Wallis Warfield og fæddist í Blue Ridge Summit, Pennsylvaníu, 19. júní 1896. Hún var einkabam og missti föður sinn fimm mánaða gömul. Foreldrar hennar vom frá Baltimore og af gömlum bandarískum ættum; faðir hennar, Teckle Warfield, af War- field-ættinni í Maryland og Alice móðir hennar af Montague-ættinni í Virginíu. í föðurætt var hún komin af auðugum landeigendum og föð- urafi hennar var forstjóri Baltimore og Ohio-jámbrautarinnar. Móðir Wallis þurfti fjárhagslegan stuðning ættingja eftir lát manns síns, en Wallis fékk að stunda nám í virðulegum kvennaskóla í Balti- more. Wallis sveið sárt að móðir hennar var tiltölulega fátæk, en hún hafði mikið sjálfstraust. Hún varð þátttakandi í samkvæmislífinu í Baltimore 1914 og tvítug að aldri- giftist hún flugmanni úr sjóhernum, Earl Spencer, sem var drykkfelldur og ekki mjög efnaður. Spencer taldi konu sína daður- gjama og varð svo afbrýðisamur að hann lokaði hana inni í baðher- bergi í tæpan sólarhring. Þau hættu raunverulega að búa saman 1921, Wallis var í Washington, en maður hennar þjónaði í flotanum í Austur- Asíu. í Washington kynntist Wallis mörgum starfsmönnum utanríkis- þjónustunnar og var vinsæll gestur í boðum og samkvæmum. Hún vildi fá skilnað, en íjölskylda hennar lagðist gegn því og fór til Shanghai 1924 til að sættast við Spencer. Það tókst ekki. Hún var í Peking í eitt ár og drýgði rýrar tekjur með pókerspili, fór til Evrópu og fékk skilnað 6. desember 1927 eftir eins árs dvöl í Virginíu. Hún stundaði samkvæmislífið af krafti og í New York kynntist hún Ernest Simpson, syni ensks skipa- miðlara, sem hafði auðgazt í Banda- ríkjunum og gengið að eiga banda- ríska konu. Simpson hafði barizt með Bretum í stríðinu, sótti um brezkan ríkisborgararétt og ákvað að setjast að í London þegar hann kvæntist Wallis Spencer 1928. 0 Hertoginn og hertogafrúin af Windsor þegarþau gengu í hjóna- band í Frakklandi 1937. 0 Valdaafsalsskjalið. Systir hans, Maud Kerr-Smiley, hélt vinsæl boð í London og tók Wallis Simpson undir sinn verndar- væng. Wallis kunni betur við landa sína í sendiráðinu og viðskiptalífinu og kynntist m.a. Benjamin Thaw, 1. sendiráðsritara. Consuelo kona hans var systir Gloriu Vanderbilt og lafði Furness, beztu vinkonu Játvarðar prins af Wales. í nóvem- ber 1930 var Simpson-hjónunum boðið að dveljast um helgi á sveita- setri lafði Furness í Melton Mow- bray, þar sem prinsinn var einn gesta. Einmana prins í janúar 1932 hafði prinsinn kynnzt Simpson-hjónunum svo vel að hann bauð þeim til sveitaseturs síns, Fort Belveder. í júní 1933 varð frú Simpson undrandi og hreykin þegar prinsinn hélt kvöld- verðarboð á afmælisdegi hennar. í ársbyijun 1934 sagði lafði Fumess við frú Simpson áður en hún fór til Bandaríkjanna til þriggja mánaða dvalar: „Ég er hrædd um 0 Hertogafrúin ekur til Buck- ingham-hallar (1972). að prinsinn verði einmana, Wallis, reyndu að hafa ofan af fyrir hon- um.“ Þegar lafði Furness kom heim var hún fallin í ónáð og öll athygli prinsins beindist að frú Simpson, sem varð tíður gestur á heimili hennar. Samkvæmt endurminningum Játvarðar prins ákvað hann að kvænast “Wally" Simpson 1934, þótt hún væri gift öðrum manni. Astarævintýri þeirra fór léynt og blöðin þögðu um það. Hann lét á engu bera og talaði aldrei um Wally við vini sína eða föður sinn, Georg konung V. Hann lézt í janúar 1936 og prinsinn varð Játvarður VIII. Einu ári áður hafði frú Simpson sagt manni sínum að náin vinátta hennar og „Davids" prins, væri 0 Hertoginn í útlegðinni (1964). saklaus. Hún kvaðst kunna að bjarga sér og meta mikils hugul- semi prinsins, sem lýsti sér m.a. í því að hann gcf henni skartgripi fyrir 50.000 pund í jólagjöf og auk þess nýjársgjöf, sem kostaði 60.000 pund. Þeir fáu sem vissu um samband konungsins og frú Simpsons tóku það ekki alvarlega, en vanmátu hana, því að hún hafði verið heimil- islaus ævintýrakona alla ævi og þurfti stöðugt að öðlast viðurkenn- ingu. .Vinur Játvarðar ritaði í dag- bók sína 23. janúar 1935 að frú Simpson (sem hann taldi uppburð- arlitla en veluppalda), virtist undr- andi á núverandi stöðu sinni og dálítið sakbitin. í apríl skrifaði hann: „Hún hefur 0 Ljósmynd af frú Simpson, sem var birt þegar konungur- inn afsalaði sér völdum. 0 Konungurinn með frú Simpson á siglingu um Adríahafið, Tregir, Júgóslavíu (1936). Skemmtisigling þeirra á Miðjarðarhafi vakti heimsathygli en bresku blöðin sögðu ekkifrá henni. 0 Játvarður VIII flytur út- varpsá varpið um valdaafsal sitt. 1 Stanley Baldwin Mathana meira en konungdóminn Hertogafrúin afWindsor; sem nú erlátin, olli valdaafsali Játvarðar VIII

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.