Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 B 11 • Drottningin og hertogafrúin við útför hertogans 1972. win forsætisráðherra trúði þessu ekki í fyrstu. Þegar hann heyrði haft eftir Emest Simpson í febrúar 1936 að nýi konungurinn ætlaði að kvænast Wallis Simpson fannst honum sú fregn svo fáránleg að hann vísaði henni á bug. í maí 1936 bauð Játvarður kon- ungur Baldwin til kvöldverðar og sagði: „Fyrr eða síðar verður for- sætisráðherra minn að hitta tilvon- andi eiginkonu mína.“ Hertogafrú- in: „David, þú mátt ekki tala svona, það getur ekki gengið, þeir leyfa þér það aldrei." Hann vísaði mót- bárum hennar á bug. I sama mánuði sótti hún um skilnað, þótt hún teldi sig ekki geta tekið bónorði hans. Sumarið 1936 fóru Játvarður konungur og frú Simpson í skemmtisiglingu um Miðjarðarhaf í snekkjunni „Nahlin". Öll blöð heims fylgdust með ferðinni nema þau brezku, sem birtu ekkert um samband þeirra fyrr en í desember. Síðan fór konungurinn með frú Simpson til Balmoralhallar, þar sem hún kom fram í hlutverki gestgjafa í veizlum konungsins, og það vakti mikla gremju í fjölskyldu konungs- ins. Skilnaðarmálið var tekið fyrir um sama leyti og stjóm Baldwins varð uggandi. Nú gat varla nokkur vafi leikið á hvað konungurinn og ást- kona hans hygðust fyrir. Baldwin prinsinn af Wales algerlega á sínu valdi. Hún er þegar farin að líta út fyrir að vera hefðarkona, sem nán- ast gerir ráð fyrir að allir standi upp og hneygi sig þegar hún gengur í salinn." Sjálf skrifaði frú Simpson síðar: „Mér datt aldrei í hug að ég hefði nokkum hæfileika til að vera drottning. Ég held að Bandaríkja- menn hafi einfaldlega ekki menntun til slíks." En konungurinn lagði hart að henni og fjölskylda hans og Stanley Baldwin forsætisráð- herra töldu hann „meira en lítið btjálaðan". Vegna bjartsýni Játvarðar fór frú Simpson að halda að hún gæti orðið drottning. Trúlega stappaði hún í hann stálinu, en ólíklegt er að hún hafi haft að öðm leyti áhrif á gerðir hans í meginatriðum. Hann virtist halda hann gæti verið kon- ungur, þótt hann kvæntist henni. Sennilega vildi hún vera hjákona hans og að hann kvæntist ekki. Hann sannfærði hana um að „ hann ætlaði að vera áfram konung- I ur og kvænast henni, að hann gæti ekki unnið krýningareið sinn ef hann tæki sér hjákonu og kvæntist ekki og þjóðin mundi sætta sig við þetta. Furðu lostinn Hann fór ekkert dult með það að hann ætlaði að ganga að eiga frú Simpson þegar hún hefði fengið skilnað frá eiginmanni sínum. Bald- 0 Með Churchill (1929). Churchill studdi Játvarð VIII með ráðum og dáð og spurði: „Af hveiju má konungurinn ekki kvænast elsk- unni sinni?“ Leikritahöfundurinn Noel Coward svaraði: „Englend- ingar vilja enga elsku fyrir drottningu. “ reyndi að tala um fyrir konunginum og vildi fá málið út úr heiminum áður en hann yrði krýndur í árs- byrjun 1937, en án árangurs. í októberlok fengu Simpson-hjónin skilnað að borði og sæng. Um þetta leyti varð Baldwin forsætisráðherra áhyggjufullur vegna margra bréfa sem hann hafði fengið um frásagnir bandarískra blaða af „ástarævintýri aldarinnar". Hann ákvað að tala alvarlega við konunginn, en kom sér ekki að því að spyija hann hvort hann ætlaði að kvænast frú Simpson. Hins vegar lá alveg ljóst fyrir að forsætisráðherrann tæki aldrei í mál að fráskilin, bandarísk kona settist að í Buckinghamhöll. Um miðjan nóvember skrifaði einkaritari Játvarðar honum að ef frú Simpson færi ekki strax úr landi mundu brezku blöðin ijúfa þögnina, stjómin yrði áreiðanlega að segja af sér og konungurinn gæti tæplega ekki myndað nýja stjórn. Konungurinn hafði aðeins um tvennt að velja: segja skilið við „Wally" eða afsala sér völdum. Ráðgjafar hans sögðu honum að hann yrði að rækja skyldur sínar sem konungur og „vemdari trúar- innar", en hann kvaðst hafa aðeins einni skyldu að gegna: að vera Wallis verðugur eiginmaður. „Allt sem ég veit um hamingju er tengt henni að eilífu," sagði hann. Þegar Baldwin ræddi í síðasta sinn við konung var konungurinn harður á því að ef ríkisstjórnin samþykkti ekki hjónaband hans og frú Simpsons mundi hann leggja niður völd. Konungurinn virðist hafa talið að hann gæti skotið máli sínu til þjóðarinnar og tryggt sér stuðning hðnnar vegna mikillar lýð- hylli sinnar. En það samrýmdist ekki stjómskipunarlögum og engin ríkisstjórn gat heimilað slíkt. Vera má að hann hafi blekkt frú Simpson í þessu efni. Að beiðni konungs íhuguðu stjómir Baldwins og brezka sam- veldisins möguleika á „vinstri hand- ar giftingu", sem hefði verið bundin því skilyrði að frú Simpson gerði ekki kröfu til tignar hans eða eigna. En stjórnskipunarlög gerðu ekki ráð fyrir slíkri giftingu og hún kom ekki til greina. Stíflan brestur Þegar konungurinn heyrði sögu- sagnir um að til stæði að sprengja hús frú Simpsons í loft upp bauð hann henni til Fort Belvedere og hún dvaldist hjá honum síðustu valdadaga hans. Rúður í húsi henn- ar vom brotnar sama dag og brezku blöðin rufu þögn sína, 3. desember 1936. Hún hafði fengið hótunar- bréf, því þó að brezku blöðin hefðu verið þögul var samband þeirra nú á allra vitorði í Bretlandi. Síðan fór frú Simpson til Cannes, en talaði við konunginn í síma í marga klukkutíma á dag. Hinn 7. 0 ÍParis 1958. 0 Windsor-hjónin koma aftur til Englands 1967. desember gaf hún út yfirlýsingu, þar sem hún bauðst til að draga sig í hlé, því að „aðstæðumar væm bæði óheppilegar og óveijandi". Játvarður sagði í endurminningum sínum: „Það hvarflaði ekki að mér að hún væri að biðja um að fá að losna. En það var það sem hún átti við. Og aðrir lásu það sama út úr yfirlýsingu hennar.“ En nú varð ekki aftur snúið. Fjór- um dögum síðar, 11. desember 1936, sagði Játvarður VIII í kunnu útvarpsávarpi frá Windsor-kastala: “Fyrir nokkmm klukkustundum innti ég af hendi síðasta skylduverk mitt sem konungur og keisari . . . Þið vitið öll ástæðurnar, sem hafa knúið mig til að afsala mér hásæt- inu . . . En þið verðið að trúa mér þegar ég segi ykkur að mér hefði verið ógerningur að bera þá þungu byrði án hjálpar og stuðnings kon- unnar sem ég elska.“ Játvarður hafði ráðið ríkjum aðeins í 325 daga og varð fyrsti þjóðhöfðingi í sögu Breta sem lagði niður völd af fúsum vilja og af ást- arástæðum. Bróðir hans, hertoginn af York, tók við ríkjum og lét það verða eitt sitt fyrsta verk að gera hann að hertoga af Windsor. Skýrt var tekið fram opinberlega að Ját- varður fengi aldrei stöðu, sem hann yrði ánægður með, og kona hans fengi aldrei prinsessutign. Hertoginn af Windsor fór strax í sjálfskipaða útlegð og kom ekki aftur til Bretlands nema í snöggar heimsóknir. Nýlega kom fram að hertoginn sagði Beaverbrooks lá- varði í bréfi að hann hefði talið það „móðgun" að hertogafrúin fékk ekki titilinn „hennar konunglega hátign". En hann kvað það „smá- muni“ og ekki ástæðuna til þess að þau fóru frá Bretlandi. Hin raunverulega ástæða hefði verið sú að hann hefði viljað auðvelda bróður sínum að treysta sig í sessi. Frú Simpson fékk ekki lögskilnað fyrr en sex mánuðum eftir valdaaf- salið og hertogahjónin hittust ekki aftur fyrr en í maí 1937 í Chateau de Candé, skammt frá Tours í Frakklandi, þar sem þau giftu sig 3. júní 1937. Hertogafrúin sagði í æviminningum sínum að hún og hertoginn hefðu vænzt þess a.m.k. að fá að búa í Bretlandi til frambúð- ar og að hún fengi konunglega nafnbót. Flóttamenn Eftir giftinguna þáðu hertoga- hjónin boð um að fara til Þýzka- lands. Hertoginn vildi koma í veg fyrir stríð og þau hittu Hitler og Göbbels að máli. Heimsóknin varð vatn á myllu nazista, sem notuðu hana í áróðri sínum. Windsor-hjónin settust að í Frakklandi í janúar 1939. Þegar heimsstyijöldin brauzt út starfaði hertoginn í hermálasendinefnd Breta í París. í september flutti tryggasti vinur þeirra, Mountbatten lávarður, þau til Portsmouth í her- skipinu „Kelly“. I júní 1940 fóru Windsor-hjónin til Spánar og Portúgals. Hertoga- hjónin hafa verið sökuð um að hafa gælt við þá hugmynd að snúa aftur til Bretlands sem konungshjón þegar Þjóðveijar hefðu sigrað í stríðinu. Hitler mun hafa haft slíka ráðagerð á pijónunum, en ljóst er að hvorugt þeirra hafði samvinnu við Þjóðveija. Vera má að Þjóðveij- ar hafi ráðgert að ná tangarhaldi á hertoganum á Spáni, með valdi ef nauðsyn krefði, til að nota hann í samningaviðræðum við Breta. í Lissabon tók hertoginn l>oði Churchills um að verða landstjóri Breta á Bahamaeyjum. Bretar vildu koma í veg fyrir að þau féllu í hendur Þjóðveijum og þau sigldu frá Lissabon í ágúst 1940. Eftir stríðið sneru hertogahjónin aftur til Frakklands. Þau gátu farið til Bretlands, en brezka stjórnin vildi ekki samþykkja hertogafrúin yrði ávörpuð „yðar konunglega há- tign“, eins og á Bahamaeyjum. Árið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.