Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 17

Morgunblaðið - 04.05.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 n B 17 Gottierólíkurgömluguðfeðrunum... Hann erglæsilega klæddur, brosmildur ogöruggur með sig SJÁ: Gotti & Co. IKVEÐJUSTUNDIMOSKVU Farþegar, sem farið hefðu um norðurenda Sheremetievo-2- flugstöðvarinnar í Moskvu um miðjan apríl sl. hefðu líklega furð- að sig á öllum sjónvarpsmyndavél- unum sem þar gat að líta. Það cr að segja ef þar hefðu verið einhverjir venjulegir farþegar á fierð. Sjónvarpsmyndavélarnar voru á vegum KGB, sovésku ör- yggislögreglunnar, sem var komin til að taka myndir af fólki að kveðja Goldstein-fjölskylduna, andófsmenn, sem eftir áralanga baráttu höfðu fengið vegabréfs- áritun til Israels. Ég hitti Goldstein-fjölskylduna dag einn um miðjan síðasta mán- uð í dimmum stigagangi við íbúð eins vinar hennar. Heldur yarð lítið um kveðjur að því sinni því að Isai Goldstein, j Greigory, bróð- “jr hans, og Lása, kona hans, voru á leiðinni út í höndun- um á sovéskum öryggislögreglu- mönnum. Á sama tíma voru aðrir lögreglumenn að troða fjórum gyðingum, sem komið höfðu til að kveðja Goldstein-fjölskylduna, inn í bíl fyrir utan húsið. Uppi í íbúðinni stóðu nokkrir daprir gestir og á borðinu var veislumaturinn enn ósnertur. I Sovétríkjunum má handtaka menn undir því yfirskyni að papp- íramir þeirra séu ekki í lagi og hafa í haldi í þtjá klukkutíma. Næstu tvo tímana vorum við í íbúðinni, töluðum um atburði kvöldsins og horfum á matinn á borðinu. Engum kom til hugar að snerta á vininu, þótt flöskumar hefðu verið opnaðar, eða á grús- íska koníakinu frá Tbilisi, heimabæ Goldstein-fjölskyldunn- ar. Hinir tveir eða þrír blaðamenn- imir fóm loksins til að senda frétt- ina sína og ég var því einn eftir þegar sjömenningamir, sem höfðu verið handteknir, gátu komið frá I sér boðum um að fréttamenn kæmu niður á lögreglustöð. Lögreglustöð númer fimm er á illa upplýstum stað við götu sem heitir Gamla Arbat, óhrjálegur staður svo ekki sé meira sagt og það er ekki hægt að segja að : lögreglumennirnir, sem vom á ! vakt, hafi fagnað komu minni. Goldstein-fjölskyldunni og vin- um hennar var haldið í biðstofunni þar sem þau hnakkrifust við lög- reglumennina og höfðu auðheyri- lega betur í þeirri viðureign. Þegar þau sáu mig kölluðu þau til mín, sögðu að ég væri vitni að því að þau hefðu nú verið í haldi lengur en í þijá tíma og báðu mig að hringja í hollenska sendi- ráðið (Hollendingar gæta hags- muna Israels í Sovétríkjunum og samkvæmt yfirlýsingu hollenska sendiráðsins hafði Goldstein-fjöl- skyldan þá þegar fengið ísraelsk- j an borgararétt). Þessi senna hélt áfram meðan mér var stjakað út úr húsinu en þá lét ég það verða mitt fyrsta verk að hringja í hollenska sendi- ráðið. Sjömenningarnir vom síðan látnir lausir klukkan eitt um nótt Það sem mér þótti athyglis- verðast við þennan atburð var framkoma lögreglumannanna. Þeir beittu engu ofbeldi og fyrir utan að halda fólkinu lengur en þeir höfðu heimild til virtust þeir haga sér reglum samkvæmt. Samt sem áður var augljóst að _ verið var að hrella fólkið á út- Síðustu forvöð að ofsækja fórnarlömbin mgsaðan hátt. Tilgangurinn var einfaldlega sá að spilla saklausum mannfagnaði til að Goldstein-fjöl- skyldan gæti ekki einu sinni átt góiðar minningar um kveðjustund- ina. Sú spuming vaknaði því hveijir hér hefðu verið að verki. Svarið, sem lá kannski í augum uppi, fékk ég rúmum tvcimur sól- arhringum síðar þegar ég kom í Sheremetievo-flugstöðina. Þungaviktarliðið var mætt á stað- inn í leðuijökkunum sínum. Þeir voru ekki allir frá Moskvu heldur einnig KGB-menn frá Grúsíu, menn sem þeir Isai og Greigory höfðu komist í kynni við í 14 ára stríði þeirra við yfirvöldin. Nú var komið að því að toll- skoða farangur Goldstein-fjöl- skyldunnar, alls sex manns, og það var augljóslega hið mesta ná- kvæmnisverk. Hvert einasta snifsi var vand- lega skoðað og séð til þess að allir viðstaddir gætu fylgst með. Öðru hveiju var einhver vina fjölskyldunnar kall- aður að borðinu til að taka burt einhvetja matarögn eða skartgrip (hring, skeljahálsfesti eða nisti), sem ekki mátti fara með úr landi og allan tímann möluðu mynda- vélarnar. Stundum var þeim beint að vinahópnum, stundum að toll- skoðunarborðinu. Loksins var þessu lokið. Gold- stein-fjiilskyldan veifaði til vina sinna í síðasta sinn og fór í gegn- um hliðið í átt til Vínar og frelsis- ins. KGB gat nú lokað bókunum sínum um þetta leiðindamál og kunningjar Goldstein-fjölskyld- unnar gátu nú farið að velta því fyrir sér hvenær röðin kæmi að þeim, hvenær þeir fengju líka að fara burt. Þeir eru ekki allt of bjartsýnir. I mars síðastliðnum var aðeins 53 gyðingum leyft að fara en á biðlistanum eru allt að 30.000. Miklu fleiri hafa ekki einu sinni fengið umsóknareyðublöðin. Mál sovéskra gyðinga eru heldur ekki lengur ofarlega á baugi í sjón- var()inu á Vesturlöndum þótt þau séu það greinilega hjá KGB. VERKSUMMERKI — BíII Franks De Cicco eftir tilræðið. GOTTI&COl afíumorðið í New York fyrir I um hálfum mánuði sýnir ljóslega, að enn er ekkert lát á glæpamannastyijöldinni í borginni. Það er líka til vitnis um þá innlendu hryðjuverkastarfsemi, sem Banda- ríkjamenn búa við og sumir ætla að sé þjóðinni jafnvel háskalegri en hótanir útlendra öfgamanna á borð við Khadafy, Líbýuleiðtoga. Sprengjan, sem sprakk í bíl Franks De Cieeo, næstæðsta manns Gambino-glæpafjölskyldunnar, var innlegg í valdabaráttuna innan Mafíunnar, glæpasamtaka, sem raka saman að minnsta kosti 100 milljörðum dollara árlega. I málum, sem að undanförnu hafa verið fyrir dómstólum í New York, hefur það komið vel fram hvemig glæpalýðurinn drottnar yfir lífi fólks með því að beita það hótun- um. Maður nokkur, sem ákærði Mafíuforingja fyrir líkamsárás, var ofsóttur á ýmsa lund eða þar til hann missti minnið, neitaði að bera vitni og lét sig hverfa. Síðar birtist hann raunar aftur en kvaðst þá ekki geta þekkt hinn ákærða sem árásarmanninn. John Gotti, sem nú er sagður yfirmaður Gambino-fjölskyldunnar og tók við þegar fyrirrennari hans var skotinn i fyrra, er nú fyrir rétti, sakaður um að neyða svokallað „verndarfé“ út úr verslunareigend- Mafían er orðin ríki í ríkinu um og öðrum fyrirtækjum. Aðal- réttarhöldin eru þó ekki byijuð enn. Menn, sem þóttust vera lögreglu- menn, hafa tvisvar sinnum haft í frammi dulbúnar hótanir við eitt vitni ákæruvaldsins og varð það til þess, að dómarinn varaði John Gotti og sökunauta hans sex við því að nálgast vitnin. Þegar einum upp- Ijóstrara lögreglunnar var sagt, að hann yrði að bera vitni, lét hann sig hverfa og nú hefur dómarinn ákveðið að halda Ieyndum nöfnum vitnanna þar til þau stíga í vitna- stúkuna. Gotti er ólíkur gömlu guðfeðrun- um, sem líkjast helst bændum í borgarklæðum, eins og þeir væru nýkomnir frá Sikiley. Hann er af þeirri kynslóð, sem fædd er í Banda- rikjunum og þekkir ekki annað en ameríska lífshætti. Einn glæpafor- ingjanna býr meira að segja í húsi, sem er eftirlíking af Hvíta húsinu, og Gotti sjálfur mætir í réttarsalinn glæsilega klæddur, brosmildur og öruggur með sig eins og hann væri á stjórnarfundi en ekki við eigin réttarhöld. Mafíustyijöldin, sem nú geisar, hófst í fyrra með leiðtogaskiptum og með því, að fyrri foringi var myrtur eins og hefð er fyrir innan Mafíunnar. Með morðum, hótunum og öðrum glæpaverkum er reynt að koma í veg fyrir, að átökin komist í hámæli en samt sem áður hefur lögreglunni orðið mikið ágengt að undanfömu. Er það fyrst og fremst að þakka uppljóstrurum lögreglunnar og fullkomnum raf- eindabúnaði en vegna þessa hefur tekist að búa mál á hendur ýmsum frammámönnum Mafíunnar. Á fyrstu stigum réttarhaldanna gegn glæpamönnunum reyna lög- fræðingar þeirra að tefja þau, fresta eða koma alveg í veg fyrir þau. „Þeir eru að reyna að gera eitthvert skrímsli úr skjólstæðingi mínum,“ sagði lögfræðingur Gottis, þegar dagblaðið „New York Daily News“ hvatti til, að einnar milljón dollara trygging hans yrði afturkölluð ef það sannaðist, að þjarmað væri að vitnum. Vandamálið er hins vegar að koma saman kviðdómi. Þess hefur nú verið krafist, að nöfnum kvið- 'dómenda verði haldið leyndum og gripið til annarra ráða einnig til að tryggja öryggi þeirra. - W.J. WEATHERBY FORNARLOMB WALLENBERG YAR ENN Á DAGSKRÁ Fyrir skömmu átti Ingvar Carls- son, nýskipaður forsætisráð- herra Svía, sem kunnugt er viðræð- ur við Mikhail Gorbaehov, leiðtoga Sovétríkjanna og í kjölfarið hafa enn á ný vaknað vonir um loks muni í ljós hvað orðið hafi um Raoul Wallenberg. Af þessum nafntogaða Svía hefur ekkert frést áratugum saman en hann hefur verið kallaður „hin týnda hetja helfararinnar". Sænskir embættismenn eru samt vantrúaðir á að Wallenberg sé enn á lífi og í fangabúðum einhvers staðar í Sovétríkjunum, eins og sumir vilja halda fram. Allt um það binda sænsk stjórnvöld nú miklar vonir við að haldbærar upplýsingar um örlög Wallenbergs kunni nú loks að berast frá Sovétmönnum. Carlsson hefur staðfeset að hann hafi spurt Gorbachov um Wallen- berg á fundi þeirra 15. apríl síðast- liðinn. Sérstök Raoul Wallenberg- samtök eru starfandi í Svíþjóð og eru félagar í þeim sannfærðir um að hann sé enn á lífi, 73 ára að aldri. Samtökin halda því fram að hann sé við góða andlega heilsu en veikburða líkamlega. Wallenberg starfaði sem sendi- fulltrúi Svíþjóðar í Búdapest á tím- um heimsstyijaldarinnar síðari. Talið er að honum hafi tekizt að bjarga lífi um 100.000 gyðinga í Ungveijalandi. Þegar Rauði herinn „frelsaði“ Búdapest var Wallenberg grunaður um að stunda njósnir í þágu Bandaríkjamanna og var þá tekinn höndum og fluttur til Moskvu. Fjölskylda Wallenbergs hafði all- ar klær úti til að komast að raun um hvað af honum hefði orðið. Það var þó ekki fyrr en árið 1957 að sovésk yfirvöld gáfu formlegt svar við fyrirspurnum um hann. Þar var sagt að Wallenberg hefði látist í hinu illræmda Lubianka-fangelsi í Moskvu árið 1947. WALLENBERG - lbngu látinn eða enn bak við rimlana? Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hafa andófsmenn sem flust hafa frá Sovétríkjunum ítrekað fullyrt að Wallenberg væri á lífi. „Við vitum með vissu að hann var á lífi löngu eftir að hann var sagður látinn,“ segir Sonya Sonenfeld ritari sam- takanna sem kenna sig við Raoul Wallenberg. Hún telur líklegt að unnt sé að komast að einhvers konar sam- komulagi við Rússa í þá veru að Wallenberg fái að hverfa frá Sovét- ríkjunum með leynd og setjast að einhvers staðar á Vesturlöndum. Þar gæti hann fengið að búa í ell- inni og fengju ekki aðrir að heim- sækja hann en ættingjar og nánir vinir. „Við gætum ábyrgst að þetta ,færi fram með ítrustu leynd og á ■þann hátt tæki Gorbachov enga áhættu," segir Sonenfeld. í sænska utanríkisráðuneytinu eru skjöl um Wallenberg-málið sem telja um 20.000 blaðsíður. Þriðjung- ur af þessum upplýsingum er frá síðustu árum og hafa þær að geyma margvíslegan vitnisburð og niður- stöður af ráðstefnum um Wallen- berg-málið sem haldnar hafa verið víðs vegar um heim. Ronajd Reagan Bandaríkjafor- seti hefur útnefnt Raoul Wallenberg heiðursborgara Bandaríkjanna og götur hafa verið nefndar eftir hon- um í Bandaríkjunum og ísrael. Þá er í Bandaríkjunum efnt til sérstaks Wallenberg-dagsþann 17.janúarár hvert, en það er sá dagur þegar hann féll í hendur Rauða hersins. - CHRIS MOSEY

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.