Morgunblaðið - 04.05.1986, Qupperneq 22
22 B
MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
I*
3C
A DROTnNSJ'IKI
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Svavar A. Jónsson
Kirkjan og1 verka-
lýðsbaráttan
*
Islenskur prestur í Skotlandi segir frá
Kristindómurínn er bókstaflega róttækur
vegna þess að hann tekur á rótum
mannlegs lífs. Það gerír hann ekki sem
fjarlæg hugmyndafræði, heldur sem
veruleiki. Sá veruleiki er Krístur, Guð,
kominn inn í mannleg kjör. Guð sjálfur
tekst á við mannlegt líf eins og við
þekkjum það. Guð snertir ekki einungis
á tilteknum flötum lífsins, heldur lífinu
öllu. Kristindómurinn er ekki bara
f ílósóf ía sigurvegaranna. Hann er ekki
lífspeki hinna sterku. Kristur á
krossinum, sjálfur Guð, er grátur
Iítilmagnans, þjáning þess kúgaða og sorg
harmkvælamannsins. Hann er
örvæntingarhróp þess yfirgefna og
óttaslegin möglun þess villta. Hann er
sviti þess, sem erfiðar og blæðandi undir
þess særða. Hann er gremja öreigans og
reiði þess undirokaða. Hann er sérhvert
andvarp þess, sem þjáist.
„Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust
hann, harmkvælamaður og kunnugur
þjáningum, iíkur manni, er menn byrgja
fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum
hann einskis. En vorar þjáningar voru
það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er
hann á sig lagði.“
(Jes. 53,3-4a.)
Krístindómurínn er jafnframt lífsstefna
vegna þess að hann er veruleiki þess, sem
sigraði illskuna og dauðann og
þjáninguna og öfl heljar.
Af framangreindu leiðir, að
krístindómurinn tekur til allra sviða
mannlegs lífs. Þar starfar kirkjan í ljósi
sigursins mesta og allt starf hennar á
upphaf sitt, líf og takmark í Jesú Krísti,
sem er vegurinn, sannleikurínn og lífið.
Hingað kom á dögunum íslenskur maður,
sem er prestur I Skotlandi, Sveinbjörn
Bjarnason að nafni. Hann er kvæntur
skoskrí konu og er prestur í kolanámubæ
einum ekki ýkja langt frá Edinborg. Hann
er guðfræðingur frá Háskóla íslands en
hefur stundað framhaldsnám við
Edinborgarháskóla.
Okkur lék hugur á að forvitnast um
kirkjuna í Skotlandi og starf hennar þar
í ljósi sigursins mesta. Sveinbjörn hefur
orðið.
Trúin og líf mannsins
„Trúin flallar um allt líf manns-
ins. Við höfum þau fyrirmæli frá
frelsaranum að við eigum að gera
trúna þekkta meðai manna og að
við eigum að elska náungann.
Boðunin og kærleikurinn til ná-
ungans verða að haldast í hendur.
Það er ekki hægt að boða trú
öðruvísi en að hún verði að holdi
í lífi mannsins. Trúnni er ekkert
óviðkomandi, það er ekkert í lífi
mannsins, sem ekki snertir trúna.
Þess vegna er það mjög mikilvægt
að sitja þar, sem fólkið situr og
vita, hvað amar að, hvar sárin
blæða."
Hvað blæða sárin í söfnuði
Sveinbjamar?
Atvinnuleysi
„Ég er prestur í um 10.000
manna koianámubæ. Bærinn á
alla sína afkomnu undir kolum.
En nú eru engar námur lengur í
bænum. Þeim var flestum lokað
upp úr 1960, m.a. vegna lækkandi
olíuverðs. Þá byijaði atvinnuleysið
og síðan hefur verið mikið at-
vinnuleysi á svæðinu. Atvinnu-
leysi á meðal karlmanna er um
33%, en heildaratvinnuleysið er
um 28%. Þeir unglingar, sem eru
að koma úr skóla í vor, eiga
næstum enga möguleika á vinnu.
Enn eru einhveijar kolanámur
starfandi í nágrenni bæjarins. 1
bænum mínum eru vélsmiðjur
kolanámumanna. Þar vinna núna
liðlega 250 menn. Fyrir tveimur
árum voru allt að 500 manns þar
í vinnu. Auk þess að vera sóknar-
prestur í bænum er ég prestur
vélsmiðjanna.
Þessi 28%, sem eru án atvinnu,
hafa ekkert að gera. Fólkið situr
bara heima. Þegar kreppan var,
fyrr á öldinni, þá bar meira á
atvinnuleysingjunum. Þeir söfn-
uðust gjaman saman úti við. En
í dag situr fólk heima. Ungling-
amir t.d. sitja bara heima, fara á
fætur upp úr hádeginu og sitja
síðan heima og horfa á sjónvarpið.
Þegar komið er kvöld, safnast
þeir einhvers staðar saman á
götum úti. Þetta er mikið þjóð-
félagslxil. Það ber e.t.v. ekki eins
mikið á því og áður, því það er
núna inni á heimilunum."
Vonleysi
„Atvinnuleysið er stærsta
vandamálið, sem við eigum við
að glíma. Því fylgir mikið von-
leysi. Við sjáum þess merki strax
í bamaskólunum. Það er erfitt að
kenna bömunum þar, því þau eru
alltaf að spyija: „Til hvers eigum
við að læra?“ Áður fyrr var alltaf
sagt: „Þú verður að halda þér að
bókinni til þess að þú fáir góða
vinnu.“ Þetta er ekki satt lengur.
Bömin sjá ekki tilgang með nám-
inu.
Vonleysið, tómleikinn og til-
gangsleysið leiða síðan af sér
önnur vandamál. Við höfum til
að mynda miklar áhyggjur af
14—16 ára unglingum. Það ber
sífellt meira á fíkniefnaneyslu á
meðal þeirra, sértaklega sniffa
þau lím og gas. Allskyns smáaf-
brot aukast. Lauslæti á meðal
þessa aldurshóps fer vaxandi.
Margir foreldrar hafa enga stjórn
á bömum sínum lengur.
Þetta svæði er með þeim verstu
í Evrópu hvað snertir atvinnuleysi.
Maður hefði vænst þess, að stjórn-
völd tækju þetta vandamál föstum
tökum. Þau hafa aftur á mótí látið
fijálsu framtaki eftir að leysa
vandann. Það dugar skammt.
Þetta er ekki svæði, sem dregur
að sér fijálst framtak. Það er of
fjarlægt mörkuðunum, styrkir eru
betri annars staðar og skattar á
stói-fyrirtæki eru hærri í Skotlandi
en í Énglandi.
Það er samdráttur í starfi kirkj-
unnar einsog á öðrum sviðum.
Kirkjan er ekki rekin af ríkinu
heldur er hún fjármögnuð af því,
sem söfnuðurinn sjálfur lætur af
hendi rakna. Þegar tekjur fólksins
em litlar, eins og á mínum slóðum,
verða tekjur kirkjunnar minni."
Kirkjan og fólkið
„Kirkjan hefur samt mikil af-
skipti af félagslegum vanda fólks.
í starfi mínu sem prestur er ég
alltaf að fjalla um þessi vandamál.
Það er líka mikill ótti á meðal
þess fólks, sem er í vinnu, um
framtíð sína. Framtíð vélsmiðj-
anna, þar sem ég er prestur er
mjög óviss. Hluti af mínu starfi
er að vera rödd þeirra, sem ekki
geta talað sjálflr. Ég hef t.d. verið
í sambandi við stjóm kolanám-
anna í Skotlandi og rætt við hana
um framtíð vélsmiðjanna og önnur
vandamál, sem upp hafa komið.
Við höfum átt mjög erfítt upp
á síðkastið vegna nýyfirstaðins
verkfalls kolanámumanna, sem
þið hafíð heyrt um í fjölmiðlum.
Því verkfalli lauk um mitt síðasta
ár og hafði þá staðið í 13 mánuði.
Það var ákaflega erfiður tími. Við
erum enn að ná okkur. Þegar
verkfallið hófst missti mikill Ijöldi
fólks tekjur. Velta í verslunum
minnkaði um þriðjung, svo dæmi
séu tekin. Þannig náðu harðindin
til fleiri en þeirra, sem voru í
verkfalli. Margir liðu mikinn
skort. Við í söfnuðinum sáum að
okkar hlutverk var að styðja þá,
Sr. Sveinbjöm
Bjarnason
sem í verkfallinu stóðu. Deilan var
óvenjuleg að því leyti að það var
ekki bara verið að deila um laun.
Yfírleitt eru verkföll vegna
óánægju með laun. En hjá okkur
var ekki verið að beijast um laun,
heldur um framtíð, framtíð þeirra,
sem voru í vinnu líka. Það var
verið að beijast fyrir framtíð þjóð-
félagsins. Ef námuvinnsla hverfur
alveg af þessu svæði, sjáum við
ekkert sem fyllt gæti það skarð.
Þetta er spuming um byggðaþró-
un. Þegar verið er að fjalla um
byggðaþróun er ekki nóg að horfa
í peningana. Það verður að líta í
fleiri áttir. Það verður að hugsa
um velferð fólksins. Reyndar má
segja að það sé hjáguðadýrkun
að leggja bara efnahagsmálin til
grundvallar, sé litið á málið frá
sjónarhóli kristninnar. Þá erum
við farin að gleyma að það eru
svo margir aðrir þættir, sem verða
að takast með í reikninginn. Mér
fannst ég þurfa að minna á þetta,
að almenn velferð fólksins mætti
ekki gleymast, menn mættu ekki
einblína á peningahliðina.
Afkomu þjóðféiags er aldrei
hægt að meta til fjár. Það er til
dæmis ekki hægt að meta í pen-
ingum þá kvöl, sem er orsök
atvinnu- og afkomumissis. Það
er ekki hægt að meta í peningum,
þegar heimili flosna upp. Atvinnu-
leysi er óskaplegt áfall fyrir þá,
sem hafa alltaf unnið fyrir sér og
sinni fjölskyldu. Allt í einu er það
ekki hægt lengur og mönnum
fínnst að það sé búið að kasta
þeim á haugana, þeir hafí ekkert
hlutverk iengur í þjóðfélaginu."
Mikil samstaða
„Okkur fannst við mæta mikilli
andstöðu frá stjómvöldum á
meðan að deilan stóð yfir. Fjöl-
miðlar gáfu mjög ranga mynd af
því, sem var að gerast, bæði í
Bretlandi og án efa hér á landi
líka. í umfjöllun fjölmiðla um
málið var aðal áherslan lögð á þau
ólæti, sem voru í sambandi við
verkfallið, en þau voru fátíð. Lítið
var fjallað um deiluna sjálfa og
rödd þess fólks, sem í deilunni átti
heyrðist yfírleitt ekki. Þegar verk-
fallið byijaði og raunar mest allan
tíma þess, var samstaðan nánast
algjör. Bæði námumenn og fjöl-
skyldur þeirra stóðu saman. Eig-
inkonurnar sýndu fádæma hörku
í því að sjá fyrir fjölskyldunum.
Þetta kostaði miklar fórnir. Ung
fjölskylda í mínum söfnuði átti
t.d. nýjan bíi, sjónvarp, myndseg-
ulband og öll þau nýtísku tæki,
sem eru á heimilum í dag, þegar
verkfallið byijaði. Þegar verkfall-
inu lauk var allt farið. Þau áttu
ekkert eftir, en samt sem áður
voru þau aldrei í vafa um að þau
væru að beijast fyrir því, sem
væri rétt, þau væru ekki einungis
að beijast fyrir þeirri atvinnu, sem
væri til staðar, heldur fyrir fram-
tíð samféiagsins. Þau væru að
beijast fyrir framtíð bamanna.
Hvert yrði hlutskipti bamanna,
ef atvinnuleysið yrði jafn mikið
ogþaðværiídag?
Söfnuðurinn sá strax að það
var hans hlutverk að styðja verk-
fallsfólkið. Við byijuðum t.a.m.
mjög snemma á því að úthluta
matargjöfum og peningum. Söfn-
uðurinn bar fram gjafir sem fóm,
enda er það hluti af messunni,
að hann komi með framlag sitt
til kiijunnar á hveijum sunnudegi.
Mörgum fjölskyldum var hjálpað
á þennan hátt.“
Sár, sem erfitt
er að græða
„Þessi orrusta vannst ekki og
ég er hræddur um að hún sé
töpuð. Verkfaliið leystist eiginlega
upp og þjónaði ekki þeim tilgangi,
sem því var ætlaður. Stjómvöld
gerðu allt sem þau gátu til þess
að kljúfa félag námuverkamanna.
Það tókst í Englandi. Klofningur-
inn hefur ekki orðið í Skotlandi
en klofningurinn í Englandi veikti
mjög aðstöðu skoskra námu-
verkamanna. Það var einnig mjög
þrýst á menn að fara til vinnu
eftir að klofningurinn byijaði.
Fyrstu 8 mánuði verkfallsins var
samstaðan algjör. Eftir það fór
hópurinn að riðlast, þó að ég geti
nú talið á fíngmm annarrar hand-
ar þá, sem ég vissi að fóm
snemma til vinnu. En þetta ágerð-
ist og það olli náttúmlega leiðind-
um, þegar menn fóm að fara aftur
til vinnu. Þeir, sem fóm fyrst til
vinnu, verða aldrei teknir inn í
samfélagið aftur. Þeir þarfnast
sálusorgunar og umönnunar. Þó
að ég styddi verkfallsmenn, hafði
ég það gott samband við alla í
bænum, að ég gat líka stutt þá,
sem fóm fyrstir til vinnu aftur.
Fólk er býsna langrækið í þessum
efnum. Það var t.d. mjög langt
verkfall 1926 og ég heyrði gamla
menn tala um hvað það hefði verið
erfitt. Ég man að það var sagt
við einn þeirra: „Þú veist nú
ekkert um það. Þú vannst!" Þeir
mundu það 60 ámm seinna og
ijölskyldur em jafnvel klofnar síð-
an þá. Langan tíma tekur að
lækna þessi sár. Samt er það eitt
af okkar hlutverkum að koma á
eðlilegu sambandi á milli fólks
aftur. Meðan á verkfallinu stóð
komu bæði þeir, sem í verkfalli
vom og þeir, sem ekki fóm í
verkfall, til guðsþjónustu saman.
Stundum var spenna í loftinu. En
fólkið kom saman og stundum gat
það talað saman."
Að taka afstöðu
„Ég talaði ekki máli verkfalls-
manna úr stólnum. Þar reyndi ég
að líta á það, sem var að gerast
í samfélaginu, með augum ritn-
ingarinnar. Það er aftur á móti
ekkert launungarmál, að ég studdi
verkfallið á annan hátt, t.d. á
opinbemm fundum. Þetta er sá
vandi sem við stöndum frammi
fyrir, þegar við fömm að fjalla
um mannlífið í heild og reynum
að kynnast því, sem aflaga hefur
farið, hvar sem það er í þjóðfélag-
inu. Ég stend frammi fyrir þessum
vanda á sérstakan hátt, þar sem
hluti af mínu starfí er að vera
prestur verkamanna. Sú spuming,
sem þá kemur alltaf upp er: Hvar
stendur þú? Kirkjan getur ekki
alltaf verið hlutlaus, ef það er
spurning um það, sem er rétt eða
rangt. Ég sá ekki betur en að
rangindi væm höfð í frammi í
verkfallinu. Þessvegna sá ég mig
tilneyddan til að taka afstöðu. Ég
tók mér stöðu meðal þeirra, sem
vom að líða skort.“
Þakka þér fyrir Sveinbjörn.
Berðu kveðjur frá íslandi til safn-
aðar þíns í Skotlandi.
—SAJ.
U