Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
„Líbýumenn hafa sýnt
hugdirfsku og sjálfstæði“
— segir Hassan Mansour, utanríkisráðherra Líbýu í einkasamtali við Morgunblaðið
Fes, Marokkó, 2. maí. Frá Johönnu Kristjónsdóttur.
„NEI, ÉG get ómögulega sagt
að ég sé dús við fundinn hér í
Fes. I fyrsta lagi var ekki failist
á að ræða eingöngu árás Banda-
ríkjamanna á Líbýu og ekki tókst
heldur að ákveða dagsetningu
fyrir næsta fund okkar. Auk
þess erum við ákveðnir í að halda
þeirri kröfu til streitu að fundur-
inn verði haldinn i Libýu en engin
samstaða náðist um það. En
auðvitað er mikilvægt í sjálfu sér
að fundurinn var haldinn og allir
sendu fulltrúa og mjög eindregin
fordæming var samþykkt á
Bandaríkin. Og það var mest um
vert að hittast svo skömmu eftir
þessa hryllilegu árás svo að
umheimur megi sjá að arabaríkin
fordæma nýnasistann Reagan og
ónafngreinda dömu sem getur
varla notið mikillar virðingar
fyrir þann hátt sem hún átti i
þessu athæfi.“
Vil ekki fremur en aðrir
búa við stöðugan ótta
Þetta sagði Hassan Mansour,
utanríkisráðherra Líbýu, í viðtali
við biaðamann Morgunblaðsins á
Hótel Fes skömmu eftir að fundi
utanríkisráðherranna var lokið.
Það er vissulega kurteislega til
orða tekið að segja að fundurinn
hafi verið beinn ósigur fyrir Líbýu
og mjög mikillar tregðu gætti í að
gagnrýna bandaríkin hvað svo sem
Mansour sagði við mig.
„Ég fullyrði," hélt Mansour
áfram, „að það er stórskrítið hvað
þið Evrópubúar sjáið allt í svörtu
eða hvítu." Þegar ég innti hann
eftir því hvort hann áliti sem sagt
að gagnrýnin á Líbýu ætti ekki rétt
á sér fyrir að hýsa hryðjuverka-
menn og aðstoða þá baðaði hann út
öllum öngum og sdagði: „Þið teljið
það sem sagt gott og gilt að Reagan
sprengi konur og böm í tætlur af
því hann hlustar á róg og sögusagn-
ir sem engar sannanir em fyrir eða
hvað? Þið teljið líklega allt til sóma
af því að Líbýumenn hafa sýnt
hugdirfsku og sjálfstæði og ekki
farið troðnar slóðir né heldur gerst
þý bandarísku heimsvaldasinnanna.
Þið verðið að athuga að sjálfsvirð-
ingu þjóðar má ekki misbjóða á
þennan hrottalega hátt. Ég skal
segja frúnni að ég á tvo syni og
einn afastrák og ég vil ekki fremur
en aðrir þurfa að búa við stöðugan
ótta um hver verði framtíð þeirra.
Og hvers getum við vænst nú nema
við gemm lýðum ljóst í eitt skipti
fyrir öll að við unum ekki slíkum
yfirgangi. Haldið þér ekki að ég
viti ekki að sagan endurtekur sig
og ofbeldinu verður ekki útrýmt
meðan menn eins og Hitler og
Reagan geta farið öllu sínu fram,
þótt þeir falli að lokum sem betur
fer.“
Rústir í Trípólí höfuðborg Lfbýu eftir loftárás Bandaríkjamanna.
BEMTIHA
Laugavegi 80, sími 17290
Síðustu sýningar
á „Stöðugum
ferðalöngum“
UNDANFARNAR vikur hefur
íslenski dansflokkurinn sýnt
„Stöðuga ferðalanga", þijá ball-
etta eftir Ed Wubbe.
Nú em einungis þijár sýningar
eftir á þessu verki, sunnudaginn
4. maí, þriðjudaginn 6. maí og
fímmtudaginn 8. maí, og hefjast
sýningar kl. 20.00 í Þjóðleikhúsinu.
„Ed Wubbe hefur á undanfömum
missemm komist í fremstu röð
danshöfunda í Evrópu og því mikill
fengur að fá hann til að semja verk
fyrir íslenska dansflokkinn, en hann
er bókaður næstu tvö árin að
minnsta kosti, meðal annars til að
semja verk fyrir hinn fræga Gull-
berg-ballett í Stokkhólmi. Auk
dansara íslenska dansfíokksins
taka tveir erlendir karldansarar
þátt í sýningunni, þeir Patrick
Dadey frá Bandaríkjunum, og Norio
Mamyia frá Japan." segir í frétt
frá Þjóðleikhúsinu.
Heilbrigðis- og
tryggingaráðherra:
Skipar stjórn
geislavarna
MORGUNBLAÐINU hefur borist
svohljóðandi fréttatilkynning frá
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu:
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra hefur skipað eftirtalda í
stjórn Geislavarna ríkisins samkv.
lögum nr. 117/1985, um geisla-
varnir: