Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 27

Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986 B 27 Moammar Khadafy, leiðtogi Líbýumanna, á sérstökum fundi með sovéskum fréttamönnum, viku eftir loftárás Bandaríkjamanna. Getið ekki komið fram við okkur eins og óþekka krakka Ég spurði Mansour hvað hann segði um brottvísun líbýskra dipló- mata frá ýmsum ríkjum áður vin- veittum Líbýu og hvort hann óttað- ist ekki að Llibýa myndi einangrast á alþjóðavettvangi. Mansour vék sér undan að svara spumingunni en fór þess í stað að tala glaðlega um hvað mikilvægur væri stuðningur sem hefði komið fram frá samtökum óháðra ríkja. Ég ítrekaði spuminguna og hann sagði: „Nei, öldungis hreint ekki. Reynslan hefur sýnt að sá sem reynir að einangra fullvalda þjóð hlýtur að einangrast sjálfur. Þið getið ekki komið fram við okkur eins og óþekka krakka og bara lokað okkur inni í skáp þar til við gefumst upp og Iofum að gera allt eins og mamma segir. Og ekki aldeilis og þetta verða menn að hafa í huga og gleyma ekki hinum mannlega þætti. Frúin kemur frá mikilli háborg skáklistarinnar þar sem Reykjavík er og við synir mínir tökum oft skák og ég vona að afraksturinn verði liðtækur seinna. En ég vil ekki að við og þeir þurfi að lifa við ógnina um bandarískar sprengjur yfir höfði sér, að ég nú ekki tali um að það mundi mgla stöðuna. .. Hvað segið þér? Hryðjuverk Líbýumanna? Af hverju emð þér alltaf að tala um þetta? Hver framdi ljótasta hryðjuverkið gegn Líbýu og á hvaða forsendum? Þessum áróðri að allt illt sé Líbýumönnum að kenna, það er nú meira hvað þið hafið einfaldar lausnir og emð trú- gjörn. Við beitum engan ofbeldi en auðvitað verjum við hendur okkar. Hvað verði nú? Ja, ef ég vissi það, en ég get fullvissað frúna um að Líbýa lætur ekki einangra sig og hún mun halda fullri reins með aðstoð þeirra ríkja sem skilja mál réttlætisins og um hina kæmm við okkur kollótta," sagði Hassan Mansour, utanríkisráðherra að lok- um. Viðræður um Rockall Þátttakendur í viðræðum Dana, Færeyinga og íslendinga um Rockallsvæðið í Reykjavík 1. maí sl.: Talið frá vinstri: Jörgen Staffeldt, deildarstjóri í orkuráðuneytinu, Jakob Höymp, fulltrúi I utanríkisráðuneytinu, Morten Sparre Andersen, jarðfræðingur, Daniel Nolsöe, dómari, fulltrúi færeysku landstjómarinnar, W. Mcllquham Schmidt, sendiherra og formaður dönsku nefndarinnar, Ólafur Egilsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, Hans G. Andersen, sérstakur ráðunautur í hafréttarmálum, formaður íslensku nefndarinnar, dr. Guðmundur Pálmason, jarðeðlisfræðingur, dr. Manik Talwani, sérstakur ráðunautur íslenskra stjórnvalda I landgrunnsmálum, Karl Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur, Eyjólfur K. Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Kristinn F. Árnason, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Bensínlítrinn úr 30 í 28 krónur í fyrradag lækkaði bensínlítr- inn úr 30 krónum í 28 krónur. Bensínlítrinn hefur þá lækkað um 7 krónur, eða 20%, frá ára- mótum. í landinu em nú birgðir af bens- íni til fjögurra mánaða. Þessar birgðir vom keyptar í mars og apríl á afar hagstæðu verði eða á 129 dollara tonnið, segir í frétt frá Verðlagsstofnun. Olíufélögin nýttu sér þetta lága verð til þess að kauþa inn meira magn en venja er. Undan- fama daga hefur innkaupsverð á bensíni farið hækkandi og er nú 152 dollarar tonnið. Við þetta má bæta að innkaupsverðið fór í 210 dollara tonnið í byijun ársins en komist var hjá að gera innkaup til landsins á þeim tíma. (Fréttatilkynning) Styrkir til tónleika- halds utan Reykjavíkur Félag íslenskra tónlistar- manna hefur fengið fjárveitingu frá menntamálaráðuneytinu til að styrkja tónleikahald utan Reykjavíkur 1986-1987. Um þessar mundir auglýsir fé- lagið eftir umsóknum frá einleikur- um, einsöngvurum eða kammer- hópum um styrk til tónleikahalds, enda sé a.m.k. einn þátttakandi félagi í FÍT. Styrkveiting miðast við að haldnir séu a.m.k. þrennir tónleikar á mismunandi stöðum í sama landshluta. Auk þess er ætlast til að flytjendur annist tónlistar- kynningu eða haldi námskeið í skól- um í tengslum við tónleikana þar sem því verður við komið. Styrkupphæð miðast við fjölda flytjenda, og er umsóknarfrestur til 1. september nk. Vonir standa til að þessar styrkveitingar verði til góðs bæði tónlistarmönnum og tón- listarlífi utan Reykjavíkur. Fréttatilkynning. Magnús Magnússon, prófessor, sem jafnframt er formaður, Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlækni, og Ingimar Sigurðsson, yfirlögfræð- ing. Hlutverk Geislavama ríkisins er m.a. eftirlit og umsjón með lögum nr. 117/1985, um geislavarnir, og reglum settum samkvæmt þeim, en lögunum er ætlað að tryggja nauð- synlegar öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geislavirkum efnum og geislatækjum í því skyni að koma í veg fyrir skaðleg áhrif slíkrar geislunar. Forstöðumaður Geislavama rík- isins hefur verið skipaður Sigurður M. Magnússon, kjameðlisfræðing- ur. IBM PC............................kr. 87.500 IBM PC/XT 20mb....................kr. 147.500 IBM PC/AT 20 mb ..................kr. 256.000 1946 1986 £ Proprinter .........................kr. 28.500 Quietwriter ........................kr. 64.500 Arkamatari f/Quietwriter............kr. 18.500 Pappírsdragari f/Quietwriter ......kr. 4.100 SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 20560 Tölvudeild Akureyri: Gránufélagsgötu 4,600 Akureyri sími: 96-26155 STOÐFORRITIN FRÁIBM ERU: Áætlunarstoð ...... kr. 6.200 Skrástoð .......... kr. 6.200 Myndstoð .......... kr. 6.200 Skýrslustoð........ kr. 5.400 Ritstoð............ kr. 6.200 Teiknistoð......... kr. 6.200 IBM PC tölvurnar eru öflugar, fljótvirkar og öruggar. Þær eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum og hafa því mismunandi eiginleika, en allar eiga þær sameiginlegt að vera auðveldar, þægilegar, traustarog einfaldar [ notkun. Þess vegna finnurðu örugglega eina á meðal þeirra sem hentar þér. IBM PC tölvurnar eru leiðandi á sínu sviði og þess vegna finnurðu líka að allur hugbúnaður fyrir PC umhverfið er sniðinn fyrir þær. Með IBM PROPRINTER eða QUIETWRITER tölvuprenturum verður öll útskrift á gögnum hraðvirk og hljóðlát, með vönduðu letri og snyrtilegum frágangi. Auk IBM PC bjóðum við til sölu IBM system 36 töivubúnað í þremur stærðum ásamt tilheyrandi notendahugbúnaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.