Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 37

Morgunblaðið - 04.05.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAI1986 B 37 T\ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS I lagi að nota tölvu við píanóstillingar Velvakandi géður. Vegna ummæla Leifs H. Magn- ússonar píanóstillingamanns í morgunþætti útvarpsins þ. 30. apríl sl. varðandi píanóstillitölvur, langar mig að taka fram, að það er ekki sama hvemig slík tæki eru notuð. Sú staðhæfíng Leifs, að tónninn í hljóðfærunum yrði flatur ef slík tæki væru notuð, á ekki við nein rök að styðjast. Þetta fer eftir næmleika og tónheyrn þess sem stillir hljóðfærið. Mjög margir still- ingamenn nota iitla tónhæðarmæla eða stillitölvur til að hafa til hlið- sjónar við að taka „temperatur". Hins vegar nota þeir eyrun við að stilla hljóðfærið til fullnustu. Þessir litlu tónmælar eins og ég kýs að kalla þá, geta verið mjög nákvæmir á miðborðinu á píanóinu, en verða aftur á móti ónákvæmari þegar kemur niður í bassa og ofarlega í diskant. Leifí hlýtur að vera ljóst að það eru ekki þessar stillitölvur sem stilla hljóðfærin, heldur menn- imir sem nota þær, og ef stillinga- maðurinn kann ekki verkið, þá þýðir heldur ekki að nota tölvu. Til eru reyndar stillitæki sem sögð em svo nákvæm, að þau nemi hljóma betur en nokkurt mannseyra, en slík tæki em geysidýr, og ég veit ekki hvort nokkur stillingamaður hér á landi hefur yfír slíkum grip að ráða. Ég vil geta þess, að ein bezta píanó- verksmiðja heims, Grotrian-Stein- weg sér um allar konsertstillingar í Stadthalle og Staatstheater í Braunschweig. Meistarinn, sem þær framkvæmir, notar lítinn mæli til hliðsjónar þegar hann tekur „temperatur". Og þeir em vand- virkir hjá Grotrian. umsögn Leifs er því út í loftið, og til þess eins fallin að skapa vantraust á þeim sem kjósa að nota slík tæki. Með þökk fyrir birtinguna. Isólfur Pálmarsson. HEILRÆÐI Foreldrar. Nú fer sá tími í hönd þegar reiðhjólin em tekin fram. Yfírfarið hjólin með bömum ykkar og sjáið um að allur öryggisbúnaður sé í lagi. Brýnum fyrir bömum okkar að gæta varúðar og leiðbeinum þeim hvar ömggast er að hjóla. Nafnaþulan enn Náttúrulíf smyndir of seint á dagskrá Þórir Baldvinsson hríngdi. „Ég fékk nýlega bréf frá Nátt- úmfræðingafélaginu — ég hef verið í því og er áhugamaður um náttúm- fyrirbæri — þar sem segir, að félag- ið hafi látið sjónvarpið fá myndröð af náttúmlífí til birtingar í sjón- varpinu, til þess að vekja athygli á byggingu náttúmgripasafns, sem núna er verið að tala um. En þegar ég ætlaði að kanna þetta nánar, fann ég ekkert um það í sjónvarps- dagskránni. Engu að síður koma myndimar í sjónvarpinu, en það er eins og verið sé að pukra með þær, því að maður getur ekki séð á hvaða dögum þær em birtar. Og annað verra: Myndimar em sýndar svo seint, að gamalt fólk getur ekki séð þær. Það á erfitt með að halda sér vakandi fram undir miðnætti. Við gamla fólkið emm búin að missa af vorinu og sumrinu og því er það eins og að svipta okkur hluta af guðdóminum að haga dagskránni þannig, að við missum af öllu „nátt- úrulegu". Einar Egilsson, sem hefur með þetta að gera fyrir Náttúm- fræðingafélagið, sagði mér, að þeir hjá sjónvarpinu hefðu sagt ómögu- legt að birta myndimar á öðmm tíma. En það er til málsháttur sem segir: Allt er hægt með góðum vilja. Og þar sem ég er farinn að gera sjónvarpið að umtalsefni, vildi ég nefna dálítið sem mér hefur fallið illa, en það er þegar verið er að skjóta inn ákaflega háværam lag- stúfum á milli dagskrárliða, ef eitt- hvert hlé verður. Tónlistin nú á tfm- um er svo hávær, að hún er algjör plága fyrir gamalt fólk, þó að unga fólkið fínni ekki fyrir því. Mér finnst, að a.m.k. stundum mætti hafa örlítið mildari tónlist í þessum hléum." Enn berast Velvakanda svör við fyrirspum um nafanþulu, sem birt- ist hér í dálkunum á dögunum. Oddfríður Sæmundsdóttir í Reykjavík sendir Velvakanda úr- klippu úr bamablaðinu Æskunni frá 1914 þar sem þuluna er að fínna og stendur undir henni Kr. Þ. Gerir Oddfríður því skóna, að það standi fyrir Kristleifur Þorsteinsson, og svo gera fleiri, sem haft hafa samband við Velvakanda. Fylgir þulan hér með, eins og hún birtist í Æskunni, og svörin einnig. Um leið biðst Velvakandi afsökunar á prentvillum, sem slæddust inn í þuluna í dálkunum þriðjudaginn 29. apríl sl. Einn kann vel á ísum heija, annar bytjar viku hveija, með þriðja er venja að húsum hlúa, hét hinn fjórði á Guð að trí.a, fimmti hylur ásjónu’ ýta, eimáskamásjöttalíta, sjöundi við það sýnist dottinn, sá áttundi, það er meiri spottinn, dauðann níundi ei nálgast hót, nauða tíundi þyrfti um snót, hjá ellefta stendur heimskan hátt, heima’ í þeim tólfta sá hefir átt, þrettánda fysir fjöri' að granda, ^órtándi sýnir mér skipun landa, fimmtándi á himni fæðist og deyr, fleygir sextándi hvössum geir, seytjándi er afleiðing unaðstíða, áljándi má í saurinn skríða, eg þeim nítjánda á eldinn kasta, með andanum finn ég þann tuttugasta. I. Bjöm, 2. Helgi, 3. Torfí, 4. Krist- inn, 5. Grímur 6. Hreinn, 7. Hallur, 8. Éilífur, 9. Ofeigur, 10. Meyvant, II. Álfur, 12. Bergur, 13. Vigfús, 14. Kort, 15. Dagur, 16. Bogi, 17. Ársæll, 18. Páll, 19. Brandur, 20. Loftur. Vísa vikunnar |[elveiðífrumvarpið: ,Framsóknarmenn sigldi^ »ví í strand þrjú ár í röð“J : segir Etríll-Tónsson þingmaður Siálfstæðisflok^sins 1 Egill sínum ráðum réð, ráðherrann setti ljótan. Þar hefur „ömmu“ sína séð sá er bað um kvótann. Hákur. TONABIO Það sem hann sá var vitfirring, sem tók öllu fram sem hann hafði gert sér í hugarlund . . . Glæný og ótrúlega spennandi amerísk stórmynd um harðsvíraða blaðamenn í átökunum í Salvador. Myndin er byggð á sönnum atburðum, og hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda. Aðalhlutverk: James Woods, Jim Belushi og John Savage. Leikstjóri: Oliver Stone (höfundur „Midnight Ex- press", „Scarface" og „The Yearof the Dragon".) Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. íslenskurtexti. Bönnuð innan 16 ára. Nýjar videoleigur Meiripartur mynda nýlegar. Leigjum einnig út videotæki og sjónvörp. Endurnýjum reglulega. Eigum mikið af óperum og ballettmyndum. HrfflJSTAÍM VIDEO Hafnarstræti 2. Sími621101. Opið 12-23.30. Ofanleiti 14. Sfmi 33379. Opið 10-23.30. Gott efni ■¥ < *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.