Morgunblaðið - 04.05.1986, Síða 38
Op 0 ) .• t T •/'/■ I ’ ■ (\ \ t -.y*
38 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1986
I I RiEI/HI ■ > II H> SI ASSA
j-
í
i
I
■
>}
Austurbæjarbíó:
Árásin
á Kol-
krabbann
Michele Placido lék
góða gæjann í Kolkrab-
banum og þótti standa
sig vel, að minnsta
kosti límdust íslend-
ingar fyrir framan skjá-
inn þegar myndin var
sýnd í sjónvarpinu í
vetur. Leikstjóri þeirr-
ar myndar, Damiano
Damiani, og leikarinn
Michele Placido hafa
leitt hesta sína saman
á ný, að þessu sinni í
bíómyndinni Attacco
alla Piovra sem á ís-
lensku útleggst „Árás-
in á Kolkrabbann".
Damiani er sérfraeð-
ingur í spennumyndum,
hann hefur sérhæft sig
í mafíunni, enda á
heimavelli, en að þessu
sinni leikur Michele
Placido ekki þann góða
gæja sem við þekkjum
úr sjónvarpinu. í Árás-
inni á Kolkrabbann leik-
ur hann nefnilega
vonda gæjann, Mario,
,sem sendur er af maf-
íunni til Palermo í þeim
tilgangi að halda spill-
ingunni í horfinu. Mario
reynir að fá yngri bróður
sinn til liðs við sig, en
hann er því fráhverfur;
er yfir sig hrifinn af fjórt-
án ára stúlku sem selur
sig til að kaupa eiturlyf.
Örlögin haga því svo til
aðyngri bróðirinn neyð-
ist til að ræna og drepa
svo vinkonan fái sinn
skammt af eitri. Við það
kætist Mario.
Michele Placido, þekktur úr
sjónvarpsþáttunum Kol-
Norman Jewison, leikstjóri.
Meg Tilley leikur nunnuna ungu og Jane Fonda sálfræð-
inginn Livingston, sem rannsakar morðmálið.
Anne Bancroft leikur abbadísina
í „ Agnes, barn Guðs“.
Stjömubíó:
með Dustin Hoffman, enn út-
nefnd), The Turning Point (1977,
útnefnd enn einu sinni) og Fíla-
manninum (1980). Hlutverkin í
þessum myndum voru öll alvarleg,
nema ef til vill í Mrs. Robinson,
en Bancroft hefur einnig leikið í
léttvaegari myndum, hún lék meira
að segja sálfa sig í Þöglu mynd
Brooks, og hefur sýnt og sannað
að hún er ágætur gamanleikari.
Anne hefur heldur ekki langt að
sækja ráðleggingar um slíkt, eigin-
maður hennar er einn sá geggjað-
asti í kvikmyndaheiminum.
Hjónaband Anne Bancroft og
Mel Brooks hefur löngum vakið
umtal og aðdáun, því engir skilja
hvernig þau fara að því að tolla
saman í þrjátíu ár í höfuðborg «
lauslætisins, Hollywood. Þau
kynntust um það leyti sem Anne
var að þreifa fyrir sér, ung og
óreynd, á bandaríska leiksviðinu
fyrir meira en þrjátíu árum. Hún
söng lagið „Ég get sko giftst hve-
nær sem er“ en þá greip djúp rödd
fram í fyrir henni með þessum
orðum: „Hæ, Anna, ég heiti Mel
Brooks."
Stjörnubíó tekur von bráðar til
sýninga kvikmyndaútgáfuna af
heimsþekktu leikriti John Piel-
meiers, Agnes barn Guðs (Agnes
of God) sem Norman Jewison
gerði á síðasta ári. Myndin var þá
sýnd við mikla aðsókn og voru
tvær leikkonur myndarinnar, Meg
Tilley og Anne Bancroft útnefndar
til Óskarsverðlauna.
Agnes barn Guðs er annaö leik-
ritið sem Norman Jewison filmar í
röð, hitt var Saga hermanns, sýnd
i Stjörnubíói fyrir réttu ári. Meg
Tilley leikur Agnesi, unga nunnu
sem sökuð er um að hafa myrt
nýfætt barn sitt innan klaustur-
veggjanna. En þegar abbadísin og
sálfræðingur byrja að rannsaka
málið og yfirheyra Agnesi kemur í
Ijós að hun man ekki nokkurn
skapaðan hlut. Jane Fonda leikur
sálfræðinginn og Anne Bancroft
abbadísina sem telur Agnesi sak-
lausa, en sálfræðingurinn er ekki
ánægður með svo einfalt svar og
vill kafa dýpra í málið.
Jewison heimsótti klaustur vítt
og breitt um Bandaríkin og Kan-
ada, ásamt kvikmyndatökumann-
inu Sven Nykvist og leikonunum
þrem. Þessi leiðangur tók sex
mánuði. „Það sem skipti okkur
mestu að ferð lokinni var að við
skildum hve trúin er mannfólkinu
nauðsynleg," sagi Jewison. „Það
erfiðasta var að koma skoðunum
fulltrúa andstæðra lífsmáta til
skila. Ein persóna myndarinnar er
veraldleg og trúlaus, önnur er trú-
rækin og guðhrædd. En höfundur
leikritsins gleymdi ekki kímninni
og í miðjum slagi njóta þær sam-
vista og hlæja af hjartans lyst."
Anne Bancroft, gift Mel Brooks,
heldur um þessar mundir upp á
þrjátíu ára leikferil. Hún er búin
að leika í reiðarinnar býsn af
myndum mörgum ógleymanleg-
um, svo sem The Miracle Worker
(1962, fékk Óskarinn), The
Pumpkin Eater (1964, útnefnd til
Óskars), Mrs. Robinson (1967,
Anne Bancroft f lækist í morð
mál innan klausturveggja
Justin Henry lelkur með Richard Harrisí„Degi Martins".
Justin Henry
Justin Henry var niu ára
þegar hann lék með Dustin
Hoffmann f „Kramer gegn Kra-
mer“ hér um árið. Henry var
mikið f sviðsljósinu, var meira
að segja útnefndur til Óskars-
verðlauna, en hann kærði sig
ekki um að missa af æsku sinni,
hélt áfram skólagöngu og hætti
að hugsa um bíómyndir. ^
Justin Henry er nú
fimmtán ára og er
byrjaður að leika í
myndum á ný. A eftir
Kramer lék
hann á móti Roy Scheider í sjón-
varpsmyndinni Tiger Town og
unglingamyndinni Sixteen Cand-
les. Síðan lék hann með Richard
Harris í „Degi Martins", en hún
fjallaði um strokufanga sem tek-
ur ungan dreng í gíslingu til að
lifa á ný æsku sína.
Það versta við bíómyndir,
segir Justin Henry, er að fólk
leyfir manni ekki að stækka og
þroskast. Það man eftir mér eins
og ég var í Kramer gegn Kramer,
níu ára pjakkur, og áttar sig ekki
á því að ég eldist eins og aðrir.
krabbanum, snýr aftur i Ár-
ásinni á Kolkrabbann, sem
Austurbæjarbió sýnir um
þessar mundir.