Morgunblaðið - 06.06.1986, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6.JÚNÍ 1986
Frá Listahátíð
í Reykjavík:
Kristján
Jóhannsson
syngur
■■ Bein útsending
O A 30 verður á rás eitt
— frá tónleikum 1
Háskólabíói þar sem Krist-
ján Jóhannsson mun
syngja með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Stjómandi
verður Jean-Pierre Jacqu-
illat. Á efnisskrá er forleik-
ur að óperunni Carmen
eftir Bizet og Blómaaríum-
ar úr sömu óperu ásamt
milliþáttatónlist. Síðan
verður flutt aría úr óp-
emnni Lucia di Lam-
mermoor eftir Donizetti og
intermezzo og aría úr óp-
erunni Cavaleria Rusticana
eftir Mascagni.
Stiklaðá
stóruí
sögu The
Shadows
■■■■■ Skuggar nefnist
01 00 þáttur sem er á
X dagskrá rásar
tvö í kvöld. Þar verður
stiklað á stóru í sögu hljóm-
sveitarinnar The Shadows,
sem væntanleg er á Lista-
hátíð innan skamms, og
leikin vinsælustu löghljóm-
sveitarinnar. Þátturinn er
í umsjón Einars Kristjáns-
sonar og er sá fyrsti af fjór-
Úr lífi strengbrúða, þýsk kvikmynd frá 1980, sem Ingmar Bergman leikstýrir, er á dagskrá sjónvarps f kvöld.
Úr lífi strengbrúða
■■■■ Úr lífi streng-
O Q 00 brúða (Aus dem
Leben der
Marionetten), þýsk kvik-
mynd frá 1980, er á dag-
skrá sjónvarps f kvöld.
Maður sem þjáist af þung-
lyndi tekur að ofsækja
eiginkonu sína og tekur að
hugsa um það öllum stund-
um hvemig hann geti ráðið
hana af dögum. Vændis-
kona er myrt í öldurhúsi
og berast böndin að hinum
ógæfusama eiginmanni. í
ljós kemur að kynhvöt hans
beinist að karlmönnum og
á það að vera orsök þeirra
óhæfuverka sem hann
fremur. Leikstjóri er Ing-
mar Bergman en með
aðalhlutverk fara Robert
Atzom og Christine Buch-
egger. Kvikmyndahand-
bókin gefur þessari mynd
þijár stjömur og telur hana
góða.
UTVARP
FOSTUDAGUR
6. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.20 Morgunteygjur.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veðurfregnir.
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegtmál
Endurtekinn þáttur frá
kvöldinu áður sem Guð-
mundur Sæmundsson flyt-
ur.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Ljáðu mér eyra".
Umsjón: Málmfríður Sigurð-
ardóttir. (Frá Akureyri.)
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Meðal
efnis: Claudio Arrau kynnt-
ur. Rætt við Rögnvald Sigur-
jónsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Miðdegissagan: „Fölna
stjörnur" eftir Karl Bjarnhof.
Kristmann Guðmundsson
þýddi. Arnhildur Jónsdóttir
les (10).
14.30 Nýtt undir nálinni. Tón-
list með Megasi, Moody
Blueso.fl.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
Á efnisskrá er forleikur að
óperunni Carmen eftir Bizet
og Blómaaríurnar úr sömu
óperu ásamt milliþáttatón-
list. Síöan verður flutt aría úr
óperunni Lucia di Lamm-
ermoor eftir Donizetti og
intermezzo og aría úr óper-
unni Cavaleria Rusticana
eftir Mascagni.
17.00 Fréttir.
Barnaútvarpið. Stjórnandi:
Vernharður Unnet. Að-
stoðarmaður: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.45 f loftinu. Blandaður þátt-
ur úr neysluþjóðfélaginu.
Umsjón: Hallgrímur Thor-
steinsson og Sigrún Halld-
órsdóttir.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.55 Daglegt mál. Örn Ólafs-
son flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Þor-
steinn J. Vilhjálmsson kynn-
ir.
20.30 Frá Listahátíö í Reykja-
vík 1986: Paata Burchul-
adze og Sinfóníuhljómsveit
islands á tónleikum i Há-
skólabíói. Bein útsending.
Fyrri hluti. Stjórnandi: Jean-
Pierre Jacquillat. Á efnisskrá
eru forfeikír og óperuaríur
eftir Verdi, Tsjaíkovskí og
Mussorgský. Kynnir: Sig-
urður Einarsson.
21.20 Sumarvaka
a. Þáttur af Kristinu Páls-
dóttur úr Borgarfirði vestra.
Tómas Einarsson les úr
sagnaþáttum Þjóðólfs. Sið-
ari hluti.
b. Kórsöngur. MA-kvartett-
inn syngur.
c. Skemmtiferð. Jórunn Ól-
afsdóttir frá Sörtastöðum
les frásögn eftir Arnfríöi
Sigurgeirsdóttur.
Umsjón: Helga Ágústsdótt-
ir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Sumartónleikar í Bruhl
„Clementia"-kammersveitin
leikur; Helmut Muller-Bruhl
stjórnar. Einleikari: Michael
Schneider.
a. Óbókonsert i F-dúr eftir
Georg Friedrich Hándel.
b. Konsert í a-moll eftir
Conrad Friedrich Hurle-
busch.
c. Flautukonsert í a-moll
eftir Johann Friedrich
Fasch.
Kynnir: Guðmundur Gils-
son.
23.00 Frjálsar hendur. Þáttur
í umsjá llluga Jökulssonar.
24.00 Fréttir.
00.05 Frá Listahátíð í Reykja-
vík 1986: Djasstónleikar
Herbie Hancock í veitinga-
húsinu Broadway kvöldið
áður. Síðari hluti. Kynnir:
Hildur Eiríksdóttir.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
3.00.
FOSTUDAGUR
6. júní
10.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Ásgeir Tómas-
son, Kolbrún Halldórsdóttir,
Páll Þorsteinsson.
12.00 Hlé
14.00 Bótímáli
SJÓNVARP
19.16 Ádöfinni.
Umsjónarmaður Maríanna
Friðjónsdóttir.
19.25 Krakkamiríhverfinu.
(Kids of Degrassi Street)
1. Karen stendur við orð sín.
Kanadískur myndaflokkur í
fimm þáttum fyrir börn og
unglinga.
Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.
19.60 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttirog veður.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.40 Listahátíö í Reykjavík
1986.
20.50 Unglingamir í frumskóg-
FOSTUDAGUR
6. júní
inum.
Umsjónarmaður Jón Gúst-
afsson. Stjórn upptöku
Gunnlaugur Jónasson.
21.20 Kastljós.
Þáttur um innlend málefni.
21.55 Reykjavíkuriag — Með
þinu lagi — Úrslit.
Bein útsending frá Broad-
way á úrslitum í keppni sem
Reykjavíkurborg hélt í sam-
vinnu við Sjónvarpiö um lag
i tilefni 200 ára afmælis
borgarinnar.
22.55 Seinni fréttir.
23.00 Úr lifi strengbrúöa.
(Aus dem Leben der Mario-
netten)
Þýsk kvikmynd frá 1980.
Leikstjóri Ingmar Bergman.
Aðalhlutverk: Robert At-
zorn, Christine Buchegger.
Þunglyndur maður ofsækir
konu sína og hugsar um
það eitt að ráða hana af
dögum. Um sömu mundir
er vændiskona myrt í öldur-
húsi og berast böndin brátt
að hinum ógæfusama eigin-
manni.
Þýðandi Veturliði Guðna-
son.
00.30 Dagskrárlok.
Margrét Blöndal les bréf frá
hlustendum og kynnir óska-
lög þeirra.
16.00 Fritiminn
Tónlistarþáttur með feröa-
málaivafi í umsjá Ásgerðar
Flosadóttur.
17.00 Endasprettur
Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir tónlist úr ýmsum átt-
um og kannar hvað er á
seyði um helgina
18.00 Hlé.
20.00 Þræöir
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
21.00 Skuggar
Stiklað á stóru í sögu hljóm
sveitarinnar The Shadows
sem er væntanleg á Lista-
hátið í Reykjavik. Fyrsti þátt
ur af fjórum. Umsjón: Einar
Kristjánsson.
22.00 Kvöldsýn
Valdfs Gunarsdóttir kynn-
ir tónlist af rólegra taginu.
23.00 Ánæturvakt
með Vigni Sveinssyni og
Þorgeiri Ástvaldssyni.
03.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagöar i þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00,
16.00og 17.00.
SVÆÐISÚTVÖRP
REYKJAVÍK
17.15—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
ÚTVARP / SJÓNVARP
Gler í auga
Tveir læknar, þeir Guðmundur
Bjömsson og Óskar Emilsson,
rituðu mjög athyglisverða grein hér
í blaðið þann 3. júní og nefndist
hún: Þegar um lif og dauða er
að tefla. Greinin hefst á svofelldum
orðum: Á síðustu tveimur áratugum
hafa miklar framfarir orðið í fyrstu
meðferð slasaðra og skyndiveikra.
Af biturri reynslu heimsstyijaldar-
innar síðari varð markverð breyting
þannig, að í stað þess að ferðast
með særða um óravegu til læknis-
meðferðar voni spítalar fluttir nær
vígvellinum. Á sama tíma þróaðist
hin einstæða aðferð við brottflutn-
ing særðra að beita þyrlum til þess.
Þannig tókst að bjarga fleirum og
minnka veruiega varanleg ör-
kuml ... Höfundar ræða síðan
skipulag þessara rhála hér á landi
og klykkja út n;eð því að segja:
Eins og málum er nú háttað ræður
tilviljun ein eftir hvaða boðleiðum
alvarleg slys ellegar veikindi eru
tilkynnt. Oft er álits læknis seint
leitað ellegar hann ekki hafður með
í ráðum þótt ljóst sé að hans er
ávallt þörf. Eftir klukkan átta á
kvöldin ræður tilviljun því hvernig
til tekst með mönnun þyrlu Land-
helgisgæslunnar. Og enn vitna ég
í Moggann: í miðvikudagsblaðinu
mátti lesa eftirfarandi frétt á síðu
27: Tveir mjög harðir árekstrar
urðu í Reykjavík á mánudag ...
Rétt fyrir klukkan 8 varð „rússn-
eskur" árekstur á mótum Hring-
brautar og Hofsvallagötu. Volgu-
bíl var þá ekið í austur eftir Hring-
brautinni og sveigði ökumaður bíls-
ins til norðurs inn á Hofsvallagötu,
en beint í veg fyrir Lödu-bfl, sem
var á leið vestur eftir Hringbraut-
inni. Ökumaður Lödunnar var í bfl-
belti og sakaði ekki en ökumaður
Volgunnar skarst lítillega... í há-
deginu á mánudag varð Japansk-
ur“ árekstur á mótum Barónsstígs
og Skúlagötu. Bíl af gerðinni Mazda
var þá ekið til norðurs eftir Baróns-
stíg og hugðist ökumaður hans
sveigja til vesturs eftir Skúlagöt-
unni. Ekki vildi betur til en svo, að
hann ók beint í veg fyrir aðra
Mözdu, sem var á leið austur eftir
Skúlagötunni á innri akrein. Öku-
menn voru einir í bflunum og skár-
ust báðir nokkuð, hvorugur notaði
bflbelti.
Til vitnun númer 3
Og enn vitna ég í miðvikudags-
blaðið, síðu 4, þar gat að líta eftir-
farandi fyrirsagnin Danska blaðið
BT um atvikið yfir Austfjörðum:
„Örfáum sekúndum frá dauðans
dyrum — 186 farþegar SAS höfðu
ekki hugmynd um hættuástand-
ið ... Þessi fyrirsögn var efst á
síðunni en neðst stóð: Flugumferð-
arstjórar aflétta yfirvinnubanni.
Hvers vegna?
Ég hef af fremsta megni reynt
að beita í hófí beinum tilvitnunum
hér í greinarkominu en ég gat bara
ekki stillt mig um að hrifsa þessar
glefsur úr Mogganum því mér
finnst í rauninni að þar sé verið að
§alla um einn og sama hlutinn,
stefnuleysi íslenskra stjómmála-
manna og þá sérstaklega alþingis-
manna á sviði öryggismála hvort
sem þar er um að ræða að samhæfa
yfírstjóm sjúkraflutninga, laga-
setningu varðandi skyldunotkun
þess öryggisbúnaðar bifreiða er
veitir mesta slysavöm, að ógleymd-
um blessuðum flugumferðarstjór-
unum sem hafa staðið í mótmæla-
aðgerðum svo lengi ég man. Verður
ekki að ræða þessi mál öll í sjón-
varpssal og fá úr því skorið hvort
rétt kjömir alþingismenn þessarar
þjóðar hafa bein í nefí til að setja
lög er tryggja að öryggisbúnaður
farartækja á lofti, láði og legi sé
virtur. Það er til lítils að ræða við
alþingismann í miðjum rolluhóp um
hvort öryggisbelti þrengi að vík-
ingseðlinu eður ei, áfram þjóta bfl-
amir og glerbrotin stingast í augu
og andlit hinna óvörðu.
Ólafur M.
Jóhannesson