Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 16

Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JUNÍ1986 Verðlaun veitt fyrir kappróður. Áhöfnin á Þóri SF 77 sigraði áhafnir annarra báta, en siðan kepptu landmenn sér. Líflegur sjómanna dagfur á Höfn Höfn í Homafirði: Sjémannadagurinn á Höfn var haldinn hátíðlegur í blíð- skaparveðri sunnudaginn 1. júní. Sjómannamessa var í Hafn- arkirkju kl. 11.00. Eftir hádegi var samkoma á hóteltúninu með Qölbreyttri dagskrá. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra flutti ræðu dags- ins. Aldraður sjómaður, Sveinn Einarsson, var heiðraður og veitt voru verðlaun fyrir kapp- róður sem háður hafði verið daginn áður. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum gerði fólk sér margt fleira til gam- ans, en að loknum öllum skemmtiatriðum var gengið í skrúðgöngu niður að höfn, en þar var öllum boðið í siglingu. Dansleikir voru haldnir á Hótel Höfn og í Sindrabæ bæði laug- ardags- og sunnudagskvöld. Haukur dagsins. í reiptoginu kepptu bátsmenn á móti skipstjórum og báru bátsmennimir sigur úr býtum i þeirri viðureign. Morgunblaðið/Haukur f byrjun naglaboðhlaupsins þurftu keppendur að nálgast hamarinn og naglana á botni 1000 litra kars, sem fullt var af vatni eins og sést á myndinni. Keppendur voru valdir af handahófi úr hópi áhorfenda og kepptu eiginmenn á móti konum sínum. Ferðablað- ið Land er komið út FERÐABLAÐIÐ LAND er komið út og borið inn á hvert heimili i landinu. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum blaðsins segjast þeir geta fullyrt, að jafn ítarleg úttekt á ferðamannaþjónustu í landinu og sú sem í blaðinu birtist hafi ekki komið út áður. Meðal greinahöfunda í Landi má nefna að Steindór Steindórsson frá Hlöðum skrifar um Akureyri, Sr. Heimir Steinsson um Þingvelli, Sr. Guðmundur Óli um Skálholt og Gylfi Þorkelsson frá Laugarvatni um Landsmót hestamanna á Hellu. í ensku útgáfu ritsins er m.a. grein eftir Önnu Yates þar sem hún fjallar um drykkjusiði íslendinga, sveitaböll og annað er lýtur að skemmtanalífi okkar. Þegar báðar útgáfumar eru tald- ar saman er upplag Lands 130 þúsund eintök.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.