Morgunblaðið - 06.06.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986
17
+
Gamla sagan um
orð og athafnir
eftir Halldór Árnason
Stutt er síðan þúsundir foreldra
um land allt lögðu grunninn að
stofnun samtaka um vímulausa
æsku. Hinn mikli áhugi fyrir stofn-
un þessara samtaka lýsir betur en
flest annað þeim áhyggjum sem býr
með foreldrum um framtíð bama
sinna.
í nýlegri könnun landlæknis
kemur fram að nær annar hver 15
ára unglingur á höfuðborgarsvæð-
inu neytir áfengis mánaðarlega eða
oftar, þó enn vanti þá 5 ár í lögaldur
til áfengiskaupa. Þúsundir óharðn-
aðra unglinga mæta gífurlegum
þrýstingi jafnaldra sinna um að
taka þátt í drykkju eða vera ella
fyrirlitnir. Það er fáum unglingum
gefið að standast slíkan þrýsting.
Ekki er að efa að foreldrar bera
hag og velferð bama sinna fyrir
brjósti umfram allt annað. Bömin
em dýrmætasta eign hvers foreldris
og þar stenst ekkert samjöfnuð.
Virk samtök foreldra um vímu-
lausa æsku, þar sem foreldrar létta
undir með bömum sínum að stand-
ast þrýsting jafnaldranna og sam-
félagsins, yrðu án efa talin til eins
merkasta framtaks almennings hér
á landi. Fólki er að verða ljóst
mikilvægi þess að saman fari orð
og athafnir hinna fullorðnu. Að
öðmm kosti vinnst aldrei gagn-
kvæmt traust.
í ljósi þessa kemur vægast sagt
á óvart sá mikli stuðningur við
opnun áfengisútsalna, þar sem
hann var kannaður samfara nýaf-
stöðnum bæjarstjómarkosningum.
Vart verður séð að opnun á áfengis-
útsölu komi til með að draga úr
áhyggjum foreldra á velferð bama
sinna, frekar mætti ætla hið gagn-
stæða. Fróðlegt væri að fá upplýs-
Halldór Árnason
ingar frá þeim bæjarfélögum, þar
sem áfengisútsölur hafa verið opn-
aðar á undanfömum ámm, hvaða
áhrif það hafí haft á áfengisneyslu
unglinga og félagsstarf þeirra.
Eg vil beina þeirri spumingu til
nýkjörinna bæjarfulltrúa hvort
opnun áfe.igisútsölu sé það framlag
sem þeir ætla að veita samtökum
um vímulausa æsku til brautar-
gengis.
Höfundur er hagfræðiugur hjá
Þjóðhagsstofnun.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
Petta er meðalstór, 3ja dyra
rúmgóöur og bjartur bíll. Hann
er tramdrifinn, meö tann-
stangarstýri, mjúkri og
langrí fjöðrun og þaö er sér-
staklega hátt undir hann.
Sem sagt sniðinn fyrir
ísienskar aðstæður.
Véiin sem er 1300 cm3, 4ra
strokka, spræk og sparneyt-
in, er hönnuð af einum virt-
asta bílaframleiðanda
Evrópu. Bensíneyðsla er innan
viö 61 á hundraðiö í lang-
keyrslu, en viöbragöstími frá
0-100 km hraða er þó aðeins
14,5 sek.
Þessi nýi bíll er 5 manna og
mjög rúmgóður miðaö við
heildarstærð. Aftursætið má
leggja fram og mynda þannig
gott flutningsrými. Hurðirnar
eru vel stórar svo allur um-
gangur er mjög þægilegur.
Það er leitun að sterkbyggð-
arí bíl. Sérstök burðargrind er
í öllu farþegarýminu, sílsareru
sérstyrktir og sama er að segja
um aðra burðarhluti. Þessum
bfl er ætlað að henta jafn vel á
malbikuðum brautum Vestur-
Evrópu, sem á hjara norður-
slóða.
Og þá er komið að því sem
kemur mest á óvart. Fyrír
þennan bíl þarftu aðeins að
borga frá 239 þúsund
krónum, því hann er á sér-
stöku kynningarverði. Ætlarðu
ekki að sjá hann birtast á
morgun?
SUÐURLANDSBRAUT 14
SÍMI 38600 - 31236