Morgunblaðið - 06.06.1986, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1986
Sala Iceland Seafood í maímánuði:
8,6% meiri en í fyrra
Fiskskortur tilfinnanlegri ímaí en nokkru
sinni fyrr, segir Guðjón B. Olafsson, forstjóri
HEILDARSALA Iceland Seafood, dótturfyrirtækis Sambandsins í
Bandaríkjunum, var í maí 8,6% hærri en í sama mánuði í fyrra. I
magni talið var salan sú sama og munar þar mestu um nokkra sölu
blokka í fyrra en litla nú. Það, sem af er árinu hefur sala í dölum
talið aukizt um 24,2% og í magni talið um 11,3%.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri því 24,2%. Alls hefðu verið seldar
Iceland Seafood, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að í maí hefði sala
á verksmiðrjuframleiddum vörum
aukizt um 6,4% miðað við sama
mánuð í fyrra og um 15% í dölum
talið. Sala flaka hefði aukizt um
3,9% í magni og 8,5% í verðmætum
talið.
Fyrstu fimm mánuði ársins hefði
verið selt fyrir 2,7 milljarða króna,
um 64,8 milljónir dala. Aukning
miðað við sama tíma í fýrra væri
um 21.500 lestir og í magni talið
næmi aukningin 11,3%. A þessu
tímabili hefðu verið seldar um
13.500 lestir af verksmiðjufram-
leiddum vörum að verðmæti um 1,5
milljarður, 36,6 milljónir dala.
Aukningin hefði verið 11,7 í magni
og 23% í verðmætum talið. Á þess-
um tíma hefðu flök verið seld fyrir
tæpan milljarð króna, 23,9 milljónir
dala, alls um 6.760 lestir. Aukning
í magni hefði verið 22,1% og í
verðmætum talið um 26,6%.
Guðjón sagði að skortur á fiski
í maímánuði hefði verið tilfinnan-
legri en nokkru sinni fyrr og hefði
meira að segja orðið skortur á
þorskflökum. Þessi skortur hefði
að sjálfsögðu hamlað sölunni veru-
lega. Alvarlegastur væri skorturinn
á karfa- og þorskflökum, ufsa- og
ýsublokk og rækju. Nokkuð hefði
ræst úr framboði á grálúðu og
ýsuflökum og vonir stæðu til að
framboð og framleiðsla á þorski
heima ykist í sumar. Júní og júlí
væru venjulega ekki góðir mánuðir
hvað sölu varðaði og því vonaðist
hann til að hægt yrði að brúa bilið.
Stórir f iskar en
tregir að taka
„Þetta hefur verið heldur rólegt,
menn sjá að vísu mikið af silungi
og hann eltir töluvert hjá þeim, en
er tregur að taka og er líklega um
að kenna að það hefur verið frekar
kalt hér um slóðir, varla hlýnað að
ráði og það þarf einmitt oft einhvers
konar veðrabrigði til þess að koma
fískinum í tökustuð," sagði Hólm-
fríður Jónsdóttir á Aravatni í Mý-
vatnssveit í samtali við Morgun-
blaðið í gærdag, en hún var þá innt
eftir því hvemig gengið hefði fyrstu
dagana á urriðasvæðinu í Laxá.
Hólmfríði taldist svo til, að um
70-80 yfirmálsfiskar hefðu veiðst
er samtalið fór fram og væru þeir
stærstu, 6-6,5 punda. Þröstur Ell-
iðason veiddi þann stærsta í Brota-
flóa, og annan 6 punda í Geirastaða-
skurði. Fleiri 6 pundarar hafa
veiðst, þannig veiddi Kolbeinn
Grimsson 6 fiska að meðaltali 5
pund á fyrsta deginum í Geirastaða-
skurði. Notaði hann til þess straum-
flugumar Hólmfríði, Rektor og Riks
Special. Af öðrum „skotum" má
nefna reynslu Skúla Kristinssonar,
sem var að veiða í Hofstaðaey, er
sólin fór allt í einu að skína í fyrra-
dag. Þegar kulaði aftur, var komin
veðurbreytingin sem þurfti og Skúli
reif á land 6 væna silunga í beit.
Veitt er á 18 stangir á þessum
hluta urriðasvæðisins, en aðeins 14
hafa verið í notkun að jafnaði síð-
ustu daga þar eð vegimir að svæð-
Morgunblaðið/H.Ben.
Veiðin hefur byrjað vel á þvi
herrans ári 1986. Hér er Ólafur
G. Karlsson, formaður Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur, með
glæsilegan morgunafla, fyrsta
daginn í Norðurá. Laxarnir vógu
10, 10, 13 og 14 pund. Má glöggt
sjá að laxinn hefur ekki liðið
skort í hafinu.
unum sem heyra undir Brettings-
staði og Hamar hafa verið ófærir
bifreiðum. Einn lét sig þó hafa það
að ganga Brettingsstaðalandið
fyrsta daginn, Guðmundur Guð-
mundsson úr Njarðvík og fékk hann
umbun erfiðis síns, 7 stóra urriða.
Frekar tregt á neðra
svæðinu...
„Það var sæmileg veiði fyrsta
daginn, en svo kólnaði og veiðin
varð tregari. Svo er fiskurinn heldur
smár að jafnaði, yfirmálsfiskamir
yfirleitt um 2 pund. Þó hafa veiðst
fiskar upp í 6 pund, Sverrir Þórólfs-
son fékk einn slíkan fyrsta daginn
á Þingeying og hann fékk einnig 4
og 5 punda fiska sama daginn,"
sagði Valgerður Jónsdóttir í veiði-
heimilinu að Rauðhólum við Laxá
í Laxárdal í samtali í gærdag.
Valgerður lét sig ekki muna um
að ná saman því sem komið hefur
á land fram til 4. júní, fyrstu 3
dagana veiddust 55 urriðar og í gær
var veiðin orðin 65-70 fískar. Taldi
Valgerður og að Þingeyingur, Laxá
blá og Black Zulu væru mikið not-
aðar um þessar mundir. Mikill fisk-
ur hefur sést í Laxárdalnum og
menn bíða með öndina í hálsinum
eftir að hlýni svo takan verði örari.
Þverá vaknar aftur ...
Laxveiðin í Þverá tók fjörkipp í
fyrramorgun á nýjan leik eftir að
flóð höfðu stöðvað veiðar. Þá veidd-
ust 11 laxar f neðri ánni og 5 til
viðbótar í efri ánni. Þar með voru
komnir 34 laxar á land úr báðum
ánum, (sem í raun er auðvitað ein
og sama áin). Nú em komnir vel á
fimmta tug laxa á land og byijunin
því hin ágætasta þrátt fyrir erfíð
skilyrði dijúgan hluta tímans. Lax-
inn hefur verið sérstaklega vænn,
í fyrramorgun hafði aðeins veiðst
einn lax undir 10 pundum, 7 punda
fískur, og þeir stærstu vom 17 og
18 pund. Sá stærri veiddist í Kirkju-
streng í fyrramorgun, laxinn veiddi
Erla Gísladóttir og beitti hún brúna
sjarminum.
*
V
I
I
Potfugal-inglmd # statt; uo t
50 METER FRA
KATASTROFEN
pá koíihiomkurs
| Forsíðan á „Dagbladet" í gær var öU helguð atvikinu yfir
Austfjörðum, svo og tvær síður inni í blaðinu.
Norska „Dagbladet“:
„50 metra frá
stórslysinu“
Umfjöllun um atvikið í öllum
stærri blöðunum í Noregi
_ Osló. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunbladsíns.
ÖLL STÆRSTU dagblöðin hér í Noregi hafa gert atburðinum
yfir Austfjörðum á íslandi sl. mánudag skil, þegar við lá að
DC-8 þota SAS og Boeing-júmbóþota British Airways rækjust
saman. „Dagbladet" ver meira að segja allri forsíðu sinni á
miðvikudag í umfjöUun um atburðinn, undir fyrirsögninni „50
metra frá stórslysi“ og fjaUar auk þess um þennan atburð á
tveimur síðum inni í blaðinu. „Dagbladet“ er næststærsta dag-
blað Noregs í lausasölu.
Auk þess að vitna í viðtal við
Pétur Einarsson, flugmálastjóra,
sem segir ástæður þessa atburðar
vera mannlega vanrækslu, birtir
„Dagbladet" viðtal við vaktstjóra
flugumferðarstjóra flugumferðar-
stjómar á Fomebu, Bjame Nilssen.
Hann segir að íslenskir flugum-
ferðarstjórar hjá Flugstjómarmið-
stöðinni í Reykjavík njóti mikillar
virðingar meðal starfsbærðra sinna
f Evrópu. Mjög gott orð fari af
Flugstjómarmiðstöðinni og
óhappa- og slysatíðni í flugstjóm-
ammdæmi hennar sé afar lág.
Samt sem áður segir Nilssen það
vera sér hreina ráðgátu að það
skuli hafa getað gerst að vélamar
tvær, með samtals 589 manns
innanborðs, skuli hafa komist svo
nálægt hvor annarri, án þess að
fslensk flugumferðarstjóm yrði vör
við nokkum skapaðan hlut.
'Vertu á fösfu 'DIXllsaiIIsEB'
— --sríJBrí*
upp. ^nir s^ulu fest í loft
IHlEaííIsES
milliveggiagrindum.
Thorsmans vörur til festingar fást í sérverslunum ásamt leiðbeiningarbæklingi.