Morgunblaðið - 06.06.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.06.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1986____ Suður-Afríka AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Stjómarhermenn á eftirlitsferðum Sri Lanka: Skærur tamila færast í auk- ana eftir því sem ríkis- stjórnin sýnir meiri hörku EINA ferðina enn eru að blossa upp átök á Sri Lanka og í höfuð- borginni Colombo hafa tamilar látið að sér kveða, en þar hafði verið tiltölulega kyrrt lengi miðað við norðurhluta eyjarinnar. Fyrir skömmu leit út fyrir að ríkisstjórn Jayawardene forseta ætlaði að reyna að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðum tamila í eitt skipti fyrir öll, þegar loftárásir voru gerðar á Jafna sem er að langmestu byggð tamilum. En svo hörkuleg var mót- spyrnan að hermenn stjómarinnar urðu frá að hverfa að sinni. En munu væntanlega hugsa tamilum þegjandi þörfina og það er ósennilegt að látið verði við þetta sitja. að er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að rekja má til ósveigjanleika stjómar lands- ins, hversu skæruliðum tamila hefur vaxið ásmegin síðustu 2—3 árin. Langflestir tamila, sem em um 12 prósent sextán milljóna íbúa Sri Lanka, virtustu trúa á friðsamlega lausn á ágreiningi milli þjóðflokkanna og vildu fyrir hvem mun forðast ofbeldisað- gerðir. Þar af leiddi að meirihluti óbreyttra tamila vildi ekki ganga til liðs við skæruliðana. Jayaward- ene forseti hét því fyrir síðustu forsetakosningar 1982 að beita sér af öllu afli fyrir því að jafna aðstöðu tamila og meirihlutans sinhalesa. Mikill munur hefur smám saman orðið á aðstöðu til náms og starfa milli þessara hópa, tamilar verða til dæmis að ná betri árangri til að fá inngöngu í háskóla og þeir verða oft að ganga undir hæfnispróf þegar þeir sækja um störf, sem sinhalesar þurfa síðan ekki að gera. Tungumál sinhalesa er og gert hærra undir höfði en máli tamila. Svo mætti lengi telja. Eftir að Jayawardene hafði svo verið endurkjörinn sýndi hann um hríð áhuga á því að efna loforð sín við tamila. En smátt og smátt breyttist sú afstaða hans, væntanlega að nokkru leyti vegna þess að sinhalesar telja eindregið að þeim beri að vera herraþjóðin í landinu í krafti meirihluta. Forsetinn hefur án efa sætt þrýstingi frá sinhalesum og það fór að koma í ljós að hann lét undan síga. Og hefur færzt í aukana með hverju ári síðan og sýnir nú hörku sem varla er rétt- lætanleg að margra mati. Sinhalesar og tamilar fluttu til eyjarinnar um svipað hyti, senni- lega á þriðju öld fyrir Krist. Sin- halesar eru búddatrúar af indóar- ískum stofni og munu hafa flutt frá Indlandi til eyjarinnar. Þeir náðu þremur flórðu hlutum lands- ins undir sig og kölluðu Konungs- ríki Sinhala. Tamilar eru hindúa- trúar af dravída-stofni. Þeir voru einkum kaupmenn og sjómenn og settust strax í upphafí einkum að í Jaffna og nágrenni. Frá öndverðu hefur spenna ríkt milli tamila og sinhalesa en það er ekki fyrr en eftir að Sri Lanka — sem áður hét Ceylon — varð sjálfstætt ríki 1948, að sinhalesar fara fyrir alvöru að seilast eftir því að treysta forystu sína. Árið 1956 voru samþykkt lög um að sinhala leysti ensku af sem hið opinbera mál eyjarinnar. Tamilar reiddust þessu mjög og töldu sína tungu eiga að vera jafnréttháa. Því var ekki léð eyra og þar með varð neistinn kveiktur sem nú er orðinn að báli. Fyrstu árin á eftir kom oft til átaka og sinhalesar höfðu þar greinilega yfírburða- stöðu. Þrátt fyrir að hófsamir stjómmálamenn úr hópi támila reyndu að þoka málum áleiðis varð þeim lítið ágengt og skipting- in hefur smám saman orðið nær alger. Böm sinhalesa og tamila ganga til dæmis ekki í sömu skóla og mjög lítil samskipti em milli tamila og sinhalesa og svo hefur verið lengi. En þótt gmnnt hafí verið á því góða var það þó varla fyrr en fyrir svona 2-3 árum sem ástandið fór að versna fyrir al- vöm. Tamilar höfðu sýnt athyglis- verða þolinmæði og væntu mikils af Jayawardene enda hafði hann framan af fyrsta kjörtímabili virzt einlægur í viðleitni sinni. Sin- halesar bmgðust hinir verstu við og þeir áttu án efa upptökin að einhverjum blóðugustu bardögum frá sjálfstæðisdeginum, sem bmt- ust út sumarið 1983. Og síðan hefur skálmöld verið á Sri Lanka, þótt reynt hafí verið að stilla til friðareðasemja. Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands hefur verið sá erlendur stjómmálaleiðtogi sem hvað mest Jayawardene forseti hefur beitt sér í því efni. Hann hefur sent hvem sendiboðann á fætur öðmm, háttsetta embættis- menn, ráðherra og hann hefur farið til Sri Lanka til viðræðna við Jayawardene og stjóm hans. Gandhi er málið skylt þar sem tamilaríki Tamil Nadu er á Suð- ur-Indlandi og margir tamilar frá Sri Lanka hafa flúið þangað. Indveijar veija nú milljörðum til að hlú að þessum flóttamönnum. En aukin heldur hafa tamilar fengið vopn frá frændum sínum á Indlandi og það er illa séð í Colombo og ekki til þess fallið að blíðka stjómvöldin. Gandhi telur þó fyrst og fremst að hér sé um eðlileg og sjálfsögð mannréttinda- mál að ræða. Ekki sé á neinn hátt réttlætanlegt að tamilar sitji ekki við sama borð og sinhalesar og vitnar til sögunnar og þess sem minnst var á að tamilar hafa búið jafn lengi í landinu og sinhalesar. En fram til þessa hafa Indveijar ekki haft erindi sem erfiði. Og það sem meira er, ríkisstjóm Sri Lanka sýnir ekki neina alvöru í viðleitni sinni. Aðgerðir hennar bera þess merki. Og á meðan halda manndrápin og hryllingur- inn áfram á þessari fallegu eyju, að lögun eins og tár sem hefur fallið af hvörmum Indlands. (Heimildir: Far Eastern Eco- nomic Review, Time ofl.) Tutu hlítir ekki banni við fundum J óhannesarborg. AP. EINN svartur lögreglumaður var myrtur og annar særður í átök- um, sem brutust út i vinbúð i Suður-Afríku í gær. Að sögn yfirvalda i Jóhannesarborg reyndi lögreglan að dreifa með táragasi um hundrað manns, sem safnast hafði að vinbúðinni til að ræna hana. Desmond Tutu, biskup og friðar- verðlaunahafi Nóbels, sagði í gær að hann myndi halda guðsþjónustu 16. júní næstkomandi, en þá eru 10 ár liðin frá því að uppþotin urðu í Soweto, hverfí blökkumanna. Þessi ákvörðun Tutu er í beinni andstöðu við bann ríkisstjómarinn- ar við samkomum á þessum degi. „Ég mun leggja þau fyrirmæli fyrir presta sem starfa undir minni stjóm, að skipuleggja samkomur 16. júní og sjálfur mun ég taka þátt í slíkri samkomu," sagði Tutm í miðborg Jóhannesarborgar giýttu blökkumenn stórmarkað eftir að lögregla hafði stöðvað samkomu og fréttamannafund, sem Sameinaða lýðræðisfylkingin hafði boðað til, en hún berst fyrir afnámi kynþáttastefnunnar. Enginn var handtekinn. Ein undimefnd í bandarísku full- trúadeildinni hefur samþykkt laga- frumvarp, sem mun þýða ef það verður að lögum að ýmsar við- skiptaþvinganir gagnvart minni- Ástralía: hlutastjóminni í Suður-Afríku taka gildi. Nefndin fer með málefni Afríku og hafa demókratar meiri- hluta í henni. Málið hefur verið sent utanríkismálanefnd fulltrúa- deildarinnar. Frumvarpið bannar fjárfestingu eða lán til Suður- Afríku, sem og lendingar suður- afrískra flugvéla í Bandaríkjunum og innflutning á ýmsum vörum frá Suður-Afríku. Gengi gjaldmiðla London. AP. Bandaríkjadollar lækkaði í gær gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims. Var ástæðan rakin til háværs orðróms um að vextir ættu eftir að lækka bráðlega í Bandaríkjunum. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4930 dollara í London (1,4865), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,2500 vestur-þýzk mörk (2,2710), 1,8622 svissn- eskir frankar (1,8788), 7,1775 franskir frankar (7,2225), 2,5365 hollenzk gyllini (2,5620), 1.544,50 ítalskar límr (1.559.50) , 1,3939 kanadískir dollarar (1,3914) og 170,75 jen (171.50) . ____________ Stríðsglæpa- manna leitað Sidney. AP. RÍKISSTJÓRN Ástralíu tilkynnti á fimmtudag, að hún hefði fyrir- skipað sérstaka rannsókn á þvi, hvort nasistar sem væru meintir striðsglæpamenn hefðu sest að í landinu eftir síðari heimsstyij- öld. Fyrr í vikunni hafði forsætisráð- herrann, Bob Hawke, lýst því yfír að slík rannsókn væri nauðsynleg og hefur fyrrverandi starfsmanni dómsmálaráðuneytisins, Andrew Menzies, nú verið falið að stjóma henni. Mun hann hafa aðgang að öllum nauðsynlegum skjölum og að sögn einnig ferðast til Bandaríkj- anna og Kanada til þess að afla upplýsinga. Fyrir nokkru voru samþykkt lög á ástralska þinginu sem leyfðu birtingu ýmissa gagna er áður hafði verið haldið leyndum. Grafín hafa verið upp skjöl er benda til þess að stjómvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafí beðið Ástralíu- stjóm um að taka ekki hart á nasistum er þar settust að og jafri- vel farið fram á að Klaus Barbie, er nú bíður dóms í Frakklandi fyrir stríðsglæpi, fengi landvist í Ástral- íu. Eitt skjalanna sem vitnað er til er frá samveldismálaráðherra Breta sem leggur til að engin réttarhöld Svisslendingar tortryggja Reag- an og Gorbaschev Zurích. AP. MEIRIHLUTI Svisslendinga van- treystir báðum leiðtogum stórveld- anna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að því er niðurstöður skoðanakönnunar benda til. Fimm- tíu og þijú prósent aðspurðra töldu Reagan „alls ekki treystandi" eða „nánast ekki treystandi". Fimmtíu og átta prósent sögðu hið sama um Gorbasjev. Fjörutíu og tvö prósent sögðu að Reagan væri „treystandi eða treystandi í hvívetna" en Gor- bashev var talið „treystandi" af 34 prósentum. yfír stríðsglæpamönnum verði hald- in eftir 31. ágúst 1948. Samtök Gyðinga í Ástralíu halda þvf fram, að 150 stríðsglæpamenn hafi verið meðal þeirra 700.000 heimilislausu Evrópubúa er settust að f landinu eftir síðari heimsstyijöld. V 1 1 / Veður víða um heim L»gst Hseet Akureyri 11 alkýjað Amsterdam 8 13 skýjað Aþena 18 32 heiðskfrt Barcelona 19 þoku- móða Berlfn 8 15 skýjað Brússel 5 15 skýjað Chicago 12 28 skýjað Dublin 9 15 skýjað Feneyjar 18 skýjað Frankfurt 5 16 rigning Genf 10 13 rigning Helsinki 13 20 skýjað Hong Kong 28 30 skýjað Jerúsalem 16 25 heiðskýrt Kaupmannah. 8 14 helðskfrt Las Palmas 23 hálfskýjað Lissabon 18 29 heiðskfrt London 8 15 skýjað Los Angeles 18 25 skýjað Lúxemborg 9 skúr Malaga 28 léttskýjað Mallorca 23 hálfskýjað Miami 26 2B rigning Montreal 8 24 skýjað Moskva 15 28 heiðskfrt NewYork 14 24 rigning Osló 9 14 skýjað Parfs 9 15 skýjað Peking 18 32 heiðskfrt Reykjavík 7 rigning Rfó de Janeiro 13 23 heiðskfrt Rómaborg 10 25 skýjað Stokkhólmur 8 14 skýjað Sydney 9 20 heiðskfrt Tókýó 15 22 skýjað Vfnarborg 9 20 rignlng Þórshöfn 8 skýjað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.