Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 30

Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1986 Hundaræktarsýning í Garðabæ: 115 hundar kepptu í tíu flokkum HUNDARÆKTARFÉLAG ís- lands gekkst fyrir hundarækt- arsýningu á sunnudaginn var við Garðaskóla í Garðabæ. Var þetta ellefta sýningin af þessu tagi á vegum félagsins, en fyrsta sýningin var haldin árið 1973 í Hveragerði. Að þessu sinni tóku þátt í sýningunni 115 hundar og kepptu þeir í tíu flokk- um. Þeir hundar sem unnu sinn flokk komust síðan í úrslitakeppn- ina. Fyrstu verðlaun á sýningunni fékk tíkin Vigga, af Labrador Retriever kyni, og er eigandi hennar Stefán Gunnarsson. Ann- að sæti var skipað íslenskum §ár- Skoða verður hundana vel og vandlega áður en þeir eru dæmdir. Að þessu sinni hafði Hundaræktarfélagið fengið til liðs við sig finnskan dómara, Gittu Ringwall, og hér er hún að búa sig undir að skoða upp í einn þátttakandann. Verðlaunahafamir ásamt eigendum sínum. Talið frá vinstri: Tíkin Vigga, sem hlaut fyrsta sætið á sýningunni, með eiganda sínum, Stefáni Gunnarssyni, þá islenski fjárhundurinn Stefanía, með eiganda sinum, Valgerði Auðunsdóttur, í þriðja sæti lenti Guttormur Roi, eigandi hans er Þuríður Bergmann Jónsdóttir og i fjórða sæti var Sunnudagsglóinn, hundur af Golden Retriever-kyni, en eigandi hans er Þórður Björnsson. hundi.Stefaníu, og er eigandi hennar Valgerður Auðunsdóttir. í þriðja sæti var Guttormur Roi, hundur af Dachs kjmi og er eig- andi hans Þuríður Bergmann Jónsdóttir. Fjórða sætið skipaði Sunnudagsglóinn, hundur af Golden Rettriever kyni í eigu Þórðar Bjömssonar. Talsvert var um áhorfendur á sýningunni þrátt fyrir rigninguna sem var þennan dag. Guðrún Guðjónssen, formaður Hunda- ræktarfélagsins, sagði í samtali við blaðamann að bagalegt væri að geta hvergi haldið sýningu sem þessa innadýra, en heilbrigðisyfir- völd hafa bannað að komið sé með hunda inn í skóla og íþrótta- hús. Sagði Guðrún að víðast hvar annarsstaðar í heiminum væm sýningar af þessu tagi haldnar innandyra og jafnvel í andymm stórmarkaða. Nemendasamband Samvinmiskólans: Lokabindi árbókarinnar ÚT ER komið 11. bindi Árbókar Nemendasambands Samvinnu- skólans og er það lokabindi verksins, en 1. bindi kom út árið 1972 undir ritstjórn Sigurðar Hreiðars, blaðamanns. Ellefta bindið er þeirra stærst, 283 bls. í því segir Jón Sigurðsson, skólastjóri, frá fyrirhuguðum breyt- ingum á Samvinnuskólanum sem gerðar verða nú í haust. Svavar Lámsson ritar um Framhaldsdeild Samvinnuskólans sem tók til starfa 1973 og birtar em myndir af öllum stúdentum þaðan. Þá er mynda- syrpa úr lífl og starfí Jónasar Jóns- sonar, sem var skólastjóri Sam- vinnuskólans 1918—1955. Af öðm efni í bókinni em upplýsingar um nokkra nemendur sem faliið hafa niður í fyrri bókum auk leiðréttinga. En meginhluti bókarinnar er nafna- skrá yflr öll bindin. Þar hafa komið upplýsingar og myndir af þeim 2.124 nemendum sem stunduðu nám við Samvinnuskólann 1918—1979. Einnig er nafnaskrá yfír alla þá einstaklinga sem nefndir hafa verið í bókunum, alls um 14 þúsund manns. Þessi síðasta bók er sett og prent- uð í prentsmiðjunni Odda en inn- bundin í bókbandsstofunni Amar- felli. Ritstjóri er Guðmundur R. Jóhannsson. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! y raðauglýsingar — Taðaugjýsinga? — radauglýsingar | | fundir — mannfagnaöir | Aðalfundur Mundið aðalfund orlofsdvalar á Nesvík 7. júní kl. 15.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Tolistjórans í Reykjavík, Skiptaréttar Reykjavikur, Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Eimskipafélags íslands hf., ýmissa lögmanna, banka og stofnana, fer fram opinbert uppboð í uppboössal tollstjóra í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnar megin) laugardaginn 7. júni 1986 og hefst það kl. 13.30. Seldar verða ýmsar ótollaöar og upptækar vörur og tæki, óinnieystar vörur úr þb. Hafskips hf., ótollaðar nýjar og notaðar bifreiðir og tæki, fjámumdir ýmsir munir og tæki og lögteknir munir. Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavík: Dráttarvagn ca 8250 kg., Merced- es Benz PL-1113 vélarlaus, dráttarvagn ca 4.600 kg., Ford Granada ST. árg. 1978, Range Rover árg. 1978, Cadillac DE Ville árg. 1975, vörubifreið Man 16-19 2 FAK árg. 1979, hjólhýsi Club 440 TN, hjól- hýsi Caravan, allskonar bifreiöavarahlutir, tau- og skófatnaður, skurð- bretti, grænmeti, gólfdúkur, varahlutir i báta og skip, parket. Bús- áhöld, gler og postulínsvara, sólaðir hjólbarðar, ca 30 þúsund kg., loftpressa, 2 bifreiðir Honomack, snjóplógur, fjaðrir, stigar og tröpp- ur, krossviður, vinnupallar, sporfatnaður, skiðaskór, allskonar verk- færi, leikföng, allskonar húsgögn, álklæðning, hreinlætistæki, papp- irspokar, iseyöir, flisar, rafbúnaður, ilmefni, tectyl, fittings, rennilok- ar, gólfflísar, glerull, ræstiefni, matvara, stálvir, gjafavörur, borð- búnaður, álstigar, ámokstursvél, þéttingar o.fl., mikiö magn af vara- hlutum í bifreiðir, vefnaðarvara, bökunarofn, skíöi og skór, sjónaukar, haglabyssur, myndavélar o.fl., kasettur, töskur, linsur o.fl. bilkeðjur, hátalarar, bílaútvörp, magnarar, myndbönd, sjónvspil, tengibúnaður, armbandsúr, rakvélar o.fl., viftur, myndavélar, slöngur í hjólb., flöss, Ijósmælar, klukkur, myndbönd, spólur, hljómtæki, sjónvarpstæki og margt fleira. Eftir kröfu tollstjóra og þb. Hafskips hf.: Dieselvél í Scania vörubifr., 3 Honomack bifreiðir, húsgögn, vefnaöarvara, kleinuvél, Ijósbúnaöur, fatnaöur, allskonar varahlutir, glervara, hreinlætisvörur, dúkur, lím- bönd og læknavörur, skófatnaður, rafall, Honomack bifreið, bakarofn- ar, 2 Volvo trukkar, texstile, parket, mótor, salt ca 70 tonn, mat- vara, Lessian 60 x es ca 60 bl., teppi, allskonar viður, búslóð, 66 karton kaffi, ritföng, jám og stál, eggjabakkar og margt fleira. Eftir kröfu skiptaréttar: Allskonar munir úr db. og þb. m.a. ýmislegt úr þb. blómaverslunar og skóverslunar. Fjárnumdir og lögteknir munir: Sjónvarpstæki, myndbandstæki, hljómtæki, allskonar húsbúnaöur, fatnaður, skrifstofutæki og búnaö- ur, allskonar heimilistæki, stór ísvél í sölutum og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla viö hamarshögg. Uppboðshaldarínn i Reykjavik. Flutningabílar til sölu Höfum á söluskrá eftirfarandi flutningabíla: G.M.C 1974 á grind með nýlega vél. BED- FORD 1979 með búkka. BEDFORD 1979 2ja hásinga. BEDFORD 1979 1 hásing. G.M.C 1975 1 hásing. Upplýsingar gefa Guðmundur Árnason í síma 99-1000 eða kaupfélagsstjóri. Kaupfélag Árnesinga. Mötuneyti — Veitingahús Til sölu gömul Rafa eldavél, stór 6 hellna og tveggja ofna. Þarfnast lagfæringar. Einnig rafmagnsgrillplata (Broilir) og stór djúpsteik- ingarpottur, tveggja hólfa. Uppl. gefur Skúli Hansen í síma 14944. Arnarhóll, veitingahús, Hverfisgötu 8-10. Utsala — Utsala Byggingameistarar, húseigendur. Otsala verður á niðurföllum, þakventlum, þaklúgum, ennfremur plastkúflar, ýmsar stærðir af gólf- ristum o.fl. Opið laugardag 7. júní kl. 13-19 í Auðbrekku 2 (áður Blikksmiðjan Vogur). Upplýsingar í símum 41779, 41080 og 37727. Hestamarkaður Hestamarkaðurinn verður haldinn á svæði Fáks, Víðidal, föstudaginn 6. júní nk. kl. 13.00-18.00. Danskur hestakaupmaður vill kaupa þæga fjölskylduhesta. Félag hrossabænda. Hjallaefni til sölu Landeigendur, sumarbústaðaeig- endur, verktakar, hestamenn Grandi hf. er að taka niður og selja hluta af fiskhjöllum sínum á Korpúlfsstöðum. Um er að ræða þrjár stærðir grenitimburs. 1. Spírur 6,5-7,0 m langar. 2. Uppistöður 3,0-3,5 m langar. 3. Ásar 10 m langir. Upplýsingar gefur Baldur Halldórsson í síma 44271. Fossvogur — fyrirframgreiðsla Óska eftir að taka á leigu íbúð eða hús í Fossvogi. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist augldeild Mbl. merkt: „X — 5649“. Sérhæð til leigu í Hafnarfirði í þriggja hæða stigahúsi í blokk. 170 fm og 45 fm bílskúr. íbúðin skiptist í 5 svefnher- bergi, stórt sjónvarpshol, annað hol, stofu, borðstofu og þvottahús inn af eldhúsi. Gufu- bað í sameign. íbúðin er laus 1. júlí og leigist í allt að 4 ár. Lysthafendur leggi inn umsókn ásamt uppl. á augldeild Mbl. merkt: „Útsýni -2606“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.