Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1986 Anna M. Björns- dóttir - Kveðjuorð Fædd 18. apríl 1946 Dáin 26. maí 1986 Þriðjudaginn 20 maí sl. hringdi síminn, það var hún Anna í næsta húsi. Hún Anna sem barist hefur fyrir lífí sínu síðustu mánuði og legið þungt haldin í sjúkrahúsi, samt hringdi hún Anna til að heyra hvemig mér hafði famast við verk- efni sem ég þurfti að leysa af hendi. í ðllum sinum erfíðleikum mundi hún eftir mér og verkum sem ég þurfti að sinna, alltaf var hún tiibúin að hlusta og taka þátt í annarra áhugamálum. Þegar við hjónin t Systir okkar, KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR frá Tungufelli, andaðist 24. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram. HJörlelfur Vilhjálmsson, Þorsteinn Vilhjálmsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BRYNJAR GUÐMUNDSSON, Selvogsgötu 7, Hafnarfirði, iést á St. Josefsspítala þann 4. júní. Hólmfrföur Ragnarsdóttir og barnabörn. t Afi minn, SKÚLI GUÐMUNDSSON, Skipasundi 81, lést miðvikudaginn 4. júní. Skúli Guðmundsson. t Útför mannsins míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, SVEINS R. EIRÍKSSONAR slökkviliðsstjóra ferfram laugardaginn 7. júníkl. 14 íYtri-Njarðvíkurkirkju. Blóm eru vinsamlega afþökkuð. Þeir sem vilja minnast hans láti Landssamtök hjartasjúklinga njóta þess. Sigrún Slgurðardóttir, Ómar Sveinsson, Hafdfs Sveinsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Silvfa Magnúsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJALTA M. BJÖRNSSONAR stórkaupmanns, Hagamel 8. Margrét Arnljóts, Halldóra V. Hjaltadóttir, Þórður F. Ólafsson, Snæbjörn A. Hjaltason, Kanitta Hjaltason, Orri B. Hjaltason, Heba Guðmundsdóttir, Guðrfður V. Hjaltadóttir, Karl Hallbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRU LOFTSDÓTTUR, Suðurgötu 38, Sandgeröi. Gylfi Gunnlaugsson, Jósef Hilmar Gunnlaugsson, Málmfrfður Þórðardóttir, Loftur Haukur Gunnlaugsson, Ragnheiður Bjarnadóttir, Hulda Gunnlaugsdóttir, Þórhallur Þorsteinsson, Kristfn Gunnlaugsdóttir, Pótur Hjaltason, Gunnlaugur Þór Hauksson, ÓLaffa Lúðvfksdóttir, Gunnlaugur Hilmarsson, Guðlaug Þorkelsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Vegna jarðarfarar MARÍU BREIÐDAL ÞÓRÐARDÓTTUR verður skrifstofan lokuð frá hádegi í dag. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Kennarasamband íslands: Varar við öllum hugmyndum um styttingu skólaskyldu - fluttum í Hlíðarbyggðina fyrir einu og hálfu ári og kynntumst Önnu og Ómari í næsta húsi datt okkur ekki í hug að Anna yrði kölluð á brott svo fljótt. Það hefur verið dásamlegur tími sem við höfum átt hér og tengslin sem mynduðust, eitt af því sem gefur lífínu gildi. Eitt kvöldið þegar ég gekk yfír til að heilsa upp á nýja nágranna og spjalla, sagði Anna mér að hún væri veik, en þetta einkenndi Önnu að ræða sinn sjúkdóm með æðru- leysi. Það léttir okkur hinum svo alla umgengni þegar svona er tekið á málum. Þessi kvöldheimsókn leiddi til heilmikilla framkvæmda sem við stóðum sameiginlega í og hnýtti sterk vináttubönd. Á síðasta sumri fórum við í úti- legu saman, þrátt fyrir lasleika og kvalir var Annar alltaf með og það var notalegt að vakna í útilegu í morgunsárið með Önnu brosandi með tilbúinn morgunverð fyrir alla. Við vissum það ekki fyrr en eftirá hversu erfíð þessi ferð varð henni. Við svona aðstæður finnst manni lítið til koma verkir og áhyggjur hversdagsleikans. Margir voru þeir dagar á síðasta sumri sem við sát- um í garðinum hjá Ómari og Önnu og nutum blíðunnar og alltaf kom maður endumærður úr þeim heim- sóknum. Þá kom þessi sterki persónuleiki Önnu í ljós, sem var svo gefandi, að hún sem var sjúk og þurfti alla sína orku, gaf svo mikið að fylgja mun okkur alltaf. Því ef notaður er mælikvarði langra kynna þá er söknuður okkar mikill en ástvina hlýtur að vera mikill og stór. Þessi fáu orð eru hér skrifuð til að þakka þá stuttu samfylgd sem við áttum, en hún verður ekki mæld í lengd heldur í því rúmi sem hún hefur í hugum okkar. Við vottum Ómari og Jóni og aðstandendum innilegustu samúð okkar. Því þeirra missir er stór. Björg Benediktsdóttir og Ingvar Ólafsson. STJORN Kennarasambands ís- lands varar við öllum hugmynd- um um styttingu skólaskyldunn- ar og skólaársins sem hvort tveggja væri stórt skref aftur á bak í þróun skólamála á íslandi, segir í ályktun stjórnar Kennara- sambands íslands vegna þeirra ummæla menntamálaráðherra að stytta þyrfti skólaskyldu og skólaár. I bréfí sem stjómin sendi Sverri Hermannsyni, menntamálaráð- herra, og fjölmiðlum, bendir Kenn- arasambandið á þrennt: Stytting skólaskyldu dregur úr almennri menntun í landinu þar sem hætt er við að þeim ungmennum fyölgi sem fara á mis við tvö síðustu ár grunnskólans og afla sér þarað- auki ekki réttinda til framhalds- náms. Stjóm KÍ bendir á að í þeim löndum, sem menntun er talin góð og íslendingar bera sig gjaman saman við, er að minnsta kosti 9 ára skólaskylda. Verði af styttingu skólaskyldunnar munu unglingar á hinu viðkvæma gelgjuskeiði standa frammi fyrir afdrifaríku vali sem þeir hafa ekki þroska til að bera ábyrgð á. Stjóm KÍ leggur áherslu á nauðsyn þess að skólanum verði gert kleift að koma til móts við þarfír allra nemenda með aukinni stuðningskennslu, náms- og starfsráðgjöf. Einnig verði leitað leiða til að auka tengsl skóla og atvinnulífs innan ramma skóla- starfsins. I öðru lagi er bent á að stytting skólaskyldu hefði í för með sér stór- aukinn kostnað foreldra þar sem ríkinu væri ekki lengur skylt að greiða kostnað af námsbókum fyrir þá nemendur sem ekki em skóla- skyldir. Hið sama gildir um dvöl nemenda í heimavistum. Þannig kæmi þessi ráðstöfun verst niður á bammörgum Qölskyldum í dreif- býli. Loks er er vakin athygli á því að hætt sé við að þeir unglingar sem erfiðast eiga uppdráttar í skól- anum verði fyrstir til að hverfa frá námi. Hafa beri í huga að þeir sem flosna úr námi við 13 ára aldur hafa litla sem enga atvinnumögu- leika, síst af öllu í þéttbýli. Slíkt iðjuleysi gæti leitt til óreglu, fíkni- efnaneyslu og annarra félagslegra vandamála sem seint yrði ráðin bót á. Kennarasamband íslands hefur um áraraðir lagt áherslu á nauðsyn þess að grunnskólalögin frá 1974 nái fullri framkvæmd, segir enn- fremur í ályktuninni. Ákvörðun Ragnhildar Helgadóttur, fyrrver- andi menntamálaráðherra, um níu ára skólaskyldu hafí verið áfangi á þeirri braut. „Sigling" eftir Mattheu Jónsdóttur. Matthea Jónasdótt- Birting afmœlis- og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælia- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- atjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins / Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. ir sýnir málverk Matthea Jónsdóttir opnar mál- verkasýningu á vinnustofu sinni á Digranesvegi 71 í dag. A sýningunni eru 60 myndir, flest olíumálverk en nokkrar vatnslita- myndir. Verkin eru öll til sölu. Sýn- ingin er opin frá klukkan 16.00 til 22.00 virka daga en frá 14.00 til 22.00 um helgar. Henni lýkur 16. júní. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fundur um málefni daufblindra AHUGAHÓPUR um málefni daufblindra stendur fyrir fundi í dag, föstudag. Fundurinn verð- ur haldinn í Hamrahlíð 17 í húsi Blindrafélagsins. A fundinum verður Qallað um daufblindu sem sjálfstæða fötlun og meðal annars rætt um skilgrein- ingu á henni. Einstaklingur er daufblindur þegar bæði sjón hans t Faðir okkar og tengdafaðir, SIGURBJÖRN FINNUR BJÖRNSSON fyrrum bóndl ó Ytri-Á f Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 7. júní kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hornbrekku, Ólafs- firði. Fyrir hönd ættingja og vina, Börn og tengdabörn. og heym er mjög ábótavant. Sér- stakar aðferðir eru nausynlegar til að daufblindir geti haft samskipti við aðra og aðrir við þá eins og segir í fréttatilkynningu frá Sjón- stöð Islands. Ekki er vitað hve margir eru daufblindir á Islandi þar sem engin heildarskráning hefur farið fram á þessum hópi. Ef tekið er mið af skráningu daufblindra í Svíþjóð má ætla að um 40 Islendingar séu fatlaðir á þennan hátt. Flóamarkaður Mótettukór Hallgrímskirkju heldur flóamarkað til fjáröflun- ar fyrir Noregsferð kórsins á morgun klukkan 14.00. Flóamarkaðurinn verður haldinn í safnaðarsal kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.