Morgunblaðið - 06.06.1986, Page 42
42
^'MOKGtJNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK K.JÚW’tó86
l-lfe
ttErtu cÁ gera. oÁ gamrxi þinu, 1$0 Kr
■Pyrir’öi senola. þetta*?"
ást er___
... að vera ekki að
nudda í honum vegna
garðsins.
TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved
e1985 Los Angeles Times Syndicate
Það er ekki buið að slökkva Eyðilagði útsýnið, segir þú?
á stillimyndinni.
HÖGNIHREKKVÍSI
Leifur he
o g Hallgrí
kirkja
Til Velvakanda
Ég las það nýiega í Velvakanda
að einhver maður, sem ég kann
engin deili á, vildi láta bijóta niður
styttu þá af Leifí heppna sem
stendur við Hallgrímskirkju.
Ástæðuna taldi hann, að Leifur
heppni hefði verið heiðinn og því
væri Hallgrímskirkju óvirðing gerð
með nærveru st}rttu hans.
Ég er á öndverðum meiði við
þann mann.
Mér fínnst miklu nær að Leifur
heppni og Hallgrímur eigi að teljast
kristnir bræður.
Leifur heppni var líklega fyrsti
maður af norrænu kyni, sem boð-
aði kristna trú á vesturhveli jarðar
og kom á kristinni trú á Grænlandi.
Tvö handrit Islendingasagna
greina frá því að Leifur heppni
hafí teiið kristna trú í Noregi og
verið skírður þar.
Annað handritið greinir frá því
líka að hann hafí verið á kristni-
boðsferð til Grænlands frá Noregi,
nýskírður, þegar hann fann Vín-
land hið góða. Frásögn handritsins
er þessi: „Hann kom kristni á
landið (Grænland"). Þjóðhildur
móðir hans tók greiðlega við trúnni
og var skírð. Hún lét gera kirkju
í Brattahlíð.
„Var það hús skallað Þjóðhild-
ar-kirkja, hafði hún þar fram bænir
sínar og þeir menn, sem við kristni
tóku, en þeir voru margir."
Fomleifafræðingar hafa nú
grafíð upp Þjóðhildar-kirkju.
Mér_ fínnst það vel viðeigandi
þegar íslendingar minnast þess að
1000 ár eru liðin frá kristnitöku á
Islandi, að þeir minnist grænlenska
kristniboðans líka frá sama tíma
með því að endurreisa Þjóðhildar-
kirkju og gefa Grænlendingum.
Það ætti að vera okkur til sóma
að minnast þannig íslenska þjóðar-
brotsins sem hvarf, svo að segja
sporlaust í blámóðu aldanna.
, Leifur heppni kom á kristinni trú,
„milli Grænlands köldu klettau.
S.B.
„Hallgrímur kvað íheljamauðum
heilaga glóð ífreðnar þjóðir“.
M.J.
Þessi stórmenni sögunnar áttu
það sameiginlegt að efla kristna
trú hér á jörð.
Bjarni
Víkverji skrifar
Fegrunarvika er að hefjast í
Reykjavík. Vonandi leggja
borgarbúar allir þessu átaki lið og
víða veitir sannarlega ekki af.
Þegar keyrt er um hverfí borgarinn-
ar er slæm umgengni sums staðar
áberandi og einkanlega er frágang-
ur í kringum mörg atvinnufyrirtæki
slaklegur. Auðvitað er ekki verið
að segja að öll fyrirtæki láti sóða-
skapinn bjóða gesti og gangandi
velkomna, en sauðimir eru alltof
margir, þó í miklum minnihluta séu.
Þá fínnst Víkverja eins og sækist
sér um líkir í þessu efni eins og svo
mörgum öðrum, draslaraleg fyrir-
tæki hlið við hlið og svo fyrirtæki
í röðum þar sem umgengni er til
fyrirmyndar, jafnvel þó fyrirtæki í
svipuðum rekstri séu í báðum hóp-
unum.
XXX
jónusta opinberra fyrirtækja
hefur oft verið umkvörtunar-
efni í þessum dálkum. Dæmi hafa
verið sögð af stofnunum þar sem
þjónusta er á þá bókina að hún
virðist í algöru lágmarki og eftir
geðþótta þeirra sem starfa þar og
stjóma.
í vikunni heyrði Víkverji um tvö
slík dæmi. Annars vegar úr einum
ríkisbankanna, hins vegar úr lífeyr-
issjóði. í fyrra tilvikinu máttu við-
skiptavinir útibússtjóra bíða og bíða
meðan hann sinnti málefnum sem
ekkert virtist liggja á eða hann tók
kunningja fram yfír þá sem lengi
höfðu beðið.
Dæmið úr lífeyrissjóðnum var
þess eðlis að maður sem lengi hafði
verið í sjóðnum og skilað þangað
plöggum og pappírum mánaðar-
lega, veiktist þannig að hann var
frá vinnu í nokkra mánuði. Hann
hélt áfram að koma pappírunum á
réttan stað, annað hefði að sjálf-
sögðu ekki gengið. Eftir að hann
hafði jafnað sig af veikindunum
frétti hann af tilviljun að hann ætti
trúlega rétt á bótum. Þetta frétti
hann fyrir algjöra tilviljun hjá
manni sem svipað var ástatt fyrir.
Er hann nefndi slíkt á skrifstofu
lífeyrissjóðsins varð fátt um svör
og starfsmenn greinilega ekkert
hrifnir af fyrirspuminni. Þó var
fallist á að athuga málið, mest fyrir
frekju sjóðsfélaga. Eðlilega fannst
manninum að lífeyrissjóðurinn hefði
átt að athuga þetta dæmi að fyrra
bragði meðan hann var veikur og
þurfti mest á bótum að halda.
Honum varð einnig hugsað til
gamla fólksins sem oft þarf að
sækja til sjóða og stofnana. Hvað
ef það hefur ekki frekju, einurð og
þekkingu til að fylgja sínum málum
eftir?
XXX
Fyrirtækin Skiparekstur og
Austurfar hafa um nokkurra
ára bil starfað á Seyðisfírði, það
fyrmefnda í samvinnu við Færey-
inga. Viðmælandi Víkveija sagði á
dögunum að augljóst væri að inn-
flutningur beint til Seyðisfjarðar
hefði þegar skilað sér fyrir neytend-
ur á Austurlandi í lægra sykurverði
en almennt gerist og gengur. Þá
sagði hann augljóst hagræði að
því að geta flutt sjávarafurðir beint
til kaupenda frá höfnum á Austur-
landi.
Samstarfíð við Færeyinga hefur
á margan hátt verið lyftistöng fyrir
Seyðfírðinga. Tvö fyrirtæki eru
þegar nefnd, en feijan Norröna
hefur ekki verið nefnd. Hún er
væntanleg í fyrstu ferð sumarsins
til SeyðisQarðar innan tíðar. Fjölgar
þá gífurlega á staðnum, margir að
koma og fara. Atvinnulíf hefur
nokkuð breytzt á staðnum yfír
sumartímann vegna Færeyjafeij-
unnar — fyrirtækjum sem bjóða
ferðalöngum þjónustu sína fjölgað
oghingömlueflzt.
XXX
Þeir sem áttu þess kost að
dvelja á sveitaheimili í lengri
eða skemmri tíma meðan þeir voru
böm og unglingar minnast þess
tíma trúlega flestir hveijir með hlý-
hug og þökk. Á síðari ámm hefur
mjög íjölgað þeim sveitaheimilum
sem hafa boðið hópum bama að
dvelja gegn greiðslu, yfírleitt í
skemmri tíma yfír hásumarið. Mörg
borgarböm kynnast þannig lífínu í
sveitum landsins. Nafn á þessa nýju
atvinnugrein heyrði Víkveiji fyrir
nokkm, snoðdýrarækt var hún köll-
uð og hvers vegna. Jú, vegna þess
að drengir sem fara til sumardvalar
í sveit em iðulega snoðklipptir áður
en þeir halda að heiman.