Morgunblaðið - 15.06.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.06.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÍJNÍ1986 Svíar vilja meira af íslenskum tómötum ÞAU þijú tonn af islenskum tómötum sem Sölufélag garðyrkjumanna sendi til Malmö í Sviþjóð um síðustu heigi seldust fljótt og vel, að sögn Nielsar Marteinssonar sölustjóra Sölufélagsins. Hann reiknar með að allt að helmingi stærri farmur verði fluttur flugleiðis til Sviþjóðar eftir rúma viku. „Svíar vilja ólmir fá meira af ís- lensku tómötunum en við megum bara ekkert missa úr landi eins og er, því salan hér innanlands hefur farið langt fram úr áætlun í kjölfar verðlækkunar sem varð fyrir um tíu dögum. Sölufélaginu hafa borist óskir frá sænsku aðilunum um kaup á nokkrum sex tonna förmum. Sagð- ist Niels búast við að þeir yrðu aflögufærir með tómata til útflutn- ings eftir rúma viku. Aðspurður um það verð sem fengist fyrir þennan útflutning, sagði Niels að endanlegt uppgjör síðustu sendingar lægi ekki enn fyrir, en hann taldi öruggt að hærra verð fengist fyrir næstu sendingar. Bæði vegna þess að íslensku tómat- amir hefðu verið aiveg óþekkt vara i Svíþjóð áður en fyrsta sendingin kom þangað og eins vegna þess að síðast hefðu þeir verið óheppnir, því sama dag og íslensku tómatam- ir komu í búðir varð mikil verðlækk- un á þeim hollensku. Hraðfrystihúsið Patreksfirði: Samið um greiðslu skuldar við Orkubúið „FUNDUR Orkubús Vestfjarða og Hraðfrystihússins á Patreks- firði gekk ljómandi vel og það verður haldið áfram að vinna hér eins og ekkert hafi i skorist", sagði Jens Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins, þegar blm. Morgunblaðsins innti frétta, en í gær var lokað fyrir rafmagn til fyrirtækisins vegna verulegra skulda við Orkubúið. Jens kvað hafa verið gengið ffá samkomulagi um greiðslur skuldar Hraðfrystihússins, en sagði engum koma við hver staða fyrirtækisins væri að öðm leyti. Hann sagði ekki standa til að segja upp starfsfólki og starfsemi Hraðfiystihússins yrði með eðlilegum hætti áfram. Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri, vildi ekkert segja um málið annað en að tekist hefði samkomu- lag við forsvarsmenn Hraðfrysti- hússins sem leiddi til þess að lokun var frestað. Hann vildi ekki gefa upp hve langur sá frestur væri. Um áttatíu manns starfa nú hjá Hraðfrystihúsinu á Patreksfirði, sem er langstærsti atvinnuveitandi í bænum. Auk skuldar við Orkubú Vestfjarða mun Hraðfrystihúsið m.a. skulda talsverðar íjárhæðir í opinbemm gjöldum. Mikil ölvun MIKIL ölvun var ( Reykjavík aðfaranótt laugardagsins og þurfti lögreglan að hafa óvenju- mikil afskipti af drukknu fólki. Að sögn lögreglunnar var heimil- isófriður víða, fyrir utan slys, sem orsökuðust af drykkjulátum við skemmtistaði. Tvær konur vom fluttar á slysadeild eftir að hafa verið barðar fyrir utan veitingahús, áflog við tvö önnur veitingahús leiddu til að tveir menn vom einnig fluttir á slysadeild og ýmis önnur meiðsli urðu á fólki. Motgunblaðið/Trausti Tómasaon Starfsmenn Flugleiða á Keflavíkurflugvelli hlaða fyrstu þremur tonnunum af íslensku tómötunum sem seidust svo vel í Sviþjóð. Næstu farmar verða að öllum likindum helmingi stærri eða 6 tonn. Keflavíkurflugvöllur; Vopnuðum varð- mönnum fjölgað VOPNUÐUM löggæslumönnum hefur verið fjölgað i flugstöðinni á Keflavikurflugvelli og nágrenni hennar. Verða þeir vopnaðir skamm- byssum og hafa þeir allir hlotið nokkra þjálfun i notkun þeirra. Vopnuð löggæsla var tekin upp við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli í janúar á þessu ári þegar mikið bar á hryðjuverkum í Evrópu, jafii- framt því sem óttast var að hiyðju- verkamenn mvndu láta til skarar skríða á Norðurlöndum. Að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, var gert bráðabirgðasamkomulag milli lögreglustjóraembættisins á Keflavíkurflugvelli og þeirra sem bera munu vopn um gæslu af þessu tagi. Kvað hann samkomulag þetta vera háð samþykki Lögreglufélags Suðumesja, svo og vamarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Sagði Þorgeir að þeir sem hefðu sinnt þessum störfum fram til þessa hefðu verið of fáir, haft mikið að gera og fáar hvíldarstundir fengið. Hefði því verið ákveðið að fjölga vopnuðum löggæslumönnum frá júníbyrjun og fram til september- loka, en þetta tímabil er það anna- samasta hjá lögreglunni á Keflavík- urflugvelli. Tíu ferðir til Eyja FLUGLEIÐIR flugu tiu ferðir til Vestmannaeyja i gær, sem er helmingur allra ferða sem farnar voru innanlands. Ástæða þess að svo margar ferðir voru til Vestmannaeyja var sú, að hópar útlendinga, svo og ýmis fé- lagasamtök, voru á ferð til og frá Eyjum. Ein aukaferð var farin vegna þess að ferð féll niður á föstudag, en annars var um hreina aukningu að ræða. Seljahverfi; Ibúarnir hafa lengi átt í stríði við sauðfé „Beiti fé á landi mínu ef mér sýnist,“ — segir Magnús Hjaltested á Vatnsenda BORGARYFIRVÖLDUM hafa undanfarið borist margar kvartanir frá íbúum i Breiðholtinu vegna ágangs sauðfjár i garða þeirra. Leiddu þær kvartanir til þess, eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær, að tveir hrútar voru handsamaðir og fluttir i geymslur borgarinnar. í ljós hefur komið, að þeir hrútar munu vera frá Hveragerði Undanfarin sumur hefur sauðfé valdið umtalsverðu tjóni í görðum breiðhyltinga og virðist sumarið í sumar engin undantekning ætla að verða. Maria Jensen býr í KlyQaseli 6. Árla morguns síðastliðinn fimmtudag vakti nágranni hennar hana með þeirri fregn, að kindur væru að gæða sér á garðjurtum hennar. Maria hafði nýlega lokið við að gróðursetja plöntur að verðmæti um 8.000 kr. og voru þær allar eyðilagðar, auk þess sem laukplöntur frá fyrri árum voru étnar upp til agna. Maria hefur búið í Kljfyaseli síðan 1981, og fyrstu jurtimar voru þar gróð- ursettar sumarið 1982. Mariu hefur hins vegar gengið mjög illa að rækta plöntur í garðinum sakir mikillar ágengni sauðfjár. Hér er ekki aðeins um Qárhagslegt tjón að ræða; mikil vinna er þama unnin fyrir gíg auk þess sem spillt er fyrir þeirri ánægju að hafa fallegar plöntur í garðinum. Reynsla Mariu er ekkert eins- dæmi, aðrir íbúar við Klyfjasel hafa flestir svipaða sögu að segja; búseta þeirra þar hefur verið stöðug barátta við sauðkindina. Hafa margir þeirra orðið fyrir miklu tjóni án þess að fá nokkuð bætt. íbúamir í götunni hafa þó ekki setið aðgerðalausir hjá. Þeir hafa t.d. bundist samtökum um að vakta garðana og einnig hafa þeir í sameiningu reynt að hand- sama kindumar, en án árangurs. Nýlega skrifuðu allir íbúar við götuna undir bænaskjai til borg- arstjóra um að fá að hafa lóðimar í friði. Samkvæmt 60. gr. lögreglu- [\\\\\ Morgunblaðið/Þorkell Jip Maria Jensen og sonur hennar Björgvin Jónsson standa hér við sundurétinn mariustakk og hvðnn. samþykktar Reykjavíkur mega kindur ekki ganga lausar í lög- sagnarumdæmi Reylqavíkurborg- ar, það hefur því komið í hlut lögreglunnar í Árbæ, ásamt vörslumanni borgarlandsins að hrekja á brott kindumar. Að sögn Bjöms Sigurðssonar varðstjóra hjá lögreglunni í Árbæ hafa þeir haft í miklu að snúast mörg undanfarin ár við að hrekja kindur brott af borgarlandinu; kvað hann ágengni sauðfjár hafa minnkað í Árbænum en hún væri stöðug í Breiðholtinu. Eina leiðin til þess, að garðeigendur fái tjón sitt bætt úr hendi eigenda sauð^árins, er að til þess náist og staðreynt sé hvaðan það komi. Bjöm kvað mjög erfítt að handsama sauðféð enda væri það mjög styggt, en það hefði tekist í örfáum tilvikum. Gat hann þess, að á vegum borga- verkfræðings hefði verið girt af tökuhólf til þess að reka rollumar í, en ekki mun hafa verið gripið til þess að smala fénu í þetta hólf. Heimildarmönnum Morgun- blaðsins bar saman um það, að það sauðfé, sem þessum spjöllum veldur komi úr landi Vatnsenda við Elliðavatn. í samtali við Morg- unblaðið sagði Magnús Hjaltested bóndi á Vatnsenda að það gæti vel staðist, að fé hans ylli tjóni, en hins vegar gæti allt eins verið að hér væri um fé að ræða frá mönnum, sem væru með fjár- búskap í skúmm á landi hans og beittu fé sínu þar. Magnús kvaðst búa á lögbýli og hann beitti fé á landi sínu ef honum sýndist. Jörðin Vatnsendi, sem er í eigu Magnúsar, er í lögsagnarumdæmi Kópavogs og liggur á mótum þess og lögsagnarumdæmis Reykjavík- ur. A þessum slóðum stendur til að leggja svokallaðan Ofan- byggðaveg, og er ætlunin að þessi vegur myndi bæjarmörkin á milli Reykjavíkur og Kópavogs. Magn- ús sagði að ástæða þess að ekki hefði verið lögð girðing á mörkum lands sfns og borgarlandsins væri sú, að yfirvöld í Reykjavík og Kópavogi kæmu sér ekki saman um hvar vegurinn ætti að liggja og væri því ekki við hann að sakast, enda bæri honum ekki skylda til þess að girða land sitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.