Morgunblaðið - 15.06.1986, Page 23

Morgunblaðið - 15.06.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1986 23 Á sýningartímum þegar hættan er mest felst gæslan í því að tveir gæslumenn fylgjast með öllu og ganga öðru hveiju um salina, sem eru fimm talsins. Það má þvi segja, að þeir hafi aldrei yfirsýn yfir allt svaeðið í einu en það þykir þó eðli- legt í söfnum erlendis að hver gæslumaður annist þijá sali, sam- kvæmt þessu ætti gæslan að vera nóg. Fram kom í máli Körlu Krjstjáns- dóttur, fulltrúa í Listasafni íslands, að á venjulegum sýningartíma, er nokkur umgangur annars starfs- fólks safnsins, vegna þess að innan- gengt er á skrifstofur úr sýningar- , sal. En eftir klukkan fjögur, þegar fast starfsfólk fer heim, bætist annað við. Það fer eftir eðli sýning- anna hversu margt það er. Oftast er bætt við einum manni en stund- um tveimur. Löggæsla er á sumum sýningum að næturlagi ásamt gæslumanni og húsvörður er að störfum að degi til. Á Kjarvalsstöðum er gæsla allan sólarhringinn. Þar er morgunvakt frá kl. 8-3, en byggingin á að vera lokuð til klukkan tvö. Frá 2-10 eru tvær gæslukonur í hvorum sýning- arsal. Næturvörður er síðan í húsinu j á nóttunni. i I húsinu er engin tæknivædd öryggisgæsla að degi til nema í einstaka tilfellum, eins og á Kjar- valssýningunni í fyrra var öryggis- vörður í húsinu á sýningartíma, sem hafði á sér labb-rabb tæki og það hafði í för með sér, að ef hann vildi gera viðvart kviknaði ljós við útidyr, þannig að dyravörður hafði mögu- leika á að hefta för afbrotamanns út úr húsinu. Einnig var vörðurinn i í beinu sambandi við Öryggisþjón- ustu Vara. Að sögn Þóru Kristjánsdóttur, listráðunautar Kjarvalsstaða, fer það eftir því hvemig sýningum er fyrirkomið hvort gæslukonumar I hafa alltaf yfirsýn yfir salina. Þegar Þóra var spurð hvað hún j teldi helst ábótavant við Öryggis- gæslu Kjarvalsstaða, sagði hún að æskilegt væri að ráða dyravörð, sem gæti fýlgst með komu fólks í húsið og jafnframt veitt upplýsingar um starfsemina þar. Þegar komið er í Ásgrímssafn tekur gæslukona á móti gestum og fylgir þeim um safnið. Ef um stóran hóp er að ræða er bætt við annarri gæslukonu að sögn Hrafnhildar Schram, sem nú gegnir starfi for- stöðumanns. í Ásgrímssafni er einnig sjálfvirkt öryggiskerfí. Peningaleysikennt um Listasafn ASÍ er eina listasafnið hér á landi, sem hefur orðið fyrir því að mynd hefur verið stolið þaðan. Þetta gerðist í fyrra þegar inní safnið slæddist gestur með hópi sem þangað kom. Maðurinn varð eftir í safninu þegar hópurinn var á braut. Gæslumaður sem hafði fylgt hópnum eftir kom strax auga á að verkið vantaði og sá í hæla mannsins, þar sem hann hljóp með myndina undir hendinni en þetta var lítil teikning eftir Mugg. Myndin hafði verið fest við skrúfu á veggnum og lítið átak þurfti til að losa hana. Eftir þennan atburð urðu nokkr- ar umræður um öryggis- og trygg- ingamál safnsins að sögn Þorsteins Jónssonar forstöðumanns. Hann sagði þó ekki ástæðu til að fjölga gæslufólki, en í salnum er ein gæslukona á sýningartíma. Eftir þennan atburð er hins vegar lögð áhersla á að gæslufólk sýni meiri aðgát og að sýningar verði skipu- lagðar með þeim hætti að auðveld- ara sé að halda uppi eftirliti, t.d. að gæslukona hafi yfirsýn yfir allan salinn í einu. Á nóttunni er engin næturvarsla í Listasafni ASÍ nema hvað hús- vörður lítur við eftir lokun. Annars sefur hann vært heima hjá sér. Ekkert sjálfvirkt viðvörunarkerfi er í húsinu en sýningarsalurinn er þannig varinn að það þarf að komast í gegnum tvennar læstar dyr til þess að komast inn í safnið. „Auðvitað liði öllum betur ef safnið væri vaktað á nóttunni, en spurningin er um fjármagn. Við höfum aðeins úr takmarkaðri upp- hæð að spila," segir Þorsteinn. Já, skortur á ijármagni er við- kvæðið hjá öllum forráðamönnum safnanna, þegar öryggisgæslu ber á góma. En höldum áfram að ræða sjálfa öryggisvörsluna. í Listasafni Einars Jónssonar eru þijár gæslukonur á sýningartíma og vaktar hver eina hæð og um leið eru þær einnig leiðsögumenn fyrir gesti. Engin gæsla er úti í garði safnsins, þar sem 28 myndir eftir Einar standa. Engin nætur- varsla er á safninu. „í safninu þyrfti að vera sjálf- virkt öryggiskerfi, sem væri í gangi bæði á sýningartíma og á nóttunni," sagði Ólafur Kvaran forstöðumaður safnsins. „En þess ber að gæta að umhverfis húsið er rammgerð girð- ing og öllum hliðum er læst á lokun- artíma. Auk þess er safnið stað- settí miðju íbúðarhverfi og það veitir ákveðið öryggi. í safninu eru engir hlutir, sem hægt er að fara með út undir hendinni," sagði Olafur. •• . , . Ljósm./ RAX Oryggisgæsla á Picasso-sýningunni á Kjarvalsstöðum er mjög vel skipulögð, segir Grétar Norðfjörð lögreglumaður. „í Ásmundarsafni er ekki heldur öryggiskerfi, hvorki að degi né nóttu, en lögreglan ekur framhjá annað veifið á nóttunni," segir Gunnar Kvaran forstöðumaður safnsins. „Hér þyrfti þó að vera öflugt þjófavamarkerfi, sem væri tengt brunavömum," segir Gunnar. En hvemig er gæslu háttað á sýningartíma í Ásmundarsafni? „Hér starfa tvær gæslukonur, sem hafa yfirsýn yfír sýningarsal- inn. Til að tryggja varðveislu verk- anna eru viðkvæmar myndir í lok- uðum kössum. Aðrar myndir, sem em úr sterkara efni eins og bronsi, þyrfti töluverðan þjösnaskap til að vinna á,“ sagði Gunnar. Af öðmm öryggisráðstöfunum má meðal annars nefna að litlar myndir em yfirleitt skrúfaðar niður, svo erfitt er að ná þeim af veggjum. Stærri myndir hanga í koparvír. í sumum safnanna er fólk beðið að skilja eftir töskur og regnhlífar áður en það gengur inn og sumstað- ar er fólk beðið að fara úr yfir- höfnum. Æskilegt væri að hafa sér- þjálfaða öryggisverði Ýmsar gagnrýnisraddir hafa heyrst þegar rætt er um öryggis- gæslu á söfnunum. Sagt er að æskilegt væri að hafa þann mögu- leika að tengja einstök verk við sjálfvirkt öryggiskerfi jafnt að nóttu sem degi sem síðan væri í sambandi við annaðhvort stjómstöð lögreglunnar eða öryggisgæslu eins og Securitas og Vara. Þá hefur verið iætt um það, að söfnin þyrftu að koma sér upp sér- þjálfuðum öryggisvörðum, líkt og erlend söfn. Ástandið hér sé hins vegar með þeim hætti að öryggis- heyrst, þegar rætt er um öryggisgæslu á söfnum. Sagt er, að æskilegt væri að hafa þann möguleika að tengja einstök verk við sjálfvirkt öryggiskerfi jafnt að nóttu sem degi, sem síðan væri í sambandi við annaðhvort stjórnstöð lögreglunnar eða öryggisgæslu eins og Securitas og Vara. vörslu á söfnum annist roskið fólk, sem hafi litla sérþekkingu á gæslu- málum, þótt enginn vilji rýra störf þessa fólks, sem allt eru vaíinkunnir og heiðarlegir borgarar, sem vinna störf sín af stakri samviskusemi. En við vitum aldrei hvað getur komið upp og því er betra að hafa öryggismálin í lagi. Sá atburður gerðist ekki alls fyrir löngu, að fjarlægð voru 28 merkispjöld af styttum Einars Jónssonar í garðin- um fyrir framan safnið. Þótt þetta hljóti að hafa tekið dágóðan tíma varð mannsins aldrei vart. Hvað hefði getað gerst á sama tíma, ef viðkomandi hefði ætlað sér að vinna skemmdarverk á styttunum sjálf- um? Mönnum hefur dottið í hug hvort maðurinn hafi ekki verið að sýna fram á hve illa myndanna væri gætt í raun og veru og hvað hægt væri að gera. Er hér ekki verið að spara aurinn en kasta krón- unni? Það má ef til vill segja sem svo að ekki sé hægt að stöðva skemmd- arverk ef menn ætla sér að fremja einhver slík, sama hve öryggis- gæslan er góð, en aldrei er of var- lega farið. Skemmdafýsn færíst í aukana Enn höfum við ekki fjallað um myndlistaverk, bæði málverk og grafík eða skúlptúr, sem lánað hefur verið til sýninga á vinnustöð- um eða hanga uppi í skólum, spít- ölum, meðal annars í matsölum, afgreiðslum eða í öðrum í opin- berum byggingum. Listasafn ASÍ gerir töluvert af því að lána listaverk á vinnustaði. Að sögn Þorsteins Jónssonar hefur mynd aldrei verið stolið eða framin skemmdarverk, þó að ekki hafi verið um sérstaka gæslu á myndun- um að ræða. Þorsteinn sagði að starfsmenn safnsins sýndu nú meiri varkámi en áður, þegar myndir væru lánaðar. Sagði Þorsteinn, að á vinnustaða- sýningum væri reynt að koma myndunum þannig fyrir að erfitt væri að ná þeim niður og engar litlar myndir væru á slíkum sýning- um. Verk í eigu Reykjavíkurborgar, sem eiga sína heimahöfn á Kjar- valsstöðum eru víða í útlani. Sagði Þóra Kristjánsdóttir að ekki væri óalgengt að sveitarfélög hérlendis og erlendis ættu myndlistaverk og lánuðu stofnunum sínum og aldrei hefði nokkuðhent þessi verk. Listasafn íslands og Ásgrímssafn eiga nokkuð af myndum í opin- berum byggingum, einkum stjóm- arskrifstofum. Eru þar meðal ann- ars verk eftir helstu listmálara okkar. „Þau verk, sem safnið hefur lán- að eru á ábyrgð lánþega,“ sagði Karla Kristjánsdóttir hjá Listasafni íslands. „Auðvitað er það óeðlilegt, að þessi listaverk séu utan safnsins en útlán hófust á þeim ámm þegar safnið átti ekki fastan samastað. Árið 1950, þegar safnið fékk inni í Þjóðminjasafnsbyggingunni, voru flest þeirra innkölluð, þó ekki öll og teljum við æskilegast, að stjórn- arskrifstofumar ættu sínar eigin myndir. I lögum frá 1961 er skýrt tekið fram að myndir skuli einungis lána á sýningar og til þess þurfi sérstakt leyfi og höfum við oft neitað að lána myndir. Ég tel óvarlegt að listaverka, sem em í útláni á vinnustöðum, sé ekki betur gætt en raun ber vitni,“ sagði Grétar Norðfjörð, þegar við leituð- um álits hans. „Miðað við aðstæður í þjóðfélaginu er hættunni boðið heim, því að skemmdarverk færast í vöxt meðal yngri kynslóðarinnar og það tengist meðal annars ýmiss konar vímuefnaneyslu. Söfnin hafa hingað til fengið að vera í friði vegna þess að margir aðrir möguleikar em til að fá útrás fyrir skemmdarfýsnina. Spjöll hafa verið unnin á verkum sem hafa verið til sýnis á almannafæri, fyrst Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.