Morgunblaðið - 15.06.1986, Side 56

Morgunblaðið - 15.06.1986, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ1986 1 Ja héma! THE SHADOWS ÁB Ólýsanleg stemmning á tónleikunum á fimmtudags- kvöldið Fyrir rúmum 26 árum skaust lagið Apache í fyrsta sæti breska vinsældalistans. Það þótti merki- legt því lagið var ekki sungið eins og venja var þegar dægurlög voru annars vegar. Renglulegur piltur með svört gleraugu lék laglínuna með glæsibrag og í kjölfarið fylgdu fleiri lög í svip- uðum dúr, ýmist leikin af strákn- um með gleraugun og félögum hans eða öðrum sveitum sem leituðu á svipaðar slóðir. Strák- urinn með svörtu gleraugun var auðvitað Hank Marvin, fyrir- mynd flestra rokk-gitarleikara. Á fímmtudagskvöldið léku Shadows þetta lag á Broadway og auðvitað var Hank Marvin í broddi fyikingar. Stemmningin var ólýsan- leg eða því sem næst. Það ætlaði allt um koll að keyra þetta kvöld, slíkar voru viðtökumar. Brian Bennett, trommuieikari, sýndi það og sannaði að hann er einn besti trommuleikari sem komið hefúr fram. Bæði er hann með ólík- indum „tekniskur" - og næmur á samspil. Kraftmikill þegar við á, mjúkur ef svo ber undir. Bruce Welch lék á rythmagítar og fórst það vel úr hendi. Mönnum hættir oft til að vanmeta rythmaleikara og skilja ekki tii hlítar hversu mikilvægir þeir eru. Það fór ekkert á milli mála að hér á ferðinni var samhent hljómsveit. Aðstoðarmenn The Shadows voru Cliff Hali á hljómborð og Mark Griffíth á bassa, báðir úrvalshljóðfæraleikarar. I nær tvær klukkustundir stóðu Shadows á sviðinu án þess að taka sér hvfld og það var hrein unun að vera viðstaddur þessa tónleika. Þeir renndu sér í gegnum alls konar lög sem langflestir viðstaddra þekktu. Þeir rauluðu Living Doll þó Cliff Richard væri ekki með. Þarna mátti heyra lög eins Atlantis, Don’t cry for me Artentina_ og Theme from Deer Hunter. Áður hefur verið minnst á Apache og að endingu tóku þeir Riders in the sky. Það var í uppklappinu. Brian Bennett tók trommusóló sem kemur til með að lifa lengi í Morgunblaðið/Börkur Morgunblaðið/Rax Morgunblaðið/Rax hugum viðstaddra. Sá sem þetta skrifar hefur aldrei heyrt hvflíkt og annað eins á hljómleikum. Tæknin var hreint ótrúleg svo og tilfinningin. Meira að segja Gunnar Jökuil Hákonarson, fyrrum trommuleikari í Trúbrot, sást með galopinn munn!! Welch og Marvin sungu Wond- erful World eftir Sam Cooke og gerðu það listavel, enda báðir með ágætar raddir. Það var gaman að horfa á fólkið í salnum sem ýmist vaggaði sér Morgunblattð/Rax dreymandi á svipinn eða klappaði og stappaði af fítonskrafti. Á meðan fóru fímm menn á kostum á sviðinu. Shadows eru búnir að vera til í bráðum 30 ár og kunna greinilega vel að skemmta fólki. Kynningar á lögunum voru mjög góðar og kímni- gáfa þeirra Welch og Marvin er í fínu lagi. Jafnhliða því að leika lögin svo listilega tóku þeir sín frægu dansspor og setti það skemmtilegan svipátónleikana. Hljómburðurinn þetta kvöld var mjög góður og var gaman að heyra hvemig gömlu lögin voru hljóð- blönduð að hætti gamla tímans. Þáttur ljósamannsins var ekki siðri. Það var aðeins eitt sem skyggði á þetta allt saman. Það voru 2-3 kófdrukknir íslendingar sem voru sí og æ að taka fram í fyrir Welch og Marvin þegar þeir vom að kynna lögin. Fyrst í stað tóku þeir þessu nokkuð vel en eitt sinn gat sá fyrr- nefndi ekki stillt sig um að segja einum þessara manna að gijóthalda kjafti. Finnst mér að dyraverðimir á Broadway hefðu endilega átt að kynna bflastæðið fyrir utan Broad- way fyrir mönnunum í stað þess að láta þá verða sér til skammar. En annars: Hafi Listahátíð, Broadway og síðast en ekki sízt The Shadows þökk fyrir stórkost- legt kvöld. - Jól i 2 (öefóu — sumrinu undir fótinn á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.