Morgunblaðið - 15.06.1986, Síða 59

Morgunblaðið - 15.06.1986, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1986 59 Minning-: GuðborgL. Sig- urgeirsdóttir Fædd 26. ágúst 1916 Dáin 7. júní 1986 Guðborg Laufey fæddist á ísafírði hinn 26. ágúst 1916 og skorti 10 vikur á, að hún næði sjötugsaldri. Hún var 11. barn hjón- anna Bjameyjar Jónu Einarsdóttur frá Ytri-Skálavík við ísafjarðardjúp og Sigurgejrs Kristjánssonar frá Gjörfúdai í fsafírði, verkamanns og grafara á ísafírði. Þau eignuðust 13 böm og komust 10 til fullorðins- ára. Kristján stýrimaður, fæddur 1898, fórst með Lv Gunnari 1933. Þorgerður, fædd 1902, gift Guðmanni Hróbjartssyni, vélstjóra, dáin 1984. Guðrún, fædd 1904, gift Guð- mundi Haíldórssyni, stýrimanni, en hann fórst með bv Sviða 1941, hún dvelur nú á Hrafnistu. Valgerður Kristjana, fædd 1906, dáin 1984, hún var gift áður Kjart- ani Péturssyni, sjómanni, en hann fórst með Lv Apríl 1930, síðar Olafí Halidórssyni, bifreiðastjóra. Karvel, sjómaður fæddur 1908, kvæntur Sigríði Þórðardóttur, búa í Reykjavík. Halldór, 1911-1947, sýninga- maður á ísafírði. Jón stýrimaður, fæddur 1912, kvæntur Aðalheiði Sigurðardóttur, hann fórst með bv Max Pemberton, 1944. Þorvaldur sjómaður, fæddur 1914, hann dvelst á Hrafnistu, Hafnarfírði. ísak framkvæmdastjórij fæddur 1921, kvæntur Ragnheiði Amadótt- ur, þau búa í Reykjavík. Þegar faðir Guðborgar var bam að aldri, fórst faðir hans frá 4 ungum bömum og var bömunum dreift á ýmsa bæi í Djúpinu til fóst- urs, en móðir hans fór með hann til vistar og fósturs að Múla á Langadalsströnd. Þar vom þá að hefja búskap ung hjón, Valgerður Jónsdóttir frá Laugabóli og Kristján Þorláksson frá Þúfum. Þar ólst Sigurgeir upp og var, er aldur leyfði, í skiprúmi hjá fóstra sínum, Kristjáni, sem var annálaður sjó- sóknari og bóndi. Afí sótti til Múla nöfn á tvær dætur sínar, Valgerður Kristjana var skírð í höfuðið á fosturforeldr- unum, og Guðborg, sem skírð var eftir tveimur dætram Múla-hjón- anna, Guðrúnu og Sigurborgu. Svo mikils mat hann fjölskylduna í Múla. Guðborg var 9 ára, þegar hún missti foður sinn, og vora flest systkinin enn heima á Sólgötu 7, elstu dætumar vora famar að heim- an til starfa eða í þann mund að stofna eigin heimili. Elsta systir hennar tók hana fljótlega til vistar á heimili sínu í Reykjavík til þess m.a. að gæta bamanna. Hún var þar fram yfír fermingu og þar lauk hún sinni skólagöngu. Blómastofa Friðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð ötl kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Um tvítugt kynntist hún Gunnari Jóhannssyni, bifreiðastjóra, síðar afgreiðslustjóra Hampiðjunnar, og urðu þau heitbundin. Þau eignuðust dreng, Hauk Kjartan, fæddan 11. janúar 1937, en slitu síðar samvistir og hélt Guðborg til ísafjarðar með soninn. Hún starfaði síðan um nokkurra ára skeið á saumastofu á Isafirði. Undir lok heimsstyijaldarinnar fluttist Guðborg aftur til Reykjavík- ur og þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Lorenz Karls- syni, sjómanni frá Fomahvammi í Vopnafírði. Þau gengu í hjónaband 16. marz 1946 og settu upp heimili að Shellvegi 2 í Skeijafirði. Þeim varð ekki bama auðið, en áttu fyrir sinn drenginn hvert, svo til jafn- aldra, og vora þeir á uppvaxtarár- unum sem bræður. Sonur Lorenzar, Pálmi, býr nú í Vestmannaeyjum. Haukur Kjartan er pípulagninga- maður í Reykjavík, kvæntur Grétu Óskarsdóttur frá Akureyri, og eiga þau 3 böm: Helgu Guðborgu (17.11 1958), sambýlismaður hennar er Þorsteinn Guðbjömsson, bakari, Margrét Bjamey (29.3. 1960) maður hennar er Hilmar Kristins- son, vélstjóri og Kristbjöm (10.7. 1963), sem enn dvelur í foreldra- húsum. Fyrir 10 áram veiktist Guðborg alvarlega og reyndist meinið vera æxli við heilann. Eftir mikla aðgerð og langa sjúkrahússvist náði hún sér að nokkra leyti og annaðist heimili þeirra hjóna af sömu kost- gæfni og fyrr. í marz sl. veiktist hún á ný og var lögð inn á Landa- kotsspítala, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt, en hún fékk hægt andlát á afmælisdegi móður sinnar, 7.júní. Miklir kærleikar vora með Guð-'*-- borgu og ömmubömunum og vora þau sannkallaðir augasteinar henn- ar og Lorenzar. Hjá henni snerist öll tilveran síðustu árin um fjöl- skylduna og eiginmanninn. Hjónaband hennar og Lorenzar var farsælt og hamingjuríkt, hún bjó manni sínum fagurt heimili, sem ^ hún prýddi með fallegum útsaumi. *• A meðan maðurinn stundaði sjóinn, en hann var áram saman skipverji á bv Hvalfelli, vann hún við fram- reiðslustörf í Þjóðleikhússkjallaran- um og við ýmis tækifæri í heima- húsum. Hún var ekki fædd með silfúrskeið í munni, og var því vön frá fyrstu tíð, að verða að hafa fyrir hlutunum. Guðborg var skaprík kona og var ekki allra, ef því var að skipta, hún gat átt það til að láta í ljósi mein- ingu sína án nokkurra mildandi umbúða. Blessuð sé minning hennar. Sigurgeir Guðmannsson. Vitnisburður Vernharðs í Holti um Hey-Taddana okkar Ný, hagkvæmari tækni við heyverkun. Vernharður Sigurgrímsson, Holti II, Stokkseyrarhreppi, segir: „Ég notaði Hey-Tadda (heyrúllupoka) í fyrrasumar og tel þetta mjög hagkvæma heyverkunaraðferð. Hún er alls ekki dýrari en aðrar aðferðir, t.d. súgþurrkun en heyið verkast mun betur. Eitt sinn hirti ég hólfþurrt hey af sama teig í Hey-Tadda og í súg- þurrkun. Pokaheyið reyndist lystugra, kýrnar ótu það langt- um betur. Besta verkun næst, fái heyið að þorna einn dag." Hey-Taddarnir öruggir. „I fyrra tók ég 200 Hey-Tadda frá Plastprenti. Aðeins einn Taddi ónýttist, fyrir slysni. Ég reyndi einnig útlenda poka, þynnri gerð, en það komu myglublettir við saumana. Taddarnir eru alveg lausir við slíkt. Við lofttæmum alla pokana með ryksugu það auðveldar lokun og flýtir fyrir verkun." Taddi er fornt heiti á poka. Plastprent vill nú gæða petta ágæta orð Iffi að nýju. Stórminnkuð áhrif ótíðar. „Ég hef ekki pokað mjög blautt gras en tilraun sýndi að ekki sak- aði þótt grænfóðurværi pokað blautt í Hey-Tadda. Pokarnir geta staðið úti fram eftir vetri, varðir vindi og skepnum. Það sparar hlöðurými. Hjá mér stóðu úti 20 Taddar með þurrkuðu byggi fram að jólum. Ég er þess fullviss að pokun er verkunaraðferð framtíðarinnar. Hey þarf aldrei að hrekjast. Þurrhey má poka á svipstundu, byrji að rigna. Ég geri ráð fyrir að pakka í 400 Hey-Tadda í Sölustaðir: Kaupfélög um land allt. sumar. 9 Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfóabakka 9. Sími 685600.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.