Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1986 lendur fæddist 24. júní 1922. Hann varð síðar bóndi í Bólstaðarhlíð, en missti heilsuna tiltölulega ungur. Hann er nú sjúklingur á heilsuhæl- inu á Blönduósi. Hann var búmaður mikill og hörkuduglegur. Þegar hann var tólf ára fór hann að hirða kindur upp á sitt eindæmi. Guð- mundur yngri fæddist 18. febrúar 1927. Hann er stúdent og hefur auk þess kennarapróf og hefur kennt í herrans mörg ár, bæði í Bólstaðar- hlíðarhreppi og við Varmahlfðar- skóla í Skagafirði. Hann var náinn vinur frænda síns, Jóns heitins Pálmasonar, ráðherra, á Akri, ferð- aðist með honum í kosningaleið- öngrum, og er skemmtilegur bar- dagamaður í pólitík. Hann býr í Bólstaðarhlíð og situr mikinn garð með sæmd eins og konservatívum tignarmanni ber. Ævar, yngsti sonurinn, fæddist 28. apríl 1930. Hann bjó um hríð í Bólstaðarhlíð og var auk þess lögreglumaður í Húnaveri um skeið, en er nú fluttur til Dalvíkur. Auk sonanna fjögurra áttu þau Elísabet og Klemenz fósturson, Herbert Sigurðsson, sem er húsa- smíðameistari í Reykjavík, hann fæddist 13. janúar 1921, kom til þeirra fímm ára gamall. Þeir synim- ir eru blandaðir úr báðum ættum, en einhvem veginn er það svo, að skapgerðareinkenni Erlendar Pálmasonar, langafa þeirra, Dannebrogsmanns í Tungunesi, eru sterk. Erlendur var afi Sigurðar heitins skólameistara á Akureyri en móðir Klemenzar, Ingiríður, var dóttir Erlendar og systir Guðmund- ar Erlendssonar, hreppstjóra á Æsustöðum og síðar í Mjóadal í Laxárdal. Þeir Klemenz og meistari vom því systkinasynir. Veturinn 1926 var Klemenz á sífelldu ferðalagi um Húnaþing og flutti erindi hjá öllum ungmennafé- lögum þar í sýslunni. Það munaði hársbreidd að Klem- enz færi til Ameríku til að læra þar til prests. Það hefði aðeins tekið tvö ár. Jón Helgason, þáverandi biskup, hafði lofað honum því að vígja hann, þá hann kæmi úr þeirri för. Þegar hann var í Askov langaði hann mikið til að fara með dönskum skólabróður til Vesturheims, en sá fór þangað til að læra til prests. Klemenz hafði við þau orð oftar en einu sinni, að ef hann hefði orðið prestur hefði hann sinnt því ein- göngu og ekkert annað gert. En örlögin höguðu því, að Klemenz varð ekki prestur — hans beið annað hlutverk. Hann hafði orðið fyrir hugljómun í Askov. Hann hafði heyrt þar talað um trúarflokk, er kvekarar kallast. Sögukennari í skólanum fór um þá nokkrum orð- um. Það var sagt sem sögulegur fróðleikur í mannkynssögutíma. En þetta hafði sín áhrif. Klemenz lýsti því á þá leið, að það hefði verið eins og lifandi straumur hefði farið um hann allan og þá sagðist hann hafa hugsað: „Þetta er nokkuð fyrir mig“. Honum hafði líka verið sagt, að það hefðu verið kvekarar, sem fluttu lýðháskólahreyflnguna frá Danmörku til Englands. Og þar stofnuðu þeir skóla í þeim anda í samræmi við trú sína, kvekara- stefnuna. Svo liðu mörg ár. Þá var það eitt sinn, er Klemenz var að vinna úti í fegurð náttúrunnar, að minn- ingamar frá Askov komu sterkar fram í huga hans og hann heyrði rödd segja: „Kynnstu kvekumm". Og Klemenz hlýddi þeirri rödd. Leiðin lá til Englands á slóðir kvekara. Það var árið 1927. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum, að því er hann sagði. Hann lýsti fyrstu kvekaraguðsþjónustunni, sem hann sat. „Hún byijaði með þögn. Þá stóðu menn og konur upp og vitn- uðu um trú sína með fáum orðum. Það voru ekki orð þeirra, sem gripu hjarta mitt. Það var þögnin og sá andlegi kraftur, sem ég fann í þögninni. Ég fann nýtt ljós renna upp í hjarta mínu. Þetta var hið innra ljós, sem kvekarar trúa á. Og Klemenz bætti við: „Og á leið- inni heim sá ég þetta ljos skína yfir öllu og í gegnum allt, sem ég sá. Óumræðilegur friður fyllti hjarta mitt. Og hann dvaldist áfram í Eng- landi og drakk í sig meira af trúnni. Þegar heim til íslands kom, byijaði Klemenz fljótlega að flytja erindi um kvekaratrúna. Fór hann víða og honum var misvel tekið, en hann harðnaði við hveija raun. Hann flutti og erindi í útvarp. Eitt sinn var hann 17 vikur á hringferð um landið. Vinir hans, frændur og sýslungar sýndu honum litla hátt- vísi á stundum. Eitt sinn sagði Oddur heitinn Siguijónsson, sem þá var nemandi í M.A., við Klemenz: „Það er ljótt að ferðast um landið og herma eftir Kristi". Og ekkert beit á Klemenz. Sigurður skóla- meistari, náfrændi og vinur Klem- enzar, bauð honum alltaf heim til sín, þá er hann var á ferð á Akur- eyri. Þeir voru ósammála um margt, meðal annars trúna. Eitt sinn fékk Klemenz eftir ærið þref að tala í skólanum hjá Sigurði. Meistari þakkaði honum ekki ræðuna, en sagði eitt sinn við hann: „Þú hefur guð með þér í ferðalögum, líkt og aðrir hafa hundinn sinn.“ Klemenz tók þessu með æðruleysi eins og öðru. Sú saga er sögð, að hann hafi sagt að loknu erindi, sem hann flutti í húsi Brynleifs heitins Tobías- sonar, menntaskólakennara. „Nú fer ég í Glerárþorp og tala þar“. Brynleifur svaraði að bragði: „Það þýðir ekki, minn kæri — því þar eru allir kommúnistar — þeir hlusta ekki á þig. Þeir trúa á andskotann.“ 0g alltaf mætti Klemenz andbyr. Hann hlaut alls enga uppörvun í starfi sínu fyrir trú kvekara. Allt hans fólk á móti þessu og sveit- ungar hans töldu ferðalög hans til skammar fyrir hann. Hins vegar var Klemenz víða vel tekið. Hann vann hjörtu þeirra, sem kynntust andlegum heiðarleika hans. Söfnuð- ur hans var bara einn meðlimur — hann sjálfur — og prestakall hans allt landið, eins og hann sagði. Hann stóð sig eins og hetja. í ferðum gegnum árin var oftlega áð í Bólstaðarhlíð hjá þeim feðgum, Klemenz og Guðmundi. Það voru stundir sem auðguðu. Fyrir ellefu árum fékkst Klemenz til að sitja fyrir hjá undirskráðum, sem freistaði þess að gera af honum portrett. Viðmótið var sérstakt hjá frænda. Nærvera hans gaf, ef því t Ástkaer eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐBORG SIGURGEIRSDÓTTIR, Reynimel 32, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 16. júníkl. 15.00. Lorenz Karlsson, Haukur Gunnarsson, Gréta Óskarsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Frænka okkar, ÞÓRA THORLACIUS, Hjarðarhaga 40, er lést 9. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 16. júníkl. 10.30. Systkinaböm. var að skipta. Nokkrum sinnum var upplifuð bænastund niðri í kjallar- anum í íbúðarhúsi hans „katakomb- unni" eins og maður leyfði sér að kalla vistarverumar þær. Þar var notið þagnar — endalausrar þagnar, þar sem þeir sátu hlið við hlið, kvekarinn og kaþólikkinn, héldust í hendur og báðu og hugleiddu. Þar var enginn tími, en skjól og hlýja, eins og undir Hlíðarfjalli, einu sól- ríkasta fjalli þessa lands, sem svo oft er autt, þótt jörð sé snævi þakin annars staðar. Þangað í kjallarann í Bólstaðarhlíð barst hjálp frá þeim, sem öllu ræður. Þetta gaf snert- ingu, sem hefur trúlega verið búið að síðan. Guð blessi frænda minn. Ég er hreykinn af honum sem mikilmenni í ættinni, sem skildi eftir innra ljós, er aldrei dvín, og þögnina, sem hann ástundaði, þögnina, sem gaf kraft eins og er í kyrrláta skarðinu á milli fjallanna háu, þar sem hann bjó. Að Hæðardragi Steingrímur St. Th. Sigurðsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR frá Gesthúsum, Álftanesi. Ólafur Jensson, Erla isleifsdóttir, Ketill Jensson, Selma Samúelsdóttir, Guðfinna Jensdóttir, Hjalti Ágústsson, Viktorfa Skúladóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Þökkum af alhug vinsemd og samúð viö andlát og jarðarför ELÍINGVARSSONAR frá ísafirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar 11 b á Landspítalanum. Fyrir hönd aðstandenda, Inga Ingvarsdóttir. , EINNOTA UTIGRILL MEÐ GRILLKOLUM Frábær nýjung! Bam kveikja ....og steikja! Utsölustaðir B.V. Búsáhöld, Hólagarði Borgarbúðin, Hófgerði, Kóp. Breiðholtskjör, Arnarbakka Fjarðarkaup, Hólshrauni Garðakaup, Garðatorgi Hagabúðin, Hjarðarhaga Hagkaup (allar verslanir) Holt, Skólavörðustfg JL-húsið, Hringbraut Kaupgarður, Engihjalla Kjörbúðin Laugarás, Norðurbrún Kjörval, Mosfellssveit Kjöthöllin, Miðbæ, Háaleitisbraut Kostakaup, Hafnarfirði Lækjarkjör, Brekkulœk Matvörumarkaður Olfs, Hveragerði Matvöruval, Vestmannaeyjum Melabúðin, Hagamel Nesval, Seltjarnarnesi Olfs, Álfabakka SS-búðlr f Reykjavfk Samkaup, Keflavfk kiYRKIR Skerjaver, Skerjafirði Vfðir (Mjódd og Austurstræti) Vegamót, Seltjarnarnesi Vogaver, Gnoðarvogi Vörumarkaðurinn, Eiðistorgi Þorláksbúð, Garði Versl. Arnarhraun, Hafnarfirði Versl. Ásgeir, Tindaseli Versl. Báran, Grindavík Versl. Herjólfur, Skipholti Versl. Hornið, Keflavfk Versl. Iðufell, Iðufelli Versl. Kjöt og fiskur, Seljabraut Versl. Lögberg, Vesturgötu Versl. Nóatún (Nóatúni og Rofabæ) Versl. Straumnes, Vesturbergi Versl. Sunnukjör, Skaftahlfð Kaupfél. Hafnfirðinga, Miðvangi Kaupfél. Kjalnesinga, Mosfellssveit Kaupfól. Árnesinga, Selfossi Kaupfél. Suðurnesja, Grindavfk Kaupfél. Þór, Hellu Sími 10643 & 621951
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.